Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 17 Val á frambjóðendum til borgarstjórnarkosninga: Talið rétt að reyna aðr- ar leiðir en prófkjör - segir Baldur Guðlaugsson, formaður stjórnar fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík SKIPTAR skoðanir eru um það meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík, hvernig beri að hátta vali á frambjóðendum flokksins til borgar- stjórnarkosninga. Tillaga um það að fela uppstillinganefiid val á frambjóðendum var samþykkt með 15 atkvæðum gegn 8, á fundi stjórnar fulitrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, 3. janúar sl. Aðalfundur fulltrúaráðsins hefiir hins vegar síðasta orðið í þessu máli, en sá fundur verður haldinn næstkomandi miðvikudag. í samtali við Morgunblaðið sagði Baldur Guðlaugsson, for- maður stjórnar fulltrúaráðsins, að vert væri að undirstrika að með þessari ákvörðun væri.jekki verið að hafna prófkjörsleiðinni al- mennt, heldur hefðu menn tekið þá ákvörðun, vegna mikillar gagn- rýni undanfarin ár, að staldra að- eins við og prófa nýjar leiðir við val á frambjóðendum. Baldur sagðist hafa átt viðræður við mik- inn fjölda stjórnarmanna í sjálf- stæðisfélögunum í Reykjavík. Hefðu þar verið skiptar skoðanir og ýmsir möguleikar nefndir. Menn hefðu verið á því að læsast ekki inni í prófkjörsleiðinni. Aðspurður sagði Baldur að eng- ar slíkar aðstæður væru hjá flokknum sem leiddu til þess að mælt væri með því nú að farin væri þessa leið. Baldur sagði að ánægja væri ríkjandi í flokknum með núverandi borgarstjómar- meirihluta og öragga forystu borgarstjóra, en á hinn bóginn væri ekkert sem girti fyrir það að uppstillingamefndin gerði breyt- ingar á núverandi lista. Þeir væru reyndar til sem segðu að breyting- ar væra líklegri þegar uppstillin- garnefnd veldi. Um þá röksemd að prófkjör væri lýðræðislegra fyrirkomulag sagði Baldur að þetta breytti engu í því tilliti, því á endanum væri það fulltrúaráðið í Reykjavík sem hefði lokaorðið um val frambjóð- enda, hvort sem farið væri í próf- kjör eða ekki. Baldur benti á að almenna regl- an hjá Sjálfstæðisflokknum væri sú að val færi fram hjá uppstillin- garnefnd. Ef fara ætti í prófkjör eða beita öðram aðferðum, þyrfti að taka um það ákvörðun sérstak- lega. Stjómin hefði ekki talið ástæðu til að mæla með slíkri ákvörðun. „Það er hins vegar rétt að benda á það að stjórnin hefur lagt þetta mál í hendur aðalfundar fulltrúaráðsins i Reykjavík til end- anlegrar ákvörðunar og höfum við búið þannig um hnútana að auð- velt á að vera að leggja fram tillög- ur um annað. Stjórnin mun hins vegar standa að sinni tillögu,“ sagði Baldur Guðlaugsson. Aukinn styrkur með prófkjöri Biynhildur Andersen, formaður Félags sjálfstæðismanna í Vestur- og Miðbæ, er einn þeirra stjómar- manna í fulltrúaráðinu sem mælti með opnu prófkjöri. Ástæðuna sagði Brynhildur vera þá að að- stæður væru þannig hjá flokknum í dag að nauðsynlegt væri að opna hann; flokkurinn hefði verið of lit- laus og daufur undanfarið. Flokk- urinn ætti að vera opinn og lýð- ræðislegur, þar sem stuðnings- mönnum flokksins gæfist kostur á að hafa áhrif á val frambjóð- enda, en honum mætti ekki loka að fyrirmynd vinstriflokkanna. Brynhildur sagði að það væri ljóst að flokkurinn stæði vel að vígi í Reykjavík og staða borgar- stjóra væri sterk. Kvaðst hún telja að bæði flokkurinn og borgar- stjóri myndu styrkjast við próf- kjör. „Ég tel ekkert að því að með prófkjöri sé veittur möguleiki til að hafa áhrif á hugsanlegan eftir- mann Davíðs Oddssonar. Þó ég hafi ekki heyrt að hann sé á föram úr borgarstjórastólnum er ljóst að flokkurinn verður ávallt að vera undir það búinn að einhver þurfi að taka við,“ sagði Brynhildur. Brynhildur kvaðst vona að aðal- fundur fulltrúaráðsins ætti eftir að endurskoða þessa ákvörðun. Gaukur Hjartarson við fuglatalninguna. Morgunblaðið/Síiii Skjálfandi: 42 tegrindir sáust í fuglatalningn á jólum Húsavik. FUGLATALNING hefur farið fram við Skjálfanda í yfir 30 ár og við jólatalninguna nú sást hels- ingi við Arnarneslón, en hann hefur ekki áður sést i jólatalningu hér á landi. Talningin nú fór fram 30. desem- ber í mjög góðu veðri, bæði til sjós og lands. Húsvíkingar og nágrannar töldu. á 12 afmörkuðum talningar- svæðum, 9 við sjó frá Skjálfanda- fljótsósi að Lóni í Kelduhverfi og á þremur landssvæðum. Alls sáust 42 tegundir og 20.643 fuglar eða um eitt þúsund fleiri en við talninguna árið áður. Fjöldi ein- stakra tegunda var svipaður og ver- ið hefur og er alltaf mest af æðar- fuglinn eða um 10 þúsund fuglar. Einnig var mikið af fýlum. Nokkrar tegundir sáust sem eru fáséðar í jólatalningum. Þar ber fyrst að nefna helsingja, sem aldrei hefur áður sést í jólatalningu hér á landi. Aðrar tegundir sem verða að teljast sjaldgæfar hér á Norðurlandi eru svo sem: lómur, himbrimi, rauð- höfðaönd, skúfönd, duggönd, hvin- önd, æðarkóngur, brandugla og gló- brystingur. Allt er þetta starf unnið af sjálf- boðaliðum en undir stjórn Náttúru- fræðistofnunar íslands og þurfa við- komandi að eiga góða sjónauka við þetta starf. - Fréttaritari Leiðrétting I frétt í blaðinu í gær var haft eftjr Friðrik Sophussyni fyrrverandi iðnaðarráðherra að ekki væri álitlegt fyrir ríkið að binda tíu milljarða króna í rekstri nýs álvers, en þar átti að standa að ekki væri álitlegt fyrir ríkið að binda tugi milljarða króna í rekstrinum. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Patreksfjörður: Sjáum loks glætu eftir svartnættið —segir Sigurður Viggósson oddviti „Það er mikill hugur í fólki hér. Við erum að fá aftur til baka það sem við misstum og menn sjá nú loksins smá glætu eftir svartnættið,“ sagði Sigurður Viggósson, oddviti sveitar- stjórnar Patreksfjarðarhrepps og aðstoðarframhvæmdastjóri Odda hf. í viðtali við Morgunblaðið. „Næsta skref okkar er að opna fyrir almennt hlutafélag. Það verður tilkynnt almenningi hér á Patreksfirði á næstu dögum og er stefnt að því að ná hundrað og fimmtíu til tvö hundruð millj- ón króna i hlutafjársjóðinn,“ sagði Sigurður. Petreksfirðingar hafa haft Þrym á leigu frá Byggðarstofnun sl. tvo mánuði, en þeir ganga formlega frá kaupum á skipinu á miðvikudaginn kemur, 10. jan- úar. Þrymur, sem er 230 tonna togveiðiskip, fer í slipp í Reykjavík, þar sem ýmsar endur- bætur verða gerðar á skipinu. Einnig er Patrekur kominn á ný til Patreksfjarðar. Hann er 172 tonn og er nú á línu, fór í sinn fýrsta róður á ný frá Pat- reksfirði á þriðjudaginn. Sama dag hófst útgerð á nýjum 214 lesta báti frá Patreksfirði. Það er Vigdís, sem var keypt frá Vopnafirði, en báturinn hét áður Lýtingur. Vigdís er línu- og tog- veiðiskip. Það era tveir aðilar á Patreksfirði, Vesturver hf. og Bjarg hf. sem keuptu bátinn ásamt Fiskvinnslunni á Bíldudal hf. Með því að Patreksfirðingar eru búnir að fá Þrym og Patrek aftur og Vigdísi að tveimur þriðju hluta, eru þeir búnir að fá tæplega eitt skip á móti togar- anum Sigurey, sem fór til Hafn- arfjarðar. Oddi hf. hefur starfað á Pat- reksfirði í tuttugu ár og hefur þar að mestu farið fram salt- fisksverkun, en einnig frysting. Hraðfrystihús Patreksfjarðar, sem lengi hefur staðið lokað, verður að sögn Sigurðar f ljótlega opnað aftur og mun öll frysting fara þar fram, en Oddi hf. mun þá einungis vera með saltfisks- verkun. „Það er bjart yfir og menn hafa nóg að starfa. Ástandið er allt annað hér heldur en það var fyrir nokkram mánuðum. At- vinnuleysið er búið og nú stefn- um við að því að ná til baka fólkinu sem fór héðan á aðra staði í atvinnu. Um sextíu manns fóra, en það er um sex prósent fækkun á íbúum. Við erum bjart sýnir á að fá þetta fólk aftur til okkar,“ sagði Sigurður. Auglýsing frá ríkisskattstjóra: SKILAFRESTUR Á LAUNA- SKÝRSLUM O.FL. GÖGNUM Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1990 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1989, verið ákveðinn sem hér segir: I. TIL OG MEÐ 22. JANÚAR 1990: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. II. TIL OG MEÐ 20. FEBRÚAR 7 990 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. III. TIL OG MEÐ SÍÐASTA SKILADEGISKATTFRAMTALA 1990, SBR. 1.-4. MGR. 93. GR. NEFNDRA LAGA. 1. Greiðslumiðar yfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausafé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tl. C-liðs 7. gr. sömu laga. 2. Gögn þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gertog í gildi voru á árinu 1989 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 manns. M.a. skulu komafram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði er eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. Reykjavík l.janúar 1990 RSK RÍKISSKATTSTJpRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.