Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 EFST í HUGA UMÁRAMÓT Björg Lárusdóttir sölumaður: „Það er nú ekkert sérstakt of- arlega í huga mínum, ég er ekki dugleg að fylgjast með fréttum því þær segja eingöngu frá drápi og deilum. Þó er fall Berlínar- múrsins mér minnisstætt. Þegar maður er að koma sér upp úr lægð þá vill veraldlegt vafstur verða útundan. Það yndis- legasta sem kom fyrir mig á árinu var að finna sanna trú og gleði. Ég er í Samhjálp og þótt ég hafi nú aldrei verið hundheiðin þá var þetta eitthvað nýtt og annað.“ Hafdís Guðmundsdóttir verslunarmaður: „Ég skipti um starf á þessu ári og það var kannski eftirminnileg- ast. Einnig skipti ég um húsnæði og ferðaðist mikið um landið sem sölumaður. Og ekki má gleyma því að nú er ég búin að jafna mig að fullu eftir slys sem ég lenti i. Af erlendum atburðum þá er fall Berlínarmúrsins mér efst í huga og þegar ég hugsa um inn- lenda atburði þá finnst mér sam- drátturinn í þjóðfélaginu hafa ver- ið mest áberandi. Eg hef lengi stundað verslunarstörf og sé því greinilega þær breytingar sem orðið hafa.“ Edda K. * Arsælsdóttir fulltrúi bréfbera: „Atburðirnir í austantjaldslönd- unum eru eftirminnilegastir úr heimsfréttunum. Innanlands hef- ur þessi uppstokkun hjá bönkum og tryggingafélögum verið áber- andi. Nú engin stórslys eða kosn- ingar hafa átt sér stað og varla tekur því að tala um kjólakaup Guðrúnar. Hjá mér hefur lítið gerst, eng- inn fæðst eða dáið i fjölskyld- unni, það er helst að mér verði það minnisstætt þegar hundurinn kom í heimsókn til okkar og kött- urinn varð svo skelkaður að hann gerði á gólfið.“ Anna Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Björg Lárusdóttir sölumaður Edda K. Ársælsdóttir fulltrúi bréfbera Hafdís Guðmundsdóttir verslunarmaður Gunnar Magnússon vélvirki Sigurður Þorkelsson ríkisféhirðir Ingólfúr Björnsson nemi Gunnar Magnússon vélvirki: „Atburðimir í Austur-Þýska- landi og Rúmeníu eru mér minnis- stæðastir. Hér heima er mál hæstaréttardómarans ofarlega í huga, svo og öll brennivínsmálin. Það var líka nokkuð eftirminnilegt þegar bjórinn kom. Hjá mér gerðist margt, ég skipti um starf og gerðist sjálf- stæður, á þá sennilega eftir að fara á hausinn. Nú svo kynntist ég kærustunni og þá fór ég nú endanlega á hausinn.“ Anna Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri: „Ástandið hjá verslunum og fyrirtækjum, og öll þessi gjaldþrot í þjóðfélaginu finnst mér eftir- minnilegast á árinu. Atburðimir í Austur-Evrópu eru og ofarlega í huga eins og hjá flestum. Lítið hefur gerst hjá mér, það verður alltaf erfiðara að lifa, en þó var ljósi punkturinn í tilver- unni ferð sem ég fór með gamlar góðar konur til Búlgaríu í sumar. Þær gáfu mér mikið þessar góðu konur." Jón Örn Jakobsson verkfræðingur Sigurður Þorkelsson ríkisféhirðir: „Hrun jámtjaldsins er mér efst í huga af erlendum atburðum og hrun rjúpnastofnsins af innlend- um. Ég hef ekki fengið nema ell- efu ijúpur það sem af er árinu. Lífið hjá mér hefur verið við- burðasnautt, það var einna merki- legast þegar ég keypti mér átta skyrtur í einu, þvi ég fékk þær loksins nógu ermalangar.“ Þórlaug Stefánsdóttir nemi Ingólfur Björnsson nemi: „Það sem hefur verið að gerast í Austur-Evrópu finnst mér minn- isstæðast af erlendum vettvangi, og af þeim innlenda samdráttur- inn í þjóðfélaginu og sameining hjá bönkum ogtryggingafélögum. Stofnun fijálsíþróttadeildar Flinks og Hamletanna, sem er hlaupadeild innan knattspymufé- Úlfar Þór Ðavíðsson nemi lags, var það merkilegasta sem gerðist á árinu hjá mér.“ • • Jón Orn Jakobsson verkfræðingur: „Það sem gerðist hjá mér er einkamál og vil ég sem fæst orð um það hafa. En þessi meiri hátt- ar breyting sem nú er orðin í austantjaldslöndum er það eftir- minnilegasta. Af innlendum vett- vangi þá er þetta eilífa baksvið ofarlega í huga, þessi fjárlaga- halli sem ætlar að verða enda- laus. Menn virðast aldrei læra af reynslunni." Þórlaug Stefánsdóttir nemi: „Berlínarmúrinn og atburðirnir sem átt hafa sér stað í Rúmeníu síðustu daga em mér efst í huga í augnablikinu. Af innlendum at- burðum man ég helst eftir því þegar Borgaraf lokkurinn gekk til liðs við ríkisstjómina. Hjá mér sjálfri var það merki- legast að ég keypti mér nýjan bíl á árinu og ég og kærastinn minn fómm í fyrsta sumarfríið okkar saman.“ Úlfar Þór Davíðsson nemi: „Mér finnst merkilegast það sem gerst hefur í austantjalds- löndunum síðustu mánuði. Ég man nú ekki eftir neinu sérstöku af innlendum atburðum, og ef ég lít í eigin barm þá held ég ferð sem ég fór til Kaupmannahafnar hafi verið mér hvað minnisstæð- ust.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.