Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990
35
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Stærsti sigur Islendinga
á Tékkum frá upphafi
ÍSLENDINGAR unnuTékka með átta marka mun, 27:19, ílands-
leik í handknattleik í Digranesi ígærkvöjdi. Sigurinn er sá sjö-
undi á Tékkum og jafnframt sá stærsti. íslenska liðið lék næstum
gallalausan sóknarleik þar sem leikmenn skoruðu oft glæsileg
mörk með tilþrifum. Markvarslan var slök ífyrri hálfieik, en
Guðmundur Hrafnkelsson bætti úr því i þeim síðari, lokaði þá
markinu á köflum og varði m.a. tvö vítaköst.
Leikurinn var hraður og
skemmtilegur á að horfa. ís-
lenska liðið sýndi það í þessum leik
hversu öflugt það getur verið. Eftir
■■■■■■I að hafa tapað fyrir
ValurB. B-liði Norðmanna
Jónatansson fynr skömmu reif
skrifar þag gjg nlj Upp
meðalmennskunni,
allir leikmenn lögðu sig fram og
uppskeran var eftir því - stærsti
sigur á Tékkum frá upphafi.
„Gekk næstum allt upp“
„Þetta var mun betra hjá okkur
en ég bjóst við,“ sagði Alfreð Gísla-
son, nýkjörinn íþróttamaður ársins,
eftir leikinn. „Það gekk næstum
allt upp hjá okkur í sókninni. Eins
áttu allir leikmenn liðsins góðan
dag. Sigurinn var fyrst og fremst
liðsheildarinnar. Leikurinn á morg-
un [í dag] verður erfiður því þeir
sætta sig illa við að tapa fyrir okk-
ur. Við verðum að ná upp sama
leik eða betri ætlum við að vinna
þá aftur,“ sagði hann.
Alfreð var í nýju hlutverki í varn-
arleiknum. Lék fyrir framan vörn-
ina í hlutverki „indiánans“ sem
Þorgils Óttar er vanur að spila.
„Bogdan ætlar mér sjálfsagt að
skipta við Óttar í þessari stöðu.
Þessi staða er kannski ekki fyrir
„hundraðkílóamann." En ég hafði
mjög gaman að spila þarna fyrir
framan þótt það hafi verið erfitt.“
65 prósent nýting
Það er varla hægt að gera upp
á milli leikmanna í þessum leik.
Allir léku eins og þeir gera best,
sérstaklega í sókninni þar sem nýt-
ingin var 65 prósent. Markvarslan
og varnarleikurinn lagaðist í síðari
hálfleik og fékk íslenska liðið þá
aðeins á sig sjö mörk! Guðmundur
Hrafnkelsson, sem stóð í markinu
í síðari hálfleik, fann sig vel á gamla
heimavellinum í Digranesi. Hann
hélt markinu hreinu fyrstu tíu
mínútur hálfleiksins og varði hann
tvö vítaköst og alls 10 skot.
Guðmundur hungraður
Guðmundur Guðmundsson, sem
kom nú aftur inní liðið eftir meiðsli,
var greinilega hungraður í að leika
með landsliðinu, lék á alls oddi og
gerði hvert glæsimarkið á fætur
öðru og eitt þeirra úr hægra horn-
inu! Kristján sýndi á sér nýjar hlið-
ar er hann brá sér í gervi línu-
manns og skoraði þannig tvö mörk.
Alfreð og Sigurður Gunnarsson
stjórnuðu sóknarleiknum og stóðu
vel fyrir sínu og ungu leikmennirn-
ir, Héðinn og Júlús, brugðust ekki
er þeir fengu tækifæri og gáfu þeim
reyndari ekkert eftir.
Nafn Skot Mörk Knetti náð Knetti glatað Feng. víti Línus. Skot- nýting
Guðmundur Hrafnkelsson 10/2
Einar Þorvarðarson 5
Héðinn Gilsson 4 3 1 75
Alfreð Gíslason 8/3 4/2 1 1 1 50
Júlíus Jónasson 4 3 1 75
Guðmundur Guðmundsson 7 5 1 71
Þorgils Óttar Mathiesen 3 3 1 1 1 100
Bjarki Sigurðsson 1 1 100
Sigurður Gunnarsson 4 3 2 75
ValdimarGrímsson 1 0 3 1 1 0
Kristján Arason 6/1 5/1 2 1 3 83
Guðmundur
Guðmundsson átti mjög
góðan leik, eins og
reyndar allir íslensku
leikmennirnir. Hann
skoraði fimm mörk,
hvert öðru glæsilegra.
Hér er eitt þeirra í fæð-
ingu.
Island-Tékkóslóvakía
27 : 19
Iþróttahúsið Digranesi, landsleikur í handknattleik,
föstudaginn 5. janúar 1990.
Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 4:6, 6:6, 7:7, 9:7, 10:8,
10:10,13:10,14:11,16:12,18:12,18:15, 22:15,22:16,
25:16, 25:18, 27:19.
Mörk íslands: Guðmundur Guðmundsson 5, Kristján
Arason 5(1, Alfreð Gíslason 4/2, Héðinn Gilsson 3,
Júlíus Jónasson 3, Sigurður Gunnarsson 3, Þorgils
Óttar Mathiesen 3, Bjarki Sigurðsson 1, Geir Sveins-
son, Valdimar Grímsson, Jakob Sigurðsson, Gunnar
Beinteinsson.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 10/2 (þar af
fóru tvö til mótheija). Einar Þorvarðarson 4 (þar af
tvö til mótherja).
Utan vallar: 2 minútur.
Mðrk Tékkóslóvakiu: Libar Sovadina 5/1, Vaelav
Lanca 5, Petr Baumarak 3, Jan Novak 3/2, Michal
Tonar 2 og Martin Setlik 1.
Varin skot: Lubomir Svajlen (nr. 1) 5 (þar af tvö til
mótheija). Peter Mesnarik (nr. 16) 7 skot (þar af eitt
til mótherja).
Utan vallar: 6 mínútur.
Áhorfendur: 1.200.
Morgunblaðið/Bjal!
Mm
FOLK
ISLENDINGAR og Tékkar
ÚRSLIT
Handbolti
2. deild karla:
Þór—FH b..............22:21
Nj arðví k—Fr am......28:31
ÍBK — Selfoss.........23:24
2. deild kvenna:
Afturelding—ÍR.......28:18
ÍBK — Þróttur.........26:12
3. deild karla:
Haukar b—ÍR b.........27:25
NBA-deildin
Þriðjudagur:
New York Knicks-Atlanta Hawks.,100: 95
Phoenix Suns-Dallas Maverieks.119:102
Golden State—Miami Heat.......119:117
DenverNuggets—Sacramento......112: 98
Miðvikudagur:
Boston Celtics—Washington.....120:101
Chicago Bulls—Cleveland Cavs.. 93; g7
Detroit Pistons—LA Clippers... 84: 80
Milwaukee Bucks—NewJersey.....110: 96
Houston Rockets—Indiana Pacers... 117:103
San AntonioSpurs—Philadelphia....l03: 94
Utah Jazz—Seattle Supersonics.119:108
LA Lakers—Denver Nuggets......114: 93
KNATTSPYRNA / INNANHUSS
KR Reykjavíkurmeistari
KR varð í gær Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu innanhúss. KR sigraði Fram, sem varð Reykjavíkurmeistari
í fyrra, í úrslitaleik mótsins, 8:3, í Laugardalshöll. Áður hafði KR unnið lR, 6:3 í undanúrslitum og Fram
unnið Val, 8:3, eftir framlengdan ieik. Á myndinni sækir Pétur Pétursson að marki Framara.
leika að nýju í dag kl. 16 og í hálf-
leik fer fram merkileg keppni. Þar
keppa fjögur fyrirtæki í vítakeppni.
Sjóvá-Almennar, Landsbankinn,
Flugleiðir og Póstur og sími.
Keppendur eru þekktir fyrir flest
annað en handknattleik en í liði
Landsbankans eru m.a. Sverrir
Hermannsson og Valur Arnþórs-
son en fyrirliði Sjóvá-Almennra
er enginn annar en Ólafur B.
Thors. Markvörður er Reynir
Karlsson, í]iróttafulltrúi ríkisins en
varamarkvörður er Bjarni Felix-
son.
■ í TILEFNI af heimsókn tékk-
neska landsliðsins verður haldin
kynning á heimsmeistarakeppniuTÁ
í handknattleik sem fram fer f
Tékkóslóvakíu í febrúar. Þessi
kynning verðuv á Hótel Holyday
Inn á morgun og hefst kl. 15. Þar
verða íslensku og tékknesku lands-
liðsmennirnir og verða m.a. kynntar
ferðir á heimsmeistarakeppnina.
Tékkneski popptónlistamaðurinn
Karel Zich, sem er mjög vinsæiH
heimalandi sínum mun einnig flytja
nokkur lög.