Morgunblaðið - 04.01.1990, Page 38

Morgunblaðið - 04.01.1990, Page 38
MÓRGUNBLAÐIEÍ FIMMf UDÁGÍJR 4. JÁNÚÁR 1990 t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR ÁSGEIRSSON, Krosseyrarvegi 11, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju á morgun, föstudaginn 5. janúar kl. 13.30. Hallbjörg Gunnarsdóttir, Guðni V. Björnsson, Erla Gunnarsdóttir, Guðmundur Jafetsson, börn og barnabörn. t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, INGVELDUR J. R. PÁLSDÓTTIR, Þórsgötu 2, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum að morgni 30. desember. Guðmundur Aronsson, Páll Aronsson, Ragnhildur Aronsdóttir, Óli Már Aronsson, Sigriður Bjarnadóttir, Inga Einarsdóttir, Haukur Leósson, Kristi'n Gunnarsdóttir. t Stjúpmóðir mín og systir mín, UNNUR ÓSK ÁSMUNDSDÓTTIR, áðurtil heimilis á Austurbrún 4, Reykjavík, sem lést í Hrafnistu, Hafnarfirði, 20. desember sl., verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. janúar nk. kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Ásgeirsdóttir, Jenný Ásmundsdóttir. t Hjartkær dóttir okkár og systir, REBEKKA SVERRISDÓTTIR byggingaverkfræðingur, fædd 19. október 1954, lést í Kaupmannahöfn 30. desember 1989. Jarðarförin fer fram í Kaupmannahöfn. Kaino H. Bailey, Sverrir Ólafsson, Pía Rakel Sverrisdóttir, Halldór Halldórsson. t Ástkær sonur okkar, bróðir og vinur, BRAGI ÞÓR GUÐMUNDSSON frá Sjónarhóli, Grindavik, lést 2. janúar í Borgarspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Þorsteinsson, Árný Enoksdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Aldis Einarsdóttir, Kristfn Guðmundsdóttir, Helgi Þ. Magnússon, Þorvaldur Guðmundsson, Margrét Kristinsdóttir, Þórlaug Guðmundsdóttir, Birgir Ingi Guðmundsson, Finnbogi Sigurbjörnsson. t Systir mín, MARY A. FRIÐRIKSDÓTTIR frá Gröf, Vestmannaeyjum, sem andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 23. desember, verður jarðsungin frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, föstudaginn 5. jan- úar. Fanný Friðriksdóttir og aðrir vandamenn. t Sonur okkar, THORDUR JOHNSEN, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram. Alúðarþakkir færum við björgunarsveitum fyrir fórnfúst starf. Sérstakar þakkir færum við hjónunum Dóru Þórhallsdóttur og séra Heimi Steinssyni, Jóhönnu Möller og séra Sigurði Pálssyni fyrir hlýhug í okkar garð. Fyrir hönd sona Sigurðarog Árna Baldvins og annarra aðstandenda, Dóra Johnsen, Rögn valdur Johnsen. Eygerður Péturs- dóttír - Minning Fædd 30. júní 1942 Dáin 27. desember 1989 Við, sem eftir stöndum, þegar sjálfur dauðinn er á ferð, erum oft minnt á það, að skammt getur ver- ið bilið milli lífs og dauða og að „brugðist getur lánið frá morgni til kvelds." Svo varð með okkur vini Eygerðar Pétursdóttur, er við spurðum andlát hennar. Hún gekk til hvílu að kvöldi annars í jólum sl., kona á besta aldri, á öruggum batavegi eftir því sem best var vit- að, eftir mikla skurðaðgerð, sem á henni var gerð í nóvembermánuði sl., en upp úr miðjum næsta morgni var hún örend. — Svo snöggt og þungt var höggið sem ástvinir og aðstandendur Eygerðar Pétursdótt- ur voru lostnir þennan dimma skammdegismorgun. Eygerður Laufey Pétursdóttir, en svo hét hún fullu nafni, var fædd í Reykjavík 30. júní 1942, og voru foreldrar hennar Pétur Guð- mundsson, áður bifreiðarstjóri, en síðar heilbrigðisfulltrúi í Kópavogi, sem nú er fyrir alllöngu látinn og kona hans Asta Davíðsdóttir, en hún er á lífi og dvelur á Hrafnistu í Hafnarfirði. Með foreldrum sínum ólst Ey- gerður upp, fyrst í Reykjavík en síðar í Kópavogi, í hópi fjögurra systkina, þriggja systra og eins bróðurs. Systurnar eru Sigrún, Anna og Kristín, allar giftar konur, búsettar á Álftanesi, í Kópavogi og í Noregi, en bróðirinn er Davíð bóndi að Þverá í V-Skaftafellssýslu, kvæntur maður. Að loknu gagnfræðaskólanámi stundaði Eygerður nám við Hús- mæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði, en eftir það hóf hún fljótlega störf við iðnað og þá aðal- lega við bókagerð í prentsmiðjum, sem hún vann raunar við lengst af síðan, allt fram undir dauðadag. Mun það fljótt hafa komið í ljós að hún var víkingur til vinnu, að hvaða störfum sem hún gekk og var svo aila tíð. Einnig vann hún að félagsmálum starfsmanna í þeirri iðngrein, sem hún starfaði við og tók m.a. virkan þátt í störfum Félags bókagerðarmanna. Þann 4. júlí 1963 giftist Eygerð- ur systursyni mínum, Benedikt Eiríkssyni, vélstjóra. Leit ég upp frá því á hana sem einskónar mágkonu mína, því að auk þess nána skyld- leika, sem var með okkur Benedikt vorum við í raun uppeldisbræður, þar sem hann var alinn upp hjá foreldrum mínu og síðar systrum mínum, móðursystrum hans, eftir að móðir hans Guðrún lést í blóma lífsins og hannn var enn barn að aldri. Þau Eygerður og Benedikt eign- uðust tvö börn, þau Pétur rafvirkja- nema, sem nú er 26 ára að aldri, og er sambýliskona hans Guðrún Ingólfsdóttir og Guðrúnu Kristínu skrifstofustúlku, nú 24 ára sem enn býr í foreldrahúsum. Þau Eygerður og Benedikt voru samhent hjón og samstiga í búskap sínum, heimilishaldi og við uppeldi bama sinna. Saman unnu þau af útsjónarsemi og dugnaði við að full- gera og fegra og prýða utanhúss og innan, hús það að Sæbólsbraut 10 á Seltjarnarnesi sem þau festu kaup á fyrir tæpum áratug í félagi við elstu systur mína sem búið hef- ir þar síðan með þeim. Af sama dugnaði og eljusemi unnu þau að því að koma upp sumarbústað við Þingvallavatn þar sem þau dvöldu löngum um helgar og í leyfum á sumrin. Heima við var Eygerður mikil og myndarlég húsmóðir, sem stjórn- aði heimili og heimilishaldi innan- húss af röggsemi, myndugleika og myndarskap. Sérstaka ánægju hafði hún af því að taka á móti gestum, sem að garði bar og gerði til þeirra vel af rausn og höfðings- skap og var svo raunar um þau hjón bæði. Eygerður var kona vel greind og kunni á mörgu góð skil. Hún var glaðlynd, hlý og glaðbeitt í viðmóti, hress og skemmtileg í viðræðu, hnyttin og oft orðheppin. Hún var einnig skoðanaföst á menn og málefni, hreinskilin og sagði hug sinn allan hverjum sem var og í áheyrn hvers sem var. Langt var frá að við værum alltaf sammála en ekki leiddu mismunandi skoðan- ir okkar á ýmsu til langvarandi misklíðar eða vinslita. Með afbrigð- um var hún greiðvikin og var gott til hennar að leita, ef vandkvæði einhvers konar steðjuðu að. Voru þá viðbrögð hennar skjót og örugg t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR ODDUR SIGURÐSSON, Háaleitisbraut 56, ' stöðvarstjóri við Elliðaár, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju i dag 4. janúar kl. 13.30. Herdis Sigurjónsdóttir, Einar Sigurðsson, Iris Sigurðardóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Óttar Sigurðsson. t Maðurinn minn, BENEDIKT SVEINBJARNARSON, Lyngbrekku, Biskupstungum, áður til heimilis að Austvaðsholti, Landsveit, sem andaðist 29. desember, verður jarðsunginn frá Lágafells- kirkju, Mosfellsbæ, laugardaginn 6. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ólöf Helgadóttir. t Sendum öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og hluttekningu við andlát og útför elskulegs sonar míns og bróður okkar, GUNNARS ÓLAFS GUNNARSSONAR, Hamrahli'ð 23, Reykjavík. Hugheilar þakkir. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg S. Sigurbergsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Þórunn Gunnarsdóttir. og ekki látið staðar numið af henn- ar hálfu fyrr en mál voru til lykta leidd. Með Eygerði heitinni og Erlu konu minni tókst fljótlega hin ágæt- asta vinátta eftir að þau Eygerður og Benedikt giftust og stóð sú vin- átta síðan meðan báðar lifðu. Spjöll- uðu þær oft saman, oftast í léttum dúr, um menn og málefni og fram- vindu hins daglega lífs áreiðanlga báðum til ánægju. Vegna vináttu þeirra Erlu og af ýmsum öðrum ástæðum ber ég sérstakan hlýhug til Eygerðar og á það ekki síður við nú er hún er liðin en meðan hún var lífs. Fyrir 10-15 árum tók að gæta heilsubrests hjá Eygerði og ágerðist sú heilsuveila með árunum. Kom svo að lokum, að ákveðið var að gera á henni meiriháttar aðgerð og reyna þar með að færa henni varan- lega heilsubót. Varla grunaði okkur vini og vandamenn hennar þá til hvers þessi aðgerð myndi leiða og að svo skammt undan væri sólarlag í lífi hennar. Við systkinin, móðursystkini Benedikts Eiríkssonar, höfðum við Eygerði mikil og margvísleg sam- skipti, gegnum tíðina, allt frá því að þau Benedikt gengu í hjónaband og á það þá e.t.v. sérstaklega við eftir að elsta systirin Steinunn, flutti í sameiginlegt hús hennar og þeirra hjóna á Seltjarnarnesi fyrir 8-9 árum. Að leiðarlokum þökkum við Ey- gerði okkar fyrir margar sameigin- legar ánægjustundir frá upphafi kynna okkar við hana og sérstak- lega þökkum við henni umönnun hennar og umhyggju fyrir systur- inni Steinunni og er okkur þó öllum ljóst, að sú umhyggja verður aldrei fullþökkuð, hérna megin grafar. Við biðjum henni blessunar Guðs og óskum henni fararheill inn á lendur hins eilífa lífs. Öllum ástvinum Eygerðar, börn- um hennar, móður hennar og systk- inum, sendi ég og mínir innilegustu samúðarkveðjur og við Benedikt, vin minn og uppeldisbróður langar mig til að segja þetta: Ég veit að mig brestur orð og andagift til að mæla til þín huggunarorð á þessum döpru skammdegisdögum, en fyrir örfáum árum, stóð ég, harmi sleg- inn í þeim sömu sporum og þú stendur í nú. Megi Guð gefa þér styrk til að standast þessa þungu raun, þann styrk, sem felst í vissu um endurfundi við horfínn ástvin, sem svo skyndilega var frá þér hrif- inn, langt um aldur fram. - Trúðu því vinur, að þeir endurfundir verði - þegar þar að kemur og í fyllingu tímans. Einar Ingimundarson Eygerður Pétursdóttir er látin, langt um aldur fram. Dauða hennar bar óvænt og skyndilega að, þegar hún var óðum að ná sér eftir mikla aðgerð í mjaðmarlið. Banamein hennar var blóðtappi. Eygerður var gift Benedikt Eiríkssyni vélstjóra og áttu þau tvö börn, Pétur og Guðrúnu Kristínu. Þau eru bæði uppkomin. Eygerði kynntumst við fyrir lið- lega 25 árum, en við tengdumst fjölskylduböndum, þegar hún giftist Benedikt. Urðu þau kynni síðan að einlægri vináttu, sem við mátum mikils. Milli fjölskyldna okkar var alla tíð töluverður samgangur. Oft

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.