Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 18 Uppgjöf Manuels Antonio Noriega, hershöfðingja í Panama „Hann var einmana og niðurbrotinn maður“ Washington. Reuter. MANUEL Antonio Noriega var „einmana og niðurbrotinn maður“ þegar hann fór úr sendiráði Páfagarðs í Panama, að því er Marcos McGrath, erkibiskup landsins, sagði í gær. McGrath sagði í viðtali við banda- um að dvelja í sendiráðinu í óákveð- rískan sjónvarpsfréttamann að inn tíma og búa við stöðuga óvissu Noriega hefði aðeins getað valið vegna umsáturs bandarísku her- Panamaborg Homestead. PANAMA 1. Noriegagefur slg fram við bandariska hermenn Wj. 3. Fluttur meö flugvól m til Bandarfkjanna 2. Bandarfska ffkniefnalögreglan handtekur hann NICAR Howard- ■ herflugvöllurinn •: • ••• ••. .................................................................................................... Chicago Tribune mannanna, ellegar að gefa sig fram við Bandaríkjamenn eða panamísk stjómvöld. „Og þegar hann fór úr sendiráðinu var hann augljóslega einmana og niðurbrotinn maður. Þar með lauk fremur fáránlegu og sársaukafullu tímabili í sögu okk- ar,“ sagði erkibiskupinn. í sendiráðinu hafði Noriega eitt herbergi með baði til umráða. Sagð- ist erkibiskupinn sjálfur hafa gist þar á stundum. Það væri einfalt, kross hengi þar á vegg og sjónvarp stæði í einu horninu, hljóðið í því væri ágætt en myndin léleg. „Noriega hafði talið sér trú um að hann væri nokkurs konar keis- arí í þessum heimshluta," sagði McGrath og bætti við þetta hefði breyst eftir vistina í sendiráði Páfa- garðs. Einræðisherrann fyrrverandi hefði ákveðið að gefast upp eftir að 15 þúsund Panamabúar hefðu efnt til mótmæla í grennd við sendi- ráðið og krafist þess að hann yrði framseldur til Bandaríkjanna. Reuter Þúsundir manna komu saman við sendiráð Páfastóls i Panamaborg á miðvikudag og kröfðust þess að Manuel Antonio Noriega hers- höfðingi yrði framseldur til Bandaríkjanna. Tengsl hershöfðingjans við CIA gætu reynst mjög viðkvæmt mál Washington. .Reuter. RÉTTARHÖLDIN yfir Manuel Noriega í Bandaríkjunum verða um margt sérstæð og spennandi. Einungis tvisvar áður hafa stjórnvöld þar í landi borið fram ákæru á hendur leiðtoga erlends ríkis. Við réttarhöldin kunna að koma upp viðkvæm atriði i samskiptum Nori- ega við bandarísk sljórnvöld en um skeið vann Noriega fýrir banda- risku leyniþjónustuna CIA. Hámarksrefeing við þeim afbrotum sem Noriega er sakaður um er 145 ár. Honum er m.a. gefið að sök að hafa þegið fimm miiljónir dala i mútur fyrir að aðstoða kólumbíska eiturlyQabaróna við að smygla rúmlega þremur tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna. Mörg vandamál blasa við banda- rískum stjómvöldum í sambandi við að fá Noriega dæmdan sekan. í fyrsta lagi hafa veijendur Noriega bent á að erfitt sé eða jafnvel ómögulegt að halda óhlutdræg rétt- arhöld végna þeirrar umfjöllunar sem málið hefur fengið í fjölmiðlum. Steven Kollin einn verjenda Noriega sagði í gær að Noriega myndi neita sakargiftum. Ef tækist að setja saman kviðdóm sem ekki væri und- ir áhrifum fjölmiðlaumfjöllunar þá myndi hann hreinsa Noriega af áburðinum. Hann sagði að ákær- ndur byggðu á óáreiðanlegum framburði eiturlyfjasala sem fengið hefðu vægan dóm í skiptum fyrir upplýsingar um Noriega. Bush hitti Noriega tvisvar í öðru lagi gaf Kollen í skyn að verjendur Noriega myndu krefjast þess að rétturinn fengi að skoða leýnilegar upplýsingar um tengsl Noriega við Bandaríkjastjórn á átt- unda áratugnum og í upphafi þess níunda. Þessar upplýsingar gætu reynst óþægilegar fyrir stjómvöld og ekki síst fyrir George Bush Bandaríkjaforseta. Noriega var á launum hjá bandarísku leyniþjón- ustunnu CIA þegar Bush var yfir- maður hennar á miðjum áttunda áratugnum. Þá lofuðu bandarísk yfirvöld í eiturlyfjamálum Noriega fyrir samstarfsvilja á sama tíma og hann átti að líkindum viðskipti við eiturlyfjasala. Vitað er að Bush og Noriega hafa hist tvisvar sinnum. í fyrra skiptið snæddu þeir saman, hádegisverð árið 1976 en þá gegndu þeir báðir starfi yfirmanns leyni- þjónustu landa sinna. Siðan hittust þeir í Panama árið 1983. Líklegt er talið að veijendur Noriega muni freista þess að láta málið falla nið- ur með því að krefjast þess a gögn sem leyniþjónustunni er sérlega annt um, verði lögð fram. Larry Bims, sérfræðingur um málefni Mið-Ameríku, sagði í gær að skýringin á því að Noriega gaf sig fram gæti einmitt verið sú að hann hefði gert einhvers konar samning við Bandaríkjastjórn um að hluti af ákæmnum á hendur honum yrði felldur niður. Banda- rískir embættismenn hafa neitað því að slíkur samningur hafi verið gerður. í flokki með Marcosi í þriðja lagi er sjaldgæft að Bandaríkjastjóm beri fram ákæra á hendur leiðítoga erlends ríkis. Það hefur gerst tvisvar áður: Ferdinand Marcos fyrram einvaldur á Filipps- eyjum lést áður en hann kom fyrir rétt í New York sakaður um fjárglæfrastarfsemi. Norman Saunders, leiðtogi á Turk- og Ca- ico-eyjum, var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl. Manuel Antonio Noriega. Reuter Andstæðingar Manuels Noriega fagna uppgjöf hans. Líkt og sjá má á myndinni þakkaði fólkið George Bush Bandaríkjaforseta fyrir fram- göngu hans í málinu. Ögraði Bandaríkja- slj órn í hálft annað ár Panamaborg. Reuter. REIPTOGIÐ milli Manuels Antonios Noriega, sem var einvaldur í Panama í í nokkur ár, hófst fyrir alvöru í júní 1987 er bera tók á andstöðu við hershöfðingjann í Panama. Hann var þá yfirmaður heraflans en gegndi ekki öðrum mikilvægum embættum, þótt allir vissu hver héldi um stjórnartaumana. • 24. september 1987: Öldunga- deild Bandaríkjaþings samþykkir í einu hljóði áskorun til herforingj- anna í Panama um að komið verði á laggimar borgaralegri stjóm, ella verði allri bandarískri aðstoð við landið hætt. • 4. febrúar 1988: Gefin er út í Florida í Bandaríkjunum fyrri af tveim ákærum á hendur Noriega fyrir meinta eiturlyfjasölu og fjár- svik. • 25. febrúar: Eric Arturo Del- valle, forseti Panama, reynir að reka Noriega en er sjálfum hrandið af valdastóli. Ðelvalle hafði fram til þessa verið talinn handbendi hershöfðingjans. Stuðningsmaður Noriega, Manuel Solis Palma, fyrr-_ um menntamálaráðherra, tilnefnd- ur í forsetaembættið i stað Delvalle. • Bandaríkjastjórn neitar að við- urkenna Solis Palma. Hann heldur á fund Allsheijarþings Sameinuðu þjóðanna í New York og fordæmir þar „árásarstefnu" Bandaríkja- manna gagnvart Panama. • 7. maí 1989: Forsétakosningar í Panama. Ásakanir um kosninga- svik af hálfu stjórnarandstæðinga. Alþjóðlegir eftirlitsmenn telja stjómarandstöðuna hafa sigrað með yfirburðum en Noriega lætur iýsa kosningamar ógildar og ber við „afskiptum útlendinga", þ.e. eftirlitsmannanna. • 10. maí: Leiðtogar stjómarand- stöðunnar efna til mótmælagöngu í höfuðborginni og krefjast þess að kosningamar verði látnar gilda. Sveitir stuðningsmanna Noriega ráðast með bareflum á göngumenn og slasa annað varaforsetaefni stjómarandstæðinga, Guillermo Ford. Lögreglumenn fylgjast með atburðum en hafast ekki að. • 1. september: Margra mánaða tilraunir Samtaka Ameríkuríkja til að reyna að ná samkomulagi milli deiluaðila um nýja stjóm fara út um þúfur. Noriega tilnefnir óþekkt- an skriffinna, Francisco Rodriguez, í forsetaembættið. <• 20. desember: Bandarískt her- lið ræðst inn í Panama. Skömmmu áður hafði þing Panama, þar sem Noriega réð öllu, lýst því yfir að styijaldarástand ríkti milli Panama og Bandaríkjanna og blóðugar skærur höfðu orðið á mörkum yfir- ráðasvæðis Bandaríkjamanna við Panamaskurðinn og Panama. • 24. desember: Noriega leitar hælis í sendiráði Páfagarðs í Pa- namaborg eftir að hafa verið á flótta undan bandarískum her- mönnum í fimm daga. • 3. janúar 1990: Noriega gefur sig fram við Bandaríkjamenn klukkan 20.50 að staðartíma (kl. 1.50 að íslenskum tíma).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.