Morgunblaðið - 04.01.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990
33
Selma Antoníusar-
dóttir - Minning
Fædd 17. desember 1912
Dáin 15. desember 1989
Selma mágkona mín er farin yfir
móðuna miklu og erfiðu sjúkdómss-
tríði er lokið. Þar stóð hún sig eins
og hetja eins og hennar var skap-
höfn og lund að þrauka til hinsta
dags og láta 'engan bilbug á sér
finna. Þannig var hún að eðlisfari
dugmikil og vinnusöm sómakona
meðan kraftar entust, víðlesin og
skarpgreind. Bókelsk var hún með
afbrigðum og las nærri því allt sem
hönd á festi enda vel heima í
íslenskum bókmenntum og kom
enginn að tómum kofunum þegar
bækur og rithöfunda bar á góma.
Ég var barn að aldri þegar hún
giftist bróður mínum Ólafi 22. febr-
úar 1936 og áttum við heima í sama
húsinu við Grettisgötuna í mörg ár.
Og getur því nærri að samskiptin
voru mikil og náin kynni. Selma
átti við mikil veikindi að stríða á
þessum árum og dvaldi langdvölum
í sjúkrahúsi, en hún bar höfuðið
hátt eins og hún átti kyn til og
vann þess á milli langan vinnudag
og rak stórt fyrirtæki um árabil
með miklum glæsibrag.
Hún vann lengi og vel að máiefn-
um berklasjúklinga og starfaði í
mörg ár í félaginu Berklavörn hér
í Reykjavík. Hún fylgdist vel með
þjóðmálum og lét skoðanir sínar í
ljósi skýrt og skorinort svo enginn
fór í grafgötur með það hvað henni
fannst, en skoðunum sínum tróð
hún aldrei upp á aðra. Hún var kát
og glöð í vinahópi og við spilaborð-
ið naut hún sín vel og spilaði brids
o g er mér minnisstæður hressilegur
hlátur hennar við spilamennskuna
og á góðum stundum.
Selma fæddist í Vestmannaeyj-
um 17. desember árið 1912 dóttir
hjónanna Antoníusar Þorvaldar
Baldvinssonar og konu hans Ólafar
Jónsdóttur sem kennd voru við
Byggðarholt. Hún átti fjögur al-
systkini og eina hálfsystur og man
ég að oft var gestkvæmt á Grettis-
götunni þegar fjölskyldan úr Vest-
mannaeyjum kom í bæinn. Selma
og Ólafur bróðir minn eignuðust
þijú mannvænleg börn, Antoníus
Þorvald vélstjóra, sem giftur er
Ólöfu Jónsdóttur, þau eignuðust
þijú börn Guðlaugu, sem dó ung
og Ólaf og Steinunni, Stefán flug-
mann, sem kvæntist Bergljótu
Gunnarsdóttur og eiga þau þijú
börn Gunnar, Hrefnu og Hönnu.
Stefán fórst í flugslysi í Dacca 2.
desember 1970 og var hann fjöl-
skyldunni allri mikill harmdauði.
Yngst er Rannveig, starfsmaður hjá
Arnarflugi. Hún á tvo drengi, Bjöm
Þórisson frá fyrra hjónabandi og
Stefán Ólaf með eiginmanni sínum,
Sæbirni Valdimarssyni.
SKIPA PLOTUR - INNRETTINGAR
SKIPAPLÖTUR í LESTAR
BORÐ-SERVANT PLÖTUR
IWC HÓLF MEÐ HURÐ
_ BAÐHERBERGISÞIUUR
LAMETT Á GÓLF - BORÐPLÖTUR
NORSK VIÐURKENND HÁGÆÐA VARA
Þ.ÞORGRlMSSON&CO
Ármúla 29 - Múlatorgi - s. 38640
plurgiiw*
í Kaupmannahöfn
F/EST
í BLAÐASÖLUNNI
Á JÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁRÁÐHÚSTORGI
Selma og Óli bróðir vom með
okkur Unni konu minni þegar ég
fór í mína fyrstu námsför til Kaup-
mannahafnar til að undirbúa mig
fyrir danskennarapróf og þegar ég
hafði tekið ákvörðun um það að
fara utan aftur með konu og börn
var hún einn aðalstuðningsmaður
minn við að halda af stað því ekki
þótti öllum vænlegt fyrir ungan fjöl-
skyldumann að leggja upp í dans-
kennaranám og óvissuna framund-
an og vorum við Unnur henni því
alla tíð þakklát fyrir þann stuðning
sem hún veitti okkur.
Það má með sanni segja að erf-
iðu jarðvistarstríði sé lokið hjá mág-
konu minni og að hvíldar hafi verið
þörf. Það er því trú mín að nú hafí
Selma fundið frið og svífí á vængj-
um morgunroðans inn í ódáins-
heima þar sem hennar bíður hvfld
og friðsæld eftir erfið ár.
Bróður mínum, börnum hans,
tengdabörnum og barnabörnum
votta ég mína dýpstu samúð.
Mér verður Selma mágkona mín
lengi minnisstæð fyrir margra hluta
sakir. Gengin er góð kona. Friður
veri með sálu hennar.
Löng þá sjúkdóms leiðin verður.
Lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þijóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinmelskar, - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kristófer Pétursson) '
Hermann Ragnar Stefánsson
KjamaJQölskyldan í kjamorkustuði
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Sérsveitin Laugarásvegi 25.
Sýnd í Regnboganum. Leik-
slgórn og handrit: Óskar Jónas-
son. Tónlist: Björk Guðmunds-
dóttir. Kvikmyndataka: Step-
hen Macmillan. Aðalhlutverk:
Ingvar Sigurðsson, Hjálmar
Hjálmarsson, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Hilmar Jónsson,
Sigrún Edda Björnsdóttir,
Soffía Jakobsdóttir og Pétur
Einarsson.
Stuttmyndin Sérsveitin Laug-
arásvegi 25 eftir Óskar Jónasson,
sem sýnd er í nokkra daga í Regn-
boganum, er kúnstug lítil gaman-
mynd sem enginn ætti að missa
af, sprenghlægileg og kolsvört
kómedía um heimatilbúna
víkingasveit í heimatilbúnum
vanda.
Óskar hefur stundað kvik-
myndanám í London og gert mjög
frískleg tónlistarmyndbönd fyrir
Sykurmolana en Sérsveitin er það
fyrsta sem hann sendir frá sér í
bíó og þótt aðeins sé um að ræða
stutta mynd lofar árangurinn
sannarlega góðu.
Myndin er orðljót og full af
ofbeldisdýrkun, ofurmennafíkn og
bardagagleði, æsingi og illindum
en þessi yndislega húmoríski leik-
stjóri snýr allri karlmennskuí-
myndarrambóþvælunni uppí and-
hverfu sína þangað til eftir stend-
ur skopstælingin ein, litlir kallar
í hermannaleik sem þú getur hleg-
ið að endalaust.
Þrír bræður, líklega af Laufás-
veginum þótt Bakki standi þeim
nær, koma sér fyrir til æfínga
uppi í sveit með íslensku víkinga-
sveitina að fyrirmynd, vopnaðir
hverskyns morðtólum og tveimur
kærustum, þar af einni óléttri.
Þeir uppnefna hver annan í sífellu
og öskra hver á annan ókvæðisorð
en þeir eru líka gefnir fyrir að
ríma drengirnir (sjóari í svörtu
veiðir ekki vörtu) og eru logandi
hræddir við karl föður sinn sem
kemur örkumlaður í sveitina að
messa yfir þeim. Taka síðan við
strangar æfíngar sem enda með
ósköpum.
Framvindan innan marka stutt-
myndarinnar er snurðulaus og
myndar góða, samfellda heild,
handritið er sannarlega nógu
Sérsveitin á ferð og flugi; heimatilbúin víkingasveit í heimatilbún-
um vanda.
kjarnyrt til að virka sannfærandi
og persónugerðin nógu einföld og
skýr til að virka fyndin. Myndin
líður áreynslulaust áfram, hvergi
er yfírspilað, leikararnir allir,
bæði af gamla og sérstaklega
nýja skólanum finna sig algerlega
í hlutverkunum og þeim haturs-
fulla en alltaf hlægilega heimi sem
Óskar skapar. Og síðast en ekki
síst hefur höfundurinn gott
kómískt innsæi og skyn á réttri
tímasetningu. Dæmi er karateæf-
ingin þegar hann skiptir um sjón-
arhorn í lokin og fyndið atriði
verður gráthlægilegt.
Ef þessi mynd er ekki upphaf
að einhveiju nýju í íslenskri kvik-
myndagerð þá er ég illa svikinn.
Litlu risaeðlurnar
Fyrstu ferðalangarnir („The
Land Before Time“). Sýnd í
Laugarásbíói. Leikstjóri: Don
Bluth.
Teiknimyndin Fyrstu ferða-
langarnir, sem framleidd er á veg-
um Stevens Spielbergs og Georg-
es Lucas en leikstýrt af Don
Bluth, er einkar fallegt og
skemmtilegt ævintýri frá forsögu-
legum tímum úr landi risaeðlanna
sem segir frá mislitum hópi smá-
eðla á leið til fyrirheitna landsins
og raunum þeim og ævintýrum
er þær lenda í á ferð sinni.
Það er sannur ævintýraljómi
yfír myndinni og töluverð spenna
í bland við ágæta persónusköpun
og skemmtilegt handbragð í
teikningu. Umhverfið er myrkt
og framandlegt en eðlurnar eru
hinar krúttlegustu og lenda í mikl-
um raunum, þ.m.t. jarðskjálftum
og eldgosum, en á hæla þeim er
hin grimmilegasta kjötætueðla til-
búin að gleypa i sig smáeðlurnar.
Eltingaleikurinn er oft hinn
æsilegasti í meðförum Bluths,
sem hefur sérstaka ánægju af að
leika sér með stærðir og hlutföll
hinna forsögulegu dýra.
Þeir, sem fara með raddirnar,
eru að mestu óþekktir en gera
það með sóma þótt hvergi sé að
finna hér snilldarbragð í líkingu
við Bette Midler og Cheech Marin
í Oliver og félagar í Bíóborg-
inni/Bíóhöllinni.
Á undan eðlumyndinni er stutt
jteiknimynd frá sömu aðilum um
hund, sem setur grútleiðinlegt
heimilislíf úr skorðum og lætur
sparka sér út sjálfum sér til mik-
illar hamingju. Snjöll hugmynd
og skemmtilega útfærð en höf-
undur teiknimyndafígúranna er
Tim Burton (Batman), gamall
Disney-teiknari reyndar.
STIMPLAS
Eigendur fyrirtækja athugið.
Nú er VSK tekinn við
af söluskatti!
Þá vantar þig stimpil
með VSK.-númerinu.
Búum til stimpla með hraði.
STIMPLAGERÐ FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNAR HF.
Spítalastíg 10 - Sími 91-11640 - Fax 91-29520