Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 2
Y MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 Kvennalistinn bíð- ur flein álitsgerða ÁKVEÐIÐ var á almennum fundi Kvennalistans í gær að bíða átekta með ákvarðanir í máli fulltrúa Kvennalistans í bankaráði Lands- bankans, Kristínar Sigurðardóttur, þar til álit liggja fyrir frá Laga- stofnun Háskóla íslands og bankaeftirlitinu, um lögmæti setu Kristín- ar í bankaráðinu. Sent hefúr verið bréf til forseta þingsins þar sem þess er farið á leit að bankaeftirliti verði falið að gefa álit. í samtali við Morgunblaðið sagði Kristín Sigurðardóttir að þingmenn Kvennalistans hefðu fengið skilaboð um að bankaráðið yrði óstarfhæft og að Kristínu yrði vikið af fundi, mætti hún. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins berst forsetum þingsins einnig bréf frá Kvennalist- anum í dag, þar sem Guðrún Helga- dóttir forseti Sameinaðs þings er gagnrýnd fyrir að gera álit skrif- stofustjóra Sameinaðs þings opin- bert, áður en- álit annarra liggja fynr. í álitsgerð Friðriks Ólafssonar, skrifstofustjóra Alþingis, sem for- setar Alþingis fólu honum að semja segir í niðurlagi: „Seta Kristínar Sigurðardóttur í bankaráði Lands- bankans getur að mínu mati ekki talist andstæð lögum nr. 86/1985 um viðskiptabanka enda skortir þar bein lagaákvæði um almennt hæfi til setu í bankaráðum, svo sem áður var lýst. Það verður hins vegar að teljast óeðlilegt þegar virt eru al- menn lagarök og þær reglur sem taldar eru gilda um þessi efni hér á landi að starf Kristínar hjá Kaup- þingi geti samrýmst setu hennar í bankaráði Landsbankans. Einungis sú staðreynd að vera í aðstöðu til að miðla upplýsingum, enda þótt ekki séu bomar brigður á trúnað- inn, hlýtur að vega þyngst í þessum efnum.“ . Kristín Sigurðardóttir sagði í samtali við Morgunblaðið að hún væri undrandi á þessu áliti Frið- riks; ekki væri útskýrt í hverju hugsanlegur hagsmunaárekstur gæti falist. Aðspurð um viðbrögð sín sagði Kristín að ekki væri útilok- að að hún segði af sér, sá mögu- leiki hefði alltaf verið fyrir hendi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fulltrúar frá hollensku og sænsku álfyrirtækjunum Hoogovens Aluminium og GrSnges komu til Akur- eyrar í gær með fúlltrúum iðnaðarráðuneytis og skoðuðu þá m.a. aðstæður á Dysnesi í Arnarneshreppi skammt norðan Akureyrar, í fylgd með heimamönnum, þar sem þessi mynd var tekin. Fulltrúar álfyrirtækjanna Hoogovens og Gránges: Staðhættir kannað- ir á þreinur svæðum FULLTRÚAR frá hollensku og sænsku álfyrirtækjunum Hoogovens Aluminium og Granges könnuðu í gær, í fylgd með fulltrúum frá iðnaðarráðuneyti, aðstæður fyrir hugsanlegt álver við Eyjafjörð, á Reyðarfírði og á Reykjanesi. Var rætt við forystumenn viðkomandi sveitarfélaga og aðstæður kannaðar. Það voru aðstoðarforstjórar fyr- Fyrir norðan skoðuðu þeir ásamt irtækjanna, þeir J.G.D. van der Ros heimamönnum aðstæður á Dysnesi Morgunblaðið/Sverrir Kristín Sigurðardóttir bankaráðsmaður Kvennalistans og Kristín Einarsdóttir formaður þingflokksins á fúndi Kvennalistans í gær. frá Hoogovens og Ulf Bohlin frá Gránges sem litu á aðstæður hér á landi en með þeim í för voru Jón Ingimarsson og Halldór J. Krist- jánsson frá iðnaðarráðuneyti og Garðar Ingvarsson forstjóri mark- aðsskrifstofu Landsvirkjunar og iðnaðarráðuneytis. í Árnarneshreppi og einnig nýjan stað sem ekki hefur áður verið í umræðunni varðandi staðsetningu hugsanlegs álvers við Eyjafjörð, en hann er norðan Árskógssands við Hámundarstaðaháls. Sigurður P. Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags Kaup borgarinnar á landi Vatnsenda: Þörf á samkomulagi milli Reykiavíkur og Kópavogs segir Davíð Oddsson, borgarstjóri SIGRÚN Magnúsdóttir, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, gagnrýndi málsmeðferð vegna kauptilboðs Reykjavíkurborgar í land Vatnsenda á fúndi borgar- sfjórnar í gær. Sagði hún meðal annars, að borgarráði hefði ekki verið skýrt frá því að gera ætti bindandi tilboð í jörðina. Borgar- sljóri sagði ummæli Sigrúnar byggð á misskilningi. Ekki væri um bindandi tilboð að ræða held- ur væru á því ýmsir fyrirvarar, meðal annars um samþykki borg- Hótel Loftleiðir: 170 millj.varið til enchir- nýjunar gistiherbergja HAFIN er vinna við algjöra endurnýjun 110 gistiherbergja á Hótel Loftleiðum, og er gert ráð fyrir að breytingunum verði lokið um miðjan mars. Aætlaður kostnaður við breytingarnar er um 170 millj- ónir króna. Þar af er um 150 milljónum varið til húsbúnaðarkaupa og vinnulauna innanlands, en um 20 milljónum til húsgagnakaupa i Þýskalandi og Sviþjóð. Að sögn Einars Sigurðssonar blaðafulltrúa Flugleiða var við val á innréttingum tekið mið af útliti, mati á gæðum og verði. Þau hús- gögn sem keypt væru frá Svíþjóð og Þýskalandi væru aðallega í svefnherbergi, en innréttingar á baðherbergi væru fyrst og fremst íslenskar. „Við erum að fjárfesta þama í gjaldeyrisskapandi atvinnu- tækjum, og teljum að íslensk hlut- deild í þessu sé það veruleg að við getum alveg verið sáttir við hana þar sem lunginn af þessum pening- um fer á íslenskan vinr.umarkað og hluti af innréttingunni er íslensk- ur.“ Sömu verktakar voru ráðnir til verksins og sáu um endurnýjun allra herbergja á Hótel Esju á síðasta ári, og er yfirumsjón í hönd- um Ingimars Hauks Ingimarssonar arkitekts. Endurnýjun hótelanna er þáttur í heildarendurnýjun tækja og þjónustuþátta Flugleiða, sem lokið verður á þrem árum. arráðs Reykjavíkur og bæjaryfír- valda í Kópavogi. Þörf væri á samkomulagi milli sveitarfélag- anna vegna málsins enda væri landið í lögsögu Kópavogs og kaupstaðurinn hefði forkaups- rétt að því. Á borgarstjómarfundinum urðu nokkrar umræður um kauptilboð borgarinnar í jörðina Vatnsenda. Sigrún Magnúsdóttir sagði, að skýrt hefði verið frá viðræðum við eiganda-jarðarinnar utan dagskrár á fundi borgarráðs 29. desember, þar á meðal hugmyndum borgar- yfirvalda um kaupverð og greiðslu- tíma. Borgarráði hefði hins vegar hvorki verið sagt frá því að um bindandi tilboð væri að ræða né að það stæði aðeins til 5. janúar. Borg- arráðsmenn hefðu verið beðnir að fara með þessar upplýsingar sem trúnaðarmál. Sigrún spurði borgarstjóra hvers vegna jafn mikið hefði legið á að gera bindandi tilboð í jörðina og raun bæri vitni og hvers vegna eig- anda jarðarinnar hefði verið gefinn svona stuttur frestur til að svara því. Jafnframt spurði hún borgar- stjóra hvers vegna hann hefði brot- ið trúnað með því að skýra frá við- ræðunum í samtali við Morgun- blaðið, sem greint'var frá í frétt þann 30. desember. Hún sagði að lokum, að hún hefði talið að þíða væri komin í samskipti Reykjavíkur og Kópavogs en hér væri um að ræða yfirgang gagnvart Kópavogs- kaupstað. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að í fyrirspurn Sigrúnar kæmi fram reginmisskilningur. Tilboð borgarinnar væri ekki bindandi heldur væru í því fyrirvarar um samþykki borgarráðs Reykjavíkur, samþykki Kópavogskaupstaðar og að söluheimildir væru fyrir hendi. Hann sagði að ekki hefði verið leyndarmál að viðræðurnar ættu sér stað. Sér hefði ekki dottið í hug að hægt væri að leyna þeim og hefði hann skýrt frá þeim í því samtali, sem frétt Morgunblaðsins 30. des- ember byggðist á. Verðhugmyndir borgarinnar hefðu hins vegar verið trúnaðarmál og hefði hann ekki gert grein fyrir þeim fyrr en í við- tali í Morgunblaðinu 3. janúar, en þá hefðu þær þegar verið komnar fram í ýmsum fjölmiðlum. Hann sagði að eiganda jarðarinnar hefði verið gefinn vikufrestur til að svara tilboðinu, og væri það venjulegur frestur í tilviki sem þessu. Borgarstjóri sagði að Vatnsenda- land væri hagkvæmt byggingarland bæði fyrir Reykjavík og Kópavog. Það gæti orðið byggingarland fyrir Reykjavík innan fárra ára en myndi ekki nýtast Kópavogi fyrr en eftir lengri tíma. Hann sagði samskipti sveitarfélaganna vegna málsins væru öll í góðu. Reykjavíkurborg hefði alls ekki sýnt Kópavogskaup- stað yfirgang, enda væri þörf á samkomulagi milli þessara aðila, bæði vegna lögsögu þeirra og for- kaupsréttar Kópavogs að landinu. Eyjafjarðar, sagði eftir fund sem þessir aðilar áttu með viðræðunefnd heimamanna að útlendu aðilarnir hefðu talið sig fá jákvæða mynd af svæðinu, en skilaboð þeirra til heimamanna væru þó þau að gera sér ekki of miklar vonir um að ál- ver rísi í Eyjafirði í bráð. Það hefði hins vegar einnig komið fram að arðsemissjónarmiðin ein réðu ekki eingöngu staðarvali nýs álvers hér á landi heldur kæmi þar einnig fleira til, svo sem eins og stöðug- leiki vinnuafls, nálægð við önnur samskonar fyrirtæki, sem ekki væri heppilegt að væri of mikil og að einhveiju leyti yrði tillit tekið til byggðasjónarmiða. Fulltrúar álfyrirtækjanna tveggja og iðnaðarráðuneytis fóru að loknum fundi með viðræðunefnd Eyfirðinga til Egilsstaða, Þar var rætt í hálftíma við bæjarstjóra Eg- ilsstaða, Eskifjarðar og Reyðar- fjarðar um staðhætti á Reyðarfirði og aðstæður allar. Að sögn Jóns Ingimarssonar hjá iðnaðarráðu- neytinu voru viðræður þessar mjög almennar, en um leið mjög gagnleg og bein skoðanaskipti. Að loknum fundum á Egilsstöð- um var haldið til Reykjaness og staðir skoðaðir, sem staðai'vals- nefnd hefur vísað á undanfarin ár: Vatnsleysuvík í Vatnsleysustrand- arhreppi, Vogastapi í landi Njarðvíkur og Helguvíkurland í landi Keflavíkur. Margeir vann Beljavskí Frá Gunnari Finnlaugssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á N-Ítalíu. MARGEIR Pétursson vann skák sína gegn Beljavskí í 63 leikjum í sjöundu umferð áramótaskák- mótsins í Reggio Emilia á Norð- ur-ítalíu í gær. Andersson og Georghiev gerðu jafntefli í 41 leik, Ivantsjúk og Gúrevits gerðu jafntefli í 19 leikj- um, Ehlvest vann De Firmian í 26 leikjum og Ribli og Portisch gerðu jafntefli í 15 leikjum. Staðan á mótinu er nú þessi: í 1.-2. sæti eru Ehlvest og Ivantsjúk með 4,5 vinninga af 6 mögulegum, í 3.-4. sæti eru Ribli og Gúrevits með 4 vinriinga af 7 mögulegum, Karpov er í 5. sæti með 3,5 vinn- inga af 6 mögulegum og Margeir Pétursson er í 6. sæti með 3 vinn- inga af 6 mögulegum. Sjá skákþátt á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.