Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 B 7 LEIMD INNLEND INNLEND INNLEND INNLEND INNLEND INNLEND INNLEND INNLEND INNLEND INN 24 Davíð Oddssyni borgarstjóra og Steingrimi J. Sigfússyni landbúnaðar- og samgönguráð- herra var sýndur aukinn trúnaður á árinu þegar: a) Davíð varð varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Steingrímur varaformaður Framsóknarflokksins. b) Davíð varð varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Steingrímur varaformaður Al- þýðubandalagsins. c) Steingrímur varð varaform- aður Sjálfstæðisflokksins og Davíð varaformaður Alþýðu- bandalagsins. d) Davíð varð varaformaður Steingríms í Stúdentafélagi Reykjavíkur. Jóhannes Páll páfi II kom til íslands í júníbyijun. Til minn- ingar um heimsókn hans: a) Tók biskup íslands kaþólska trú. b) Höfðu nunnumar í klaustr- inu í Ilafnarfirði opið hús. c) Gaf forseti íslands Jóni Ara- syni upp sakir. d) Var reistur 9 metra hár kross við Úlfljótsvatn. 16 Olafur Laufdal seldi skemmti- staðinn Broadway í sumar. Hver keypti og hvað heitir staður- inn nú? a) Ólafur Ragnar Grímsson. Lindubær. b) Reykjavíkurborg. Glymur. c) Handknattleikssamband ís- lands. Heimsmeistaramótshöll- in. d) Reykjavíkurborg. Glymjandi. 17 Tveir bæir í Skaftárdal einangr- aðir“ var fyrirsögn i Morgun- blaðinu í sumar. Hvert vartilefnið? a) Heimamenn greiddu atkvæði gegn sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. b) Heilbrigðiseftirlitið gerði at- hugasemdir vegna hringskyrfís i búfénaði. c) Þeir neituðu tilmælum Ferða- þjónustu bænda um að leyfa útlendingum að tjalda. d) Vegir í Skaftárdal roftiuðu vegna hlaups í Skaftá. 18 Sameining fjögurra banka leiddi til stofnunar íslandsbanka. Hveijir eru bankarnir fjórir? a) Selvogsbanki, Alþýðubanki, Útvegsbanki og Iðnaðarbanki. b) Blóðbankinn, Sæðisbankinn, Seðlabankinn og Gleðibankinn. c) Iðnaðarbankinn, Alþýðu- bankinn, Útvegsbankinn og Verslunarbankinn. d) Landsbankinn, Samvinnu- bankinn, Alþýðubankinn og Iðn- aðarbankinn. 19 auðsynlegt að kanna kynlífs- hegðun íslendinga“ var fyrir- sögn í Morgunblaðinu í sumar. Hvert var tilefnið? a) Læknar vildu að kannað væri betur til hvaða þjóðfélagshópa fræðsla um alnæmi þyrfti helst að ná. b) íslenskur kynfræðingur lýsti yfír áhyggjum sínum vegna skorts á upplýsingum um kyn- hegðun íslendinga. c) Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafði áhyggjur af fylgistapi flokksins. d) Ættfræðingar kvörtuðu yfír ófullnægjandi og ótraustum heimildum. 20 Erlendur þjóðhöfðingi kom hingað í einkaheimsókn í ágúst. Ferðin vakti athygli og miklar umræður. Hver var þjóð- höfðinginn og um hvað var rætt? a) Karl Gústaf Svíakonungur. Samneyti hans við íslenskar konur. b) Jóhannes Páll páfí og gagn- rýni hans á þjóðkirkjuna. c) Karl Gústaf Svíakonungur og hreindýraveiðar hans. d) Forseti Grænhöfðaeyja og yfirlýsing hans um að þegnar hans gætu margt lært af Steingrími Hermannssyni um stjórn efhahagsmála. 21 Islendingar taka þátt í tilraunum með AZT“ var fyrirsögn í Morg- unblaðinu í september. Við hvað var átt? a) Átak menntamálaráðherra til „Að útrýma Zetu úr Tungunni". b) Nýtt lyf gegn alnæmi. c) Nýtt lyf gegn kvefi. d) Nýtt lyf gegn ofnæmi. 22 Um 50 fýrirtækjum var lokað með lögregluvaldi í júní. Hvers vegna? a) Þau hétu erlendum nöfnum. b) Þau höfðu ekki greitt álagðan virðisaukaskatt. c) Þau tóku ekki greiðslukort. d) Þau höfðu ekki greitt álagðan söluskatt. 23 Létu draga sig á asnaeyrun- um,“ sagði í fyrirsögn í Morg- unblaðinu í febrúar. Hver sagði þetta og um hveija? a) Albert Guðmundsson um Borgaraflokksmenn og áhuga þeirra á ríkisstjórnarþátttöku. b) Júlíus Sólnes um stoftiendur Frjálslynda hægri flokksins. c) íslenskir bindindisfrömuðir um þá alþingismenn sem af- námu bjórbannið. d) Júlíus Sólnes um Borgara- flokksmenn og áhuga þeirra á ríkisstjórnarþátttöku. 25 Vegurinn um Dýrafjörð var svo holóttur og illfær í haust að: a) Vegfarandi brá á það ráð að taka út úr sér fölsku tennurnar. b) Þungaðar konur úr kaþólsk- um löndum flykktust til Vest- flarða. c) Skólahald lagðist niður á Núpi. d) Ákveðið var að heíja jarð- gangagerð í Óshlíð. 26 J úlius Sólnes er ráðherra: a) Umhverfismála. b) Biðstofti íslands. c) Hagstofu íslands. d) Án ráðuneytis. 27 Jólasveiiiarnir eru 13 en ráð- herrar í ríkisstjóm fslands eru: a) 10. b) 11. c) 37. d) 63. 28 ingmenn Sjálfstæðisflokksins kröfðust þess að forseti Sam- einaðs þings bæðist afsökunar vegna: a) Kjólakaupa á liðnu sumri. b) Slæmrar málvillu í þriðju litgáfii Jóns Odds og Jóns Bjarna. c) Ummæla um að Davíð Odds- son stjórnaði þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. d) Þess að hafa leyft Ifjörleifí Guttormssyni að taka til máls um viðtal í Morgunblaðinu við sendiherra Bandaríkjanna. Sjá svör á bls 34B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.