Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 7 Þ.ÞORGRfMSSDN&CD Kreditkort hf., umboðsaðili Eurocard: Allir bankamir orðnir hluthafar Ármúla 29. Sími 38640 - Reykjavík Hallgrímur Jónsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs vélsljóra og stjórnarformaður Kreditkorta hf. tekur við ávísunum frá kaupendum fjórðungs hlutafjár Kreditkorta hf. Honurn á vinstri hönd er Björgvin Vilmund- arson, bankastjóri Landsbanka, en á þá hægri Geir Magnússon, bankastjóri Samvinnubanka og Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka. Alengdar standa þeir Haraldur Haraldsson einn af stofnendum. Korts hf. og Tryggvi Pálsson, bankastjóri Islandsbanka og varaformaður stjórnar Kreditkorta hf. HASLE KLINKER LEIRFLlSAR FRÁ BORNHOLM Á GÓLF + VEGGI FYRIR IÐNAÐ. Þola frost, sýru og lút. Allir þeir, sem greitthafa laun á árinu Í989, skulu skila launamiðum vegna greiddra launa á þar tilgerðum eyðu- biöðum til skattstjóra. Frestur til að skila iaunamiðum rennurút22.janúar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI LANDSBANKI íslands, Búnaðarbanki íslands og Samvinnubanki íslands hafa keypt hlut Korts hf. í greiðslukortafyrirtækinu Kredit- kort hf. Samtímis kaupa sparisjóðirnir tæplega helming af hlut Spari- sjóðs vélstjóra. Með þessari breytingu eru allir bankarnir og stærstu sparisjóðimir orðnir eignaraðilar að Kreditkortum hf. Kreditkort hf. er umboðsaðili fyr- ir Eurocard greiðslukort á íslandi. Fyrirtækið var stofnað fyrir tæp- lega 10 árum af nokkrum einstak- lingum. í fyrstu var einungis gefið út kort til notkunar innanlands, en það breyttist 1982, þegar félagið varð sameignarfélag og Útvegs- bankinn og Verslunarbankinn gerð- ust eignaraðilar og Sparisjóður vél- stjóra samstarfsaðili. Skömmu eftir þá breytingu hófst útgáfa alþjóð- legra Eurocard greiðslukorta. Árið 1986, þegar lög um banka og sparisjóði voru samþykkt, var félaginu breytt í hlutafélag, þar sem áðurnefndir aðilar ásamt Korti hf. voru eignaraðilar. Að sögn talsmanna bankanna eru helstu ástæður þessara breytinga sú tæknibylting sem fyrir dyrum stendúr þegar sjálfvirkt greiðslu- og heimildakerfi verður tekið upp í verslunar- ogþjónustufyrirtækjum hérlendis. Breytt eignaraðild tryggi að aðeins verði sett upp eitt slíkt kerfi hér á landi. Þá muni breyting- arnar auðvelda útgáfu debit-korta, sem muni koma að verulegu leyti í stað tékka. Fyrirtækin verða eftir sem áður rekin í sitt hvoru lagi, en vonir standa til þess að aukin sam- vinna muni leiða af sér aukna hag- kvæmni í rekstri beggja fyrirtækj- anna. Þessar eignarhaldsbreytingar munu leiða til þess að framvegis verða Eurocard og Visa greiðslu- Heimatilbúnar rörasprengjur; Sömu áhrif og hand- sprengjur í hernaði Eftirfarandi orðsending hef- ur borist Morgunblaðinu frá lögreglunni í Reykjavík og Landhelgisgæslunni: „Af gefnu tilefni er varað sérstaklega við svokölluðum heimatilbúnum sprengjum. Þær eru í mörgum tilfellum mun hættulegri en fólk almennt ger- ir sér grein fyrir. Svokallaðar rörasprengjur eru lífshættuleg- ar. Þær hafa nákvæmlega sömu áhrif og handsprengjur sem notaðar eru í hernaði. Umbún- aður á heimtilbúnum sprengjum er oft slíkur að líkur eru á að þær geti sprungið í höndum þeirra sem ætla að nota þær. Flestir þeir sem verða fyrir slys- um af heimatilbúnum sprengj- um eru þeir sem eru að búa þær til. Því er skorað á foreldra að vera á varðbergi og fá unglinga sem hafa undir höndum efni til tilbúnings á sprengjum eða til- búnar sprengjur að afhenda þær á viðkomandi lögreglustöð þegar í stað.“ kort á boðstólum í öllum bönkum og sparisjóðum hérlendis. Eignaraðild að Kreditkortum hf. er þá þannig: íslandsbanki 50%, Samvinnubanki, Landsbanki og Búnaðarbanki samtals 25% og sparisjóðimir 25%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.