Morgunblaðið - 04.01.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 04.01.1990, Qupperneq 28
28 -MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 Kraftlyftingar: A Þrjú Islandsmet og átta Akureyrarmet ÞRJÚ íslandsmet voru sett í fiillorðinsflokki á Akureyrarmóti i bekk- pressu sem haldið var í Iþróttahöllinni á gamlársdag, auk þess voru sett sex Akureyrarmet í unglingaflokki og tvö í flokki fullorðinna. Þrettán keppendur mættu til leiks á þessu síðasta kraftlyftinga- móti ársins. Kári Elíson tvíbætti íslandsmet Ólafs Sigurgeirssonar frá árinu 1981, er hann lyfti fyrst 175,5 kg. og síðan 180 kg, sem er afrek á alþjóðlegan mælikvarða, en Kári vó aðeins 75,1 kg og var því aðeins 100 grömmum yfir 75 kg flokknum. Helgi Jónsson bætti eigið ís- landsmet í 52 kg flokki með því að lyfta 71 kg í aukatilraun, en Helgi er aðeins 19 ára. Akureyrarmeistarar urðu Helgi Jónsson, Jóhann Guðmannsson, Rúnar Friðriksson, Kári Elíson, Friðgeir Halldórsson, Flosi Jónsson, Jón Jakobsson, Jóhann Sigurðsson og Torfi Ólafsson. Besta afrek mótsins vann Kári Elíson og hlaut hann 119,48 stig. Besta afrek ungl- inga vann Rúnar Friðriksson með 71,76 stig. Slökkvilið Akureyrar: Nokkru færri útköll 1989 en árið á undan ÚTKÖLL Slökkviliðs Akureyrar voru ögn færri á síðasta ári en á árinu þar á undan, árið 1988 voru útköllin 79, en á síðasta ári voru þau 73. Langmesti eldsvoðinn var í Krossanesi á gamlársdag. Sjúk- raútköll voru 1.028 á árinu 1989," þar af 130 utanbæjar, en þau voru 1.084 árið þar á undan og voru þá 185 utanbæjar. Eldur laus í bílskúr ELDUR varð laus i bílskúr við Birkilund laust fyrir há- degi í gær og urðu á honum töluverðar skemmdir auk þess sem verkfæri og annað dót sem í bílskúrnum var eyðilagðist. Miklar annir hafa veríð hjá Slökkviliðinu á Ak- ureyri fyrstu daga ársins. Gísli Kristinn Lórenzson varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að greiðlega hefði gengið að slökkva eldinn í bílskúmum, en talsverðar skemmdir hefðu orð- ið vegna brunans. Þegar til- kynnt var um eldinn rétt fyr'r hádegi voru báðir sjúkrabílarnir úti í flutningum og sagði Gísli að einungis einn maður hefði verið á vakt. Slökkvilið Akureyrar hefur verið kallað út 17 sinnum vegna sjúkraflutninga og þrisvar vegna eldsvoða það sem af er þessu ári. M.a. var var liðið kallað að Alþýðuhúsinu að kvöldi nýársdags þar sem ein- hver hafði gert sér að leik að kveilqa á eldspýtu í lyftu húss- ins þannig að hún fylltist af reyk. í skýrslu um útköll og eldsvoða árið 1989 frá Slökkviliði Akureyrar kemur fram að slökkviliðið var kallað út 42 sinnum vegna elds og var hann í flestum tilfellum í íbúðarhúsum, eða 15 sinnum. Þá vár eldur í 10 tilfellum laus í rusli eða sinu, 8 sinn- um í ökutækjum og 6 sinnum í iðnað- arhúsnæði. Hvað varðar útköll án elds, var um að ræða bilun í boða í 8 skipti, 15 sinnum lék grunur á að um eld væri að ræða og þá var liðið gabbað fjórum sinnum á síðasta ári. Æfing- ar urðu 47. Upptök eldsvoða voru í flestum tilfellum raktar til rafmagns, en í 9 tilvikum var um að ræða íkveikju og 6 sinnum var óvarlega farið með eld. í 7 eldsvoðum varð tjónið meira en 2 milljónir króna, en tjón á bilinu 1-2 milljónir varð í þremur eldsvoð- um. í 10 skipti varð tjónið minna en 1 milljón og í 22 skipti varð ekki um tjón að ræða. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjórir afgreiðslustaðir íslandsbanka Fjöldi fólks lagði leið sína í útibú íslandsbanka á Akureyri í gær, á fyrsta opnunardegi bank- ans. Afgreiðslustaðir bankans eru á fjórum stöðum í bænum, þar sem áður voru Alþýðu-, Iðnaðar og Útvegsbankar og verða afgreiðslu- staðimir áfram fjórir fyrst um sinn, að sögn Ásgríms Hilmissonar. Hann sagði enga ákvörð- un enn liggja fyrir um hvenær bankinn samein- aðist undir einu og sama þakinu, né heldur hvar það yrði. Bankastjórar íslandsbanka á Akureyri verða því áfram þrír, Ásgrímur Hil- misson, sem áður var bankastjóri Útvegs- bankans á Akureyri, Guðjón Steindórsson bankastjóri Iðnaðarbankans og Kristín Jóns- dóttir bankastjóri í útibúi Alþýðubankans á Akureyri. Lúðrasveit Akureyrar lék í öllum afgreiðslum íslandsbanka og boðið var upp á kaffi og kökur skreyttar með litum bankans, auk þess sem yngri kynslóðin fékk mynd af Óskari og Emmu, sparibaukum bankans, og hinir eldri plakat með mynd eftir Erró. Starfs- fólk íslandsbanka á Akureyri verður á bilinu 36-8 manns og hefur því heldur fækkað frá því ákvörðun um sameiningu bankanna var tekin. Togararnir halda til veiða hver af öðrum: Árið leggst bærilega í okkur þrátt fyrir ýmsa erfiðleika * segir Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri UA ÞRÍR af sex togurum Útgerðar- félags Akureyringa hafa látið úr höfn á nýju árí og um miðnætti í nótt átti frystitogarinn Slétt- bakur að halda út. Þá fór togari Útgerðarfélags KEA í Hrísey, Súlnafellið einnig út í gærkvöld Sigurður Bjarklind vann fyrsta Gamlárshlaupið SIGURÐUR Bjarklind fór með sigur af hólmi I fyrsta gamlárshlaup- inu sem haldið var á Akureyri nú á gamlársdag. Hlaupið var frá afleggjaranum að Kristnesi og endað við Torfunefs- bryggju, en leiðin er tæpir 10 kíló- metrar. Þátttakendur voru 15, en einungis tveir dagar voru til undir- búnings og kynningar á hlaupinu. Stefnt er að því að slíkt hlaup verði hér eftir árviss atburður. Allir þátt- takendur fengu viðurkenningar- skjal að hlaupi loknu og höfðu um það góð orð að mæta aftur á sama tíma að ári. Sigurður Bjarklind varð fyrstur í mark, hljóp vegalengdina á 37,39, Cees van de Ven hljóp á 39,31 og varð annar, en þriðji var Karl Hall- dórsson á 40,19. I fiokki kvenna varð Guðrún Svanbjömsdóttir fyrst í mark á 43,43 og Bryndís Stefáns- dóttir önnur á 44,27. og er reiknað með að það landi afla um miðja næstu viku. Vinnsla hefst hjá frystihúsi Kald- baks hf. á Grenivík I kríngum miðjan mánuðinn. Vinnsla hefst í frystihúsi ÚA í næstu viku. Sólbakur og Harðbakur fóru út um miðnætti 1. janúar og i gær- morgun fór Kaldbakur út. Slétt- bakur átti að halda á miðin um miðnætti í nótt og Hrímbakur fer út á morgun, föstudag. Svalbakur er í slipp hjá Slíppstöðinni á Akur- eyri í yfirferð og smáviðgerðum ýmiskonar. Gunnar Ragnars framkvæmda- stjóri Útgerðarfélags Akureyringa sagði að vinnsla hæfist í frystihús- inu í næstu viku, en það færi eftir aflabrögðum togaranna hvenær vinna hæfist þar. „Árið leggst bærilega í okkur, þvi er auðvitað ekki að neita að við margskonar vanda er að etja, en það þýðir ekki annað en vera bjart- sýnn,“ sagði Gunnar. Súlnafellið fór á veiðar í gær- kvöld og er reiknað með að það landi um miðja næstu viku. Sólfell- ið var á síld í haust og liggur það nú bundið við bryggju á Akureyri og verður þar eitthvað áfram. Starfsfólk frystihússins hefur verið að pakka saltflökum og sinna öðr- um tilfallandi verkefnum, en dauði tíminn er notaður til að lágfæra og dytta að. Þorsteinn Pétursson fram- kvæmdastjóri Kaldbaks hf. á Grenivík sagði að vinnsla hæfist í frystihúsinu um miðjan mánuðinn, eða í kringum 15. janúar. Verið er að undirbúa Sjöfn ÞH á línu, en allar trillur Grenvíkinga eru enn í landi. Hjalteyrin 11 EA sem var í eigu Samheija á Akureyri verður afhent Grenvíkingum næsta sunnu-1 dag, 7. janúar. „Við héldum vinnslunni gangandi hjá okkur fram til 22. desember og fór hráefnisöflun á síðasta ári fram út björtustu vonum manna, en það var þó alls ekki nóg. Við erum hins vegar mun bjartsýnni í upphafi þessa árs en við vorum um síðustu áramót og staðan er betri nú en hún var. En auðvitað er uggur í manni, því óvissan íþessari atvinnu- grein er mjög mikil,“ sagði Þor- steinn. Grenvíkingar hafa yfir að ráða þrefalt meiri kvóta fyrir þetta ár, en þeir höfðu við upphaf árs 1989, eða í kringum 3000 tonn í stað um 1000 tonna. Fundur um sorg og sorgarferli Samtök um sorg og sorgar- viðbrögð halda opinn fund í kvöld, fímmtudagskvöldið 4. janúar, kl. 20.30 í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Kynntar verða bækur og bækl- ingar um sorg og sorgarferli og að því loknu verða fijálsar umræð- ur. Fundurinn er öllum opinn, jafnt félagsmönnum samtakanna sem öðrum sem áhuga hafa á þessum málum. • . (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.