Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 32
32 (Hfy'J -'iV-l niU/.J'l/iUtfyoty MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. JANUAR 1990 fclk í fréttum Gáttaþefur tekur á móti frumsýningargestunum. JÓL Jólasveinar á rölti og róli Jólasveinarnir eru ekki enn farnir til síns heima á ný, þetta eru eftirsóttir einstaklingar við ýmis tæki- færi allttil þrettándans. Þeg- ar barna- og fjölskylduleik- ritið Töfrasprotinn eftir Ben- óný Ægisson var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á öðrum í jólum var þar til dæmis einn jólasveinanna, Gáttaþefur, og færði börnunum glaðning. Tók Gáttaþefur á móti börn- unum í anddyrinu og var að heyra að þeim hefði þótt þetta fjörleg byijun á skemmtuninni, því næst lá léiðin inn í sal þar sem börn- in skemmtu sér konunglega með álfum og prinsessum og fleirum. Borðapantanirog miðasala á Hótel íslandi ld. 9.00-17.00 alla daga í síma 687111. MatseÖill kvöldsins FordrykkurAI-Andalus Konungleg spansk súpa með oslabrauði Grilluð grisakótiletta aö hteili andalúsiskara aðalsmanna Verð aðeins kr. 2.500,- fyrir manninn. Aðgangseyrir og kvöldverður. OMAE Glæsilegur nýársfegnaður Veraldar-Pólaris á Hótel íslandi íkvöld Veröld þakkar viðskiptavinum sínum og velunnurum frábærar móttökur á afstöðnu ferðaári og býður ferðaþyrstum listunnendum á glæsilegan nýársfagnað á Hótel íslandi þann 5. janúar, fylltan dansi, söng, gleði, gríni og giensi ásamt giassilegri veislumáltíð að suðrænum hætti. ÚR DAGSKRÁ NÝÁRSFAGANAÐAR Húsið opnað kl. 19.00. ARGENTÍSKUR TANGO - suöur- Glæsiteg dans- og tiskusýning frá Mod- amerfak stommning í kjölfar Veraldar- el ’79 og Dansstúdfói Sóleyjar. n-'i-u161 Suður Amerfku. Ómar Ragnara, Hemmi Gunn' og Hauk- Spánskurgítarieikur á heimsmælikvarða ur Heiðar rifja upp sumar á Spáni 1989. _ Pétur Jónasson. Glæsilegtferðahappdrætti. EINSÖNGUR- M YNDASÝNING - stemmningar frá Jsamt0nnu síðasta sumri. HBií miníiii Forsmekkur að fcrðaúrvali næstasumars. Veisiusijóri: Hermann Gunnarsson. Hljómsveitin Stjómin leikui’fyrirdansi tilkl. 3. HMB Morgunblaðið/Sverrir GESTIR A annað hundrað Svisslending- ar voru hér um áramótin 156 Svisslendingar voru hér yfir áramótin á vegum svissnesku ferðaskrifstofunnar Im- holz og myndin er tekin þegar jólasveinar tóku á móti fólkinu á Hótel Sögu. Hópurinn kom til landsins 28. desember og fór aftur 2. janúar. Svisslendingarnir fóru meðal annars til Vestmannaeyja og Víkur í Mýrdal. Annar hópur, 130-140 manns, mun dvelja hér yfir páskana á vegum Imholz. RÓM Nýju ári fagnað Aítaliu er það plagsiður heljarmenna og hugrakkra kvenna að fagna nýju ári með því að stinga sér af Garibaldi-brúnni í Rómarborg niður í fljótið Tiber. Var myndin tekin er þekktur ítalskur dýfingamaður, Aldo Corrieri, stakk sér ofan af brúnni á nýársdag en her manns fylgdist með og hafði allnokkra skemmtun af. Gleðilegt ár! Ný hljómsveit á nýju ári. Danshljómsveitin „okkar“ með Karli Möller leikur í kvöldfrá kl. 22-03. APASPIL Apinn „Bubbles“ trymbill Jacksons! Michael Jackson hefur löngum verið frægur fyrir ýmis uppátæki sem mörg hver geta vart talist annað en en „léttgeggjaðar" og er þá ekki djúpt í árinni tekið. Nú er því til dæmis fleygt að allar andlitsaðgerð- irnar hafi stefnt að því marki að hann yrði sem næst tvífari söngkonunnar Díönu Ross. Miðað við útlit piltsins sýnist þessi kjaftasaga ekki svo galin en það er annað mál. En nú keyrir um þverbak að margra mati. Hann hefur tryggt loppur sjimpansans Bubbles fyrir litlar 12 milljónir króna. Bub- bles, eða Loftbólur, er besti vinur Jacksons og sagður meira en miðlungi greindur api. Það er ekki að ástæðu- lausu að Jackson tekur upp á þessu, því að hann er búinn að veija miklum fjármunum og tíma í að þjálfa dýrið til þess að leika á trommur á væntanlegu músíkmynd- bandi. Herma fregnir að ap- inn sé efnilegur, en óvarlegt sé að láta hann taka trom- musóló.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.