Morgunblaðið - 05.01.1990, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 05.01.1990, Qupperneq 5
Sala Iceland Seafood Ltd. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1990 5 Salanjókst um 7,6% síðasta ár ICELAND Seafood Ltd., sölufyrir- tæki Sambandsins í Englandi, seldi 24.566 tonn af sjávarafurð- um á síðasta ári fyrir 44,2 milljón- ir sterlingspunda eða sem svarar 4,4 milljörðum króna. Salan að magni til jókst um 7,6% frá fyrra ári en um 7% að verðmæti. Markaðssvæði Iceland Seafood Ltd. nær yfir Vestur- og Suður- Evrópu en aðalstöðvar fyrirtækisins eru í Hull í Englandi. Söluskrifstofur eru í Vestur-Þýskalandi og Frakk- landi. Stærstu markaðslöndin eru Bret- land, Frakkland og Vestur-Þýska- land. í Bretlandi nam salan 26,8 milljónum sterlingspunda, sem er svipað verðmæti og árið áður. Sala Frakklandsskrifstofu nam 111,2 milljónum franka sem er aukning um 18,4%, og sala Hamborgarskrif- stofu nam 22,5 milljónum marka sem er 46,3% aukning frá fyrra ári. Launþegar innan SAL greiða lífeyri af heildar- launum: 40% aukn- ing á tekj- um sjóð- anna á fjór- um árum LAUNÞEGAR, sem greiða í lífeyrissjóði innan Sambands al- mennra lífeyrissjóða, munu frá áramótum greiða 4% af heildar- launum sínum til lifeyrissjóðanna og atvinnurekendur 6%, en fram til áramóta 1986/87 voru einungis greidd lífeyrisiðgjöld af dagvinnu- launum til þessara sjóða. í kjarasamningum á árinu 1986 tókst um það samkomulag milli Al- þýðusambands íslands og vinnuveit- enda að greitt yrðu lífyerisiðgjöld af öllum launum launþega og þvi yrði komið á í áföngum. Á árinu 1987 voru þannig greidd iðgjöld af dagvinnulaunum og 25% yfirvinnu, . á árinu 1988 varð hlutfallið 50%, á árinu 1989 75%, og loks að fullu á þessu ári. Að sögn Hrafns Magnússonar, framkvæmdastjóra SAL, var gert ráð fyrir því að þessar breytingar ykju tekjur sjóðanna um 10% árlega og réttindi sjóðfélaga auðvitað sam- svarandi. Tekjurnar hafa því aukist um yfir 30% til þessa og eiga enn eftir aukast um 10% á þessu ári. Vildu leigja flugvél fyrir fals- aða tékka LÖGREGLAN handtók tvo menn á Reykjavíkurflugvelli í fyrra- kvöld. Þeir komu þangað þeirra erinda að taka á leigu flugvél til Akureyrar. Fyrir farið hugðust mennirnir greiða með illa fengn- um ávísUnum og greiðsiukorti. Menn þessir, sem áður hafa kom- ið við sögu lögreglunnar, gistu- fangageymslur lögreglunnar um nóttina en var sleppt daginn eftir að loknum yfirheyrslum. NUGETUR Þll , GRÆTT ÁTÁOGFINGRI! Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfaH og hjá Happdrætti Háskólans, því 70% af veltunni renna beint tj^vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 miUjónir á eitt númer — allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 miUjónir króna í hverjum mánuði og 25 miHjónir í desember. Tryggðu þér happamiða strax — þú mátt bara til! HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings JMHP lf||||^ ' ' v*1 * ' .? :"\\v VINNINGASKRÁ FYRIR ÁRIÐ 1990: 9 vinn. ákr. 5.000.000, 108 vinn. ákr. 2.000.000, 324 vinn.ákr. 250.000, 1.953 vinn. á kr. 75.000, 13.797 vinn. á kr. 25.000, 118.575 vinn. á kr. 12.000, 234 aukavinn. á kr. 50.000. Samtals 135.000 vinn. á kr. 2.268.000.000. ARGUS/SiA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.