Morgunblaðið - 04.01.1990, Page 18

Morgunblaðið - 04.01.1990, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 Minning: Ólafiir Ingi Jónsson prentsmiðjustjóri Fæddur 29. október 1945 Dáinn 25. desember 1989 Það er jóladagskvold og síminn hringir, harmafregnin mikla berst, hann Oli Ingi æskuvinur minn og vinnufélagi er látinn. Mann setur hljóðan og spumingarnar hrannast upp, af hveiju hann sem var svo ungur og átti svo margt eftir ógert, hrifin burt frá elskulegri eiginkonu, yndislegu heimili og þremur efnileg- um börnum. Hann sem alltaf var svo glaður, hress og traustur, hann sem gaf svo mikið af sjálfum sér og alltaf var reiðubúin til að veita stuðning og styðja við bakið á öðrum ef á þurfti að halda, það veit ég af eigin raun. Þama var á ferð tryggur vin- ur, vinur vina sinna, vinur í raun. Við Óli Ingi kynntumst fyrst í Barnaskóla Austurbæjar og urðum þá strax miklir vinir og félagar og hefur sá vinskapur haldist óslitið síðan. Við héldum áfram í sama skóla og einnig störfuðum við saman í skátahreyfingunni. Þegar litið er yfir farinn veg þá er margs að minn- ast, fundanna, jeppaferðanna, skálaferðanna og ótal margs ann- ars, og ekki síst að hittast í setustof- unni í Skátaheimilinu við Snorra- braut að loknu dagsverki, þar sem við hittumst félagarnir spjölluðum saman, skipulögðum næstu ferðir og áttum saman ógleymanlegar stundir. Þetta var góður og sam- stilltur hópur sem hefur haldið sam- an allar stundir síðan. I þessum hóp kynntumst við eig- inkonum okkar, ég Guðrúnu og hann Sirrý, sem voru æskuvinkon- ur. Það tengdi okkur enn sterkari böndum og alltaf fann ég betur og betur hvern mann hann hafði að geyma. Árið 1963 hóf Óli Ingi nám hjá Dagblaðinu Vísi og urðum við þá vinnufélagar þar sem ég starfaði sem ljósmyndari. Nú síðustu árin var Óli Ingi yfír- maður minn í prentsmiðju Fijálsrar Fjölmiðlunar þar _sem hann var prentsmiðjustjóri. í því starfi naut hann trausts, bæði vinnuveitenda sinna og samstarfsfólks. Ólafi Inga Jónssyni vil ég nú að leiðarlokum þakka fyrir öll þau ár sem við áttum samleið. Elsku Sirrý mín, Anna Sigur- borg, Ingi Rafn og Siguijón megi góður Guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Megi minningin um góðan eigin- mann og faðir verða ykkur styrkur um ókomna tíð. Öðrum ættingjum og vinum sendi ég og fjölskylda mín dýpstu samúð- arkveðjur. Bragi Guðmundsson og fjölskylda. Dáinn, horfinn, hvílík frétt, maðj ur á besta aldri orðinn dauðanum að bráð. Það var eins og strengur í bijósti mínu væri brostinn þegar Jósefína Helga tilkynnti mér að Ólafur Ingi væri dáinn. Hugsunar- laust svaraði ég, nú græt ég með þér. Nátttröllið, dauðinn ömurlegi og leiðinlegi vágestur, hafði hrifsað frá okkur mann á besta aldri sem við höfðum þekkt frá því hann var í vöggu og hafði alla tíð verið eftir- lætið okkar. Á öllum stundum hvar sem fund- um bar saman, mætti okkur smit- andi bros og hlýja, sem nú tilheyrir liðinni tíð og fallegri minningu um góðan og fallegan mann. Þessi dán- arfregn var sár jólagjöf. En hvað skal segja. Drottinn gaf og Drottinn tók, blessaðar veri gjafir hans, og vegsamaðar gjörðir hans. Hann huggar okkur hrygg, ef við viður- kennum hann. Það fyrnist yfir allt og það sem okkur er erfitt að skilja í dag, það leiðir tíminn síðar í ljós. Hann breið- ir blessun sína yfir allt og svæfir einnig sárar sorgir. Og e.t.v. er Drottinn með þessu móti að leiða okkur inn í jóladýrðina hjá sér á himnum. Það er erfitt að hugsa þá hugsun til enda, að vera borinn inn í jarðlíf- ið, til þess að taka síðustu andvörp- in á jóladag, og vera leiddur af englum Guðs inn í dýrð himnanna, eða eins og trúuðum persónum kemur það fyrir sjónir, er betra til? Það mætti segja þeim sem eru veik- ir í trú á guðlega forsjón, fallvaltir fyrir efasemdum, eða eru gjarnir á að líta á sig sem trúleysingja, að betra er ekki til, það hendir aðeins gott fólk að vera undir handleiðslu Guðs, og við, sem þekktum Ólaf Inga vitum að hann var ekki utan- garðsmaður í trúmálum, enda kom- inn af vel trúuðu fólki í báðar ætt- ir. Guði sé lof. Ólafur Ingi var í móðurætt sína kominn af Hvammssystrum, böm- um Jóns Bjarnasonar og Sigríðar Jóhannesdóttur, hún var fædd 1802. Jón og Sigríður bjuggu í Hvammi á Barðaströnd. Hjá þeim í Hvammi 1840 eru talin 13 börn, sem þau áttu, eitt þeirra er Helga Jonsdóttir langamma Ólafs Inga og amma Jósefínu Helgu móður Óla, en hún ber nafn ömmu sinnar og afa. Helga Jónsdóttir giftist Jósep Bjarnasyni ættuðum frá Tálkna- fírði. Þau Jósep og Helga áttu 16 börn, 17. bamið átti Helga áður en hún giftist Jósep.'Eitt af börnum Jóseps og Helgu var Guðjón, hann giftist Þórdísi Jónasdóttur, þeim varð fjögurra bama auðið, yngst þeirra var Jósefína Helga móðir Ólafs Inga. Helga giftist Jóni Lár- ussyni loftskeytamanni, og varð þeim tveggja barna auðið, Málfríðar og Ólafs Inga. Jón Lámsson er lát- inn fyrir nokkram árum. Jón var mjög trúverðugur og traustur mað- ur, umgengnisprýði hans var mjög áhugaverð, hann vann síðustu ár ævinnar á Veðurstofu íslands. Hvammssystkini vora sögð vandað trúverðugt og traust fólk með gott orð í farteskinu. Ef miðað er við bamafjöldann, er þetta mikill ætt- bálkur og það sem hér hefur verið drepið á er lítið brot. I föðurætt var Ólafur Ingi kom- inn af ágætis fólki. Afi hans Lárus Lárusson, var lengi gjaldkeri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkurborgar og kona hans Málfríður Bachmann, var dönsk kona, þau störfuðu bæði við kennarastörf og kynntust í sam- bandi við starfið. Lárus var fæddur á Geitareyjum á Barðaströnd, en ólst upp á Narfeyri á Skógarströnd. Málfríður og Láras eignuðust þijú börn. Sigurð, Karólínu og Jón Egg- ert Bachmann, hann var yngsta systkinið og bamið þeirra Lárusar og Málfríðar, og faðir Ólafs Inga. Óli var alla tíð mikið uppáhald hjá pabba og eftirlæti. Eins og áður er sagt eignuðust þau Jósefína Helga og Jón Lárasson 2 yndisleg böm. Málfríði kölluð Massý og er hún heitin eftir ömmu t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför KOLBEINS GUÐMUNDSSONAR, Auðnum, Vatnsleysuströnd. Árný Kolbeinsdóttir, Magnús Kolbeinsson. sinni Málfríðar nafninu, og Ólaf Inga sem í dag er kvaddur hinstu . kveðju af vinum og vandamönnum. Það bar fljótt á því að börnin voru prúð, góð og ástrík við foreldra sína, og bar heimilið þess glöggt merki, svo eftir því var tekið. Þegar árin liðu áttu Massý tvo mannvænlega syni og býr nú með þeim. Árið 1968 kvongaðist Ólafur Ingi, Sigríði Siguijónsdóttur eftir- lifandi konu sinni. Þau reistu bú og eignuðust þijú mannvænleg börn. Börnin vora einkennilega keimlík foreldram sínum, og kom það engum á óvart að þar fór ham- ingjusöm fjölskylda. Olafur Ingi var ungur þegar hann tók að starfa í skátahreyfmgunni, þar ávann hann sér það inn að verða Gilfer-skáti. Auk þess að vera sveit- arforingi, leggja upp með skáta- hópa í útilegur. En allt fór vel sem Ienti í höndum Óla og honum var trúað fyrir. Ég minnist þess með sjálfum mér og öðram, hvað Óla (eins og hann var sem drengur yfirleitt kallaður) þótti vænt um þann þátt í lífi sínu er hann gekk í Bamaskóla Austur- bæjar, hann var þá 9 og 10 ára. Þá kenndi við skólann kennari, sem hét Jón Normann Jónasson. Hann þótti fróður og bar hugþokka til nemenda sinna, enda var það siður hans að velja drengi úr skólahópn- um og bjóða þeim með sér norður að Selnesi á Skaga. Óli naut þess að véra með Jóni að Selnesi í tvö sumur, þetta sýnir hvað Óli var vel liðinn, ekki er ótrúlegt að norður á Selnesi hjá Jóni hafi Óli drakkið af lindum fróðleiks, sem urðu hon- um ofarlega í huga, þegar hann í alvöru fór að huga að því hvað væri fram undan. Ólafur Ingi hóf nám í rafmagns- iðn, en hún féll honum ekki í geð, og að vel athuguðu máli hóf hann nám í prentiðn hjá Vísi 1963, þar lauk hann sveinsprófi í setningu 1967. Eftir það lærði hann vélsetn- ingu, fór að því loknu til Englands og kynnti sér þar meðferð og við- gerðir setningarvéla. Hann lauk störfum hjá Vísi 1972, hóf þá störf hjá Blaðaprenti og var um skeið kennari við Iðnskólann, auk þess sem hann fékkst við innflutning. Árið 1984 réð hann sig að DV sem prentsmiðjustjóri, þar lauk hann starfsferli sínum, á besta aldri, langt um aldur fram. Það verður vandfyllt skarðið, sem Ólafur Ingi skilur eftir sig. Það var göfugt að eiga hann fyrir ættingja. Við vitum svo lítið, og fáum aldr- ei að vita. Við gefum þeim of lítinn gaum hinum hugrænu þáttum og andlegu straumum, eins og kærleik- anum. Hvers virði væri mér allur heimurinn, ef ég ææti ekki kær- leika. Kærleikurinn getur skilið eft- ir hjá okkur áhyggjur og jafnvel ótta. Ástin, þekkingin, skynjunin, samviskan, hrifningin, gleðin og sorgin. Þetta era sárafá dæmi af mörgum sem við vitum af í fari okkar, en við getum ekki fest hend- ur á því og þvi síður skilið það, en þau ættu að geta hjálpað okkur til að fmna sannleikann í orðunum. Sáð er jarðneskum líkama, en upprís andlegur líkami. Fagur er dalurinn þar sem sporin hans Olafs Inga liggja. Þó yfir hon- um hvíli nú skuggi, þá mun hann endurheimta fegurð sína, þegar af- komendur Ólafs Inga taka til við að fegra hann. Þá endurfæðist bros- ið fallega, sem Ólafur Ingi fékk í arf frá Dæju föðursystur sinni, og margt fleira, sem var yndislegt í fari Ólafs Inga líta aftur dagsins ljós. Sár harmur er nú kveðinn að frændum og vinum Ólafs Inga Jóns- sonar, en sárastur er hann hjá eigin- konu hans og börnum. Aldraðri móður og eftirlifandi systur. Aldr- aðri föðursystur, sem bar þessi böm Málfríði og Ólaflnga á höndum sér og deildi fallega brosinu með frænda sínum Ólafi Inga sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Við hjónin sendum öllu nánasta skyldfólki Ólafs Inga Jónssonar hjartnæmar kveðjur, og biðjum Guð að styrkja það. Guð blessi minningu hans. Elisa og Bjarni G. Tómasson 25. desember rann upp, jóladag- ur, dagur Ijóss og friðar. Einn mesti hátíðisdagur kristinna manna hér á jörðu. Já, þessi dagur hafði verið valinn handa Ólafi Inga, til að leggja upp í hina hinstu ferð. Hann hafði reyndar alls ekki ætlað svona fljótt í þessa ferð og barist svo hetjulega fram á síðasta dag, dyggilega studdur af Sirrý, sem aldrei vék frá honum alla þessa mánuði. En þá kom kallið sem eng- inn fær umflúið. Þessi dagur var einmitt táknrænn fyrir allt hans lífshlaup. Engan þekkjum við, sem betur hafði í heiðri hinn kristna boðskap, þó ekki væri honum flíkað hátt, né hann á torg borinn. Hann var sannur vinur, bæði í gleði og sorg og í þá tæpa þijá áratugi, sem vinátta okkar fékk að vara, bar aldrei skugga þar á. Minningarnar eru því svo margar sem nú hrannast upp í hugann, að ómögulegt er að velja og hafna. Alveg frá okkar fyrstu ferðum, með skátunum upp á Hellisheiði þegar við enn vorum táningar, til hefð- bundinna fjölskylduboða, þegar við fóram að eldast og fjölskyldurnar að stækka. Utanlandsferðir þegar Ijárhagnrinn fór að rýmkast, að ógleymdum gönguferðum um Sel- tjamarnesið og nágrenni þar sem hin ótrúlegustu málefni vora krufin til mergjar. Við fórum nánast allt saman. Slík vinátta sem okkar er ómetanleg og því miður hlotnast ekki öllum sú gæfa að verða hennar aðnjót- andi. Ætlunin er ekki að fara að skrifa neina lofræðu, en samt verð- um við að fá að þakka honum allan þann stuðning og þá hjálp, sem hann veitti okkur á því ári sem nú er að líða. Við þurftum sannarlega á því að halda og hann brást ekki frekar en fyrri daginn, þó sárlasinn væri orðinn. Við kveðjum kæran vin í bili og söknum hans meira en orð fá lýst, en við eigum eftir að hittast aftur og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Elsku Sirrý, Anna, Ingi Rafn, Siguijón og fjölskyldan öll. Þið eru einstaklega samhent og eigið eftir að veita hvert öðra styrk í ykkar miklu sorg. Guð blessi ykkur öll. Gollý og Pétur Vorið 1963 kom ungur piltur, bjartur yfirlitum með fágaða fram- komu, í prentsmiðju Vísis sem ég veitti þá forstöðu, og óskaði eftir að he^’a nám í setningu. Ungi mað- urinn hét Ólafur Ingi Jónsson fædd- ur 29. október 1945. Námsárin liðu, Ólafur náði góð- um tökum á því sem hann var að læra. Tók hann sitt sveinspróf í maí 1967. Mikil og góð vináttatókst á milli okkar Ólafs, og einhvern þátt átti ég í því að móta framtíð hans eftir sveinsprófið. Fór hann til framhaldsnáms til Harrys Int- ertype í Englandi og fékk þar mikla og staðgóða þekkingu á öllu er að setningu Jaut. Síðar á lífsleiðinni minntist Ólafur oft á það við mig hve þessi tími hefði verið sér lær- dómsríkur, er tölvuvæðingin tók við og blývélarnar í setningu hurfu fyr- ir stapa. Ólafur Ingi hafði sérlega þægi- lega framkomu. Hann var glað- sinna, hýr á svip, alltaf jákvæður. Með áranum var ánægjulegt að heyra hve vel hann var virtur af öllum þeim sem liann átti sam- skipti við. Skipti ekki máli hvort þad voru vinnufélagar, nemar í Iðn- skólanum, vinnuveitendur eða þeir mörgu erlendu menn sem hann hafði samskipti við. Ólafur Ingi var einn þeirra ungu manna sem áttu stóran þátt í því að móta og leiða allar þær stórstígu framfarir sem orðið hafa í því að færa texta frá blýsetningu og yfir í tölvuvædda setningu með allri þeirri tæknivæðingu sem henni fylgir. Þáttur Ólafs Inga í þeirri þróun var stór, og er sú saga verð- ur sögð, gleymist hann ekki. Árið 1968, 16. mars, kvæntist Ólafur Ingi Sigríði Siguijónsdóttur og áttu þau þijú böm: Önnu Sigur- borgu f. 6.1. ’68, stúdent, undirbýr sig undir háskólanám í Þýskalandi að hausti; Inga Rafn f. 8.5. ’71 nemandi í Kvennaskólanum, og Sig- uijón f. 9.10. ’82., Vinátta okkar Ólafs hefur verið mikil og góð öll árin frá vorinu 1963 er hann hóf sitt nám. Vænt þótti okkur hjónum um að eiga Ólaf Inga og fjölskyldu hans að vinum. Frú Sigríður bjó manni sínum fallegt heimili og var mikill kærleikur með þeim hjónum. Börnin bera foreldrum sínum fagurt vitni. Þegar ég kvaddi vin minn á að- fangadag jóla, helsjúkan, umvafinn elsku fjölskyldu sinnar og aldraðrar móður, ræddum við um það sem við ætluðum að gera á næsta ári. Hann bar mikið lof á húsbændur sína hjá Fijálsri fjölmiðlun, hve þeir hefðu reynst sér og fjölskyld- unni vel í sínum veikindum. Á jóla- dag lést Ólafur á Landspítalanum. Við Sigurlaug, börnin okkar og tengdabörn svo og vinnufélagar Ólafs í Prentstofunni sem samleið áttu með honum þökkum Ólafi Inga mikil og góð kynni um leið og við sendum Sigríði eiginkonu Olafs, börnum þeirra, aldraðri móður og öðram aðstandendum samúðar- kveðjur. Um leið kveðjum við Ólaf Inga með þökk fyrir árin sem við áttum með honum. Guðm. Benediktsson Kveðja frá DV Við útgáfu dagblaðs þarf að hafa hraðar hendur. Þar þurfa að vinna saman sem einn maður, blaðamenn, prentarar og aðrir þeir sem era hlekkir í þeirri keðju sem myndar útgáfu blaðs. Einn traustasti hlekk- urinn í DV-keðjunni var Ólafur Ingi Jónsson, prentsmiðjustjóri Fijálsrar ijölmiðlunar hf. Þar fór maður sem kunni sitt fag. Það vissu reyndar flestir fyrir. Oli Ingi var bæði gam- ali og nýr kunningi og samstarfs- maður. Hann hóf nám i prentsmiðju Vísis í mái 1963 og tók sveinspróf árið 1967. Þar vann hann allt til ársins 1972 er fjögur blð sameinuð- ust um rekstur Blaðaprents. Óli Ingi var verkstjóri í Blaða- prenti um árabil en kenndi jafn- framt við Iðnskólann og gerði áfram. Um tíma starfaði hann að innflutningi á tölvubúnaði hjá fyrir- tækinu ACO en árið 1984 réðst hann sem prentsmiðjustjóri Fijálsr- ar fjölmiðlunar hf. og gegndi því starfi til dauðadags. Þar naut sín yfirburða þekking Óla Inga, þegar bæði prentsmiðja og ritstjórn tæknivæddust og var hann í þeirri forystusveit sem bar hita og þunga þeirra miklu breyt- inga. Umfram allt var þó Óli Ingi ljúf- ur samstarfsmaður, kappsamur, útsjónarsamur og léttur í lund. Honum uxu ekki verkefnin í augum, hann var boðinn og búinn til að leysa hvern vanda, skemmtilegur í umgengni, jákvæður, brosmildur og hvers manns hugljúfi. Nú er skarð fyrir skildi þegar hlekkurinn er brostinn, þegar dauðinn hefur hrifs- að þennan unga og lífsglaða mann til sín. Hans er sárt saknað á vinnu- stað. Útgáfuráð DV, starfsfólk fyr- irtækisins og allir vinir hans á rit- stjórn og öðrum deildum þakka honum samfylgdina og senda fjöl- skyldu Óla Inga sínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Ellert B. Schram Fleiri minningargreinar birtast um Ólaf Inga Jóns- son í næstu blöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.