Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 VÍSNALEIKUR Það er orðið langt síðan ég hef fitjað upp á vísnale- ik. Sumum hefði kannski fundist við hæfi að hefja hann með nýju ári. En erindi Matthíasar Jochumsson- ar veldur því, að ég fór að leika mér aftur nú á milli jóla og nýárs: Hvað boðar nýárs blessuð sól? Hún boðar náttúrunnar jól, hún flytur líf og líknarráð hún ljómar heit af Drottins náð. í II. hefti ævisögu séra Árna Þórarinssonar í sálar- háska, talar hann m.a. um, hvað margt sé skrýtið í sköpunarverkinu. Matthías segir einhvers staðar í skáldlegum ofsa: „Vitið, Matti, Mangi, Jón, sá maður er og verður flón, sem ei sér bót við öllu meini og andans flug í hverjum steini. Þetta fannst mér fullmikið flug hjá skáldinu. Ég skildi þetta ekki. En þá var það fjóitán ára gamalt barn, sem hjálpaði mér. Ég var að spyija fermingar- börn á Rauðamel. í barnahópnum var stúlka, sem Ragnheiður hét, Kristjánsdóttir, Elíassonar frá Lága- felli ytra. Hún hafði meðferðis þijá steina krystallaða. „Hvaðan hefurðu þessa steina?“ spurði ég. „Ég fann þá í smalamennsku“, svaraði hún. Hún gaf mér steinana." _ Síðan segir séra Árni frá því, að þessir steinar heiti olivin á erlendum málum, séu taldir í gimsteinatölu og harkan sé 6. Sumir séu kaffibrúnir, aðrir safrangul- ir og þá megi tína af fjalargólfi í svarta myrkri. Svo skæru Ijósi stafi frá þeim. „Svona var þetta,“ segir séra Árni. „Fyrstu gimsteinana fékk ég frá fjórtán ára barni. Og þeir urðu til að gera mig sjáandi á hina innblásnu sýn Matthíasar, andans flug i hveijum steini. Mér hefur alltaf komið hjálpin frá alþýðunni.“ Og síðan heldur séra Árni áfram: Matthías orti erfi- ljóð eftir Sigurð Guðmundsson málara. Hann var Skag- firðingur að ætt og uppruna. í þeim er uppvexti Sigurð- ar lýst með þessum orðum: Hjá traustum Tindastóli í túni spratt ein hvönn ... Og svo kemur framhaldið: Fléttaði fagrar rætur við fóstru sinnar bein, í kringum Dvalins dyngjur og dýran sólarstein." Séra Árni Þórarinsson Séra Árni dregur upp skýra mynd af Matthíasi Joc- humssyni með fáum dráttum. Lítil stúlka hafði farið í smalamennsku og dáðst að öllu sem, fyrir augu bar, verið leitandi og snúið við hveijum steini í bókstaf- legri merkingu. Tilsýndar voru steinamir við fjárgö- turnar allir eins, gráir og lítilfjörlegir. Það var ekki ómaksins vert að taka þá upp nema til að hitta þúfu eða kasta á eftir hrafni. En stúlkan veltir þeim í lófa sér. í suma era greyptir krystallar. Þeim stingur hún í vasann og gefur séra Árna. Eins er um ljóð Matthías- ar. Þótt sum þeirra virðist hversdagsleg og grá við fyrstu sýn eins og steinamir við fjárgötuna, skaltu gá að því, að í flestum leynist krystall, ljóðkrystall. Þann krystal mælum við ekki í hörku, heldur kær- leika. Og birta hans er svo skær, að hann má tína af fjalargólfi trúarinnar, þegar sorgin er svörtust: Nei, nei sá Guð, sem gaf og tók, hann geymir þitt nafti í lífsins bók. Séra Árni vitnar í ljóðabréf skáldsins til bróðursona sinna, þar sem það lætur stundum vaða á súðum. Þórarinn Björnsson skólameistari gerði einu sinni hið sama á Sal á fæðingardegi skáldsins, 11. nóvember. Hann lýsti Matthíasi fyrir okkur í ógleymanlegri ræðu, kom víða við og var innblásinn í bestu merkingu þess orðs. E.t.v. var inntak ræðunnar tvö fyrstu orðin í næsta erindi, sem útleggjast „þekktu sjálfan þig“. Erindið er úr ljóðabréfi til þessara sömu skólapilta Manga, Matta og Jons: / : - „Gnóþi sauton“, Grikkinn kvað; gott er að læra og meira en það; en hvað er list og lærdómsþvaður, ef lærirðu ekki að vera maður? Nu er síðasti dagur þessa árs, þegar Vísnaleikur birtist. Helgi Hálfdanarson hefur verið sá gæfumaður að geta skilið svo erlend skáld, að hann á hægt með að endursegja ljóð þeirra og kveðskap á íslenska tungu. Hér á líkingin um steininn og ljóðkrystalinn ekki við eins og séra Árni hugsaði hana. Eftir sem áður hefur Helgi verið að sáldra ljóðkrystöllum hér og þar og þannig leyft okkur fá agnarlítið glimt af menningu þjóða, sem okkur eru framandi. Eftirlætisljóðform Jap- ana er tanka, staka, sem hefur fimm ljóðlínur með 5, 7, 5, 7 og 7 atkvæði í línu. Ein þeirra ber yfirskriftina I árslok: Hvern dag hugsa ég: víst getur þessi dagur orðið síðastur. Og sjá, einnig þetta ár hef ég lifað til enda! Með þessum orðum óska ég þeim, sem þessar línur lesa og líka hinum, árs og friðar og farsældar á nýju ári. ( Limran „Hvað er sakleysi, “ segir hún Marta sem síst vildi um litblindu kvarta en áttiþó tvisvar sinnum tvívegis þrisvar stundum tvíbura hvíta oftsvarta Ekki verður meira kveðið að sinni. Halldór Blöndal. Erum flutt úr Bankastræti 14 á hornið á Laugavegi og Klapparstíg. hefst þri YFIRSTÆRÐIRI af bómullarsokkabuxum, ullarsokkabuxum fyrir þykkar og ófrískar konur. Ath; ÓBREYTT VERÐ. Kápur Úlpur dömusíðbuxur 2. jan. Ao^HtfSID ■ Austurstræti 8, Bílastæði og inngangur frá Austu rvel li 2. janúar. ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.