Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 4 1 Iársbyijun létu sovésk hjón skíra tvíbura í höfuðið á þekktum stjórnmálaleiðtogum, þeim: a) Rajiv Gandhi og Muhammar Gaddafi. b) Steingrími Hermannssyni og Jóni Baldvin Hannibalssyni. c) Lech Walesa og Neil Kinnock. d) Ronald Reagan og Míkhaíl Gorbatsjov. 2 Gífurlegt umferðaröngþveiti skapaðist í Miðausturlöndum í fyrstu viku janúarmánaðar. Astæðan var: a) Óvenjustríður straumur pílagríma á leið til Mekka. b) Hrikaleg jarðskjálftahrina í Khur-eyðimörkinni. c) Fannfergi. d) Stjórnmálaspenna vegna Iandamæradeilna írana og Jórdaníumanna. 4 INoregi gerðist nokkur kurr- vegna gamals samnings við ís- lendinga, sem valdið hafði frænd- um vorum miklum búsifjum. Þar var um að ræða: a) Gamla sáttmála, sem aldrei hafði verið sagt upp formlega og skyldaði Norðmenn til að halda uppi siglingum til Islands. b) Samning um kindakjötskaup, sem olli Norðmönnum tugmillj- ónatapi árlega. c) Samning um að niðjar Snorra Sturlusonar hefðu einkaútgáfu- rétt á Noregssögunni fram und- ir 1200. d) Samning, sem skyldaði Norð- menn til að eiga stóran hlut í íslenskum laxeldisfyrirtækjum. 3 Hvaða gestur er hér á ferð hjá Mitterrand Frakklandsforseta? a) Fulltrúi markaðsátaks íslenskra alifugla- bænda. b) Leiðtogi Sioux-indíána. c) Hausaveiðari frá Borneó. d) Suður-Amerískur indíánaleiðtogi að mót- mæla eyðingu regnskóganna. 5 rír danskir prestar stofnuðu með sér félag til að vinna að áhugamálum sínum. Þau voru að: a) Vinna að útbreiðslu fagnaðar- erindisins. b) Auka almenna bindindissemi í hinni bjórsollnu Danmörk. c) Greiða fyrir magnafslætti á frönskum og ítölskum vínum til presta. d) Taka upp „gammel dansk“ eða íslensku við messugjörð. 6 Embættismenn í finnska heil- brigðisráðuneytinu lögðu til að stjórnvöld réðust til atlögu gegn streitu í þjóðfélaginu og styrktu fólk fjárhagslega til að fara í: a) Ástarorlof. b) Hugleiðslunám. c) Sólarlandaferðir. d) Nudd. 7 Arleg úthlutun dönsku Sonn- ing-verðlaunanna fór fram í Kaupmannahöfn í febrúar. Verð- launahafinn að þessu sinni var: a) Hrafti Gunnlaugsson. b) Bille August. 12 Margaret Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, er þekkt fyrir að vera kona staðföst og um siðferðisvitund hennar og þroska efast víst fáir. Mönnum þótti því tilhlýðilegt er hún lagð- ist opinberlega gegn því að gerð yrði könnun ákynhegðun breskr- ar alþýðu sem Gallup stofnunin hugðist rannsaka. Breski forsæt- isráðherrann taldi: a) Óhæft að könnunin yrði gerð þar sem hún og eigin- maður hennar, Dennis, höfðu lent í úrtakinu. b) Fullvíst að könnunin ryfi friðlielgi einkalífsins. c) Að könnunin gæti rýrt álit Breta á alþjóðavettvangi d) Að lausgyrtar og atvinnu- lausar gálur sunnan úr álfu myndu flykkjast til Bretlands er þær fréttu af hamslausri kynorku breskra karlmanna. c) Klaus Rifbjerg. d) Ingmar Bergman. 8 Hinn 30. júní steypti stjórnar- herinn ríkisstjórn Súdans. Forsætisráðherrann, sem settur var af, heitir: a) Omar Hassam Ahmed al Bas- hir. b) Sadeq al-Mahdi. c) Svaki Svakalegi. d) Mústafa Khalil. 9 > Ibyijun júlí mynduðu grískir íhaldsmenn ríkisstjórn með kommúnistum. Ákvað hún strax að sitja stutt og hafa það að meg- inhlutverki að: a) Haftia því að Grikkir haldi Ólympíuleikana 1996. b) Semja bók um kvennafar Andr easar Papandreous for- sætisráðherra sósíalista. c) Reisa minnisvarða um Pap- andreou á Akrópólishæð. d) Rannsaka spillingu sósíalista- stjórnarinnar. 10 Iöndverðum júlí brotlenti mann- - laus sovésk orrustuþota á húsi í þorpinu Belegem í Belgíu. Það var nokkuð óvenjulegt því: a) Flugmaðurinn hafði ekki nóg eldsneyti til að komast til næsta flugvallar. b) Flugmaðurinn ýtti á rangan hnapp er hann ætlaði að setja niður hjólin fyrir lendingu á flugvelli í grenndinni. í staðinn skaut hann sjálftim sér út úr þotunni sem tók sveig og lenti á næstu húsum. c) Þotan hafði flogið mannlaus rúma þijú þúsund km yfir fjög- ur lönd því flugmaðurinn skaut sér út í fallhlíf yfir Póllandi. d) Ekkert af þessu er rétt því siglingatæki þotunnar biluðu er flugmaðurinn hugðist stýra henni niður á sovéskt flugmóð- urskip á Norðursjó með þeim afleiðingum að hún hrapaði nið- ur í belgíska þorpið. 11 Isumar voru kínverskir ríkis- starfsmenn sviptir sumarleyfi vegna: a) Uppreisnar stúdenta. b) Mótmæla á Torgi hins him- neska friðar. c) Leti og lítilla afkasta. d) Onugleika aldraðra lands- feðra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.