Morgunblaðið - 04.01.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 04.01.1990, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANUAR 1990 14 Samtök jafnréttis og félagshyggju: Um orkufrekan iðnað Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá Samtökum jafnréttis og félags- hyggju: Vegna umræðna að undanfömu um orkufrekan iðnað og nýjar áætl- anir í þeim efnum vilja Samtök jafn- réttis og félagshyggju kynna sína afstöðu til málsins. 1. Samtökin eru ekki andvíg orkufrekum iðnaði en setja þau skilyrði að hann standi undir raun- verulegum orkukostnaði og spilli ekki náttúru landsins. 2. Samtök jafnréttis og félags- hyggju telja að íslendingar eigi sjálfir að virkja fallvötn sín, en ein- ungis að byggja nýjar stórvirkjanir ef tryggt er að hagnaður verði af orkusölunni. í því sambandi verður að taka með í útreikninga eðlilega fyrningu, viðhald og fjármagns- kostnað af orkumannvirkjum. Það er enn fremur óeðlilegt að miða alla útreikninga orkufreks iðnaðar við hagkvæmustu virkjanakosti, nær væri að taka meðaltalskostnað þeirra virkjanakosta sem em á döf- inni. „Samtökin eru andvíg byggingu álvers við Eyjafjörð vegna meng- unarhættu og telja að Eyjafjörður eigi að vera matarframleiðslu- hérað sem framleiði góða, heilnæma og ómengaða matvöru.“ 3. Samtökin eru andvíg byggingu álvers við Eyjafjörð vegna mengun- arhættu og telja að Eyjafjörður eigi að vera matarframleiðsluhérað sem framleiði góða, heilnæma og ómengaða matvöm. Það er raunar alveg óviðunandi að Eyfirðingum sé aldrei boðinn annar valkostur í orkufrekum iðnaði en álver. Svo virðist sem iðnaðarráðuneytið hafi ekkert gert í þessum málum á síðustu ámm annað en tvöfalda stærð þess álvers sem Eyfirðingum var boðið fyrir 5 árum. 4. Álver af þeirri stærð sem iðn- aðarráðherra hefur kynnt virðast hvergi henta nema þar sem mann- fjöldi er mikill. Vegna þess að Sam- tök jafnréttis og félagshyggju vilja viðhalda dreifðri búsetu um landið teljum við að önnur og minni orku- frek fyrirtæki en álver henti betur til atvinnuuppbyggingar úti um land og því beri að kanna slíka möguleika betur. 5. Samtökin telja að ef ráðist verði í stækkun álversins við Straumsvík sé ekki ráðlegt að stækka það umfram það, sem Blönduvirkjun gefur tilefni til. Fjár- festing í orkumannvirkjum skal miðast við þekktar stærðir í orku- þörf á næstu ámm. Stærð og stað- setning nýrra framleiðslufyrirtækja verður að ákvarðast af hagkvæmni og byggðasjónarmiðum. Fullt tillit verði tekið til þeirrar búsetu sem er nú í landinu þegar tekin er ákvörðun um uppbyggingu atvinnu- fyrirtækja og staðsetningu þeirra. Átvinnufyrirtækin til fólksins, en ekki fólkið til fyrirtækjanna þar sem því verður við komið. LAUSBLAÐA- MÖPPUR frá Múlalundi... ... þær duga sem besta bók. H Múlalundur Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 r' Hemendur'i v°n á Patric 1 Lheimsnkni ELDHÚSKRÓKURINN Gott og fljótlegt - eftir allan hátíðamatinn (mynd nr. 1) Fiskibollu gratín á hrísgrjónum 2 dl langkorna hrísgijón, 4 dl vatn, salt, 1 stór dós fiskibollur, hálfdós af kræklingi, 2 matsk. smjör, 3 matsk. hveiti, um 4 dl fiskibollusoð, kræklingssoð og mjólk, ■2 matsk. kavíar, um 1 matsk. sítrónusafi, salt og pipar, rifinn ostur. Sjóðið hrísgijónin í söltuðu vatni í tæpar 20 mínútur. Dreifið þeim svo í botninn á eldföstu fati eða formi. Leggið fiskibollur og krækl- ing ofan á. Bræðið saman smjör og hveiti í skaftpotti - þynníð með soðinu og mjólkinni og búið til sósu. Látið'- sósuna sjóða i um 5 mínútur og hrærið í henni af og til. Hrærið kavíar og sítrónusafa út í. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið sósunni yfir fiskibollurnar á fatinu. Stráið smávegis af rifn- um osti yfir og bakið í 250 gráðu heitum ofni í um 12 mínútur, eða þar til rétturinn hefur tekið lit og virðist gegnsoðinn. Pylsu „bátar“ 6 vænar pylsur, 2 stórir laukar, 1 matsk. smjör, 2-3 matsk. chilisósa. Ristið djúpan skurð í hveija pylsu eftir endilöngu og leggið pylsurn- ar í ofnfast fat eða form. Skrælið og grófhakkið laukana, steikið þá svo í smjöri við vægan hita þar til laukurinn verður mjúkur og fer að gulna. Blandið chilisósunni saman við og fyllið pylsurnar með blöndunni. Bakið í ofni þar til pylsurnar fara að taka lit og virðast gegnsteiktar. Það tekur um 15 mínútur í 200 gráðu heitum ofni. Gott að bera pylsurnar fram með kartöflumús og létt steiktum eplasneiðum, sbr. mynd. Verði ykkur að góðu. Svo þakka ég öll bréfin og upphringingarnar á árinu og óska ykkur gleðilegs nýs árs. Jórunn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.