Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 21 LIU sendir sjó- mönnum aðvörun * Utgerðum áskilimi réttur til skaðabótakrafha LANDSSAMBAND íslenskra útvegsmanna sendi í gær aðvörun til sjó- manna- og verkalýðsfélaga á Austfjörðum, sem eiga í deihim við útgerðar- félög á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og Vopnafirði um fiskverð. í bréfi LÍÚ er útgerðarfélögunum áskilinn réttur til skaðabótakrafha vegna aðgerða sjómanna á skipum félaganna. Þeir hafa ekki komið til skips og því ekki verið hægt að halda til veiða eftir áramótin. Hrafiikell A. Jónsson formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélagsins Arvakurs á Eskifirði kvaðst í gær- kvöldi ekki hafa fengið erindið í hendur. „Það er þá bara hið besta mál, ef þeir kjósa að hafa þennan háttinn á,“ sagði hann. „Lögfræðingur okkar sendi í dag skeyti austur, þar sem hann minnti á að þetta væri ólöglegt verkfall, vegna þess að deilan snýst um fisk- verð á meðan er gildandi fiskverð og þá er þeim óheimilt að fara í verk- fall út af því, hvað þá með engum fyrirvara,“ sagði Sveinn _Hjörtur Hjartarson hagfræðingur LÍÚ í sam- tali við Morgunblaðið. eystra hnút höfum við einróma stuðningsyfir- lýsingu frá því fólki. Við viljum benda á að samkvæmt skýrslu LÍÚ fyrir fyrstu átta mán- uði síðastliðins árs kemur fram að af þeim fjórtán togurum sem gerð- ir eru út á Austfjörðum þá eru Eskifjarðartogaramir með lang- lægsta skiptaverðið á kíló eða kr. 24,50 á meðan meðaltal austfirskra togara er kr. 30,99 á kg. Að lokum viljum við leggja áherslu á að við erum eingöngu að fara fram á leiðréttingu á kjömm okkar þar sem við teljum okkur hafa dregist aftur úr öðrum sjó- mönnum landsins.“ Bréfið var sent til formanns Út- vegsmannafélags Austurlands, sem kemur því áleiðis til viðkomandi verkalýðs- og sjómannafélaga. Sveinn Hjörtur segir að í bréfinu sé varað við ólöglegum aðgerðum, sem LÍÚ telur aðgerðir sjómannanna vera, auk þess sem útgerðum er áskilinn réttur til skaðabótakrafna vegna tjóns sem þær kunna að verða fyrir af völdum aðgerðanna. Sveinn Hjörtur segir deiluna enn- þá flokkast undir það að vera stað- bundna og sé því fyrst og fremst í höndum heimamanna að leysa hana, enda sé til dæmis Sjómannasamband íslands ekki aðili að henni. Þó er fyrmefnt bréf sent í nafni LÍÚ. „Þetta er ekki orðin nein formleg kjaradeila, útvegsmenn eiga um margt samleið með sjómönnunum í fiskverðsmálum. Samleiðin er hins vegar ekki lengur, vegna þess að þessi aðgerð er ólögleg og við treyst- um okkur ekki til að taka þátt í því,“ sagði Sveinn Hjörtur. Hann var spurður hvað gæti að hans mati orðið næsta skref í þessum málum, ef menn ná ekki samkomu- lagi. „Eg sé það eitt skref að menn virði þær leikreglur sem eru í gildi. Ef menn ætla í verkfall, þá verða þeir að gera það á réttum forsendum. Það er ekki hægt að fara í verkfall út af fiskverði, ef í gildi er ákveðið fiskverð til ákveðins tíma, þá gildir það,“ sagði hann. „Næsta skref fyrir þessá menn, ef þeir ekki sætta sig við það fiskverð sem er í boði, er þá bara að segja upp störfum og hætta,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjart- arson. Ekki hægt að ganga lengra Aðalsteinn Jónsson forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar sagði í gærkvöldi að lítið væri um þetta mál að segja. Sjómenn hefðu farið fram á 30% aflans á markaðsverði engin leið væri til að verða við því. „Við bjóðum þeim 10% á markaðs- verði auk þess hafa skipin hvort um sig siglt tvívegis á hverju ári semþýðir í raun önnur 10% og því stendur þeim til boða í raun 20% á markaðsverði. Lengra er ekki hægt að ganga.“ Aðalsteinn sagði að úti- lokað væri að borga meira fyrír fiskinn. Ætti að gera svo yrði að flytja hann óunninn úr landi og þá vantaði fisk til vinnslu hér heima. Þessi staða væri vissulega bagaleg fyrir fólkið í landi og hann óttaðist að langan tíma gæti tekið að leysa þessa, deilu. Slæmt ef siglingar með aflann aukast Friðrikka Bjömsdóttir hefur unn- ið hálfan daginn í Hraðfrystihúsinu og er því án þeirrar vinnu nú eins og fjölmargar starfssystur hennar. Hún segir það alls ekki gott fyrir bæjarfélagið í heild að deila sem þessi skuli komin upp, hún vilji sjó- mönnum ekkert illt en lausn deil- unnar gæti falist í auknum sigling- um skipanna og þá drægi úr vinnu í landi. Það væri ábyggilega enginn á staðnum ánægður með þennan gang mála. Síldarfrysting hefði ver- ið með minnsta móti í haust og því hefði fiskverkafólk verið farið að vpnast eftír góðri vinnu fljótlega eftir áramót. „Þetta er eiginlega heldur erfið staða og það yrði ákaf- lega léleg lausn ef togararnir yrðu látnir auka siglingar. Menn virðast hafa byijað of seint að ræða málin og lenda í ógöngum fyrir vikið. Ég vona bara að það semjist og loðnan fari að gefa sig,“ sagði Friðrikka Björnsdóttir. Fáskrúðsfjörður: 37% hækk- un fískverðs er krafa sjómanna SJÓMENN á togurunum HofTelli og Ljósafelli frá Fáskrúðsfirði krefjast 37% hækkunar á fiskverði til skipta. Sjómenn hafa ekki mætt til skips eftir áramót til að leggja áherslu á kröfurnar. Fund- ur var í gær með fulltrúum sjó- manna og útgerðar og slitnaði upp úr viðræðunum. Gunnar J. Jónsson, talsmaður sjó- manna, segir áhafnir beggja skip- anna standa að aðgerðunum, hver og einn maður. 15 manns eru í áhöfn hvors skips. Skipin áttu að Iáta úr höfn á miðnætti miðvikudags, en til að leggja áherslu á kröfur sínar komu sjómennirnir ekki til skips. Gunnar segir að krafa sjómann- anna eigi ekkert skylt við útf lutning, einvörðungu sé krafist hærra verðs, 37% hækkunar, fyrir allar fiskteg- undir sem veiddar eru. í gærkvöldi bar enn jafn mikið í milli og í fyrstu og hafði þá slitnað upp úr viðræðum á milli fulltrúa sjómanna og útgerð- arinnar, en Kaupfélag Fáskrúðsfirð- inga gerir skipin út. Gísli Jónatansson kaupfélagsstjóri sagði í gærkvöldi að ekkert væri vit- að um áframhaldandi viðræður eða um frekari þróun málsins. Hann seg- ir stöðvun skipanna vera kostnaðars- ama og geti komið til þess að færa þurfi þau af sóknarmarki yfir á afla- mark dragist það marga daga að koma þeim á veiðar. Gísli sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort gripið yrði til uppsagna í fiskvinnslu Kaupfélagsins. BYLTINGIN I RUMENIU Tveir liðsmenn öryggissveitanna handteknir í Búkarest. Síðustu stundir Ceausescu-hjónanna: Hermenn vörðust árásum Securitate í tvo sólarhringa ALLT frá því Nicolae Ceausescu og eiginkona hans Elena voru hrakin frá völdum í Rúmeníu þann 22. desember hafa birst margar og ósamhljóða frásagnir af flótta þeirra frá Búkarest og handtöku. Því hefur m.a. verið haldið fram að þau hafi verið handtekin í neðan- jarðarbyrgi í Búkarest en nokkur erlend dagblöð hafa birt frásagn- ir þess efiiis að bændur hafí handtekið þau nærri borginni Trigo- viste. í gærdag skýrði yfirmaður í lögregluliði Rúmeníu frá flótta og handtöku hjónanna illræmdu og er það í fyrsta skipti sem stjórn- völd í landinu skýra frá atburðarásinni. Það er athyglisvert að frá- sögn þessi er í allgóðu samræmi við fyrstu fréttir af flótta hjónanna sem hermdu að þau hefðu haldið frá Búkarest í þyrlu og tvívegis komist undan. Hér fer á eftir frásögn yfirmanns lögregluliðsins samkvæmt fréttaskeytum Reuters-fréttastofimnar í gær: Liðsmenn rúmensku öryggislög- reglunnar, Securitate, gerðu í tæpa tvo sólarhringa árasir á her- búðir nærri Búkarest þar sem Nicolae Ceausescu og eiginkona hans Elena, voru í haldi eftir að þau höfðu flúið höfuðborgina þann 22. desémber. Kom þetta fram í viðtali rúmenska sjónvarps- ins við Cornelius Diamandescu, yfirmann í lögregluliði landsins, í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem yfirvöld í Rúmeníu greina frá síðustu sólarhringunum í lífi Ce- ausescu-hjónanna en þau voru tekin af lífi á jóladag. Aftökuna réttlættu talsmenn hinnar nýju ríkisstjórnar landsins m.a. með tilvísun til þess að liðsmenn Secu- ritate hefðu haft uppi áform um að frelsa þau og að það hefði kostað enn frekari mannfórnir. Flúðu í þyrlu Samkvæmt frásögn Diaman- descu flúði Ceausescu-hjónin í þyrlu af þaki höfuðstöðva rúm- enska kommúnistaflokksins í Búkarest er almenningur og her landsins réðst að byggingunni. Tveir lögreglumenn í borginni Trigoviste ákváðu að leita hjón- anna er þeir fréttu að þyrla þeirra hefði lent. Þeir óku bifreið sem var búin fullkomnum fjarskipta- búnaði. Sjónvarpið sýndi mynd af öðrum lögreglumanninum en and- lit hans var ekki sýnt af ótta við að þeir liðsmenn öryggislögregl- unnar, sem enn eru ófundnir, kynnu að hyggja á hefndir. Handtekin í korngeymslu Lögreglumennirnir handtóku hjónin í bænum Chimpulung um 35 kílómetra frá Trigoviste. „Hóp- ur fólks stóð fyrir utan korn- geymslu og tjáði okkur að Ceau- sescu-hjónin væru þar inni,“ sagði lögreglumaðurinn. Hann og félagi hans fóru inn í geymsluna og fundu Nicolae og Elenu Ceauses- cu og kom þá í ljós að inni í korn- geymslunni var skrifstofa. Lög- reglumennirnir kváðust vera komnir til að veita þeim vernd og því trúðu hjónin. Hjónin voru leidd að bifreiðinni og þaðan óku lög- reglumennirnir áleiðis til Trigo- viste. Fjöldi fólks, sem taldi að verið væri að bjarga hjónunum, veitti lögreglunni eftirför. í Trigosviste var múgur og margmenni í óðaönn við að grýta aðallögreglustöð borgarinnar í þeirri trú að Ceausescu-hjónin væru þar inni. Ákváðu lögreglu- mennirnir þá að halda áleiðis til Búkarest. Þeir földu bifreiðina í skógi og biðu þess að rökkva tæki. Loks óku þeir til Buftea- herbúðanna skammt norður af höfuðborginni og þar tóku her- menn við hjónunum illræmdu. Árás Securitate Skömmu síðar gerðu liðsmenn Securitate árás á herbúðirnar m.a. úr lofti. Um nóttina var ein- valdinum og konu hans ekið um í brynvörðum vögnum til að minnka líkurnar á því að liðsmenn öryggissveitanna næðu að finna þau. Lögreglumennirnir sem enn gættu þeirra sögðu framkomu þeirra hafa einkennst af hroka. Er Elena Ceausescu var spurð hvers vegna þjóðinni hefði um árabil verið haldið við mörk hung- urdauða svaraði hún: „Veist þú nokkur dæmi þess að einn einasti Rúmeni hafi dáið úr hungri?“. Um tíma óttuðust menn að Secu- ritate hygði á eiturefnaárás og var gasgrímum þá dreift. Kom það viðstöddum á óvart að hjónin virtust kunna fullkomnlega að fara með slíkan búnað. Að sögn Dimanedsecu stóð árás öryggiss- veitanna yfir þar til skömmu áður en hjónin voru dregin fyrir rétt og tekin af lífi. Securitate hafði vændis- konur á sínum snærum Búkarest. Reuter. ÞÓTT vændi hafi verið bannað í Rúmeníu í valdatíð Nicolae Ceau- sescus hefiir komið í ljós að Securitate, öryggislögreglan illræmda, hafði fjölda vændiskvenna á sínum snærum einkum til að veiða leynd- armál upp úr erlendum kaupsýslumönnum. Fréttaritari Reuters-fréttastof- unnar ræddi við þijár rúmenskar vændiskonur fyrir skömmu um líf þeirra og störf. Carmen, sem er 24 ára gömul, sagði frá því að í þau ár sem hún hefði haft atvinnu af vændi hefði hún þurft að vara sig á öryggislögreglunni. „Ef sást til okkar þar sem við vorum að dufla við útlendinga var okkur umsvifalaust stungið inn.“ Margar vinkvenna stúlknanna þriggja sóttust eftir atvinnuöryggi hjá Securitate. Fyrirsætur og dansmeyjar voru ráðnar til að hafa kynmök við erlenda kaup- sýslumenn, fylla þá af áfengi og veiða upp úr þeim bitastæðar upplýsingar. „Stúlkurnar nutu fyllstu verndar Securitate og kommúnistaflokksins og fengu tryggingu fyrir því að þær gætu lifað lífinu án ofsókna lögreglu,“ sagði Elisabeta, sem er 25 ára gömul. „Þær létu síðan rúmenska kaupsýslumenn vita um fyrirætl- anir útlendinganna áður en til mikilvægra funda kom. Sumar gerður sjálfar viðskiptasamn- inga.“ En vitneskja þeirra var hættuleg og margar voru fangels- aðar þegar þær féllu í ónáð. Stúlkumar þijár sögðust hafa leiðst út í vændi vegna þess að þær voru án atvinnu og peninga. Daniela sagðist hafa byijað að selja sig útlendingum fyrir þremur árum þegar hún var 16 ára. Hún setti upp 150 Bandaríkjadali í hvert skipti (9.000 ísl. kr.). Stúlk- urnar sögðu að óttinn við alnæmi hefði ekki látið þær ósnortnar. Ekki bætti úr skák að smokkur- inn, sem talinn er geta veitt vöm gegn sjúkdómnum, var bannaður í Rúmeníu líkt og fóstureyðingar. Nú væru runnir upp betri tímar fyrir vændiskonur en samt hygð- ust þær ætla að finna sér annað starf enda hefði neyðin rekið þær til vændisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.