Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 ERLEIMD ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEND ERLEIMD ERLEND ERLEIMD ERLEND ERLE 32 Sosuke Uno sagði af sér sem forsætisráð- herra Japans í sumar vegna hneykslismáls. Hvað varð honum að falli? a) Aðild hans að fjármála- hneyksli, sem kennt er við Recruit-fyrir- tækið. b) Upplýst var að hann hefði tekið þrjár kon- ur frillutaki. c) Upp komst um óhófleg áfengiskaup hans. d) Hann viður- kenndi grátandi í sjónvarpsvið- tali að hafa neytt eiturlyíja á háskólaárum sínum. 26 Hinn 16. nóvember tók Gorb- atsjov Sovétleiðtogi af ska- rið gagnvart Þjóðveijum: a) Bannaði þeim að kaupa fleiri sovéskar Lödur. b) Sagði yfirburði þeirra í knattspyrnu ekki jafn mikla og Þjóðverjar teldu. c) Sagði sameiningu þýsku ríkjanna ekki á dagskrá. d) Hét því að koma á sa- myrkjubúskap í öllu Þýska- landi þegar þýsku ríkin hefðu verið sameinuð. 27 Nancy Reagan, fyrrum for- setafrú í Bandaríkjunum, gaf út endurminningar sínar á árinu og vöktu þær mikla at- hygli því að: a) Nancy sagðist í reynd hafa sljórnað landinu seinna kjörtímabil eiginmannsins. b) Hún sagðist vilja setjast að í Vestmannaðyjum. c) Hún kvartaði sáran undan lélegum mat og húskulda í Hvíta húsinu. d) Forsetafrúin sagði Raisu Gorbatsjovu hafa malað stans- Iaust þegar þær hittust og sjálf hefði hún varla getað skotið að orði. 28 Todor Zhívkov var hrundið af forsetastóli í Búlgaríu 17. nóvember og var gagnrýndur af öðrum ráðamönnum fyrir ýmiss konar misferli: a) Zhívkov átti alls 30 heimili og sumarhús í landinu. b) Hann let búlgörsk stórfyrir- tæki bjóða sér I ókeypis lax- veiðar nokkrum sinnum á ári. c) Hélt uppi ungum ástmeyjum i helstu höfuðborgum Evrópu á kostnað ríkissjóðs og neitaði að deila þeim með öðrum ráða- mönnum. d) Smyglaði guliforða rikisins úr landi með því að fela hann uppi í íslenskum ferðamönnum sem fengu búlgarskar heimil- istölvur að launum fyrir greið- ann. 29 Leikstjóra og framleiðendur kvikmyndarinnar Batman rak í rogastans þegar leikkonan Kim Basinger, sem fór með hlut- verk lagskönu leðurblökumanns- ins, stakk upp á því að: a) Hún yrði látin lifa á skor- dýrum í nokkrar vikur til að öðlast betri skilning á leður- blökum og öllu hátterni þeirra. b) Hún færi úr hverri spjör í svefnherbergisatriði með Michael Keaton. c) Myndin yrði svarthvít og öll tekin á nóttunni þegar leð- urblökur eru helst á ferli. d) Engin kvenhlutverk yrðu í myndinni. 30 Vamarmálaráðherra Austur- Þýskalands kynnti óvæntar breytingar: a) Gæsagangur yrði aflagður í hernum. b) Fækkað yrði í heraflanum niður í 20.000 manns á næsta ári. c) Gufuvélar yrðu settar í skriðdreka hersins til að nýta brúnkolin, sem gnægð er af í landinu, og spara jafnframt olíu og bensín. d) Hermenn yrðu að klæðast strigaskóm til að minnka háv- aðann af heræfingum í þétt- býli. 31 Hinn 9. desember flutti Corazon Aquino Filipps- eyjaforseti ræðu á útifundi í Manila og krafðist þess að: a) Bandaríkjamenn legðu nið- ur allar herstöðvar sínar í landinu þegar í stað. b) Salvador Laurel varaforseti segði af sér embætti vegna meints stuðnings við uppreisn- armenn í hernum. c) Hún fengi umráð yfir helstu eignum Marcosar-hjónanna á Filippseyjum, einkum 3000 skópörum sem Imelda skildi eftir. d) Þingmenn hylltu forsetann í upphafi hver þingfundar með húrrahrópum. 33 Hinn 20. desember tóku kommúnistar í Litháen merka ákvörðun: a) Þeir ákváðu, allir sem einn, að flýja til Svíþjóðar. b) Samþykkt var að leggja gamla flokkinn niður og stofna nýjan kommúnistaflokk, sem yrði óháður Moskvu. c) Ákveðið var að sækja um inngöngu í Alþjóðasamband jafiiaðarmanna með vorinu. d) Flokkurinn ákvað að beita sér fyrir lögum sem kvæðu á um bann við því að minnast einu orði á fortíðina að við- lagri dauðarefsingu. 34 David Dinkins var kjörinn borgarstjóri New York á árinu og er hann fyrstur blökku- manna til að gegna því háa embætti. Dinkins fékk meira fylgi en Rudolph Giuliani, fram- bjóðandi Repúblíkanaflokksins. En sigur Dinkins í forkosningum Demókrataflokksins vakti ekki síður athygli því þar náði hann að velta úr sessi manni er gegnt hafði embætti borgarstjóra New York í 12 ár og var í huga margra lifandi tákn þeirra ágætu borgar. Maðurinn sem Dinkins sigraði í forkosningunum heitir: a) Edward Koch b) Joe Suzu c) Jesse Jackson d) Elias Bankrupt 35 Flugvél hrapaði við Oskars- hamn í Svíþjóð 9. maí. 16 manns fórust í slysinu, þar á meðal þrír þingmenn og borgar- fulltrúi í Stokkhólmi. Hvað olli slysinu? a) Sprengju hafði verið komið fyrir í útvarpstæki. b) Ofhleðsla í farangursrými. c) Of margir þungir farþegar voru í afturhluta vélarinnar. d) Eldur kviknaði í öðrum hreyfli vélarinnar. 36 27 ára gömul ítölsk kona, Ste- fania Pollini, dvaldist í fjóra mánuði í algjörri einangrun í ein- um af hellum Nýju Mexíkó. Hell- irinn er tíu metrum undir yfir- borði jarðar og dvaldi konan þar í myrkrinu, án klukku og daga- tala. Hvers vegna dvaldi konan í hellinum? a) Til að sanna þá kenningu sína að fóstur dafhi betur haldi móðirin sig í myrkri síðustu mánuði meðgöngutímans. b) Til að kanna samdrátt leð- urblakna. c) Til að auglýsa nýja bók sína, „Megrun án streitu“. d) Til að kanna hvaða áhrif langvarandi einangrun hefur á menn. 37 Ef ég væri hryðjuverkamaður hefði ég getað þurrkað þing- heim út,“ sagði Stephan d’An- tal, blaðamaður á Sunday Mirr- or, í lok maí. Hvers vegna sagði hann þetta? a) Vegna þess að Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hafði lagt fram firumvarp, sem bannar fjöl- miðlum að skýra frá aðgerðum lögreglu og hers gegn Irska lýðveldishernum (IRA). b) Vegna þess að honum blöskraði hversu auðvelt það reyndist að smygla sér inn í breska þingið og vinna þar sem þjónn í þijár vikur. c) Vegna þess að hann hafði falið sprengju í þinghúsinu til að sýna fram á að öryggis- gæslunni væri óbótavant. d) Vegna þess að þingið taldi ekki stætt á því að bændur gætu fengið styrk úr stofn- lánasjóði landbúnaðarráðu- neytisins til að kaupa hey- þurrkara vegna þess hve öflugur hann er. 38 Hjátrúarfullir Bretar drógu andann léttar í byijun júní er þeir þóttust sjá sönnun þess að engin hætta væri á því að breska konungdæmið liði undir lok. Hvers vegna létti þeim? a) Vegna þess að Neil Kinnock, leiðtogi Verkamannaflokksins, lýsti því yfir að ekki bæri að fækka kjarnorkuvopnum Breta einhliða. b) Vegna þess að svissneskur sérfræðingur lýsti því yfír að klukkan á Big Ben-turninum gæti gengið án viðgerða í tvær aldir. c) Fyrsti hrafhinn, sem klakist hefur út í Lundúnaturni í þrjár aldir, var sýndur almenningi. d) Margaret Thatcher kvaðst ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætla að gefa kost á sér fjórða kjörtímabilið í röð. 39 Frá og með 10. júní verður bruggun og neysla bjórs að leggjast niður,“ sagði þjóðhöfð- ingi nokkur og lýsti því yfir að að hann hefði ekki áhuga á því að rikja yfir þjóð fyllirafta. Hver er maðurinn? a) Jonathan Motzfeldt, formað- ur grænlensku landsljórnar- innar. b) Daniel Arap Moi, forseti Kenýu. c) Muammar Gaddafí, Líbýu- forseti. d) Khomeini erkiklerkur í ír- an. 40 Að morgni mánudags 11. des- ember var kirkjuklukkum hringt um alla Tékkóslóvakíu í tilefni af því að: a) Jólasveinar höfðu ákveðið að gefa kommúnistum engar gjafír í þetta sinn. b) Kirkjusöfnuðir landsins höfðu fengið fullt frelsi til að starfa. c) Iðnaðarframleiðslan hafði farið fram úr björtustu vonum harðlínumanna og aðeins minnkað um 11% á árinu. d) Þetta var fyrsti starfsdagur nýrrar ríkissljórnar, þeirrar fýrstu í 40 ár þar sem komm- únistar voru ekki í meirihluta. Sjá svör á bls 34B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.