Morgunblaðið - 04.01.1990, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 04.01.1990, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 47 iÞRÚm FOLX ■ BJARNI Guðmundsson skor- aði 8 mörk fyrir Wanne Eickel og var markahæstur er lið hans sigr- aði Niederwiirzbach, 22:18, í vestur-þýsku úrvalsdeildinni í hand- knattleik um síðustu helgi. Essen er efst í deildinni eftir 12 umferðir með 17 stig, en Gummersbach í öðru sæti með 17 stig eftir 14 leiki. ■ LOGI Yes Kristánsson, sund- maður úr Vestmannaeyjum, setti unglingamet í 50 metra skriðsundi á móti um helgina. Hann synti á 25,27 sekúndum. Logi hlaut einnig Guðlaugsbikarinn fyrir besta sundafrekið í Eyjum á síðasta ári. KNATTSPYRNA / LANDSLIÐ „Guðni kemur til greina“ - segir Eggert Magnússon, formaður KSÍ, um stöðu landsliðsþjálfara „ÉG hef rætt lauslega við Guðna Kjartansson um stöðu landsiiðsþjálfara og við eig- um eftir að ræða þetta mál nánar. Við höfum hvorki gert Bo Johansson tilboð eða öðr- um, en Guðni kemur vissu- lega til greina sem næsti landsliðsþjálfari," sagði Eggert Magnússon, formaður KSI, við Morgunblaðið í gær. Eggert sagði að stjórnin hefði fengið ýmsar ábendingar um þjálfara, en ekki lægi á að ganga frá ráðningu fyrr en eftir dráttinn í Evrópukeppninni í febrúar. „Stjórn KSÍ kemur saman um helgina og þá verður væntanlega farið yfir það, sem gert hefur verið og það sem kemur til greina að gera, en eins og alltaf er þetta allt saman spurning um peninga," sagði Eggert. Guðni Kjartansson sagði við Morgunblaðið að hann hefði sagt formanni KSÍ að hann væri tilbú- inn til viðræðna án skuldbindinga. „Ég vil fá nánari upplýsingar um hugmyndir þeirra um starfið/1 sagði Guðni. Stjóm KSÍ hefur átt formlegar viðræður við Svíann Bo Johansson um starfíð, en Eggert sagði að öllu yrði haldið opnu enn um sinn — fleiri kæmu til greina. Lands- liðsstefnu í heild ætti eftir að móta; ekki væri ákveðið hvort sami þjálfari yrði með U-21 liðið, ólympíuliðið og A-liðið eða hve margir yrðu ráðnir. Eins ætti eft- ir að ganga frá málum varðandi U-16, U-18 og kvennalandslið, en þetta yrði allt tekið fyrir um helg- ina. GuAnl Kjartansson KNATTSPYRNA / 1. DEILD Baldvin og Ólaf- ur til Víkings KORFUKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Pétur Guðmundsson er tilbúinn að leika áfram með landsliðinu. Boðið á sterkt mót í Eistlandi Baldvin Guðmundsson og Ólafur Ólafsson hafa gengið til liðs við Víking i 1. deildinni í knatt- spyrnu. Baldvin hefur staðið í marki Þors undanfarin ár og lék alla leiki liðs- ins í fyrra. faóm FOLK M RA Y Harford var fyrstur stjóra enskra knattspyrnuliða til að missa starfið á árinu — var lát- inn fara frá Luton í gær. Að sögn Brian Cole, for- FráBob manns Luton, var Hennessy gengið friðsamlega i Englandi frá málinu — „við vorum sammála um að þetta væri best í þágu félags- ins,“ sagði Cole. Terry Mancini stjórnar liðinu fyrst um sinn. MJOHN Gregory hjá Portsmouth var næstur til að fjúka — var látinn taka pokann sinn í gærkvöldi. Gregory gerðist þjálfari hjá liðinu fyrir 18 mánuðum og tók við stjórn- inni fyrir ári. Portsmouth lék 46 deildarleiki undir hans stjóm og sigraði aðeins í átta þeirra. Frank Burrows sest í stólinn til að byija með. ■ SJÖ leikmenn Arsenal voru sektaðir um sem samsvarar viku- launum vegna mótmæla við dómar- ann í leik liðsins gegn Aston Villa á laugardag. Atvik þetta var litið nijög alvarlegum augum, en fyrir sex vikum var Arsenal sektað um 20.000 pund vegna óláta er brutust út á milli leikmanna liðsins og mót- heija í Norwich. M PAUL Gascoigne handleggs- brotnaði í leik Tottenham og Co- ventry og leikur ekki með Spurs næstu sex vikurnar. ■ JIMMY Quinn, miðheiji Brad- ford var seldur um áramótin til West Ham fyrir 320.000 pund. ■ JIMMY Carter, sem hefur átt þátt í flestum mörkum Millwali á einn eða annan hátt, síðan hann var keyptur frá QPR fyrir þremur árum fyrir 15.000 pund, hefur heill- að John Sillett hjá Coventry og bauð hann 500.000 pund í kappann. Millwall vill fá meira. ■ LIONELLO Manfredonia, leikmaður ítalska knattspyrnuliðs- ins Roma, fékk hjartaslag í leik gegn Bologna um helgina, en á staðnum voru fullkomin björgunar: tæki, sem urðu honum til lífs. í framhaldi hafa ítalskir læknar boð- ist til að vera til taks án greiðslu, ef neyðartilfelli koma upp á HM. Olafur lék með Selfyssingum í fyrra en árin áður með Víkingi. Víkingar hafa misst nokkra leik- menn og ber þar hæst Hallstein Arnarson og Andra Marteinsson sem farnir eru til FH. HANDBOLTI Kvennalands- leikirviðFinna Islendingar og Finnar mætast í tveimur landsleikjum kvenna í handknattleik um 'helgina. Liðin spila á undan viðureignum íslands og Tékkóslóvakíu í karlaflokki — fyrir tvo síðari leiki karlanna. Fyrri kvennaleikurinn hefst kl. 14 á laug- ardag og sá síðari kl. 18 á sunnu- dag. Báðir verða í Laugardalshöll. Fyrsti karlaleikurinn verður annað kvöld í Digranesi, sá næsti í Höll- inni kl. 16 á laugardag og hinn síðasti á sama stað kl. 20 á sunnu- dagskvöld. RUMENIA Dinamo breytt í Unirea ÆT Íþróttafélagið Dinamo í Búkarest er ekki lengur til. Stofnandi þess var Nicolae Ceausescu, fyrrum ein- ræðisherra, og var félagið undir hans verndarvæng; var rekið af öryggislögreglunni Securitate. Eftir hræringamar í landinu undanfarið hefur nafni félagsins nú verið breytt og heitir héðan í frá Unirea. Dinamo var komið í átta liða úrslit Evrópukeppni bikarhafa í knattspyrnu og á að mæta júgóslav- neska félaginu Partizan Belgrad. Talsmaður UEFA, Evrópusam- bandsins, lét hafa eftir sér fyrir skömmu, að lið í Evrópukeppni gæti ekki haldið áfram breytti það um nafn — en ekkert hefur heyrst úr herbúðum UEFA eftir að nafn- breytingin varð staðreynd. Islenska landsliðið í handknatt- leik leikur ekki í borginni Gott- waldov í C-riðli heimsmeistara- keppninnar, éins og til stóð. Ein- faldlega vegna þess að borgin er ekki lengur til! Eftir síðari heimsstyrjöldina var umrædd borg skýrð í höfuðið ÍSLENSKA landsliðinu íkörfu- knattleik hef ur verið boðið að taka þátt í mjög sterku móti sem fram fer í Eistlandi í maí. Eistlendingar halda þetta mót árlega og til marks um styrk- leika þess með geta að Eist- lendingar hafa yfirleitt haf nað í neðsta sæti. Þeir eru þó með frambærilegt landslið sigruðu t.d. á fjögurra liða móti í Dan- mörku fyrir skömmu. Islendingar tóku þátt í móti í Danmörku milli jóla og nýárs og biðu lægri hlut fyrir Eistlendingum. á fyrsta forseta landsins úr röðum kommúnista, Gottwald, en eftir að valdatíma kommúnista lauk á dögunum var nafni borgarinnar breytt, og heitir hún nú aftur Zlin eins og fyrir 48 árum. Því má bæta við að keppendur, þjálfarar, fararstjórar og blaða- { kjölfarið fengu Islendingar boð um að taka þátt í alþjóðlegu móti. Sigurður Hjörleifsson, aðstoðar- þjálfari landsliðsins, sagði að ekki kæmi til greina að taka þátt í þessu móti nema með sterkasta liði ís- lands. „Okkur hefur líklega aldrei verið boðið á svo sterkt mót og höfum ekkert að gera þangað nema með sterkasta lið okkar,“ sagði Sig- urður. Pétur Guðmundsson hefur sagst vera tilbúinn til að leika með lands- liðinu, verði hann laus, en hann lék með landsliðinu í fyrsta sinn í sex ár um jólin. menn á mótinu eiga að gista á Hotel Moskva í Gottwaldov meðan á riðlakeppninni stendur. Nú ér að bíða og sjá hvort hótelið ber sama nafn og áður þegar gestina ber að garði. Mm FOLK ■ AÐ minnsta kosti einn fyrrver-. andi rúmenskur landsliðsmaður í handknattleik, Dan Marin, var meðal þeirra meðlima Securitate, öryggislögreglu Ceausescus fyrr- verandi einræðisherra, sem hand- teknir voru í Búkarest á dögunum skv. upplýsingum sem Morgun- blaðið fékk frá Júgóslavíu í gær. Marin, sem er hálffertugur, lék um árabil með Dinamo Búkarest og iandsliðinu. ■ RÚMENAR eiga að koma hing- að til lands í febrúar, og mæta Is- lendingum þrívegis, 10., ll. og 12. febrúar. Forráðamenn HSÍ hafa ekkert heyrt í starfsbræðrum sínum hjá rúmenska sambandinu eftir að átökin í landinu hófust, og vita því ekki enn hvort af heimsókninni verður. Þó er vonast til að af henni verði eins og um var samið. I LITIÐ er vitað um gang mála í handknattleikshreyfingu Rúm- eníu eftir átökin. Einn aðalmanna í júgóslavneska handknattleiks- sambandinu sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki vita hvort formaður rúmenska sambandsins væri enn sá sami, hvað þá hvernig leikmönnum hefði reitt af í átökun- um. Það eina sem hann vissi var um ofannefndan Marin. ■ JÚGÓSLA VAR, sem eru með íslendingum í riðli í HM í Tékkó- slóvakíu í febrúar, koma saman i 10 daga æfingabúðir í dag. Þeir sjö landsliðsmenn sem eru hjá erlend- um liðum í vetur koma ekki til æfinga með landsliðshópnum fyrr en tíu dögum áður en haldið verður á HM í febrúar; þar á meðal eru bestu menn liðsins, stórskytturnar Vujovic, Cvetkovic og Kuz- manowski, markvörðurinn Basic og hornamaðurinn Isakovic, sem allir voru í herbúðum hins þekka liðs Metaloplastika fyrir nokkrum árum, er það varð Evrópumeistari, og urðu allir heimsmeistarar í Sviss 1986. _ ■ NÝR þjálfari hefur tekið við landsliði Júgóslava. Sá heitir Perojanic, en hann þjálfaði liðið árin 1.982 og 1983, og þjálfaði á sínum tíma stórliðið Boras Banja Luka, er það varð Evrópumeistari. ■ REYNT var að fá Zoran Zivkovic, sem þjálfaði liðið er það varð heimsmeistari 1986, til að vera við stjórnvölinn fram yfir HM, en hann fór fram á of mikla peninga. Hann þjálfar nú landslið Kúvæt; er samningsbundinn til 15. maí, en Kúvætbúar voru tilbúnir að lána hann til Júgóslavíu um tíma. „En við höfðum ekki peninga til að ganga að kröfum hans,“ sagði ofan- nefndur frammámaður í handknatt- leikssambandi Júgóslavíu í gær. ■ EDDIE Niedzwiecki, fyrrum markvörður Chelsea, hefur tekið við aðstoðarþjálfarastöðu hjá Read- ing, en þar er Ian Porterfield við stjórnvölinn. HANDKNATTLEIKUR / HM ísland leikur ekki í Gottwaldov! Nafni borgarinnar var breytt íZlin eins og hún hét áður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.