Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990
Patrick Ewing hefur leikið vel fyrir
; New York Knicks.
É«sSm
FOLK
■ LOS Angeles Rams og Pitts-
burg Steelers hafa tryggt sér sæti
í 8-liða úrslitum NFL-deildarinn-
ar. Bæði liðin sigruðu á útivelli í
leikjum sínum, LA
Frá Gunnari Rams sigraði
Vatgeirssyni Philadelphia Eagl-
JBandaríkjunum es> 21:7, og Pitts-
burg sigraði Houst-
on Oilers, 26:23. Um helgina
mætast í undanúrslitum Denver
Broncos og Pittsburg og Cleve-
land Browns og Buffalo Bills í
Ameríkudeildinni en í Landsdeild-
inni leika New York Giants og
LA Rams og hinsvegar San Fran-
cisco 49ers og Minnesota Vikings.
■ UM helgina lauk úrslitakeppn-
inni í háskólafótboltanum. Þar sigr-
aði Miami eftír mikla keppni við
C rNotra Darae.
■ NEW York Knicks, með
Patrick Ewing í broddi fylkingar,
hefur leikið mjög vel í NBA-deild-
inni síðustu vikur. Sigur liðsins
gegn Atlanta, 100:95, var tíundi
sigur liðsins í röð og hefur liðið
ekki náð svo góðum kafla í ein 17
ár.
■ DALLAS Mavericks hefur
gengið vel í síðustu leikjum sínum
en þurft að hafa fyrir sigrunum.
Dallas sigraði Denver, 116:109 og
Portland 160:144 en í þessum
tveimur leikjum þurfti fjórar fram-
lengingar.
TENNIS
Opið mót
Tennissamband íslands stendur
fyrir opnu móti í íþróttahúsi
Fjölnis, Viðarhöfða 4 á morgun.
Skráning í síma 75262.
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Heimir til KA
HEIMIR Guðjónsson, marka-
hæsti maður KR ífyrra, hefur
ákveðið að ganga til liðs við
íslandsmeistara KA í 1. deild-
inni í knattspyrnu.
Meimir hefur lítið leikið með
KR undanfarin ár vegna
meiðsla _en lék síðustu tíu leiki
liðsins í íslandsmótinu í sumar og
gerði í þeim sex mörk. Heimir
mun þó ekki leika með KA í fyrstu
umferð, gegn FH í Hafnarfirði.
Hann fékk rautt spjald í síðasta
leik mótsins, gegn Val, og verður
því í leikbanni.
Heimir hélt til Vestur-Þýska-
lands í gær ásamt Jni Grétari
Jónssyni og munu þeir leika með
liði i neðri deildum Vestur-Þýska-
lands í vetur.
KA-menn gera sér vonir um
að halda fiestum leikmönnum
sínum en hafa þó misst tvo. Þor-
valdur Örlygsson er farinn til
• Nottingham Forest og Jón Kristj-
ánsson er hættur.
Heímir Guðjónsson.
HANDKNATTLEIKUR / KONUR
KORFUBOLTI
Island—Finnland
Slavko Bambir
hefur valið tvö lið
- til að leika gegn
ÍSLAND leikur tvo landsleiki í
Laugardalshöll gegn Finnum í
handknattleik kvenna um helg-
ina. í dag kl. 14.00 leikur A-
landsliðið, en B-landsliðið, sem
er að mestu skipað stúlkum
úr unglingalandsiðinu, leikur
gegn finnsku stúlkunum á
sunnudag kl. 18.00.
Islenska kvennalandsliði hefur
ávallt unnið stöllur sínar frá
Finnlandi. Síðast er þjóðimar mætt-
ust í B-keppninni á Spáni vann ís-
lenska liðið með mikum yfirburðum,
34:12. Slavko Bambir, þjálfari, hef-
ur valið liðin sem leika. A-landsliðið
er skipað eftirtöldum leikmönnum:
Markverðir:
Kolbrún Jóhannsdóttir, Fram
Fjóla Þórisdóttir, Stjörnunni
Aðrir leikmenn:
Svava Baldvinsdóttir, Víkingi
Inga Lára Þórisdóttir, Víkingi
Heiða Erlingsdóttir, Víkingi
Halla M. Helgadóttir, Víkingi
Arna Steinsen, Fram
Ósk Víðisdóttir, Fram
Katrín Friðriksen, Val
Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörnunni
Helga Sigmundsdóttir, Stjörnunni
Guðný Gunnsteinsdóttir, Stjörnunni
Ragnheiður Stephensen, Stjörnunni
Brynhildur Þorgeirsdóttir, Gróttu
B-landslið íslands skipa:
Markverðir:
Hjördís Guðmundsdóttir, Víkingi
Sigrún Ólafsdóttir, Víkingi
Aðrir leikmenn:
Elísabet Þorgeirsdóttir, Gróttu
Sigríður Snorradóttir, Gróttu
Laufey Sigvaldadóttir, Gróttu
finnska landsliðinu
Svava Baldursdóttir er ein af
burðarásunum í íslenska landsliðinu.
Svava Sigmundsdóttir, ÍR
Þórunn Garðarsdóttir, Fram
Kristín Þorbjömsdóttir, Val
Kristín Blöndal, Stjörnunni
Herdís Sigurbergsdóttir, Stjörnunni
Helga Sigmundsdótlir, Stjörnunni
Halla M. Helgadóttir, Víkingi
Heiða Erlingsdóttir, Víkingi
Bambir hefur verið með þessar stúlkur
á reglulegum æfingum að undanförnu.
Næstu stóru verkefni stúlknanna er Norður-
landamót unglinga og C-keppnin, en bæði
þessi mót fara fram í haust.
Uwals-
deildin
hafin
að nýju
Fjórir leikir um helgina
Keppni í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik hefst að
nýju á morgun eftir jólafrí. Fjór-
ir leikir fara fram í riðlunum
tveimur en ekki er útséð um
hvaða lið fara í úrslitakeppnina.
KR tekur á móti Tindastóli,
ÍBK mætir ÍR, Þórsarar taka á
móti Njarðvíkingum og Reynir
mætir Val.
GETRAUNIR
Tveir með
tólf rélta
Tveir seðlar komu fram með
tólf leikjum réttum í síðustu
leikviku og skiptu með sér pottinum
sem var 658.958 krónur. Annar
seðilli var seldur í Grindavík en hinn
á Eyrarbakka. Sautján raðir komu
fram með ellefu leikjum réttum og
hlýtur hver röð 16.612 krónur.
Likirnir á getraunaseðlinum í dag
eru í ensku bikarkeppninni og hefj-
ast þeir allir kl. 15.00. Sölukössum
verður lokað því kl. 14.55. Sjón-
varpið verður með beina útsendigu
frá leik Stoke og Arsenal.
-ekU
Laugardagur kl.14: W ~ w :55
1. LEIKVIKA- 6. jan . 1990 111 m 2
Leikur 1 Blackburn - Aston Villa
Leikur 2 Brighton - Luton
Leikur 3 C. Palace - Portsmouth
Leikur 4 Hull - Newcastle
Leikur 5 Leeds - Ipswich
Leikur 6 , Man. City - Millwall
Lefkur 7 Middlesbro - Everton
Leikur 8 Plymouth - Oxford
Leikur ð Stoke - Arsenal
Leikur 10 Tottenham - Southampton
LeikurH W.B.A. - Wimbledon
Leikur 12 Wolves - Sheff. Wed.
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464.
LUKKULINAN S. 991002
Nýr hópleikur!!
Iþróttir helgarinnar
Handknattleikur
Laugardagur
Konur:
Laugardalshöll ísland—Finnland.kl. 14.00
Karlar:
Laugardalshöll ísland—Tékkósl.kl. 16.00
Sunnudagur
Konur:
Laugardalshöll ísland—Finnland.kl. 18.00
Karlar:
Laugardalshöll Ísland-Tékkóslóvakíakl. 20.00
Körfuknattleikur
Laugardagur
1. deild karla:
Bolungarv. UMFB—Víkveiji i...kl. 14.00
Borgam. UMSB-ÍA...................kl. 14.00
1. deild kvenna:
Grindavík UMFG-ÍR.................kl. 14.00
Hafnarf. Haukar-lBK...............kl. 14.00
Sunnudagur
Úrvalsdeild:
Akureyri Þór—UMFN.................kl. 20.00
Keflavík ÍBK-ÍR................kl.20.00
Sandgerði Reynir—Valur............kl. 16.00
Seltjarnarn. KR—UMFT..............kl. 20.00
Blak
Laugardagur
Karlar
Akureyri KA—HK..................kl. 15.15
Hagaskóli Fram—ÍS...............kl. 14.00
Neskaupst. Þróttur—HSK..........kl. 14.00
Konur
Akureyri KA—HK..................kl. 14.00
Nesk. Þróttur—Víkingur..........kl. 15.15
Sund
Hið árlega Nýárssundmót fatl-
aðra barna og unglinga fer fram í
Sundhöll Reykjavíkur á morgun,
sunnudag, og hefst kl. 15.00. Keppt
verður fjórum greinum í flokkum
hreyfihamlaðra, þroskaheftra,
blindra- og sjónskertra og heyrnar-
lausra.
Badminton
Unglingameistaramót TBR fer
fram í TBR-húsinu um helgina.
Keppnin hefst kl. 13.00 í dag og
kl. 10.00 á morgun, sunnudag.
Keppt verður í öllum flokkum.
Knattspyrna
Reykjavíkurmótið í innanhúss-
knattspyrnu verður framhaldið í
Seljaskóla um helgina. í dag fara
fram ieikir í 3. flokki karla og
morgun í 2. flokki karla.
Litla bikarkeppnin í knattspyrnu
innanhúss verður á morgun í
íþróttahúsinu í Digranesi. Mótið
hefst kl. 12.30 og er áætlað að
úrslitaleikurinn fari fram kl. 18.00
ÍÞRÚmR
FOLK
■ ÍTALSKl knattspyrnumaður-
inn Lionello Manfredonia sem
fékk hjartaáfall í leik Róma og
Bologna komst til meðvitundar í
fyrradag. Manfredonia fékk
hjartaáfall er fimm mínútur voru
liðnar af leiknum og er talið að það
megi rekja til mikils kulda sem var
í Róm þegar leikurinn fór fram.
■ ALBERTO Tomba, skíðagarp-
urinn frægi, segist vonast til að
geta byrjað að keppa að nýju í lok
mánaðarins. Tomba handleggs-
brotnaði í byrjun desember og var
ekki búist við að hann hæfi keppni
fyrr en í lok febrúar.
Tomba Johnson
■ KANADÍSKI spretthlauparinn
Ben Johnson hefur ekki fengið að
keppa í rúmt ár eftir að hann var
dæmdur í keppnisbann vegna lyfja-
notkunar. Hann er þó úmsetinn fjöl-
miðlamönnum og hefur nú verið
ákærður fyrir að hafa slegið ljós-
myndara. Johnson segir sjálfur á
ákæran sé haugalygi og til þess
eins að sverta mannorð hans. „Þetta
er skipulögð árás á mannorð mitt,“
sagði Johnson.
■ JUGOPLASTIKA Split frá
Júgóslavíu er í efsta sæti í Evrópu-
keppni meistaraliða í körfuknatt-
ieik. Átta lið taka þátt í úrslitunum
og leika eina umferð. Jugoplastika
hefur sigrað í öllum þremur leikjum
sínum. Næstu lið eru Barcelona
frá Spáni, Limoges frá Frakkl-
andi, ísraelska liðið Maccabi Tel
Aviv og griska liðið Aris Salon-
ika.
■ DINAMO Búkarest fær ekki
að halda áfram í Evrópukeppni
meistaraliða í knattspyrnu nema
liðið haldi nafni sínu segir talsmað-
ur knattspyrnusambands Evrópu,
UEFA. Nafni liðsins var breytt í
Unirea eftir byltinguna í Rúmeníu
en það er gamla nafn liðsin. Sam-
kvæmt reglum UEFA verða lið að
keppa undir sama nafni allan
tímann.
I MAYUMI Moryama, ráðherra
í japönsku stjórninni, hefur hætt
baráttu sinni fyrir að fá að afhenda
verðlaunagripinn í stórmeistara-
móti í Sumo glímu. Hún hefur lengi
barist fyrir jafnrétti og sagði að það
væri ekkert því til fyrirstöðu að
kona afhenti gripinn. Samkvæmt
venjum Sumoglímumanna mega
konur ekki koma inn í hringinn því
þeim fylgir hin mesta ógæfa. Mory-
ama hafði lagt mikla áherslu á að
fá að afhenda gripinn en hefur orð-
ið að láta í minni pokann vegna
mikils þrýstings frá glímumönnum.
Fyrir íjórum árum gerði Moryama
mikinn skurk í japaríska golfsam-
bandinu er hún mótmælti því harð-
lega að konum var víða ekki leyft
að leika golf um helgar. Þrátt fyrir
mótmæli hennar stendur bannið
enn.
■ ARGENTÍNUMENN hafa fall-
ist á að leika vináttulandsleik við
Skota á Hampden Park í lok
mars. Leikurinn er liður í undirbún-
ingi liðanna fyrir heimsmeistara-
keppnina í knattspyrnu. Skotar
munu einnig leika gegn Búlgurum,
Egyptum ogi Pólverjum.
I... • 11 I ) I 1 1 I' I s : <i ( I