Morgunblaðið - 04.01.1990, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990
Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi;
Þrjár konur eru í
5 efstu sætunum
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi samþykkti sam-
hljóða í gærkvöldi tillögu uppstillinganefndar um framboðslista sjálf-
stæðismanna fyrir bæjarsfjómarkosningarnar á Seltjaraaresi í maí í
vor. Listinn er þannig skipaður:
1. Sigurgeir Sigurðsson, bæjar-
stjóri,
2. Erna Nielsen, húsmóðir,
3. Ásgeir S. Ásgeirsson, kaup-
maður,
4. Petrea I. Jónsdóttir, ritari,
5. Björg Sigurðardóttir, endurskoð-
andi,
6. Guðmundur Jón Helgason, húsa-
smiður,
7. Gunnar Lúðvíksson, verslunar-
maður,
8. Hildur Jónsdóttir, deildarstjóri,
9. Steinn Jónsson, læknir,
10. Magnús Margeirsson, mat-
reiðslumaður,
11. Þröstur Eyvinds, rannsóknarlög-
reglumaður,
12. Ásgeir Snæbjömsson, fram-
kvæmdastjóri,
13. Þóra Einarsdóttir, tómstundafull-
trúi,
14. Guðmar Magnússon, stórkaup-
maður.
Jón Hákon Magnússon, formaður
fulltrúaráðsins, sagði að loknum
fundinum í gærkvöldi að listinn
væri sterkur og hann væri athyglis-
verður fyrir þær sakir að þijár kon-
ur skipuðu fimm efstu sætin og
fjórar konur átta efstu sætin. „Kon-
ur hafa skipað áhrifastöður hjá
Sljórn fiilltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfé-
laga í Reykjavík:
okkur sjálfstæðismönnum á Nesinu
og þær konur sem skipa listann
hafa ekki náð þessum sætum vegna
röðunar heldur vegna eigin verð-
leika,“ sagði Jón Hákon.
Áramótaskákmót
Reggio Emilia:
Margeir
tapaði fyrir
Gurevich
Frá Gunnari Finnlaugssyni, íréttaritara
Morgunblaðsins á N-ltalíu.
MARGEIR Pétursson tapaði í gær
skák sinni gegn Gurevich eftir 34
leiki í sjöttu umferð á hinu árlega
áramótaskákmóti Reggio Emilia á
Norður-Ítalíu.
Önnur úrslit í sjöttu umferð urðu
þau að Ivanchuk vann Georghiev,
De Firmian vann Beljavski, jafntefli
varð hjá Ehlvest og Ribli og einnig
hjá Portisch og Karpov.
Að sjöttu umferð lokinni er Ivanc-
huk í fyrsta sæti með 4 vinninga að
5 skákum tefldum, og í 2.-4. sæti
eru Karpov, Ehlvest og Ribli með
3,5 vinninga að loknum 5 skákum.
Morgunblaðið/Þorkell
Fyrsti viðskiptavinur
Islandsbanka
Valur Valsson, formaður bankastjómar íslands-
banka, afgreiddi fyrsta viðskiptavin bankans, Jó-
hannes Stefánsson veitingamann, í afgreiðslunni í
Husi verslunarinnar í gærmorgun. Á milli þijú og
fjögur hundruð starfsmenn komu saman fyrir utan
aðalstöðvarnar í gær á fyrsta starfsdegi íslands-
banka þar sem Valur Valsson, Ásmundur Stefáns-
son, formaður bankaráðs og Jón Sigurðsson, við-
skiptaráðherra fluttu stutt ávörp. Að því loknu var
haldin flugeldasýning og merki bankans tendrað til
merkis um að íslandsbanki hefði tekið formlega til
starfa. Sjá einnig B3 og Akureyrarsíðu.
Ekkert próf-
Bandaríkjamarkaður:
kjör í vor
STJÓRN fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík
samþykkti á fundi sinum í
gær, að eftia ekki til prófkjörs
vegna borgarstjómarkosn-
inganna í vor.
Meirihluti stjómarinnar, eða
15 stjómarmenn, lögðu til að
skipuð yrði kjömefnd og horfið
frá prófkjöri en 8 vildu prófkjör.
Einn seðill var auður.
Fulltrúaráðið kemur saman
til fundar næstkomandi mið-
vikudag, þar sem endanleg
ákvörðun verður tekin.
Ekki viturlegt að hækka
okkar fiskverð að sinni
- segir Magnús Gústafsson forstjóri Coldwater Seafood
„VERÐ á okkar vöru er langt
fyrir ofan það verð, sem keppi-
nautar okkar bjóða, þannig að
það væri ekki viturlegt af okkur
að hækka verðið að sinni,“ sagði
Magnús Gústafsson, forstjóri
Coidwater Seafood, dótturfyrir-
tækis Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna í Bandaríkjunum. Magn-
ús sagði að þorsk- og ufsaveiðar
Póstur og sími:
Um þrjátíu uppsagnir
símsmiða til viðbótar
2-300 manns bíða eftir flutningi eða uppsetningu nýs síma
UM ÞRJÁTÍU símsmiðir hafa sagt upp störfúm til viðbótar þeim
rúmlega 70 sem létu af störfúm um mánaðamótin síðustu hjá
Pósti og síma. Uppsagniraar taka gildi um mánaðamótin
mars/apríl og apríl/maí, nema þeirra sem hafa mánaðaruppsagn-
arfirest. Félagar í Félagi símsmiða eru 132, en 160-170 simsmiðir
voru starfandi hjá stofnuninni.
Páll Þorkelsson, formaður Fé-
lags símsmiða, sagði í samtali við
Morgunblaðið að full samstaða
væri með þeim sem látið hefðu
af störfum og engan bilbug að
finna. Menn væru farnir að líta
eftir annarri vinnu og sumir
símsmiðir frá smærri stöðum
væru farnir til sjós og vafamál
hvort þeir sneru aftur til Pósts
og síma, þó félagið fengi viður-
kenningu sem sjálfstæður samn-
ingsaðili gagnvart ríkinu með að-
ild að Rafiðnaðarsambandi ís-
lands.
„Við bíðum átekta. Það er full
harka í þessu hjá okkur. Stór hluti
af þessum mönnum mun ekki fara
til símans aftur nema þetta gangi
í gegn. Þessi laun sem eru greidd
þama í dag eru algjör hneisa,“
sagði Páll.
Hann sagði að ástandið væri
víða erfitt út um land vegna þess
hve margir símsmiðir hefðu hætt.
Þannig væru engir símsmiðir
starfandi á Sauðárkrók og Pat-
reksfirði, einn verkstjóri á
Húsavík, örfáir á Akureyri og 1-2
starfandi í Kef lavík og á Selfossi.
Bilun varð í fyrradag á nokkuð
stórum jarðsímastreng í Keflavík
og var Hitaveita Suðumesja og
fiskvinnslufyrirtæki síma- og
telex-sambandslaus fyrir vikið,
auk fleiri aðila. Unnið var að við-
gerð en óvíst hvenær henni myndi
ljúka.
Þá kom leki að jarðsímastreng
til loftskeytastöðvarinnar í Gufu-
nesi. Stöðin varð aldrei sambands-
laus. Búið var í gær að finna bil-
unina og unnið að viðgerð.
Ágúst Geirsson, símstjóri í
Reykjavík, sagði aðspurður að
sennilega biðu á bilinu 2-300
manns eftir f lutningi eða uppsetn-
ingu nýs síma, en á annað hundr-
að verkbeiðnir gætu komið inn á
einum degi. Hann sagði ekki hægt
að fullyrða hve .afgreiðslutíminn
væri langur nú, en stofnunin hefði
viljað fá þessar beiðnir með nokk-
urra daga fyrirvara þegar ástand-
ið var eðlilegt.
við Alaska væru að aukast. Það
gæti hugsanlega bætt upp minna
framboð á þorski úr Norður-
Atlantshafinu og Alaska-ufsi
hefði í auknum mæli farið í
blokka- og flakaframleiðslu.
Magnús Gústafsson sagði að árið
1989 hefði komist á meiri stöðug-
leiki en verið hefði næstu ár á und-
an. „Við höfum getað boðið upp á
stöðugleika, bæði hvað gæði og
framboð varðar, og menn hafa ver-
ið tilbúnír að greiða okkur umtals-
vert hærra verð en keppinautum
okkar. Þeir þurfa því að hækka sitt
verð áður en við getum farið að
hugsa til verðbreytinga,11 sagði
Magnús.
Hann sagði að það hefði verið
ánægjulegt fyrir Coldwater Seafood
hversu mikið hefði verið framleitt
af þorsk- og ýsuflökum fyrir
Bandaríkjamarkað á árinu 1989.
„Þetta hefur verið góð vara og okk-
ur hefur gengið allvel að selja hana
fyrir gott verð. Við megum því vel
við una og vonumst til að árið 1990
verði svipað og 1989. Keppinautun-
um hefur hins vegar ekki gengið
vel að selja flök og þrátt fyrir tak-
markað framboð af kanadískum
þorski hefur Kanadamönnum geng-
ið frekar illa að selja hann, sem
sést best á því hvað þeir bjóða lágt
verð.“
Magnús sagði að Coldwater Sea-
food hefði hins vegar kosið að selja
meira af unninni vöru, sérstaklega
fyrri hluta síðastliðins árs en seinni
'hluta ársins hefði þó ræst heldur
úr með sölu á henni. „Við ætlum
að halda áfram að koma til móts
við óskir neytenda hvað varðar
gæði og frágang vörunnar og þæg-
indi við matreiðslu," sagði Magnús.
Hann sagði að eftirspum eftir
sjávarafurðum hefði aukist mjög á
árunum 1986 og 1987. „Það leiddi
til1 mikilla verðhækkana og fram-
boðið varð ekki nægilegt til að sinna
þörfum neytendanna. Þessi þróun
kom svo niður á sjávarútveginum
árið 1988 með minnkandi eftirspurn
og lægra verði. Á árinu 1989 komst
á meira jafnvægi og við skulum
vona að árið 1990 verði ár nýrrar
sóknar fyrir sjávarafurðir á Banda-
ríkjamarkaði, sem þrátt fyrir allt
greiðir besta verðið fyrir gæðavöm.
Það ræðst þó mest af okkar eig-
in frammistöðu og við skulum minn-
ast þess að aðalkeppinautar okkar
eru ekki aðrir fiskframleiðendur,
heldur kjúklingaframleiðendur, sem
virðast geta boðið upp á lægra verð
en við og stöðugt framboð," sagði
Magnús Gústafsson.
Reykjavík:
774 skráðir
atvinnulausir
SAMTALS 774 voru skráðir at-
vinnulausir 20. desember siðast-
liðinn en á sama tíma árinu áður
voru 444 á skrá.
Af þeim 774 sem voru á skrá,
voru 467 karlar og 307 konur. Þar
af voru 67 öryrkjar, 43 karlar og
24 konur. Af þeim 444, sem voru
skráðir árinu áður, voru 296 karlar
og 148 konur. Þar af voru 45 ör-
yrkjar, 24 karlar og 21 kona.