Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 40
40 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989
Starfsfólk Fálkans
Óskar landsmönnum árs og friðar.
Þökkum viðskiptavinum gott
samstarf á árinu.
. . . . að lokum þetta ....
Fyrir alla muni farið varlega
í kvöld því við viljum sjá
ykkur heil á nýja árinu
FÁLKINN
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA
Nýttjafii-
réttisráð
skipað
SKIPAÐ hefur verið nýtt jaíii-
réttisráð. Ráðið er nú þannig
skipað:
Ragnhildur Benediktsdóttir
skrifstofustjóri, skipuð af
Hæstarétti, formaður ráðsins, vara-
maður Sigurður H. Guðjónsson
hæstaréttarlögmaður.
Árni Gunnarsson alþingismaður,
skipaður af félagsmálaráðherra,
varaformaður ráðsins, varamaður
Magnús Jónsson veðurfræðingur.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for-
maður starfsmannafélagsins Sókn-
ar, skipuð af Alþýðusambandi ís-
lands, varamaður Lára V. Júlíus-
dóttir framkvæmdastjóri.
Sigurveig Sigurðardóttir hjúkr-
unarfræðingur, skipuð af Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja, vara-
maður Margrét Ríkharðsdóttir
þroskaþjálfi.
Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóð-
ir, skipuð af Kvenfélagasambandi
íslands, varamaður Drífa Hjartar-
dóttir bóndi.
Guðrún Árnadóttir skrifstofu-
stjóri, skipuð af Kvenréttindafélagi
Islands, varamaður Ragnhildur
Hjaltadóttir skrifstofustjóri.
Hrafnhildur Stefánsdóttir lög-
fræðingur, skipuð af Vinnuveit-
endasambandi Islands, varamaður
Guðrún Lárusdóttir útgerðarmaður.
Skipulags-
breytingar
í mennta-
málaráðuneyti
KNÚTI Hallssyni, ráðuneytis-
stjóra menntamálaráðuneytisins,
hefiir verið veitt orlof frá starfi
um eins árs skeið frá 1. janúar
1990. í Qarveru Knúts mun Árni
Gunnarsson, skrifstofustjóri há-
skóla- og menningarmálaskrif-
stofú ráðuneytisins, gegna starfi
ráðuneytisstjóra, en Stefán Stef-
ánsson deildarsérfræðingur mun
gegna starfi skrifstofústjóra há-
skóla- og menningarmálaskrif-
stofú.
Undanfarið hefur verið unnið að
athugun á skipulagi ráðuneyt-
isins og í framhaldi af því hefur
verið ákveðið að stofna skrifstofu
í ráðuneytinu er nefnist „almenn
skrifstofa" og fjalli um rekstur
ráðuneytisins og sameiginlega þjón-
ustu.
Staða skrifstofustjóra almennu
skrifstofunnar verður auglýst laus
til umsóknar á næstunni.
Frekari skipulagsbreytingar eru
til athugunar og verður greint frá
þeim síðar, segir í frétt frá mennta-
málaráðuneytinu.
Eljaveður
eftir jólin
Stykkishólmi.
HÉR hefir um jólin gengið
á með éljum og stundum
hafa þau verið það hörð að
erfitt hefir verið að komast
leiðar sinnar, en lítil óhöpp
orðið svo vitað sé.
*
Afimmtudag gerði hvas-
sviðri og rigningu og því
sleipar götur. í Álftafirði var
mikið rok og menn sneru þar
við enda höfðu þá bílar fokið
út fyrir veg. Símamenn sem
voru að fara inn á Skógar-
strönd sneru við þegar þeir sáu
bíla fyrir utan veg og erfitt
að ráða við bíla í verstu hvið-
unum.
- Ami