Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Hvers eraðmhmast írá árínu 1989 ÞEGAR árið er að líða í aldanna skaut líta menn oft til baka, ekki síður en fram á við, og rifja upp atburði líðandi árs. Man þá hver eftir því sem hann hefur skipt mestu á einn eða annan hátt. Til þess að gefa nokkra mynd af því, sem markverðast kann að virðast í byggðum landsins á ár- inu, hefur Morgunblaðið, eins og undanfarin ár, leitað til nokkurra frétta- ritara sinna víðsvegar um landið og fengið þá til að rifja upp það, sem þeim hefur þótt markverðast af innlendum og erlendum vettvangi og úr heimabyggð. Pistlar fréttaritaranna fara hér á eftir. BENJAMIN BALDURS- SON, YTRI-TJÖRNUM, EYJAFIRÐI: Yfirbygging þjóðfélagsins of mikil ÞEGAR rifjaðir eru upp helstu atburðir ársins 1989 af innlendum vettvangi kemur fyrst upp í hug- ann heimsókn Jóhannesar Páls páfa II til íslands 3. júní. Hann hefur með framkomu sinni heima fyrir og á ferðalögum vítt og breitt um heimsbyggðina vakið virðingu og mikla tiltrú manna á að þar fari maður sem vill stuðla að friði, réttlæti og góðvild milli allra manna og kvenna sem byggja þessajörð. Þáerað sjálfsögðu ofarlega í huga efnahagsörðugleikar sem við Islend- ingar þurfum af einhveijum óskiljan- legum ástæðum að búa við ár eftir ár þegar hagvöxtur í helstu viðskipt- aríkjum vex, áttunda árið í röð. Þó ekki sé mögulegt í örstuttum pistli að kryfja þessi mál til mergjar leyfi ég mér að álíta að yfirbygging þjóð- félagsins sé orðin alltof mikil. Þrátt fyrir það á enn að stofna nýtt ráðu- neyti, umhverfismálaráðuneyti. Enginn má taka orð mín svo að ég sé á móti verndun umhverfis, en það er bruðl að stofna heilt ráðuneyti utan um málaflokkinn og deild innan landbúnaðarráðuneytisins væri væn- legri kostur. Það vakti vissulega kvíða þegar sú frétt barst í haust að Slippstöðin á Akureyri hefði neyðst til að segja upp rúmlega tvö hundruð manns vegna verkefnaskorts. Þetta fyrir- tæki er með þeim stærstu í bænum og vissulega skarð fyrir skildi ef það hættir starfsemi. Þó nú hafi meira en helmingur verið endurráðinn er greinilegt að tugir manna verða að leita sér að nýrri atvinnu, sem ef til vill er ekki fyrir hendi á Eyjafjarðar- svæðinu. Sem mjólkurframleiðandi finnst mér það ánægjulegt að nú hefur tekist að aðiaga mjólkurframleiðsl- una að innanlandsmarkaði. Eru jafn- vel horfur á að mjólkurframleiðsla á yfirstandandi verðlagsári verði of lítil fyrir landsmenn.' Það væri ekki úr vegi að minna ráðamenn land- búnaðarmála á það, að staðna nú ekki í kerfinu heldur gera ráðstafan- ir svo að til innflutnings þurfi ekki að koma. Ef þeir skyldu vera búnir að gleyma því, blessaðir, þá er enn í gildi gífurlega hátt kjarnfóðurgjald, sem upphaflega var sett til að draga úr mjólkurframleiðsiu, en á nú ekki lengur við þar sem hver framleið- andi er negldur niður með sinn full- virðisrétt. Þeir atburðir af erlendum vett- vangi sem glöddu mig mest var fall Berlínarmúrsins og sú þróun sem nú á sér stað í lýðræðisátt í Austur- Evrópu. Rúmenska þjóðin þarf því miður að færa gífurlegar fómir fyr- ir frelsið og hryggilegt að harðstjór- inn Ceausescu hafi ekki borið gæfu til að segja af sér með friðsömum hætti líkt og kollegar hans í Pól- land, Tékkóslóvakíu og Austur- Þýskalandi, heldur fyrirskipar hann í fjörbrotum að merja skuli sem flesta undir jámhæl stalínismans. Honum var greinilega fyrirmunað að skilja kail nýrra tíma. ÁRNI HELGASON, STYKKISHÓLMI: Fá ár gefið meira af kvíða og vonleysi Arið sem kveður er að mörgu leyti minnisstætt. Fá ár sem hafa gefið meira af kvíða og mörgum von- leysi. Kapphlaupið um lífsgæðin i uppivöðu og launamismunur aldr- ei meiri og erfítt um samninga — gjaldþrot, slys og annar ófögnuð- ur aldrei meiri. Aldrei fleiri farist í vímunni og því fjölgandi af- vötnunarstöðvum. Kirkjan á í vök að veijast eins og allur hollur félagsskapur, verðlag vaxandi og verðbólga, kaupmáttur rýrnar og minna fæst fyrir hveija krónu. Aðalatvinnuvegimir allt að í fjörbrotum. Þarf styrki um leið og þeir sem styrkja taka það aftur og meira til. Fólki sagt upp og ríkis- starfsmönnum fjölgar. Þingmenn of margir, 11 ráðherrar, auk hjálpar- kokka, á þeytingi út um allt. Menn í æðstu stöðum fá áfengi á spottprís og ekki eykur það virðingu né bætir siðferði. Erlendar skuldir vaxa og fjárlög aukast. Þetta fer í taugamar á mér og nú þurfa landsfeður virki- lega að taka sér tak og iðrast. En ljósu punktamir, dugnaður fólksins, framsýni Flugleiða og vel- gengni Eimskips, samruni félaga til átaka og ýmislegt annað örvar kjark og dug. Forseti landsins vaxandi í starfi og borgarstjórinn í Reykjavík. Erlendis hafa mestar breytingar orðið til gleði þegar fólk í kúguðu löndunum rís upp og hristir klafann af sér. Þeir sem kenndu sig við jafn- rétti og félagshyggju hafa tekið ofan grímuna og allur sorinn blasir við. Neyðin í vanþróuðu löndunum er sár en þar þarf jákvæðar athafnir ekki nóg að mata eða senda mat. En hvemig lítur heimabyggð út um áramót? Bærinn hefir haft mikil umsvif eins og áður og þar er góð forysta. Atvinnuleysi ekki neitt. Framkvæmdir við sjúkrahúsið, dval- arheimilið, kirkjuna og íþróttahöllina verið miklar. Hótelið kemur út með gróða, enda sívaxandi ferðamanna- þjónusta ár frá ári. Eyjaferðir hafa gert hér góða hluti; ferðir um Breiða- fjörð og kynning, nýja feijan í aug- sýn, verslunin á í vök að veijast og hugar að laða sig eftir aðstæðum. Utgerðin í örðugleikum, vaxtabyrðin í hámarki o.fl. Skelvinnslan mikil björg, niðurlagningarverksmiðjan lofar góðu. Samgöngur góðar og þar eiga Hópferðir HÞ sinn góða þátt, vöruflutningar annast aðdrætti í bæ og suður. Skólinn okkar er góður og með gott starfslið, mikið gert að íþróttum fyrir æskuna og margt á boðstólum fyrir aldraða. Bæjarbragur góður. Minnisstætt er mér andlát Jóhannes- ar Árnasonar sýslumanns og vax- andi ánægja með höfnina. Persónu- lega útkoma bókar minnar og Eðvarðs og undirtökur þær sem hún fær alls staðar. Og samstarf við Morgunblaðið og starfsliðið er óborganlegt. Enda vex þar gengi ár frá ári. Ég býð svo öllum landsmönn- um farsælt ár. HALLDÓR JÓNSSON, SÚÐAVÍK: Vestfirðingar neita að gefast upp Ef maður lítur yfir erlendan vett- vang ársins 1989 þá standa efst í huga manns þeir atburðir er áttu sér stað í hinum kommúníska heimi þ.e. er þegar í Ijós kom það sem flestir höfðu reyndar vitað fyrir, neftiilega gjaldþrot komm- únismans. Athyglisvert var að fylgjast með viðbrögðum stjórnvalda við kröfum almennings um lýðræði annars veg- ar í löndum eins og Austur-Þýska- landi og Tékkó- slóvakíu þar sem stjórnvöld gáfu eftir án mikilla blóðsúthellinga og hinsvegar í löndum eins og Kína og Rúmeníu þar sem almenningur var notaður í byssufóður þannig að þús- undir manna lágu í valnum fyrir það eitt að óska eftir því sem kommún- isminn og sósíalisminn hafði lofað fólkinu. Sorglegt var að horfa á tvískinnung hinna svokölluðu sið- menntuðu þjóða sem hundelta rétti- lega stjórnvöld í Suður-Afríku fyrir aðskilnaðarstefnu en hreyfa hvorki Benjamín Baldursson Halldór Jónsson Ingveldur Árnadóttir legg né lið til að refsa þeim stjórn- völdum sem nota almenning í sínum löndum fyrir skriðdrekateppi. Hér á Islandi sitja menn uppi með ríkisstjórn sem aðeins mjög fáir kannast við að hafa kosið yfir sig og enn færri segjast styðja þannig að ekki fæst allt með lýðræðinu. Þessi ríkisstjórn er að flestra áliti sú versta sem við völd hefur setið á íslandi og erum við íslendingar þó ýmsu vanir frá seinni árum. Á þessu ári hafa flestir opnað augun fýrir því að kvótakerfi í land- búnaði sé að ganga af þeirri atvinnu- grein dauðri. Á sama tíma er þó verið að leiða okkur enn lengra inní kvótakerfi í sjávarútvegi þrátt fyrir að færð hafi verið mjög gild rök gegn því kerfi og ber þar hæst skýrslu þá sem Kristján G. Jóakims- son vann fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga og fleiri aðila. I þeirri skýrslu kemur fram svart á hvítu sú mismunun og óhagkvæmni sem óneitanlega fylgir kvótakerfi. Sjáv- arútvegsráðherra hefur viðurkennt útreikninga Kristjáns en sleppur með að svara fyrir sig að því er virð- ist vegna þess að búið er að telja fólki trú um að hann sé óskeikull og best sé að ræða sjávarútvegsmál með þögninni. Þrátt fyrir að Vestfirðingar hafi borið mjög skertan hlut frá borði kvótakerfisins neita þeir að gefast upp og var sérstaklega ánægjulegt að fylgjast með þeirri uppbyggingu er átti sér stað í fiskiskipaflota Árni Helgason Theodór Kr. Þórðarson Hrafhkell A. Jónsson þeirra með komu nýrra glæsilegra skipa. Þar komum við Súðvíkingar nokkuð við sögu er við hinn 22. október tókum á móti einu glæsileg- asta fiskiskipi sem smíðað hefur verið fyrir íslendinga, Bessa ÍS-410. Annar atburður sem stendur ofar- lega í hugum Súðvíkinga er að á árinu lauk málaferlum er stóðu í kringum aðalatvinnufyrirtæki okkar og er örugglega von flestra hér að þar með hafi skapast friður í þessu annars friðsæla sveitarfélagi. Náttúruöflin minntu óþyrmilega á sig á þessu ári og er síðastliðinn vetur eins og menn muna sá versti sem komið hefur í manna minnum. Áður en yfir lauk höfðu alltof marg- ir mætir menn fallið í valinn. Það voru ömurlegir dagar hér við Djúp er leit stóð yfir að mönnum er farist höfðu á sjó og landi. Þó var það Ijós í myrkrinu er tveir menn björguðust er Kolbrúnu ÍS hvolfdi á Skutuls- firði. Ekki höfðu snjóþyngsli vetrarins þó bara bölvun í för með sér heldur máttu menn sem ekki höfðu hreyft sig í mörg ár taka skóflu sér í hönd og moka sig útúr og inní skafla oft á dag þó svo að sumir hafi þurft að moka meira en aðrir. Hversdags- hetja ársins er án efa framkvæmda- stjórinn sem mokaði sig á hveijum degi kvölds og morgna milli ísafjarð- ar og Súðavíkur og lét ekki á sig fá þó að hlé yrði að gera á penna- notkun í nokkra daga vegna kalinna fingra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.