Morgunblaðið - 04.01.1990, Page 48

Morgunblaðið - 04.01.1990, Page 48
wgtniÞljifeito SAGA CLASS Ferðafrelsi FLUGLEIÐIR FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 90 KR. Vestmannaeyj ar: Morgunblaoio/RAX Fyrsta myndin af jólaþríburunum Hjónin Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ölafur Guðjónsson, sem búa í Kópavogi, eignuðust á aðfangadag jóla þríbura, tvær stúlkur og einn dreng. Drengurinn var í hitakassa fyrstu dagana en nú hefur hann náð sér að fullu og í gær var hægt að taka fyrstu myndina af hamingjusamri fjölskyldunni með þríburana. Guðbjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að hún byggist við að fá að fara heim með börnin eftir hálfan mánuð en þeim heilsast vel. „Mér líst vel á framtíðina. Þetta verður kannski dálítið erfitt en börnin eiga eftir að gefa okkur mikið í staðinn,“ sagði Guðbjörg. Með Guðbjörgu og þríburunum á myndinni er eiginmaður Guðbjargar, Ólafur Guðjónsson, og dóttir hennar Berglind. Deilur um fiskverð á Austfjörðum; Allt starfsfólk Hraðftystihúss Eskifjarðar á atvinnuleysisskrá FLEST starfsfólk Hraðfrystihúss Eskifjarðar mætti á vinnustað í gærmorgun þrátt fyrir að því hafi verið sagt upp störfum. Að sögn Hrafiikels A. Jónssonar, formanns Verkalýðsfélagsins Arvak- urs á Eskifirði, hélt starfsfólkið fund á vinnustað fram undir há- degi, en hélt síðan heimleiðis þar sem engir verkstjórar mættu til starfa. Starfsfólk Hraðfrystihússins hefiir nú látið skrá sig á atvinnuleysisskrá, en það er um 40 manns. Hrafnkell sagði að stjóm Hrað- frystihússins hefði á fundi með sjómönnum í gær afhent nánari útfærslu á fyrra tilboði sínu um að sjómenn fengju 10% af afla greidd á sama verði og fengist á uppboðsmörkuðum eða ef siglt væri með aflann, en sjómennimir hafa farið fram á að 30% af aflan- um yrðu greidd á þennan hátt. Sagði Hrafkell að sjómennimir myndu fara yfir þessa útfærslu á fundi sem haldinn verður í dag. , Sjómenn á Vopnafirði hafa sett fram kröfur um 30% tekjuhækkun, og tilkynntu þeir í fyrrakvöld að þeir færu ekki á sjó fyrr en geng- ið hefði verið að kröfum þeirra. Fundur sjómanna og forráða- manna Tanga hf., sem gerir út togarana Bretting og Eyvind Vopna, stóð fram undir miðnætti í nótt og lauk honum án þess að samkomulag næðist, en annar fundur deiluaðila hefur verið boð- aður í dag. Sjómenn á Fáskrúðs- firði hafa farið fram á svipaða tekjuhækkun og sjómenn á Eski- firði og Vöpnafirði. Áhafnir togar- anna Hofsfells og Ljósafells mættu til skráningar í gærmorgun, <tn brottför var áætluð á miðnætti í nótt. Síðdegis í gær tóku sjómenn- imir síðan ákvörðun um að mæta ekki til brottfarar fyrr en gengið hefði verið að kröfum þeirra. Sjómannasambandið telur ör- uggt að minnst sé borgað fyrir fisk á Austfjörðum og Norður- landi, og á Austfjörðum sé minnst um að sjómenn fái meira greitt fyrir fiskinn en gert er ráð fyrir í lágmarksverði Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins. Sjá nánar í frétt á bls. 20. „Vatnsendaland er ekkert við- komandi Stöð 2 eða Verslunarbank- anum,“ sagði Þorvarður. „Þessar 150 milljónir hafa ekki verið lagðar fram enn þá en fyrri eigendur hafa fengið frest í nokkra daga, að mig minnir til 6. janúar, til að leggja fram þessar milljónir. Það er síðan Alvarlegt slys um borð í fískibáti UNGUR maður slasaðist alvar- lega við störf um borð í bátnum Styrmi VE 82 um hádegisbilið í gær. Verið var að leggja net um 18 mílur suðaustur af Vest- mannaeyjum á svokölluðum Kanti. Maðurinn var fluttur með sjúkraflugvél á Landspítal- ann í Reykjavík þar sem hann gekkst undir aðgerð. Slysið varð með þeim hætti að taug sem bundin var við dreka flæktist í skrúfu bátsins með þeim afleiðingum að maðurinn, sem var leggja út taugina, flæktist í henni og fór útbyrðis. Að sögn lögreglu í Vestmanna- eyjum missti maðurinn aldrei með- vitund meðan hann var í sjónum. Skipveijar náðu manninum um borð þegar hann hafði verið í sjón- um skamma hríð. Slæmt veður var þegar slysið átti sér stað. Maðurinn var talinn mjaðmar- grindarbrotinn og auk þess missti hann mikið blóð. Loðnuskip- in komin ámiðinen loðnan er ófundin enn NÁLÆGT 30 lóðnuskip voru í gær á leið á miðin, en aðeins nokkur komin þangað. Ekkert af loðnu hafði fundizt að áliðnum degi. Loðnunnar er nú leitað á svipuðum slóðum og hætt var fyrir jólin, skammt austan Kolbeinseyjar. Skipveijar á, Súlunni frá Akureyri voru fyrstir á miðin enda stutt að fara frá Akureyri. Þeir höfðu síðdegis lítið fundið, aðeins smá dreifir. Gott veður var á þessum slóðum í gær, en kalda spáð um nóttina. þeirra mál hvernig þeir útvega þær.“ Þorvarður sagði að eigið fé Versl- unarbankans hafi verið nálægt milljarði króna og að enginn dragi í efa að félagið geti staðið við þess- ar ábyrgðir. Sjá einnig fréttir á miðopnu. Verðbréfafyrirtækin: Hlutabréf seldust fyrir 90 milljónir kr. á einum degi HLUTABRÉF seldust fyrir hátt í 90 milljónir hjá verðbréfafyrir- tækjum síðastliðinn föstudag, að því er kemur fram í viðskipta- blaði Morgunblaðsins í dag. Alls seldust hlutabréf fyrir um 600 milljónir á síðasta ári. Samþykkt Alþingis um um hækkun á heimild einstaklinga til að draga kaupverð hlutabréfa frá skattskyldum tekjum jók mjög sölu hlutabréfa undir lok síðasta árs. í desember seldust hlutabréf fyrir 100 milljónir hjá hlutabréfa- markaðnum HMARKI, þar af 30 milljónir síðastliðinn föstudag. 79 milljónir seldust hjá Fjárfestingar- félag íslands þar af 31,8 milljónir síðastliðinn föstudag. Sjá nánar B 1. Þorvarður Elíasson um mál Stöðvar 2: Fyrri aðaleigendur fengu frest í 6 daga til að afla hlutafjár ÞORVARÐUR Elíasson varaformaður Eignarhaldsfélags Verslunar- bankans og varaformaður stjórnar Stöðvar 2, segir að fyrri aðaleig- endur Stöðvar 2 hafí fengið frest í nokkra daga, eða til 6. janúar, til að greiða þær 150 milljónir í hlutafé sem þeir hafa skuldbundið sig til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.