Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 B 9 ERLEND ERLEIMD ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND 13 Hinn 20. júlí voru 20 ár liðin frá fyrstu tunglferð Banda- ríkjamanna. í tilefni þess ákvað Georg Bush, Bandaríkjaforseti, að hrinda í framkvæmd viðamikilli geimferðaáætlun sem hefur það m.a. að markmiði: a) Senda menn til Neptúnusar. b) Senda konur til Venusar. c) Senda íslending til tunglsins. d) Senda menn til Mars. 14 A IBretlandi voru mánuðirnir maí, júní * og júlí óvenjulegir sakir þess að þeir voru: a) Þeir sólríkustu á öldinni. b) Þeir vætusömustu á öldinni. c) Þeir vindasömustu á öldinni. d) Snjóþyngstu mánuðir ársins. 15 George Bush Bandaríkjaforseti lagði til, að John Tower yrði varnarmálaráðherra í stjórn sinni en öldungadeildin var á allt öðru máli. Sakaði hún hann um: a) Að hafa alltaf haft andstyggð á byssum og hvers kyns vald- beitingu. b) Óhóflega áfengisneyslu og kvennafar. c) Að hafa komist hjá herþjón- ustu á sínum tíma með því að þykjast vera í söfiiuði kvekara. d) Að geta ekki nefht nema helming aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins. 25 Míkhaíl S. Gorb- atsjov Sovétleið- togi hélt í heimsókn til Austur-Þýskalands á 40 ára afmæli austur- þýska alþýðulýðveldis- ins. Þar heilsaði hann þáverandi leiðtoga austur-þýskra komm- únista á hefðbundinn hátt líkt og myndin sýnir en frá því þeir piltamir kysstust í Austur-Þýskalandi hefur leiðtoginn fallið í ónáð og dvelst nú í stofufangelsi. Hinn fallni leiðtogi austur- þýskra kommúnista heitir: a) Egon Krenz. b) Willy von den Zuckerhiigeln. c) Erich Honecker. d) Erich Modrow. Maðurinn á myndinni heitir Mitsislav Rostropovitsj og sést hér leika á hljóðfæri sitt: a) Á tónleikum í Madison Square Garden í Bandaríkjunum. b) í tónleikahöll sem reist var í Uppsölum á árinu af sænskum félagsfræðingum til að minna á baráttuna gegn hugmynda- fræði Mikka Músar. c) Á skemmtun sem haldin var síðastliðið haust í Buckingham- höll í London þar sem sýnt var veggjakrot í svefhherbergi sem Karl Bretaprins notaði á æskuárunum. d) Við Berlínarmúrinn. 16 Komið öll til paradísar á jörðu“ sagði í flennistón’i auglýsingu á forsíðu eins dagblaðsins í Kúvæt 29. ágúst sl. og í öðru sagði: „Við bíðum komu ykkar.“ Þar var verið að auglýsa afmæli: a) Alþýðubandalagsins. b) Byltingar Gaddafis í Líbýu. c) Sovésku byltingarinnar. d) Kastrós Kúbuleiðtoga. 17 Grísk farþegaþota lenti í erfið- leikum vegna ofhleðslu þegar hún ætlaði að fara í loftið frá eynni Samos. Var þá gripið. til þess ráðs að: a) Skilja eftir allan farangur- inn. b) Kasta út áfengisbirgðunum. c) Skipa öllum farþegum að fara á salernið áður en farið væri í loftið. d) Vísa 12 feitustu farþegunum frá borði. 19 Einstæð, þriggja barna móðir í Vestur-Þýskalandi vann 128 milljónir ísl. kr. í lottóinu þar í landi í septembermánuði og þótti þar sannast það slagorð fyrirtæk- isins að verkefni þess sé að „fram- leiða milljónamæringa“. Athygli vakti að móðirin stálheppna fékk vinninginn greiddan þrátt fyrir að hún hefði: a) Fleygt vinningsmiðanum. b) Selt vinningsmiðann aðflutt- um Tyrkja sem taldi hann flug- miða til Ankara. c) Gleymt að setja nafii sitt und- ir vinningsmiðann. d) Stolið vinningsmiðanum er hún pressaði buxur fyrrverandi eiginmanns síns. 20 Tveir Vestur-Þjóðveijar freist- uðu þess í sumar að komast yfir Grænlandsjökul með óvenju- legum hætti: a) Iflóiandi. b) Hoppandi á öðrum fæti. c) Á hestum. d) Gangandi. 21 Sovéska skemmtiferðaskipið Maxim Gorkíj var í fréttunum í júnímánuði. Hvers vegna? a) Lagnaðarís risti tvö göt á sijórnborðssíðu skipsins við Svalbarða. b) Eldur kviknaði i skipinu á Japanshafi. __ c) Skipið sigldi á járnbrautabrú á Volgu, skammt frá borginni ÍHjanovsk. d) Skipið lenti í árekstri við flutningaskipið Pjotr Vasev á Svartahafi. 22 Bandarískur sjónvarpsprédikari var í októbermánuði dæmdur í 45 ára fangelsi fyi’ir að hafa blekkt stuðningsmenn sína og dregið sér fé sém þeir kepptust við að senda til trúboðsstöðvar hans er tárvotar ásjónur hans og eiginkonunnar stríðsmáluðu birt- ust á sjónvarskjánum. Ákæran á hendur sjónvarpsprédikaranum var í 24 liðum og þótti m.a. sann- að að aðdáendur sjónvarpshjón- anna hefðu óafvitandi fjármagnað hóflaust gjálífi þeirra. Prédikarinn ósvífni heitir Jim Bakker en hvað heitir eiginkona hans: a) Támmy Sue Bakker. b) Tammy Faye Bakker. c) Mama Elly Bakker. d) Wilma Doris Bakker. 23 Fjármálaráðherra Bretlands, Nigel Lawson, sagði óvænt af sér í októbermánuði og þóttu þau tíðindi alvarlegt áfall fyrir Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, sem á nú undir högg að sækja á heimavelli auk þess sem skriðþungi hennar á al- þjóðavettvangi þykir hafa fallið að því skapi. Við starfi Lawsons tók fyrrum utanríkisráðherra Bretlands sem aðeins hafði gegnt því embætti í rúma þrjá mánuði. Skjótur frami þessa manns hefur getíðáf sér vangaveltur í þá veru að Thatcher hafi ákveðið að hann taki við embætti leiðtoga íhalds- flokksins er hún sest í helgan stein. Hinn nýi fjármálaráðherra Bretlands heitir: a) Douglas Hurd. b) Meadows lávarður. c) Commons lávarður. d) John Major. 24 Hluti starfsmanna breska ut- anríkisráðuneytisins hótaði að fara í verkfall í októbermánuði og kváðust þeir ekki sætta sig lengur við að starfa í heisluspill- andi húsnæði. Ástæðan var sú að: a) Rakinn í byggingunni var svo mikill að hálsbindin mygluðu. b) Rakinn í byggingunni var svo mikill að ekki var hægt að bera gleraugu innan dyra. c) Rottur höfðu tekið sér ból- festu í byggingunni d) Villikettir höfðu hreiðrað um sig í loftræstibúnaðinum. SJÁ BLS: 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.