Morgunblaðið - 05.01.1990, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.01.1990, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími-691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 90 kr. eintakið. Vönduð þjónusta - meiri framleiðni Nýtt ár heilsar með hefð- bundnum hætti, þegar rætt er um opinberar hækkan- ir. Ríkisvaldið hækkar skatt- ana og opinber fyrirtæki telja þörf á að gjaldskrár þeirra hækki. Sum sveitarfélög eins og hið stærsta, Reykjavík, lýsa því þó yfir að þau ætli ekki að hækka útsvarið. Hins vegar er ágreiningur milli borgar- yfirvalda og iðnaðarráðherra, um það hvort nauðsynlegt sé að hækka gjaldskrá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Um það efni eru yfirvöld borgar- innar mun færari að dæma en ráðherrann, sem vísar til brotakenndrar efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Hvað sem þessum ágrein- ingi líður er Ijóst, að opinber fyrirtæki, sem búa við einok- un, sæta ekki sama aðhaldi og einkafyrirtæki, sem eiga í harðri samkeppni. í grein í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær vekur Sigurður B. Stef- ánsson hagfræðingur máls á því, að á síðustu árum hafi orðið gífurleg breyting á starf- semi margra íslenskra fyrir- tækja í átt að aukinni fram- leiðni. Rökstyður hann mál sitt með því að vísa til einstakra fyrirtækja í vinnslu sjávaraf- urða, flutningum og þjónustu. Og hann segir: „Við verðum að semja okkur að jafngóðum vinnubrögðum og jafnhörðum aga og aðrar þjóðir.“ Á tímum raunvaxta og auk- innar samkeppni hafa einka- fyrirtækin leitast við að halda velli með því að skera niður kostnað og auka framleiðni. Hér skal dregið í efa, að hið sama hafi gerst hjá opinberum aðilum. Með þessu er ekki sagt, að stjómendur opinberra fyrirtækja leggi sig ekki fram á þessu sviði. Margir þeirra gera það þannig að til fyrir- myndar er. Eðli rekstrarins og staða fyrirtækjanna er hins vegar þannig, að þau þurfa ekki að leggja jafn hart að sér o g einkafyrirtækin. Gjald- skrárhækkun er oft sársauka- minni fyrir stjómendurna en að segja upp fólki eða spara með öðrum hætti. Það eru pólitíkusarnir sem rífast um gjaldskrárnar á sínum vett- vangi, yfirleitt fjarri fyrirtækj- unum, en spamaður innan dyra er mál þeirra sem hjá fyrirtækjunum starfa. Ástæðulaust er að líta fram hjá þessum sálræna þætti, sem oft ræður miklu um að menn draga nauðsynlegar aðhalds- aðgerðir á langinn og vilja helst losna við að þurfa að grípa til þeirra. Sum opinber fyrirtæki halda einnig aíltof lengi í starfs- menn, sem eðlilegra væri að störfuðu sjálfstætt og seldu þjónustu sína á almennum vinnumarkaði. Nú bíða nokkur hundruð viðskiptavinir Pósts og síma eftir að láta flytja síma eða að fá nýjan vegna deilu fyrirtækisins við símsmiði. Er ekki ástæða til að velta því fyrir sér, hvort þessir menn þurfi að vera starfsmenn Pósts og síma? Væra þeir og fyrir- tækið ekki betur sett, ef þeir störfuðu sem verktakar á al- mennum markaði? Vissulega væra þeir sem búa við einokun ríkisins á símaþjónustu, borg- ararnir, betur settir, ef þeir gætu snúið sér til annarra en Pósts og síma til að fá tengdan eða fluttan síma. Á þessu sviði sem öðram eiga almennir hagsmunir neytandans að vega þyngra en þröngir hags- munir opinbers einokunarfyr- irtækisins. Séu einföld grundvallarat- riði sem þessi höfð í heiðri og látin ráða meira en sérhags- munir fæst skynsamleg niður- staða að lokum. Hið sama á við þegar litið er til íslensks atvinnulífs almennt og má í því efni enn vitna til greinar Sigurðar B. Stefánssonar, sem segir: „Mesta tekjuvon íslend- inga nú felst í því að halda áfram að gera það sem við geram nú þegar með lægri til- kostnaði og betur en áður. Engin uppgrip verða í þvi að bijóta upp á einhveijum „nýj- ungum“ eða „nýsköpun“, ein- hverri furðuhugmynd sem smáþjóð norður við heim- skautsbaug telur sér allt í einu trú um að hún geti leyst betur af hendi og með minni tilkostn- aði en stórþjóðir sem búa að öllu leyti við betri skilyrði. Þar sem við stöndum raunveralega vel að vígi, þ.e. við framleiðslu sjávarafurða, orkuframleiðslu og við kynningu sérstæðs lands og þjóðar, verður að vanda svo vel til verks að vör- ur okkar og þjónusta sé betri en aðrir geta boðið á sambæri- legu verði.“ Deilan um fískverð« x Morgunblaðið/Árni Sæberg Sæljón og Hólmanes við bryggju á Eskifírði í gær, en Hólmanesið er bundið vegna aðgerða sjómanna. er í illleysanlegum Eskifírði, frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. DEILAN um fískverð til sjómanna á Eskifjarðartogurunum Hólma- nesi og Hólmatindi virðist í illleysanlegum hnút. Sjómenn fara fram á að 30% aflans verði greidd á meðalverði fískmarkaðanna í Reykjavík og Hafiiarfírði. Hraðfrystihúsið á staðnum sem í raun á báða togarana hefúr boðið sjómönnum að greiða fyrir 10% af aflanum á umræddu markaðsverði eða hann verði seldur utan í gámum. Lengra segist Aðalsteinn Jónsson forsfjóri ekki tilbúinn til að ganga enda sé ekki hægt að hækka verð til sjómanna nema selja meira af óunnum afla af staðnum en þá skortir hráefiii til vinnslu. Fiskverkafólk styður bar- áttu sjómanna fyrir auknum launum en á erfítt með að sætta sig við að sú barátta kosti það tímabundið atvinnuleysi og því líst illa á að lausnin felist í auknum siglingum með aflann og minnkandi atvinnuör- yggi heima fyrir. Ahafnir togaranna Hólmaness og Hólmatinds, um 30 manns, hafa neitað að fara á sjó eftir áramót vegna deilu um fiskverð og var þá gripið til þess ráðs af hálfu Hrað- frystihúss Eskifjarðar sem vinnur nánast allan af la togaranna að taka verkafólk sitt af launaskrá um tíma vegna hráefnisskorts af óviðráðan- legum ástæðum. Síðan hafa deilu- aðilar fundað stíft og boð og gagn- boð gengið milli þeirra. Sjómenn kröfðust fyrst að 35% aflans yrðu gerð upp á svokölluðu markaðsverði en höfðu í gær lækkað kröfur sínar í niður 30%. Fái þeir þeirri kröfu framgengt aukast tekjur þeirra um rúm 20% miðað við að fyrir aflann hefði verið greitt lágmarksverð Verðlagsráðs sjávarútvegsins. Sam- kvæmt því þýðir tilboð hraðfrysti- hússins um að greiða fyrir 10% aflans á markaðsverði um 7% hækkun launa, jafnvel minna eftir því hvernig kostnaður af áætlaðri sölu reiknast inn í verðið. Máli sínu til stuðnings benda sjómenn á að fyrstu átta mánuði ársins hafi með- alskiptaverð á kíló í afla allra Aust- fjarðatogaranna verið um 31 króna en aðeins 24,50 krónur hjá Eski- fjarðartogurunum. 30% aflans á markaðsverði dugi því ekki einu sinni til að vega upp þennan mis- mun. Skýringin á þessu liggur ann- ars vegar í beinum yfirborgunum en hinsvegar og í mun meira mæli í mismunandi ráðstöfun aflans. Frá öðrum stöðum en Eskifirði austan- lands er yfirleitt mun meira selt ísað á erlenda markaði. Fulltrúar hraðfrystihússins segja að þessi munur á skiptaverði sé mun minni þegar allt árið sé tekið með í dæm- ið. Sjómenn telja ennfremur að þó krafa þeirra hækki tekjur þeirra um 20% eða hásetahlutinn nálægt 200 þúsund krónur á ári auki það útgjöld frystihússins um aðeins 5,8% þar sem hráefniskaup eru aðeins um fjórðungur af útgjöldum þess. Þá leggja þeir einnig áherslu á að aðgerðir þeirra beinist ekki gegn atvinnuöryggi fiskverkafólks. Kröfur þeirra þýði ekki auknar sigl- ingar með aflann heldur aðeins hærra verð fyrir hann. í gærkvöldi var rætt um það hvort einhver skammtímalausn gæti fundist, lausn sem menn gætu sæst á að dygði fram yfir mánaðamót eða þar til nýtt fiskverð hefur verið ákveðið og settust þá að samningaborðinu að nýju yrði þess talin þörf. Fundi áhafna togaranna í gær- kvöldi lauk með því að ítrekaðar voru fyrri kröfur óbreyttar enda tekið fram í bréfi til stjórnenda hraðfrystihússins að í þeim hefði ekkert verið komið til móts við kröf- ur sjómanna. Sjómenn hafa vegna þessa sent frá sér svohljóðandi fréttatilkynn- ingu: „Vegna frétta undanfarinna daga um fiskverðsdeilu okkar við útgerðir Hólmaness SUl og Hólma- ' tinds SU220 á Eskifirði sjáum við okkur tilneydda til að koma á fram- færi eftirfarandi: Undanfarin ár höfum við átt i viðræðum við útgerðina um leiðrétt- ingu á okkar kjörum og fengið ýmis munnleg loforð, en við þau hefur ekki verið staðið. Upphaflegar kröfur okkar voru að 35% af afla yrði greitt á mark- aðsverði en ekki 10% til útflutnings eins og útgerðarmenn halda fram. Þessa kröfu höfum við nú lækkað niður í 30% af af la á markaðsverði. Við teljum okkur ekki eiga í deilu við fiskverkafólk á staðnum eins og haldið hefur verið fram, enda Þórarinn V. Þórarinsson: Semjum ekki við sjómenn oft í sama mánuðinum VINNUVEITENDASAMBAND íslands heftir mótmælt vinnustöðvun sjómanna sem lögleysu við verkalýðsfélagið á Eskifirði. Kjarasamning- ar eru nú lausir og nýtt fiskverð hefur ekki verið ákveðið. „Við því er ekki að búast að samið verði oft við sjómenn, í sama mánuðinum að minnsta kosti,“ segir Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdasljóri VSÍ. Hann segir að innan VSÍ hafi verið fjallað um málið, en að öðru leyti hafí það ekki komið til kasta Vinnuveitendasambandsins, enda hafí ekki verið leitað eftir milligöngu þess ennþá. „Við teljum að sú skylda hvíli á verkalýðsfélaginu að koma í veg fyrir þessa vinnustöðvun sjómann- anna og stoppa hana,“ segir Þórar- inn. Hann segir það vera sjálfgefið, að ef ekki eru verkefni í fiskvinnsl- unni vegna skyndilegra og ófyrir- séðra ástæðna, eins og nú liggi fyrir, þá sé heimilt að taka fólk af Iaunaskrá. „Það er náttúrulega því fremur þegar ástæðurnar fyrir því eru ólöglegar aðgerðir félagsmanna sama verkalýðsfélags og þetta fólk er í.“ Hann segir það koma á óvart, ef verkalýðsfélagið stendur sterkt á bak við þá kröfu, sem virðist vera aðalkrafa sjómannanna, að aflinn verði sendur óunninn úr landi. „Ég skil ekki hvernig það má vera að verkalýðsfélag, sem að uppistöðu til er byggt upp af fiskvinnslufólki, komi nálægt svona deilu þar sem krafan er sú að meira og meira sé selt úr landi óunnið í gámum. Mér hefur skilist á fréttum að það sé efni kröfunnar. Ég held að menn þurfi nú bara að axla sín skinn og horfa á það að kapp sé best með forsjá og menn hafi farið fram úr sjálfum sér þarna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.