Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990 23 Minning: Guðmunda Guðmunds- dóttir frá Hurðarbaki Gleði yfir góðum stundum og endurminningar um manneskju, sem er þannig gerð að hún gerist þátttakandi í lífi þeirra sem hún umgengst, eru perlur sem hver og einn geymir við hjarta sér. Það er gott að umgangast fólk sem gleðst yfir samfundum, gefur af sér og er hvetjandi gagnvart framtíðar- áformum viðmælandans. Þannig var Guðmunda Guð- mundsdóttir, Munda frænka, ein Hurðarbakssystra úr Villingaholts- hreppi í Flóa, fædd þar 4. júní 1925, dóttir Guðmundar Kr. Gíslasonar frá Urriðafossi og Þuríðar Árna- dóttur ,frá Hurðarbaki, sjötta í röð 10 barna þeirra hjóna. Guðmunda lést á Sjúkrahúsi Suðurlands að- faranótt nýársdags eftir erfiða sjúk- dómslegu. Hún átti við heilsubrest að stríða um árabil en í þeirri bar- áttu allri kom glöggt fram sá dugn- aður, sú þrautseigja og einurð sem henni var í blóð borin. Þessir kostir hennar ásamt bjartsýnu hugarfari og jákvæðu í garð hvers manns og lífsins skóp áfangasigra hennar gegn erfiðleikum sjúkdómanna. Hefðbundin sveitastörf voru hlut- skipti hennar á uppvaxtarárunum á Hurðarbaki auk vistarvinnu yfir veturinn á bæjum í sveitinni og í Reykjavík. Heima á Hurðarbaki var liún ávallt á sumrin þar sem hver vinnandi hönd var vel þegin á stóru heimili. Skólanám stundaði hún hefðbundið að hætti þess tíma en lærði snemma að sníða og sauma- skapur varð henni áhugamál alla tíð og síðar ævistarf. Hún fórtil saumanáms árið 1949 í Stokkhólmi í Svíþjóð og lauk það- an prófi sem kjólameistari 1950. Starfaði síðan við saumastofu Kaupfélags Árnesinga til 1952 en eftir það við sauma á heimili sínu á meðan henni entist heilsa. Hún saumaði á þessum árum fyrir fjöl- marga og fetaði að því leyti í spor móður sinnar. Hún giftist __ Kristjáni S. Guð- mundssyni frá ísafirði 4. júní 1953. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: Guð- mundur Guðni landfræðingur, kvæntur Sólveigu R. Friðriksdóttur nema. Þau eru búsett í Lundi í Svíþjóð og eiga þrjú börn. Haraldur Magnús sóknarprestur, kvæntur Guðlaugu Guðmundsdóttur hjúkr- unarfræðingi. Þau búa í Vík í Mýr- dal og eiga tvo syni. Lárus Þór líf- fræðingur, sem er ókvæntur og barnlaus, búsettur í Reykjavík. Við sem þekktum Mundu eigum um hana góðar minningar og glað- værar. Það eru sterk bönd milli Hurðarbakssystkinanna og glað- værð og hispursleysi einkennandi í þeirra samskiptum. Þau eru skær í minningunni barnaafmælin sem haldin voru, og eru enn, þar sem allir nánustu voru boðnir. Þær syst- ur frá Hurðarbaki mættu alltaf, hver með sinn hóp og það var ekki afmæli að gagni nema þær væru á sínum stað við borðið. Munda var fastur liður í þessum fjölskyldusamskiptum og einkar lagin að tala við stuttfætta drengi og stúlkur á uppörvandi hátt og jafnvel síðar þegar þau urðu stærri og gnæfðu yfir hana. Hún var heimakær og undi sér vel, var heim- ilismanneskja af lífi og sál, tiltæk sonum sínum og öðrum sem til hennar leituðu og sóttu hana heim. Hún var þannig grunnurinn sem skóp festu í lífi þeirra sem hana umgengust. Minningin um hana er gefandi -> og rík, hefur til vegs þau gildi mannlegra samskipta sem hafin eru yfir jarðnesk verðmæti. Ættmenni frá Hurðarbaki kveðja góða systur, kæra frænku og góðan vin með ósk um að aðstandendur hennar megi eflast, Guði falin, á lífsins göngu. Sigurður Jónsson t Hjartkær dóttir okkar og systir, REBEKKA SVERRISDÓTTIR byggingaverkfræðingur, fædd 19. október 1954, lést í Kaupmannahöfn 30. desember 1989. Jarðarförin fer fram í Kaupmannahöfn. Kaino H. Bailey, Sverrir Ólafsson, Pfa Rakel Sverrisdóttir, Halldór Halldórsson. Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi Upphaf skólahalds á vorönn 1990 Dagskóli: Skólasetning og afhending stunda- taflna hefst miðvikudaginn 10. janúar kl. 10.00. Nemendafélags- og skólagjöld annar- innar eru kr. 4000,-. Nemendur af Vesturlandi utan Akraness at- hugi að farið verður í veg fyrir Vestfjarðaleið og Snæfellsnesrútu á Akranesvegamótum þriðjudaginn 9. janúar. Öldrunardeild: Stundatöflur verða afhentar kl. 20.00 miðvikudaginn 10. janúar. Skóla- gjald annarinnar er kr. 8000,-. Meistaraskóli byggingamanna: Þeir, sem áhuga hafa á að meistaraskóli bygginga- manna verði starfræktur á vorönn 1990 hafi samband við skrifstofu skólans eigi síðar en 8. janúar. Skólameistari. IMauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins Mið- braut 11, Búðardal, mánudaginn 15. janúar kl. 10.00: Sunnubraut 9, Búðardal, þingl. eigandi Guðbrandur Hermannsson. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands, veðdeild, Hróbjartur Jónatansson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl., Þórunn Guömundsdóttir hrl., Tryggingastofnun rikisins og Sigurður I. Halldórsson hdl. Búðarbraut 3, Búðardal, þingl. eigandi Kristjana Guðmundsdóttir. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki Islands, veðdeild. Brekkuhvammi 10, Búðardal, þingl. eigandi Jóhannes Benediktsson. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki Islands, veðdeild og Iðnaðar- banki (slands hf. Stekkjarhvammi 6, Búðardal, þingl. eigandi Kristján Jón Jónasson. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki íslands, veðdeild, Guðjón Á. Jónsson hdl., Kristinn Hallgrímsson hdl. og Valgarður Sigurðsson hdl. Hóli, Hvammshreppi, Dalasýslu, þingl. eigandi Júlíus Baldursson o.fl. Uppboðsbeiðandi Landsbanki (siands, veðdeild. Skarðsá, Skarðshreppi, þingl. eigandi Unnsteinn B. Egertsson. Uppboðsbeiðendur eru Landsbanki (slands, veðdeild, Lögmenn Lækjargötu 2, Reykjavík, Ólafur Gústafsson hrl., Sveinn Skúlason hdl. og Sveinn H. Valdimarsson hrl. Klifmýri, Skarðshreppi, þingl. eigandi Sverrir Karlsson o.fl. Uppboðsbeiðendur eru Byggðastofnun og Búnaðarbanki íslands. Mijibraut 2, Búðardal, þingl. eigandi þb. Kaupfélags Hvammsfjarðar. Uppboðsbeiðendur eru Brunabótafélag (slands og Helgi V. Jónsson hrl. Vesturbraut 8, Búðardal, trésmiðja, þingl. eigandi þb. Kaupfélags Hvammsfjarðar. Uppboðsbeiðendur eru Guðjón Ármann Jónsson hdl. og Magnús Norðdahl hdl. Vesturbraut 12, Búðardal, vörugeymsla o.fl., þingl. eigandi þb. Kaup- félags Hvammsfjarðar. Uppboðsbeiðendur eru Magnús Norðdahl hdl. og Brunabótafélag (slands. Vesturbraut 10, Búðardal, verslunarhús, þingl. eigandi þb. Kaup- félags Hvammsfjarðar. Uppboðsbeiðendur eru Magnús Norðdahi hrl. og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Leysingjastöðum, Hvammshreppi, þingl. eigandi Óli Pétur Friðjónsson. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki (slands, veðdeild. Sunnubraut 4, Búðardal, þingl. eigandi Kristinn Jónsson. Uppboðsbeiðandi Grétar Haraldsson hrl. Hófatúni 1, Búðardal, þingl. eigandi Grettir Börkur Guðmundsson o.fl. Uppboðsbeiðendur eru Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna og Gísli Kjartansson hdl. Búðardal, 4. janúar 1990. Sýslumaður Dalasýslu, Georg Kr. Lárusson, settur. Nauðungaruppboð annað og sfðara á eftirtöldum fasteignum fer fram á skrifstofu embættisins á Miðbraut 11, Búðardal, mánudaginn 15. janúar nk. kl. 14. Miðbraut 1, Búðardal, þingl. eign Kaupfélags Hvammsfjarðar, þrotabú. Uppboðsbeiðendur eru Andri Árnason, hdl., Brunabótafélag íslands, Lúðvík E. Kaaber, hdl. og Tómas Þorvaldsson, hdl. Ægisbraut 3, Búðardal, þingl. eign Kaupfélags Hvammsfjarðar, þrotabú. Uppboðsbeiðendur eru Brunabótafélag íslands, Ólafur Garðarsson, hdl., Gisli Baldur Garðarsson, hrl. og Einar S. Ingólfsson, hdl. Búðardal 4. janúar 1990. Sýslumaðurinn í Dalasýslu, Georg Kr. Lárusson, settur. Nauðungaruppboð fara fram á eftirtöldum fasteignum í skrifstofu embættisins, Bjólfs- götu 7, Seyðisfirði, miðvikudaginn 10. janúar 1990: SJÁLFSTIEDISFLOKKURINN ^ F F. L AGSSTARF Sjálfstæðismenn í Garðabæ Munið að skila heimsendum seðlum vegna tilnefninga á væntanleg- an framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnakosningarnar 1990. Seðlunum ber að skila á skrifstofu sjálfstæðisfélaganna, Lyng- ási 12, sunnudaginn 7. janúar 1990, milli kl. 17.00 og 21.00. Allir stuðningsmenn í Garðabæ geta gerst félagar og tekið þátt í tilnefn- ingunni. Hafi seðill misfarist geta félagar fengið seðil á sama tíma. Upplýsingar í síma 54084 á opnunartima. Sjálfstæðisfélögin. Akranes bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður hald- inn í Sjálfstæðis- húsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 7. janúar kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins mæta á fundinn. Æsir - klúbbur ungra sjálfstæðismanna af landsbyggðinni með aðsetur á höfuðborgarsvæðinu Stjórnarfundur verður þriðjudaginn 9. janúar kl. 21.00 í Valhöll. Allir velkomnir. Stjórnin. Fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna f Reykjavík - aðalfundur Fóðurstöð og útihús úr landi Fjósa, þingl. eigandi (sfeldur sf. Uppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki íslands, Brunabótafólag (s- lands og Byggðastofnun. Refabú Isfelds sf. ásamt 2ja ha lóð úr landi Hjarðarholts, þingl. eig- andi ísfeldur sf. Uppboðsbeiðendur eru Búnaðarbanki (slands, Brunabótafélag ís- lands, Gunnar Sólnes hrl. og Eggert B. Ólafsson. Sunnubraut 11, Búðardal, þingl. eigandi Svavar Garðarsson. Uppboðsbeiðendur eru Brunabótafélag íslands, Landsbanki (slands, veðdeild, Reynir Karlsson hdl., Jón Ö. Ingólfsson hdl., Gísli Kjartans- son hdl. og Búnaðarbanki (slands. Gillastöðum, Laxárdalshreppi, þingl. eigandi Jóhannes Jónsson. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki (slands, veðdeild. Kl. 15.00, Gamla barnaskólahúsinu Borgarfirði eystra, þingl. eign Saumastofunnar Nálinnar hf., eftir kröfum Tryggingastofnunar ríkis- ins, innheimtumanns ríkissjóðs, Andra Árnasonar, hdl. og Sveins H. Valdimarssonar, hrl. Annað og síðara. Kl. 15.10, Austurvegi 52, Seyðisfirði, þingl. eign Ólafs M. Ólafsson- ar en talin eign Elvars Kristjónssonar, eftir kröfum Helga Jóhannes- sonar, lögfræðings og veðdeildar Landsbanka (slands. Annað og síðara. Kl. 15.20, Skólagötu 2, Bakkafirði, þingl. eign Hermanns Ægis Aðalsteinssonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka islands. Ann- að og síðara. Sýslumaður Norður-Múlasýslu. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði. Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu miðvikudaginn 10. janúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ákvörðun um tilhögun á vali frambjóð- enda vegna borgarstjórnarkosninga. 3. Ræða: Davíð Oddsson, borgarstjóri. 4. Önnur mál. Fundarstjóri: Geir H. Haarde, alþingismaður. Fundarritari: Brynhildur Andersen, húsmóðir. Fulltrúar eru beðnir að sýna skírteini sín við innganginn. Alýir fulltrú- ar,. sem ekki hafa fengið fulltrúaráðsskírteini, eru beðnir að hafa nafnskirteini meðferðis. Stjórnin. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.