Morgunblaðið - 04.01.1990, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990
15
Yfírvöld og atvinnu-
líf „Ferðaþj ónusta“
eftirFriðrik
Haraldsson
Undanfarin misseri hafa fyrir-
tæki í ýmsum greinum atvinnulífs-
ins þjappað sér saman eða hreinlega
farið á hausinn vegna samdráttar
í efnahagslífi þjóðarinnar. Engar
höfuðatvinnugreinanna hafa komizt
undan ljánum og víða er að líta rjúk-
andi rústir eða örvæntingarfulla
baráttu við að halda sjó með ítrustu
tilraunum til hagræðingar á ýmsum
sviðum. Mikið er í húfi, einkum, ef
grefst undan starfsemi, sem hefur
verið áratugi i stöðugri uppbygg-
ingu, landi og þjóð til heilla.
Ferðaþjónustan, sem er a.m.k.
þriðja mikilvægasta útflutningsat-
vinnugrein þjóðarinnar, hefur ekki
farið varhluta af vandræðunum. í
sjálfu sér er það ekki með öllu óeðli-
legt, þótt vandinn sé ekki siður að
mestu heimatilbúinn á þeim
vígstöðvum sem annars staðar.
Ferðaþjónustan er ekki einungis
ferðaskrifstofur, sem eru ennþá allt
of margar á okkar litla markaði,
og fólk, sem vinnur hjá þeim, held-
ur f lest fyrirtæki og fólk, sem selur
einhveija þjónustu hér á landi.
Fjöldi starfandi fólks í ferðaþjón-
ustu er líkast til ekki of mikill, held-
ur fjöldi ferðaskrifstofanna, sem
allar eru meira og minna að selja
það sama. Sýni einhver þeirra hug-
vitssamlegt frumkvæði í kynningu
landsins og nýstárlega uppsetningu
áhugavekjandi ferða, líður ekki á
löngu þar til einhver eða einhverjir
keppinautanna eru búnir að tileinka
sér sömu formúlu án þess að upp-
f inningamennirnir fái rönd við reist.
Þetta á ekki bara við um innlenda
keppinauta, heldur og erlenda, sem
stöðugt sækja í sig veðrið í sam-
keppninni eins og vikið verður að
síðar.
Fulltrúar hinna ýmsu þátta at-
vinnulífsins hafa í tímans rás bent
á, hve smæð þjóðarinnar gerir okk-
ur viðkvæm fyrir viðskiptaumhverf-
inu og nauðsyn þess, að við reynum
að vernda sjálfstæða uppbyggingu
og framhald skynsamlegra fyrir-
tækja, s.s. þeirra, sem standa á eig-
in fótum og eru þjóðhagslega hag-
kvæm. Slík rök hafa því miður allt
of oft verið látin sem vindur um
eyru þjóta og upp hafa sprottið alls
konar skapnaðir, sem við höfum
sopið og munum súpa seyðið af.
Því miður er hægt að rekja bróður-
partinn af mistökunum til hins opin-
bera beint og óbeint.
Brot afrekaskrárinnar
Þáttur stjórnvalda í niðurrifs-
starfsemi atvinnulífsins kemur
einkum fram í stefnuleysi, fálmi og
vanrækslu við að framfylgja og
halda uppi settum lögum og reglu-
gerðum eða jafnvel að embættis-
menn beiti hentistefnu við túlkun
þeirra. Óöryggið í ferðaþjónustunni
er satt að segja ærið fyrir, þótt
stjórnvöld auki það ekki á þennan
hátt.
1. Ymsar erlendar ferðaskrifstofur
hafa haslað sér völl hérlendis
með eigin rekstur í formi þeirrar
þjónustu, sem hinar innlendu
byggja afkomu sína á, án þess
að hafa til þess tilskilin leyfi.
Þetta þýðir einfaldlega að þeir,
sem eiga að framfylgja lögum,
hafa brugðizt og valda með því
verulegri röskun og tapi fyrir-
tækja okkar í greininni og þ.a.l.
rennur stórfé úr greipum skatta-
yfirvalda.
2. Reglugerð um það, sem ferða-
mönnum er heimilt að flytja til
landsins, býr yfir ákvæði um
takmörkun á innflutningi mat-
væla. Þrátt fyrir fyrirmæli fjár-
málaráðherra sumarið 1989 um
tilhögun framkvæmdar þessa
ákvæðis, hefur aldrei tekizt að
koma í veg fyrir að erlendir
ferðamenn og erlendar ferða-
skrifstofur hafi flutt til landsins
matvæli fyrir sig og sína í þeim
mæli, að til stórskaða hefur orð-
ið fýrir alla landsmenn, hvaða
starf sem þeir stunda.
3. Félagsmálaráðuneytið hefur
rekið stórhættulega pólitík fyrir
allt ólöggilt atvinnulíf í landinu
með því að túlka lög um atvinnu-
réttindi útlendinga á þann veg,
að allir útlendingar, sem hingað
koma til að starfa og þiggja laun
frá erlendu fyrirtæki, þurfi ekki
að afla sér atvinnuleyfis hér-
lendis. Þetta er ný túlkunarað-
ferð hjá ráðuneytinu og velti
menn henni vel fyrir sér, kemur
í ljós, að hún er ekki einungis
fjandsamleg niðurrifsstarfsemi í
ferðaþjónustu, heldur eru allf-
lestar atvinnugreihar í stór-
hættu.
4. Samkvæmt lögum um ferðamál
skal tekjustofn Ferðamálaráðs
íslands vera 10% af brúttótekj-
um fríhafnarinnar í Keflavík og
þessum peningum á að veija til
ýmissar uppbyggingar í ferða-
þjónustu og verndunar ferða-
mannastaða svo eitthvað sé
nefnt. Aðeins brot af þessu fé
hefur skilað sér hveiju sinni, því
viðaukalögum hefur ævinlega
verið beitt til að skerða tekju-
stofninn.
Það er engu líkara en ráðherrar
ofangreindra málaflokka og emb-
ættismenn þeirra hafi ákveðið fyrir
mörgum árum, að ísland væri landa
fyrst orðið aðili að sameinaðri Evr-
ópu og íslenzk iög giltu ekki leng-
ur. Það er sorglegt til þess að vita,
að allt of margir þeirra, sem treyst
er til að framfylgja gildandi lögum,
stuðla mest að brotum þeirra, ann-
aðhvort með rangtúlkunum eða
aðgerðarleysi. Þessir menn eru að
leika sér að eldinum, því að sá timi
er kominn, að þeir, sem byggja alla
afkomu sína og starfsemi á lögum
Friðrik Haraldsson
„Lágmarkskrafan hlýt-
ur því að vera sú, að
lögum, sem sett voru
með gildum rökum,
verði framfylgt án und-
anbragða.“
og reglum, eru búnir að fá yfir sig
nóg af ósómanum.
Við skulum velta fyrir okkur
dæmi um erlenda ferðaskrifstofu,
sem starfar hér við hlið innlendrar.
Báðar bjóða þær tjald- og/eða
svefnpokaferðir. Hin erlenda flytur
inn mun ódýrari tjöld og annan
útbúnað en hér fæst, allan nauðsyn-
legan mat á mun lægra verði en
hinni innlendu býðst, erlent starfs-
fólk (fulltrúa, sem annast ferða-
skrifstofuþjónustu, matráðskonur,
leiðsögumenn o.fl.) á engum eða
broti af samningsbundnum launum
hérlendis auk þess að rökstuddur
grunur er uppi um, að sumar er-
lendu ferðaskrifstofurnar komist að
hagstæðari samningum við flugfé-
lögin um flutning ferðamanna til
og frá landinu en hinar innlendu.
Af framanrituðu má Ijóst vera
að samkeppnisgrundvöllur inn-
lendrar ferðaþjónustu er rýrður
gífurlega með opinberum aðgerðum
og aðgerðarleysi. Lágmarkskrafan
hlýtur því að vera sú, að lögum, sem
sett voru með gildum rökum, verði
framfylgt án undanbragða. Það er
engin ástæða til að óttast af leiðing-
arnar. Önnur lönd hafa sína löggjöf
á þessu sviði, framfylgja henni og
við látum okkur það lynda. Hristum
af okkur slenið og förum að reka
íslenzka ferðaþjónustu með reisn
og ágóðasjónarmið í huga!
Höfundur er formaður Félags
leiðsögumanna.
vVíSS®
V
f
GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ
BORGAR
UTSALA
(FULLUM GANGI
Þetta eru helgarferðir til London, Luxemborgar, Glasgow,
Frankfurt og Stokkhólms. Brottfarir eru alla fimmtudaga,
föstudaga og laugardaga og verðið er aðeins krónur
Þetta er ekkert verð fyrir svona ferð.
Bókið snemma - takmarkaður sætafjöldi.
Fargjaldið gildir í brottfarir frá 1. jan. til 28. febr.
Ferðir á ofangreindu fargjaldi eru aðeihs til sölu í janúarmánuöi.
FLUGLEIDIR