Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.01.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 23 Hlif Siguijónsdóttir fíðluleikari, David Tutt píanóleikari og Christian Giger sellóleikari Tónleikar og ljóðalest- ur í Listasafíii Siguijóns SAFN Siguijóns Ólafssonar stendur fyrir tveimur dag- skrám um helg- ina. Laugardaginn 6. janúar kl. 17 verða haldnir tríó- tónleikar þar sem Hlíf Sigutjóns- dóttir fiðluleikari, David Tutt píanóleikari og Christian' Giger sellóleikari flytja píanótríó nr. 1 ópus 49 í d-moll eftir Mendelssohn og píanótríó nr. 1 ópus 8 í H-dúr eftir Johannes Brahms. Hlíf, David og Christian hafa leikið saman undanfarin ár og meðal annars haldið fjölda tón- leika í Sviss. Haustið 1988 komu þau einnig fram sem tríó hér á landi við vígslu Listasafns Sigur- jóns. Sunnudaginn 7. janúar verður bókmenntadagskrá í safninu eins og venja er til fyrsta sunnudag Stefán Hörður Grímsson' hvers mánaðar. í þetta sinn verða lesin bæði þýdd ljóð og frumsamin. Geir Kristjánsson les úr þýðing- um sínum á rússneskum ljóðum úr bókinni „Undir hælum dans- ara“, Gyrðir Elíasson les síðan úr nýrri ljóðabók sem nefnist „Tvö tungl“ og að lokum les Stefán Hörður Grímsson úr bók sinni „Yfir heiðan morgun". Gísli Magnússon píanóleikari leikur nokkur stutt verk milli at- riða. Dagskráin hefst klukkan 15 stundvíslega og tekur um það bil eina klukkustund. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM 4. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) ^ Þorskur 85,00 80,00 82,78 4,790 396.540 Þorskur(óst) 83,00 50,00 80,09 3,214 257.354 Ýsa(ósl.j 142,00 91,00 138,00 0,408 56.233 Karfi 93,00 92,00 93,05 0,011 977 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,016 310 Steinbítur 136,00 136,00 136,00 0,010 1.360 Hlýri 70,00 70,00 70,00 0,014 945 Langa 44,00 44,00 44,00 0,057 2.486 Keila(óst) 24,00 24,00 24,00 0,124 2.976 Samtals 83,23 8,641 719.181 1 dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 88,00 88,00 88,00 1,115 98.120 Þorskur(óst) 79,00 69,00 ■ 74,51 21,672 1.614.816 Ýsa 120,00 120,00 120,00 0,220 ' 26.400 Ýsa(ósL) 140,00 87,00 118,61 6,678 792.061 Undirmál 114,00 45,00 53,07 1,356 71.964 Hlýri+steinb. 87,00 87,00 87,00 0,213 18.531 Lúða(milli) 435,00 435,00 435,00 0,018 7.830 Lúða(smá) 400,00 400,00 400,00 0,007 2.800 Samtals 84,16 31,279 2.632.522 ( dag verður selt óákveðið magn úr bátum. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 83,00 66,00 73,95 13,920 1.029.400 Ýsa 143,00 135,00 140,09 2,860 400.660 Ufsi 43,00 43,00 43,00 0,065 2.795 Steinbitur 72,00 72,00 72,00 0,483 34.776 Hlýri 50,00 50,00 50,00 0,100 5.000 Langa 51,00 46,00 50,50 0,111 5.606 Lúða 420,00 265,00 390,00 0,380 148.200 Skarkoli 66,00 66,00 66,00 0,655 43.230 Keila 18,00 18,00 18,00 0,135 2.430 Samtals 89,37 18,709 1.672.097 Með virðisaukaskatti er meðalveröið 111,26 krónur, heildarverðið 2.081.761 krónur, meðalverð á þorski 92,06 krónur, ýsu 174,41 króna, ufsa 53,53 krónur, steinbít 89,64 krónur, hlýra 62,25 krónur, löngu 62,87 krónur, lúðu 485,55 krónur, skarkola 82,17 krónur og keilu 22,41 króna. í dag verður selt óákveðið magn úr línú- og netabátum. Ivantsjúk vekur athygli Frá Gunnari Finnlaugssyni, fréttaritara Morgunblaðsins á Norður-Jtalíu. HINN ungi Sovétmaður Vassilíj ívantsjúk er sá keppandi sem mesta athygli vekur hér í Reggio Emilia. Úrslit í 6. umferð urðu: ívantsjúk vann Georghiev í 72 leikjum. De Firmian sigraði Beljavskíj í 61 leik. Margeir Pét- ursson tapaði fyrir Gúrevits í 33 leikjum. Margeir, sem hafði svart, fékk gott tafl út úr bytjuninni. Hann fórnaði snemma peði og fékk í staðinn þrýsting á peðaveikleika Gúrevits. í 26. leik lék Margeir ónákvæmt og Gúrevits náði óstöðvandi sókn. Stutt jafntefli gerðu Portisch og Karpov (16 leik- ir) ásamt Ehlvest og Ribli (18 leik- ir). Andersson sat yfir. Staða efstu manna (fjöldi tef ldra skáka innan sviga) eftir sex umferðir var þessi: 1. Ivantsjúk 4 (5), 2. Ehlvest 3‘A (5), 3.-5. Karpov, Ribli og Gúrevits 3 'A (6). Meðfylgjandi tafla sýnir úrslit skáka í sex fyrstu umferðunum. Skák þeirra ívantsjúks og Georghievs var viðureign sjöttu umferðarinnar og klöppuðu áhorf- endur þegar henni lauk. ívantsjúk tefldi byijunina mjög hratt og gekk um gólf milli leikja. Hann hafði aðeins notað 5 mínútur af tíma sínum á fyrstu 20 leikina. Tímamörk á þessu móti eru 3 tímar á hvorn keppanda fyrir 60 leiki, en venjulega eru tímamörk eftir 40 leiki. Þegar leiknir höfðu verið 30 leikir hafði ívantsjúk notað 15 mín. en Georghiev tvo og hálfan tíma. Virtist staðan þá vera unnin hjá ívantsjúk en Georghiev tókst að ná mótspili. Sjón er sögu ríkari. Géörghiev - ívantsjúk Griinfeld-vörn 1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 - d5, 4. cxd5 - Rxd5, 5. e4 - Rxc3, 6. bxc3 - Bg7, 7. Bc4 - c5, 8. Re2 - 0-0, 9. Be3 - Rc6, 10. 0-0 - Bg4, 11. f3 — Ra5, 12. Bxf7. (Þetta afbrigði komst í tísku þegar Karpov hóf að beita því gegn Kasparov.) 12. - Hxf7, 13. fxg4 - Hxfl, 14. Kxfl - cxd4!? (Hér hefur oftast verið leikið 14. - Dd6.) 15. cxd4 - e5, 16. d5 - Rc4, 17. Bf2 - Df6, 18. Kgl - Hf8, 19. Del - Bh6, 20. Rg3 - Da6, 21. Khl - da4! (Leikið án umhugsunar og trúlega er þetta allt heimabrugg hjá Ivantsjúk. Menn svarts ráða brátt lögum og lofum á borðinu.) 22. De2 - b6, 23. h4 - Bf4, 24. Rfl - Rd6, 25. Hel - Hc8, 26. g3 - Hc2, 27. Df3 - Dxa2. (Peð- ið sem fórnað var hefur nú skilað sér með vöxtum. Þótt ótrúlegt megi virðast tekst hvítum að ná mótspili.) 28. Kgl - Bh6, 29. g5 - Bg7, 30. Re3 - Hc7, 31. Rg4 - Hf7, 32. De3 - Dc2, 33. h5 - Rc4, 34. Dcl - Dxcl, 35. Hxcl - gxh5, 36. Hxc4 - hxg4, 37. Hc8 - Bf8, 38. Bel. (í þessari stöðu biðu menn á annan tíma eftir leik frá ívantsjúk! Georghiev átti um 10 mínútur eft- ir.) 38. - Kg7, 39. Bc3 - Bd6, 40. Hc6 - Bc5, 41. Kg2 - Hf2, 42. Khl - Bd4! (Svartur hefur að sjálfsögðu engan áhuga á þráskák.) 43. Bb4 (Eftir 43. Bxd4 - exd4 kemur upp at- hyglisvert endataf 1 sem er svörtum í hag.) 43. - Hf7, 44. He6? (Af- leikur. Betra en þó ófullnægjandi var 44. d6 t.d. 44. - a5, 45. Ba3 - b5, 46. Hc7 - Bb6!) 44. - Hb7!, 45. Hc6 - a5, 46. d6 - axb4! (Nú vinnur svartur auðveldlega. Hér voru báðir keppendur í miklu tíma- hraki og voru lok skákarinnar tef ld með miklum hamagangi.) 47. Hc7 - Kf8!, 48. Hxb7 - b3, 49. Hb8 - Kf7, 50. d7 - b2, 51. Hf8 - Ke6, 52. d8R - Ke7, 53. Hfl - Kxd8, 54. Hbl - Kc7, 55. Kg2 - Kc6, 56. Kfl - Kc5, 57. Ke2 - Kc4, 58. Kd2 - Kb3, 59. Hfl - b5, 60. Kd3 - Ka2, 61. Kc2 - b4, 62. g6 - hxg6, 63. Hhl - b3, 64. Kd3 - blD, 65. Hxbl - Kxbl, 66. Kd2 - b2, 67. Kd3 - Ka2, 68. Kc4 - blD, 69. Kd5 - Dgl, 70. Ke6 - Dxg3, 71. Kf6 - Df4, 72. Kg7 - Dxe4 og hvítur gaf. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 1. Beljavskíj, Sovétr. X 0 V. 0 ’A 0 2. Ehlvest, Sovétr. 1 X 'k 'k '/, 1 3. Portisch, Ungveijal. '/, 'u X 'k '/, 0 4. Karpov, Sovétr. í 'k '/, X '/, '/, '/, 5. Ribli, Ungverjal. 'k 'k X 'k '/, 1 'k 6. De Firmian, Bandar. í X 'k 0 'k '/, '/, 7. Margeir Pétursson 'k X 0 1 '/, 0 8. ívantsjúk, Sovétr. 'k 1 1 X '/, 1 9. Andersson, Svíþjóð 'k 'k 'k 0 '/, X 10. Georghiev, Búlgaríu 'k ‘a 0 'k 'k 0 X 11. Gúrevits, Sovétr. 0 í '/, ’A 'k 1 X Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Mæðurnar María Magnúsdóttir úr Hrunamannahreppi og Herdís Eiríksdóttir frá Selfossi með jólabörnin á Sjúkrahúsi Suðurlands. Tenging útivistarsvæða 26% fjölgun fæðingaá Sjúkrahúsi Suðurlands Selfossi. FÆÐINGUM Qölgaði á fæðingar- deild Sjúkrahúss Suðurlands um 26% á síðasta ári frá 1988. Alls fæddust þar 144 börn, 76 drengir og 68 stúlkur. Á sjúkrahúsinu er vel búin fæðing- arstofa og góð aðstaða fyrir sæng- urkonur. A jólanótt fæddust þar tvö börn og svo vildi til að önnur móðir- in heitir María og fæddi sveinbam. Fyrsta barnið á nýja árinu er Fljóts- hlíðingur sem fæddist klukkan 20.19 á nýársdag, 18 marka dreng- ur. Sig. Jóns. Náttúruverndarfélag Suðvest- urlands stendur fyrir vettvangs- ferð á laugardaginn 6. janúar, þrettándanum, kl. 13.30 frá „Tjaldhóli" í Fossvogi. (Rétt norð- ur af Nesti v/Kringlumýrar- braut.) Ferðin er farin til að kanna göngu- leiðir sem tengt gætu Öskjuhlíð og Fossvogsdal. Gengið verður um svæðið og ræddar hugmyndir um æskilegar lausnir. Vettvangsferðin tekur um einn og hálfan klukkutíma og lýkur við Tjaldhól. Þátttaka í ferðinni er öllum heimii.*^ (Fréttatilkynning) Leiðrétting í blaðinu í gær var sagt að Frið- rik Haraldsson sé formaður Félags leiðsögumanna. Það er ekki rétt, hann er fyrrverandi formaður fé- lagsins. Núverandi formaður er Helgi Guðmundsson. — Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. Afinæli í dag, föstudag 5. janúar, er sex- tug Sveinsína Guðmundsdóttir, Hásteinsvegi 30, Stokkseyri. Hún er matráðskona á Kumbaravogs- heimilinu. Hún ætlar að taka á móti gestum í dag, afmælisdaginn eftir kl, 16 í Sæhvoli á Stokkseyri. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föð- ur, tengdaföður og afa, BJARNA F. HALLDÓRSSONAR f.v. skólastjóra. Guðrún S. Björnsdóttir, Gunnar Örn Arnarson, Anna Ó. Bjarnadóttir, Björn Bjarnason, Einar S. Bjarnason, Fanney S. Bjarnadóttir, Bjarni S. Bjarnason, Jón Erlendsson, Guðrún Skúladóttir, Sigriður Gfsladóttir, Þorvaldur S. Ólafsson, Guðrún Richardsdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.