Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 19 Þorsteinn Pálsson „Forystumenn laun- þega sýnast vera reiðu- búnir til þess að ganga að svonefiidri „núll- lausn“ í kjarasamning- um. Þó að kaupmáttar- fórnir séu auðvitað erf- iðar skiptir þó höfuð- máli að ná niður verð- bólgu og flest bendir til þess að nú sé iag til þess að ná verulegum árangri í því efiii ef ríkisstjórnin er þá í fær- um til þess að taka við slíkri efhahagssteftiu að gjöf.“ i- verða sögu um ríkisstjórnina og ríkisfréttamennskuna. En svo virð- ist sem ráðherrarnir hafi fyrst upp- götvað eftir stöðug fundahöld í nokkra sólarhringa að þeir höfðu engar lagaheimildir til þess að gera það sem þá langaði til í þessu efni. Og hefði maður þó haldið að svo einfaldan hlut gætu þeir sagt sér sjálfir fyrirfram. Ólíkt hafast þeir að Forystumenn atvinnurekenda og launþega eru um þessar mundir uppteknir við að búa til efnahags- stefnu fyrir ríkisstjórnina og veitir ekki af. Satt best að segja er það eitt virðingarverðasta frumkvæði í þjóðmálum um margra mánaða skeið. Á þeim vettvangi hefur það meginmarkmið verið sett að ná nið- ur verðbólgu. Forystumenn launþega sýnast vera reiðubúnir til þess að ganga að svonefndri „núll-lausn“ í kjara- samningum. Þó að kaupmáttarfórn- ir séu auðvitað erfiðar skiptir þó höfuðmáli að ná niður verðbólgu og f lest bendir til þess að nú sé lag til þess að ná verulegum árangri í því efni ef ríkisstjórnin er þá í fær- um til þess að taka við slíkri efna- hagsstefnu að gjöf. En svo bregður við þegar launafólk á að taka á sig enn eina kaupmáttarfórnjna að ríkisstjórnin hefur í annað sinn frumkvæði að verulegum skatta- hækkunum og stórfelldum hækkun- um á ýmiss konar þjónustugjöldum ríkisins. Hækkun tekjuskattsins er alvarlegasta atlagan að heimilum venjulegs launafólks. Og sú atlaga er gerð á sama tíma og forystu- menn þess eru ásamt með atvinnu- rekendum að bjóðast til þess að færa fórnir í kaupmætti og afkomu fyrirtækja í þeim tilgangi að ná jafnvægi í efnahagslífinu. Ríkisstjórnin hefur heldur lítið fram að færa annað en skattaárás- ir, sem ganga þvert á tilraunir ábyrgra forystumanna launþega og vinnuveitenda. Og hún lætur ekki þar við sitja. Hún sér sóma sinn helstan í því að eyða tíma sínum í að velta fyrir sér hvernig hún geti notað skattpeningana til þess að styrkja eigin flokksmálgögn og kló- festa nýja fjölmiðla. Þegar þeim tilraunum sleppir sýnist það vera einn helsti höfuð- verkur ríkisstjórnarinnar að koma fjármunum skattborgaranna yfir til Sambands íslenskra samvinnufé- laga, ýmist með hlutabréfakaupum í gegnum Landsbankann eða ríkis- sjóð. Fjárveitingavaldið, sjálft Al- þingi, er virt að vettugi þegar koma þarf áformum af þessu tagi fram. Ríkisstjórn sem er á bólakafi í slíkum verkum á meðan forystu- menn launafólk og atvinnurekenda freista þess að móta heilbrigða efnahagsstefnu nýtur tæpast mik- illar virðingar. Og ætli þeir verði margir sem taka ofan fyrir henni. Höfundur cr formaður Sjálfstæðisflokksins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Það er enginn fiskur unninn i Hraðfrystihúsi Eskifjarðar um þessar mundir. að verkum að fiskvinnslan getur ekki keypt fiskinn á því verði, sem augljóslega hefur myndazt sem markaðsverð. Ég hef þá trú að þetta fyrirtæki hér sé bærilega rekið og jafnvel vel rekið miðað við fisk- vinnsluna í landinu almennt. Þess vegna er það skoðun mín að Hrað- frystihús Eskifjarðar hljóti að vera samkeppnisfært á fiskmörkuðun- um. Það er hins vegar alveg augljóst mál, að fiskmarkaðarnir, sem hafa Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs á Eskiflrði. verið stofnaðir og taka við tiltölu- lega litlu magni af þeim fiski, sem er í umferð, hljóta að skapa verð væntanlega töluvert úr takt við það, sem myndi gerast ef allur fisk- mm Davíð Oddsson, borgarstjóri, opnaði í gær formlega Grandaútibú Borgarbókasafnsins. En á innfelldu myndinni sést inngangur þess. Grandaútibú Borgar- bókasafiisins opnað DAVÍÐ Oddsson, borgarstjóri, opnaði í gær formlega nýtt útibú Borgarbókasafiisins að Grandavegi 47. Útibúið, sem kallast Grand- aútibú, tekur við af útibúinu sem var við Hofsvallagötu í rúm 50 ár í um 30 fermetra húsnæði. Grandaútibúið er í rúmlega 90 fermetra húsnæði. Það er aðgengi- legt hreyfihömluðum og innan dyra er bæði snyrtiaðstaða og annað hannað með hreyfihamlaða í huga. í safninu er sérstök barna- deild og verða þar m.a. sögustund- ir. Þá er lítil tímaritadeild og hægt verður að tylla sér með blað eða bók í litlu lestrarherbergi. Bóka- safnið verður fyrst um sinn opið frá 16-19 mánudaga-föstudaga. Húsnæðið að Grandavegi 47 var keypt af Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars sf. í júlí á síðasta ári og var það afhent í byijun nóvem- ur færi á markaði. Ég held satt að segja, að eigi eitthvert lag að kom- ast á þetta þannig að sjómenn búi við verð, sem byggist á eðlilegu framboði og eftirspurn, gerist það ekki á annan hátt, en megnið af fiskinum fari í gegn um uppboðs- markaði. Um þetta er auðvitað auð- veldara um að talá en í að komast. Aðstæður eru svo mismunandi og framkvæmdin óviss. Hveiju sem því líður, er núverandi kerfi til verð- myndunar á fiski gjörsamlega úr- elt. Á því hlýtur því að verða ein- hver breyting. Tekjumunur sjó- manna getur orðið mjög verulegur, þó þeir vinni sömu vinnu. Einhver munur verður alltaf eftir ráðstöfun aflans, en hann er allt of mikill í dag. Eg held að ekki verði hjá því komizt að taka á útflutningi á ferskum fiski. Það er talað um álag á útflutninginn og ég veit ekki hvort það er endilega lausnin, en með einhveijum hætti verður að vera hægt að svara þvf hvemig erlend fiskvinnslufyrirtæki geta keypt fiskinn á tvöföldu til þreföldu verði miðað við það, sem gerist hér heima. Þó að stór hluti af fiskinum, sem fer utan, fari ekki í beina sam- keppni við vinnsluna hér heima og útflutning á freðfiski héðan, fer alltaf hluti hans beint í fiskvinnsl- una úti og í beina samkeppni við okkar eigin framleiðslu. Ég héld að undirrótin að þessu liggi einhvers staðar annars staðar en að sjómenn heimti of hátt vérð fyrir fiskinn og séu að taka lifibrauðið frá land- verkafólki. Mér finnst það gífurleg skammsýni að setja málið upp á þann hátt,“ segir Hrafnkell. ber. Guðmundur Gunnlaugsson arkitekt hannaði ‘innréttingar í kaffistofu, sem og afgreiðsluborð og vinnuborð og hillur í afgreiðslu. Bókasafnshúsgögnin eru frá Kristjáni Siggeirssyni hf. og hillu- búnaðurinn frá Reska í Danmörku. Heildarkostnaður vegna húsnæðis og húsgagna er rúmar 11 milljón- ir króna. Þar af er kostnaður við húsnæðið 8.960 milljónir og við húsgögn og lausan búnað 2.1 millj-, ónir. Morgunblaðið/Þorkell Már Pétursson bæjarfógeti og Ingimundur Sigurpálsson bæjar- stjóri heilsast í nýju fógetaskrifstofúnni í Garðabæ. Fógetaskrífstofa opnuð í Garðabæ OPNAÐ hefúr verið útibú fógetaskrifstofii að Hrísmóum 4 í Garðabæ. Að sögn Ingimundar Sigurpálssonar bæjarstjóra ósk- aði bærinn eftir því þegar þ'óst var að þjónusta sú sem sjúkra- samlög höfðu áður veitt færðist til ríkisins með gildistöku nýrra laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga að opnuð yrði skrifstofa í bænum til að Garðbæingar þyrftu ekki að sækja þessa þjónustu til Hafnarfjarðar. Að sögn Más Péturssonar, bæj- Útibú fógetaskrifstofunnar er arfógeta í Hafnarfirði, Garðabæ, til húsa í 60 fermetra leiguhús- Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og næði að Hrísmóum 4. Þar er opið sýslumanns í Kjósarsýslu, verður frá 9-12.30 og frá 13-16. Þangað á þessari nýju skrifstofu einnig þurfa Garðbæingar að sækja end- unnt að sækja um ökuskírteini, urgreiðslu á sjúkrakostnaði sem vegabréf og ýmis konar opinber stofnað hefur verið til frá síðustu leyfisbréf. Á vegum embættisins áramótum en eldri reikningar eru þegar rekin hliðstæð útibú í verða greiddir af sveitarfélaginu. Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.