Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 25 Minning': Olafur Ingi Jónsson pren tsmiðjustjóri Fæddur 29. október 1945 Dáinn 25. desember 1989 Óli Ingi kvaddi okkur að vanda með brosi á vör og heillaóskum, þegar við sáum hann síðast. Það var í septemberlok þegar við héld- um af landi brott til vetrardvalar. Þá hafði hann átt í mápaðarlangri baráttu við sjúkdóm sinn. Meðferðin hafði lofað svo góðu, en þá versn- aði honum skyndilega aftur. Lækn- arnir höfðu gefið honum svo góðar vonir. Um sumarið hafði hann að mestu verið heima við, þar sem hann naut samverunnar við fjöl- skylduna, vann í garðinum baki brotnu og dyttaði að húsinu. Hann dengdi í sig vítamínum og gætti þess hvað hann setti ofan í sig. „Ég hef aldrei lifað jafn heilbrigðu lífi,“ sagði hann og gerði að gamni sínu. Óli tók fréttunum um hinn alvar- lega sjúkdóm sinn eins og hverjum öðrum vanda sem hann þyrfti að leysa. Hann var vanur að takast á við verkefnin af bjartsýni og já- kvæðu hugarfari, án tillits til þess hvort honum þótti þau skemmtileg eða Ieiðinleg. Þess vegna hóf hann meðferðina og sjúkdómsleguna með því markmiði að sigrast á vandan- um. Óli var því jafn hnarreistur og fyrr, þegar við sáum hann síðast, jafn glettinn og lífsglaður og hann átti vanda til. Óli Ingi var einn þeirra örfáu manna sem hægt er að segja um, að séu gegnheilir. Auk þess var hann þeim kostum búinn að líta aðeins á björtu hliðar tilverunnar án þess að hann slakaði nokkum hlut á raunsæi sínu. Maður naut návistar hans, hvort sem var í starfí eða leik. Við kynntumst fyrir sjö árum. Þá var hann kennari í prentiðnaðar- deild Iðnskólans og ég ritstjóri tíma- rits hestamanna, Eiðfaxa. Okkur vantaði góðan fagmann til þess að vera okkur innan handar með útlits- teiknun og umbrot. Við Óli höfðum þá aldrei hist fyrr og því tókum við hvor öðmm með gát fyrst í stað, eins og gengur. Eftir fyrsta fund okkar var það þó ráðið, að við hæfum samstarfið, með þeim fyrir- vara þó að Óli gæti aðeins unnið að þessu á kvöldin og um helgar. Það kom ekki að sök. Fyrir kom að við þurftum að grúfa okkur yfir blaðið áð nóttu til í kaldri og ónota- legri prentsmiðjunni, ellegar heima hjá mér eða heima hjá honum vest- ur á Nesi á ýmsum tímum sólar- hrings. Óli leysti hinar margvísleg- ustu umbrotsþrautir án nokkurra erfiðismuna, — hann var líka lista- maður í sér og bar útlit blaðsins þeim gáfum hans oft vitni. Óli hafði aldrei haft áhuga á hestamennsku. Þegar við unnum saman, var það engu að síður svo, að það var eins og hann hefði engu minni áhuga á málefnum hestamanna en ég. Oft skemmtum við okkur yfir sögum af mönnum og málleysingjum um leið og blaðið var teiknað og límt UPP- Einu sinni sem oftar kom ég heim til hans snemma á sunnudags- morgni með fangið fullt af ljós- myndum og prentuðum dálkum. Ég sagði honum þá sögu af stóðhesti sem hafði fengið hjartaslag í miðju kafi við að fylja hryssu. Óli hló inni- lega. Siguijón litli, sonur hans, hlustaði á glettinn á svip. Á þeim tíma gat sá stutti ekki borið fram r-hljóðið en notaði 1-ið í staðinn. „Hvað segirðu, fékk hann hjalta- slag,“ skaust upp úr Sigutjóni. Upp frá því var ávallt haft á orði að fjöl- skyldan fengi hjaltaslag á sunnu- dagsmorgnum þegar ritstjórinn knúði dyra.- Umræddan morgun áttum við mikið verk eftir óunnið á stofuborðinu og sáum fram á það að þurfa að liggja yfir því fram á kvöld. Sirrý fóðraði okkur á kaffi og brauði, í hádeginu kom hún með rjúkandi steikina. Og allt virtist þetta jafnsjálfsagt. Það var eins og nærvera mín þarna, og umstangið sem hlaut að bitna á heimilinu, væri eitthvað sem væri síður en svo til ama. Börn þeirra Óla og Sirrýar eru líka gædd þessu sérstaka hug- arfari, og ber uppeldið sannarlega dám af foreldrunum. Heimili þeirra í Sefgörðum hefur alltaf geislað út frá sér þessum jákvæðu bylgjum. Samvinna okkar varð að kunn- ingsskap með tímanum. Reyndar varð hún æ meiri eftir að Óli varð prentsmiðjustjóri hjá DV, sem varð jafnframt til þess að Eiðfaxi var prentaður þar um skeið. Jóhanna Sigþórsdóttir, eiginkona mín, starf- aði sem blaðamaður á DV og hafði því líka kynnst Óla vel. Samstarf þeirra var af sama toga og okkar Óla. Samskipti okkar við heimili hans héldu áfram eftir að ég hætti sem ritstjóri Eiðfaxa og Jóhanna hjá DV, og héldum til starfa í Þýskalandi. Um svipað leyti var farið að prenta og vinna blaðið annars staðar. En þrátt fyrir búsetu okkar Jóhönnu erlendis og stopular heimsóknir okkar heim til íslands var engu að síður ljóst, að við ætt- um eftir að bralla sitthvað saman í framtíðinni með þeim Óla Inga og Sirrý. Við höfðum fyrirhugað að þau kæmu með okkur í ferðalag á hestum einhvern tímann þegar færi gæfist, þau ætluðu meira að segja að koma hingað til okkar í vetur, þar sem þau gætu jafnvel æft sig. Við höfum skrifast á í haust og talað saman í síma. Hvorki var að sjá né heyra, að Óli væri farinn að sýna á sér einhvern bilbug. í síðasta bréfi gerði hann að gamni sínu að vanda og sendi okkur úrklippur úr DV. Honum þótti nefnilega uppá- tæki annars ritstjóra síns einkar skondið, — að skrifa og gefa út bók um graðhesta og ættir þeirra. Óli hafði fylgst grannt með umræð- unni, — og sendi okkur síðan feit- ustu bitana. Þetta var honum líkt. Við erum stolt af því að hafa átt vináttu Óla. Að hafa hann fyrir hugskotssjónum auðveidar manni að fást við amstur dagsins. — Minn- ingin um hann gerir okkur að betri mönnum. Okkur þykir miður að þurfa að vera fjarstödd við útför góðs vinar. Við hjónin verðum því að láta nægja að senda Siný og börnunum, Önnu, Inga Rafni og Siguijóni, okkar inni- legustu samúðarkveðjur, — en hvað megna nokkur orð á blaði? Við sjáumst vonandi heil á Fróni með hækkandi sól. Beienbach í Vestur-Þýskalandi, Hjalti Jón Sveinsson. Það kom okkur flestum vinnufé- lögum Ólafs Inga Jónssonar í opna skjöldu er það fréttist að kvöldi jóla- dags að hann hefði orðið að lúta í lægra haldi fyrir þeim þunga sjúk- dómi sem hann hafði barist við undanfarna mánuði. Fram á síðasta dag tók hann lifandi þátt í störfum okkar og var sífellt að bæta þekk- ingu sína og miðla okkur af henni. Það var í skátastarfi sem kynni okkar Óla Inga hófust fyrir um þrjátíu árum. Á einu af árlegum vormótum Hraunbúa í Hafnarfirði á þessum árum var mér falið verk sem mér óaði við og efaðist um að ég myndi klára í tæka tíð. Þá benti sá sem fól mér verkið á glókoll á svipuðum aldri og ég var sjálfur úr hópi Reykjavíkurskátanna og sagði: „Hann ðli Ingi hjálpar þér“ og slík var samvinna okkar að verk- inu lukum við löngu fyrir tilsettan tíma. Ég held að hvorugan okkar hafi þá rennt grun í að þarna vorum við að leggja grunninn að þriggja áratuga samstarfi sem nú hefur fengið snöggan endi. Fimm árum síðar hagaði svo til að vinnustaðir okkar beggja voru í sama húsi, hann þá nýlega byijaður í prent- námi hjá Vísi, þar með endurnýjuð- um við kynnin enn frekar. Samstarf okkar var enn nánara sumarið 1971 þegar ég réðst einnig til Vísis vegna fyrirhugaðrar breyt- ingar á prenttækni blaðsins. Þegar ég lít til baka, þá eru dagarnir í janúar 1972 þegar Blaðaprent hóf starfsemi sína og dagblöðin fjögur fóru í offsettprentun, eitt skemmti- legasta tímabilið á þeim tveimur áratugum sem ég hef verið þátttak- andi í mótun prentmiðla. Þar ber hæst samvinna okkar Óla, oft langt fram eftir nóttu við að láta hina nýju tækni við vinnslu blaðanna ganga upp. Það er að mínu mati á engan hallað þótt því sé haldið fram að Óli Ingi hafi átt stærstan þátt í því að sú tæknilega bylting í blaðaút- gáfu, sem breytingin yfir í offset- prentun dagblaðanna var, hafi gengið eins vel og raun bar vitni, enda var Blaðaprent dæmi um vel heppnað fyrirtæki á sínu sviði í augum margra útlendinga á þessum tíma. Eftir gott samstarf í Blaðaprenti í nokkur ár skildu leiðir um árabil og á þeim tíma kenndi Óli Ingi um tíma nemum í prentlist við Iðnskól- ann og var vel metinn á þeim vett- vangi. Það var síðan lítil tæknileg bilun eitt kvöld í prentsmiðju Fijálsrar fjölmiðlunar fyrir fimm árum sem varð til þess að leiðir okkar Óla lágu saman á ný og þá kom fram að hann hafði hug á að skipta um starfsvettvang. Okkur vantaði prentsmiðjustjóra og Óli Ingi féllst á það að taka það viðamikla starf að sér, þótt hann hefði raunar sett stefnuna á önnur mið. Þar velti lítil þúfa góðu hlassi. Líkt og við stofnun Blaðaprents tólf árum áður kom það í hlut Óla Inga að leiða prenttæknilega hluta þeirrar miklu byltingar sem við á DV gengum þá í gegnum. Verið var að taka í notkun nýja tölvu- tækni við vinnslu blaðsins og þá kom mikil þekking og reynsla hans okkur að góðum notum. Undir stjórn Óla Inga efldist Prentsmiðja Fijálsrar fjölmiðlunar, tekist var á við ný verkefni og sífellt verið að nýta nýja tækni til hagsbóta fyrir vinnsluna. Á þessum árum komu mannkost- ir Óla Inga vel í ljós. Hann var ekki aðeins góður yfirmaður sinnar deildar heldur miklu frekar félagi þeirra sem með honum unnu, ekki aðeins í prentsmiðjunni heldur einn- ig allra annarra í okkar mannmarga fyrirtæki. Hann var óþreytandi við að afla sér aukinnar þekkingar á öllu því sem við kom vinnslu blaðs- ins og nýrri tækni. Fyrir örfáum vikum sótti hann ráðstefnu til út- landa þar sem tekið var fyrir eitt hugðarefna hans, nýjungar í prent- tækni dagblaða. Slíkur var hugur hans til að afla sér þekkingar og miðla henni til okkar hinna þrátt fyrir veikindin. Það er okkur vinnufélögunum þung raun að horfa á bak jafn góð- um félaga og Óla Inga. Það skarð sem hann skilur eftir verður ekki fyllt og langur tími mun líða þar til fennir í þau spor sem hann skildi eftir. Við kveðjum góðan dreng með söknuði og sendum Sirrý og börn- unum hugheilar samúðarkveðjur. Jóhannes Reykdal Það dimmdi í kringum mig þegar mér barst sú frétt á jólakvöldið að Óli Ingi væri allur. Auðvitað þurftu ótíðindin ekki að koma mér á óvart, fullkunnugt var mér um veikindi þessa vinar míns. Engu að síður komu þau eins og kjaftshögg; ég hafði haldið í vonina um að hann næði bata. Kannski var það von um kraftaverk. Allt í einu hrundi glansinn af jólunum og það kólnaði í hlýrri stof- unni. Ég eigraði um húsið, tók kerti sem stóð í stjaka uppi á skáp og kveikti á því til þess að gera eitt- hvað. Hvílík sóun, hugsaði ég og horfði í logann. Hvílík sóun. Hrifinn frá fjölskyldunni í .blóma lífsins. Þessi fjölhæfi öðlingur, rétt rúm- lega fertugur. Maður sem átti svo margt ógert. Við, sem áttum svo margt ógert saman. Smám saman myndaðist ómur af stefi í huga mér. Brot úr sálmi. Ég mundi aðeins brot, en sótti sálmabókina og fletti. Þarna var það, þetta vers, úr sálminum fal- lega: „Ég lifi og ég veit.. Ég dey og ég veit, nær dauðann að ber, ég dey, þegar komin er stundin, ég dey, þegar ábati dauðinn er mér, ég dey, þegar lausnin mér hentust er og eilífs lífs uppspretta’ er fundin. Ég las sálminn allan yfir og þetta vers nokkrum sinnum og leið bet- ur. Jólin komu aftur, daprari jól en áður en jól samt, og minningarnar hrönnuðusí að mér. Minningar eig- um við sjálf meðan við höfum líf og hugsun. Mér er ekki ljóst hvenær ég vissi fyrst hver Óli Ingi var. En það er orðið langt síðan. Blaðamennska og prentiðn eru náskyldar greinar. Við unnum um skeið í sama húsi en ekki varð kunningsskapur úr því. Við hljótum að hafa skipst á orðum af og til, en mér er það ekki minnisstætt. Aftur á móti er mér minnisstæð- ur atburður nokkrum árum síðar. Sveitarstjórnarkosningar voru framundan og það var hringt til mín utan af landi. Ég var beðinn að taka prófarkir í Biaðaprenti, lesa þær og leiðrétta og fylgja þeim eft- ir í gegnum umbrot morguninn eft- ir. Þetta var Ijögurra síðna kosn- ingablað. Greinarnar voru fimm talsins og fáeinir smápungar. Ein greinin var ógurlegur langhundur, illa settur eftir yondu handriti á slæmri íslensku. Ég var fram á nótt að reyna að koma þessu á mannamál og hugsaði satt að segja ekkert út í útlitsteikningu. Þess í stað lagði ég mig seinni part nætur og mætti með prófarkirnar á réttum tíma. Verkstjórinn í Blaðaprenti, Óli Ingi, tók við þeim og spurði: Hvar er leiátið?" Ég hrökk við og sá um leið að þarna hafði ég gat- að. Hins vegar var svo nauða ein- falt mál að raða þessu saman að í stað þess að svara benti ég á höfuð- ið á mér. Óli Ingi setti upp mæðu- svip, dæsti og sagði: „Ef þetta væri einhver annar en þú myndi ég henda þér út.“ Ég man hvað ég varð upp með mér yfir orðum hans og taldi mér þau til tekna. Síðar, eftir að ég kynntist Óla Inga í alvöru, strax og hann varð prentsmiðjustjóri hjá Frjálsri fjölmiðlun hf., sá ég rétta flötinn á þessu. Að hugsa sér að Óli Ingi henti einhveijum út, jafn- vel þó að honum mislíkaði við hann! Tilhugsunin ein kemur mér til að brosa, meðan ég skrifa þessar línur. Það er sagt að góður sé hver genginn. Þar sem Óli Ingi á í hlut er það sannmæli. Hann er einhver vammlausasti drengur sem ég man eftir að hafa kynnst. Norskfædd vinkona okkar, samstarfsmaður Óla Inga miklu lengur en ég, orðaði þetta einstaklega fallega er við minntumst þessa fallna félaga okk- ar: „Hann var gæðamaður," sagði hún, og í rauninni segir það allt sem segja þarf. Hann var afbragðs fagmaður og áhugasamur um starf sitt. Ég hygg að hann hafi haft meiri áhrif á þró- un blaðaprentunar á Islandi síðustu tvo áratugina en flestir aðrir. Hann vildi hvers manns vandræði leysa og var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa, til að hlusta á aðra. Ég get lagt eið út á að ég man ekki eftir honum í fylu eða reiðum. Þó fer því fjarri að hann væri geðlaus; hann þúrfti bara ekki á þeim öfgum að halda sem við hinir þurfum til þess að mark sé á pkkur tekið. Það veldur mér hryggð að eiga ekki von á að heyra bjarta rödd hans framar eða dillandi hlátur; hvort tveggja var meira virði en rassaköst, lunti og hæðni þeirra sem þannig stjórn- arhætti hafa tamið sér. Ég kynntist Óla aðeins á vinnu-. • stað og þekki því ekki fólkið hans. Þó veit ég að hann var gæfumaður í einkalífinu. Það leyndi sér ekki á svip hans og fasi, ef eitthvað var minnst á fjölskylduna. Eftir að hann var orðinn veikur veit ég að áhyggj- ur hans voru ekki síður af fjölskyld- unni en af honum sjálfum. Kannski kynntumst við best sem einstaklingar eftir að hann var orð- inn veikur. Hann kom þá oft á vinnustaðinn þær stundir sem stálkrumla krabbans linaði heljar- tak sitt á honum, til að vinna og til að spjalla. Nú gáfust okkur stundir sem við hefðum ella farið á mis við. Þessar stundir eru mér enn dýrmætari nú þegar Óli Ingi er all- ur. í eitt skiptið ræddum við um dauðann. Þá var raunar létt yfir Óla Inga. Svo var að sjá sem sjúk- dómurinn hefði verið sigraður. Að- eins var eftir að fara í gegnum ákveðið lækningaferli, sem átti að vera til enn frekara öryggis, og Óli ætlaði að fara að koma reglulega til vinnu hluta úr degi. Við vorum sammála um að dauðinn sem slíkur væri ekki það versta sem fyrir gæti komið. Verra væri að hverfa frá þeim sem ef til vill þyrftu manni að halda, en verst af öllu væri þó að dragast upp fyrir augun- um á þeim, sjálfum sér og öðrum ónýtur, og afskræmast þannig að síðasta minningin væri aðeins um hryggðarmynd af því sem áður var. Eg vil trúa því að Óla Inga hafi verið hlíft við þeirri sorg. Ég vil trúa því að hann hafi dáið þegar dauðinn var honum ábati, eins og segir í sálminum, þegar lausnin var honum hentust, að hann hafi fund- ið uppsprettu eilífs lífs. Ég bið guð að líkna ástvinum hans og gera sprg þeirra fallega. Sigurður Hreiðar Á haustin snjóar ekki aðeins nemendum inn í skólana, heldur líka kennurum. Sumir nýir kennarar hafa stuttan stans, aðrir ánetjast skólanum ævilangt. Haustið 1977 kom Ólafur Ingi Jónsson til starfa við Bókiðnadeild Iðnskólans í Reykjavík. Hann var ungur og áhugasamur og reyndist afar góður fagmaður, hvort sem um iðnina eða kennsluna var að ræða. Hann lauk réttindanámi í KHÍ 1982, auk þess sem hann sótti ýmis námskeið í iðngreininni. ^ Um það leyti sem hann hóf störf í IR stóðu fyrir dyrum breytingar á kennslu í bókiðnaðardeildinni í þá veru að fagbókleg kennsla jókst að mun. Auk verklegrar kennslu tók Óli Ingi að sér kennslu í flestum þessara nýju greina og varð að byija frá grunni með skipulag kennslu og námsgagnagerð þessara áfanga og er ,óhætt að segja að þeir sem við tóku hafi notið góðs af frumheijavinnunni. Hann hafði einstaklega gaman að kennslunni og naut sín vel við hana, þar var hann á réttri hillu. En það er gömul og ný sorgarsaga að kjör kennara hafa hrakið margan góðan manninn frá skólunum og - 1983 hvarf Óli Ingi aftur til starfa í prentiðnaðinum. Góðu heilli naut bókiðnadeildin krafta hans áfram því hann sat í fræðslunefnd og sveinsprófsnefnd. Mikið starf er að baki í- fræðslunefndinni en meira þó framundan og verður ekki það sama þegar Óla Inga vantar. Hann bjó yfir víðtækri þekkingu á sögu- legum og fræðilegum þáttum prent- verks og bókbands og viðaði auk þess að sér upplýsingum um nýj- ungar í faginu. Hann var glaðbeittur, hressilegur og hlýr, virtur af nemendum og samverkamönnum. Hans er sárt saknað og sæti hans vandfyllt. Við sendum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Frá kennurum Bókiðnadeildar IR. Fleirri minningargreinar birtast um Ólaf Inga Jónsson í næstu blöðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.