Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.12.1989, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. DESEMBER 1989 Minning: Oskar Jónsson Fæddur 22. nóvember 1927 Dáinn 21. desember 1989 Betri er lítil eign réttláts raanns en auðlegð margra óguðlegra, því að armleggur óguðlegra verður brotinn, en réttláta styður Drottinn. Drottinn þekkir daga ráðvandra og arfleifð þeirra varir að eilífu. (Sálmarnir 37,16-18.) Það er svo erfitt að trúa því að Óskar frændi minn sé dáinn. Hann var svo stór hluti af lífi mínu, því hann er ég búinn að þekkja og umgangast síðan ég man eftir mér og ég á margar góðar æskuminn- ingar frá Rauðarárstígnum með honum og langömmu. Eftir lát langömmu kynnist ég honum ennþá betur og reyndist hann mér sem besti faðir en hann var barnlaus og ég föðurlaus. Þannig myndaðist góð vinátta og væntumþykja sem hélst alla tíð. Það voru ófá skiptin sem Óskar frændi sótti mig á „skóló“ og kenndi hann mér þá m.a.: að telja, skrifa nafnið mitt, byggja hús úr spilum, litaði með mér, bjó til bréfaskutlur, fara yfir götuna og þannig mætti lengi telja. Svo sagði hann mér líka fuilt af sögum úr útlöndum en hann hafði gaman af að ferðast. Þegar ég stækkaði gaf hann mér ótal ráð- leggingar um lífið og tilveruna en hann var mjög spaugsamur og kát- Lokað Gamlársdag Opnum kl. 17.30 á Nýársdag Engín hækkun , „ £ A 1/HIINGflHöS BAR RÍSTAURAMT LAUGAVEGI 10 101 REVKJAVIK SIMI 626210 " Kinverska veitingahusið Laugavegi 28b • Simi 1651 ifuTTHiT mIHuÍjS" niWii” SmniKllfiTí i BMI wB ur og höfðum við mikið gaman af að spjalla saman. Aldrei man ég eftir að okkur hafi orðið sundurorða eða ósammála. Óskar frændi minn dekraði við mig á allan hátt og var alltaf tilbúinn að keyra mig eða skutla út um allan bæ hvenær sem var. Ekki datt mér það í hug þegar hann keyrði mig á jólaballið í skól- anum svo sæll og glaður að þetta væri okkar síðasta skipti. Honum á ég svo mikið að þakka. Óskar frændi minn var stórmenni og þannig mun ég minnast hans. Ég veit líka að honum líður vel núna, því hann er hjá langömmu. Utför hans verður gerð frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 2. janúar nk. kl. 13.30. Blessuð sé minning hans. Auður Margrét Þegar Óskar frændi lést, urðu allir í fjölskyldunni harmi slegnir. Enginn bjóst við svo skjótum dauðdaga og því er sorgin og sárs- aukinn enn meiri hjá okkur. Óskars minnumst við fyrir hóg- værð og ljúfmennsku. Hann var léttlyndur og hafði góðlynda kímnigáfu. Sérstaklega átti hann gott með að sjá skoplegu hliðar lífsins, og gerði ávallt að gamni sínu án þess að særa aðra. Hann var ákaflega hjálpsamur og greiðvikinn og lá aldrei á liði sínu, þegar hann vissi, að ættingjar þurftu á hjálp að halda. Kannski minnumst við Óskars þó einkum og sér í lagi fyrir barn- gæsku hans. Hún var svo hrein og tær og umvafin hlýju og vináttu, sem byggði upp hjá okkur krökkun- um óbilandi traust og væntumþykju til hans. Heimili ömmu og Óskars á Rauð- arárstíg var eins konar miðpunktur móðurfjölskyldu okkar, og þó svo að samgangurinn minnkaði þegar amma dó, var alltaf gott að sækja Óskar heim. Það var alltaf hægt að tala við hann um allt á milli him- ins og jarðar og ógleymanlegar eru þær stundir, þegar frásagnargleði hans naut sín sem mest. Nú þegar við kveðjum kæran frænda með virðingu og þakklæti fyrir allt og allt, vottum við systkin- um hans og ættingjum dýpstu sam- úð okkar. Guð blessi og geymi góðan dreng. Að eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Helgi, Jón og Páll Snorrasynir. Kristur segir: „Sjá, ég stend við dymar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýk- ur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans." (Opinb. Jóh. 3,20). Kallið hans Óskars föðurbróður okkar barst honum þann 21. desem- ber sl. en hann lést á heimili sínu eftir-mjög stutt veikindi. Óskar var fæddur þann 22. nóv- ember 1927 á Borgarfirði eystra, sonur hjónanna Jóns Stefánssonar, kaupmanns og Kristbjargar Helgu Eyjólfsdóttur. Hann var næst yngstur af systkinum sínum en hin eru Ragnar, Þórdís Todda og Egill faðir okkar. Er Óskar var 4 ára fluttist fjölskyldan til Seyðisfjarðar og ólst hann þar upp fram undir tvítugt er fjölskyldan fiuttist öll til Reykjavíkur. Óskar vann margvísleg störf til + Útför ODDNÝJAR S. EINARSDÓTTUR frá Árnesi verður frá Langholtskirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Benedikt Valgeirsson. t ÓSKAR JÓNSSON, Rauðarárstíg 38, verður jarðsettur í Fossvogskapellu þriðjudaginn 2. janúar kl. 13.30. Ragnar Jónsson, Þórdi's Todda Jónsdóttir, Egill Jónsson. + Móðir okkar, LILJA JÓHANNESDÓTTIR, er andaðist á Sólvangi 23. desember verður jarðsungin í Þjóðkirkj- unni í Hafnarfirði 3. janúar kl. 13.30. Rúnar Benediktsson, Hrefna Sigurðardóttir, Þorvaldur Benediktsson, Ingi Lárusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.