Morgunblaðið - 04.01.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 04.01.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 27 Læknafélag Reykja- víkur opnar leikskóla LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur hefiir opnað Leikskólann Mýri að Skerplugötu 1 í Reyýavík. Félagið keypti sl. vor hús af Reykjavíkur- borg, sem áður stóð við Tjarnargötu II. Það var flutt út í Skeijafjörð. Húsið hefur verið gert upp og lagað að þörfum leikskóla. í húsinu eru kjallari, tvær hæðir og ris. Heildarkostnaður er rúmlega 32 millj. króna. Rekstur skólans er alfarið í hönd- um foreldra bamanna, en rými er fyrir um 40 börn á aldrinum eins til níu ára. Forstöðumenn leikskól- ans eru Unnur Jónsdóttir og Sól- veig Ásgeirsdóttir, fóstrur. Áramót voru með hefð- bundnum hætti í Vogum Vognm. ÁRAMÓT voru með hefðbundn- um hætti í Vogum að undan- skildu veðrinu sem að þessu Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Veigar Örn Guðbjörnsson kveður árið með blysi. sinni var hvöss sunnanátt og rigning. Samkvæmt áratuga langri venju var kveikt í brennu klukkan átta. Þar kom saman mikill fjöldi fólks, en skömmu síðar fór að rigna og dvaldi því fólk stutt við brennuna. Um kvöldið var miklu magni flugelda skotið á loft, og áttu margir í erfiðleikum með það vegna veðursins, en ekki er vitað annað en allt hafi þó farið vel. Áramótadansleikur var í félags- heimilinu Glaðheimum sem hófst laust eftir miðnætti. Þar var hús- fyllir. Á nýársdagsmorgun var komið besta veður, logn og hiti. í heið- inni um 2 kílómetra frá Vogum liggur Reykjanesbrautin sem var flughál, og áttu einhveijir í erfið- leikum af þeim sökum á brautinni. - E.G. Blús í Kjallara keisarans BLÚSSVEITIN Blámakvartett- inn leikur blús í Kjallara keisar- ans að Laugavegi í kvöld. Gestur á tónleikunum verður Bubbi Morthens. Hljómsveitina skipa reyndir blús- leikarar, þeir Haraldur Þorsteinsson bassi, Björgvin Gíslason gítar, Ás- geir Óskarsson trommur og Pétur Hjaltested hljómborð. Að sögn Mar- geirs Margeirssonar í Kjallara keis- arans hefur undanfarin fimmtu- Utanríkisráð- herra hættir við för til Israels Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherraj hefur tilkynnt stjórnvöldum í Israel að hann hefði ákveðið að fresta opinberri heim- sókn sinni til ísraels um óákveðinn tíma vegna óvissuástandsins í landinu. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá utanríkisráðuneyt- inu. dags- og sunnudagskvöld verið leik- in blústónlist á staðnum og er stefnt að því að svo verði áfram. Tónleik- arnir hefjast kl. 22. Athugasemd í tilefni umfjöllunar fjölmiðla um starfslok mín hjá Sambandinu um þessi áramót skal upplýst að ég hef gert forstjóra ítarlega grein fyrir ástæðum þess að ég hef kosið að víkja úr framkvæmdastjórninni. Ein ástæðan er mat mitt á margra mánaða samningagerð Sambandsins við Landsbankann, þar sem undirritaður taldi — öðru hveiju — að nær fullsamið væri, aðeins til að uppgötva þegar á átti að herða, að ókleift reyndist að ná samkomulaginu í höfn. Vegna brýnna sameiginlegra framtíðarhagsmuna Landsbankans og Sambandsins, taldi ég rétt að víkja þessum samskipta-kapítula til hliðar með því að þoka úr starfi. Kjartan P. Kjartansson FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM 3. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í 1 Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðai- Ma'gn Heildar- verð verð verð (testir) verð(kr.) Þorskur(ósL) 76,00 67,00 71,97 3,878 279.088 Ýsa(ósl.) 125,00 89,00 109,28 5,759 629.337 Steinbítur(ósl.) 70.00 51,00 67,07 ■ 0,259 17.370 Lúða 500,00 405,00 458,36 0,037 16.730 Keila(óst) 26,00 26,00 26,00 0,418 10.868 Samtals 92,11 10,351 953.393 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(ósL) 90,00 64,00 78,82 9,747 768.220 Ýsa(ósl.) 134,00 70,00 116,54 10,963 1.277.677 Samtals 20,859 2.052.294 I Selt var á þrlðjudag og miðvikudag. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 84,00 65,00 75,21 9,192 691.342 Undirmál 20,00 20,00 20,00 0,018 360 Ýsa 138,00 80,00 105,77 2,495 263.905 Steinbítur 50,00 50,00 50,00 0,245 12.250 Langa 50,00 46,00 46,07 0,227 10.458 Keila 56,00 24,50 27,38 0,558 15.276 Lýsa 32,00 32,00 32,00 0,017 544 Samtals 77,96 12,752 994.135 Virðisaukaskattur er ekki innifalinn í ofangreindu fiskverði. Morgunblaðið/Björn Blöndal Tekin var mynd af hendi Ólafs Björnssonar formanns sjúkrahússtjórnar. En á myndinni hér fyrir neðan sést Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra taka nýju röntgentækin formlega í notkun. Sjúkrahúsið í Keflavík: Ný röntgentæki tekin 1 notkun Gömlu tækjunum var ekið beint á ruslahaugana GUÐMUNDUR Bjarnason heilbrigðisráðherra var við- staddur þegar ný röntgentæki voru tekin í notkun hjá Sjúkra- húsi Keflavíkurlæknishéraðs. Gömlu tækin voru orðin 18 ára og úr sér gengin á margan hátt og var þeim ekið beint á haugana. Karl Guðmundsson fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins sagði við þetta tækifæri að nýju tækin hefðu kostað 11,3 milljón- ir og annar kostnaður við að koma tækjunum fyrir hefði verið um 3 milljónir. Kostnaður við uppsetningu hefði verið um 1 milljón og við breytingar á hús- næði um 2 milljónir. Heilbrigðisráðherra flutti ávarp og sagði meðal annars að ákveðið hefði verið að veita fé til öldrunarmála á Suðurnesjum. Að loknu máli sínu tók ráðherra hin nýju tæki formlega í notkun með því að taka röngtenmynd af hendi Ólafs Bjömssonar form- anns sjúkrahússtjórnar. BB Athugasemd frá Pósti og síma Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi athugasemd frá Póst- og símamálastofnun: Vegna uppsagna símsmiða sem tóku gildi um síðastliðin áramót hafa komið fram ýmsar rangar upp- lýsingar í fjölmiðlum varðandi þetta mál. Nauðsynlegt er að leiðrétta nokk- ur atriði: 1. Því hefur verið haldið fram að stofnunin hafi ráðlagt viðkomandi aðilum að segja upp störfum sínum. Þetta er ekki rétt og hefur það ver- ið margleiðrétt í viðtölum við tals- menn símsmiða. 2. Fullyrt hefur verið að laun sam- kvæmt kjarasamningum á almenn- um markaði séu 30% hærri en þau sem símsmiðir fá hjá Pósti og síma. Slíkur samanburður er ekki til, en samanburður hefur verið gerður á dagvinnulaunum rafeindavirkja samkvæmt taxta Rafiðnaðarsam- bandsins og launatöflu Fél. ísl. símam. í des. 1989 og eru þau hærri sem nemur frá 6,4% upp í 26,8%. Er þá ekki tekið tillit til sérréttinda opinberra starfsmanna, t.d. lífeyris- réttinda og atvinnuöryggis fram yfir aðrar stéttir. 3. Póst- og símamálastofnunin er ekki samningsaðili um launa- og kjaramál heldur fjármálaráðuneytið. Félag íslenskra símamanna semur um kaup og kjör símsmiða. Stofnun- in telur æskilegt að einn aðili semji um laun starfsmanna innan sömu starfsgreinar og helst eitt félag eða samband stéttarfélaga fyrir alla starfsmenn stofnunarinnar. Stofnunin mun kappkosta að leysa þarfir viðskiptavina eftir föng- um, en biður þá að hafa biðlund á meðan þetta ástand varir. Sundlaug’arlyfta fyrir fatlaða tekin í notkun Selfossi. NÝ sundlaugarlyfta og baðstóll voru afhent Sundhöll Selfoss að gjöf 28. desember. Tæki þessi koma sér vel fyrir fatlaða sem sækja laugarn- ar i vaxandi mæli. Það voru Styrktarfélag aldraðra, Þroskahjálp á Suðurlandi og íþrótta- félag fatlaðra sem söfnuðu fyrir nýju tækjunum og stóð söfnunin yfir frá í maí í vor. Meðal fjáröflun- arleiða var sala á plastpokum í slát- urtíðinni. Selfossbær sá um að gera þær breytingar sem þurfti svo koma mætti lyftunni fyrir. Við afhending- una kom fram að nokkurra úrbóta er þörf við Sundhöllina svo aðgengi fatlaðra verði þar eins og bést verð- ur á kosið en þörf er á að setja upp handrið, skábraut við aðalinngang og lyftu til að komast út á útisvæði. - Sig. Jóns. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fyrsti notandi lyftunnar var Stefán Smári Friðgeirsson. Það er Þór- ir Kristinsson sem tekur á móti honum í lauginni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.