Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson
Slökkviliðsmenn aö störfum á vettvangi.
Beið bana í eldsvoða
ROSKINN maður beið bana í eldsvoða sem varð í íbúð hans í fjölbýl-
ishúsi við Öldugötu í Reykjavík um klukkan sjö í gærmorgun. Maður-
inn var einn í íbúðinni. Miklar skemmdir urðu á íbúð hans og reyk-
skemmdir í gangi hússins en annað fólk í húsinu sakaði ekki.
Eldsins varð vart þegar íbúi á
leið út varð var við reyk í ganginu
og gerði slökkviliði viðvart. Þegar
slökkvilið kom á staðinn stóðu log-
ar út um glugga í íbúð mannsins,
sem er á jarðhæð hússins. Eldurinn
var slökktur á skammri stundu.
Slökkviliðsmenn fundu manninn í
herberginu þar sem eldurinn hafði
geisað. íbúðin er mikið skemmd.
Skemmdir af sóti og reyk urðu í
stigagangi hússins.
Eldsupptök voru óljós í gær en
RLR vinnur að rannsókn málsins.
Uppgjör á skuld Arnarflugs við ríkið:
Eftir að fella niður 150 millj.
- segir Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnarflugs
STJÓRNENDUR Arnarflugs telja að félagið skuldi ríkinu ekki yfir 100
milljónir kr. eins og Ólafiir Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefur
áætlað. Segja þeir eftir að taka með í reikninginn niðurfellingu á 150
milljóna kr. af skuldum Arnarflugs við ríkið. Fulltrúar Arnarflugs og
fjármálaráðuneytis ræddu saman í gær en ekki fengust upplýsingar í
ráðuneytinu um skuld Arnarflugs. Sigurgeir Jónsson ráðuneytisstjóri
sagði að mál væru að skýrast en kvaðst að öðru leyti ekki getað fjáð
sig um málið. Fjárhagsvandi Arnarflugs birtist meðal annars í því að
um áramótin urðu stjórnendur félagsins að lresta greiðslu á bluta af
launum starfsmanna.
Kristinn Sigtryggsson fram-
kvæmdastjóri Arnarf lugs segist vona
að uppgjörsmál við ríkið skýrist á
næstu dögum. Hann neitar því að
Amarflug skuldi ríkinu yfir 100
milljónir kr. eftir að söluandvirði
Amarf lugsþotunnar hefur gengið til
greiðslu á skuldinni. Teldur hann að
misvísandi upplýsingar um skuld
þessa hljóti að stafa af því að ríkið
telji enn með skuldum Amarflugs
150 milljónir kr. sem ríkisstjómin
hefði ákveðið á síðasta vetri að fella
niður. Kristinn segir að þetta hefði
átt að gera að lokinni endurfjár-
mögnun félagsins. Hluti af henni
hefði verið endurfjármögnun á þo-
VEÐUR
! OAG W 12.00:
Heimild: Veðurstofa Í3lands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR I OAG, S. JANUAR.
YFIRLIT í GÆR: IJm 500 km suðsuðvestur af Vestmannaeyjum
er heldur vaxandi 985 mb iægð á hreyfingu norðaustur, en á vest-
anverðu Grænlandshafi er minnkandi 980 mb lægð. Vaxandi 983
mb iægð skammt norður af Nýfundnalandi hreyfist norðaustur.
GPÁ: Norð- og norðvestan átt, víðast 4—6 vindstig. Slydda aða
rigning á-Austurlandi en él á Norðvestur- og Norðurlandi, annars
jiurrt.
JEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
SiORFUR Á LAUGARDAG: Austan og sunnan gola sða kaldi. Rign-
ing víða á Suður- og Austurlandi fram á nótt, úrkomulítið og öllu
bjartara veður á norðvestanverðu landinu. í nótt snýst vindur smám
caman til norðan- og norðvestanáttar með slyddu eða snjókomu
um tíma á Norður- og Austurlandi en léttir heldur til á Suður- og
Vasturlandi. Hiti víðast á bilinu 0 til 4 stig.
^ Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrimar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■J0° H'rtastig:
10 gráður á Celsius
\J Skúrir
V Él
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
tunni sem ríkið leysti til sín eða sala
hennar. Nú væri þeim þætti málsins
lokið og ætti þá að ganga frá niður-
fellingu skuldanna. „Á meðan býst
ég við að ríkið telji þessa upphæð
með skuldum okkar. Þessi tala getur
ekki verið fundinn á annan hátt,“
segir Kristinn.
Samþykkt ríkisstjómarinnar sem
Kristinn vísar til, er frá 17. mars
síðastliðinn. Þá ákvað stjórnin með
hvaða hætti hún væri reiðubúin til
að koma Arnarf lugi til aðstoðar, svo
ekki komi til gjaldþrots fyrirtækis-
ins. Eftir fundinn sagði Steingrímur
J. Sigfússon samgönguráðherra að
ríkið væri tilbúið til að fella niður
150 milljónir kr. af skuldum Amar-
flugs, sem yrði eftir atvikum niður-
felling eða víkjandi lán. Jafnframt
væri ríkisstjórnin tilbúin til að að-
stoða við útvegum lána, enda yrðu
settar fullnægjandi tryggingar fyrir
þeim.
Arnarflug var með tvær þotur í
áætlunarflugi mest af síðasta ári,
þotuna sem ríkið leysti til sín í byij-
un árs og leigði Amarflugi og Sam-
vinnuferðum og þotu sem Amarf lug
hefur haft á leigu hjá bandaríska
fyrirtækinu Aviation Sales. Þota
ríkisins fór i skoðun til Banda-
ríkjanna í lok ársins og ríkið seldi
hana svo til flugfélagsins Atlanta
hf. síðastliðinn fimmtudag. Loft-
ferðaeftirlitið stöðvaði f lug Ieiguþot-
unnar þegar komið var að skoðun
hennar á milli jóla og nýárs. Amar-
flug óskaði eftir að losna undan
leigusamningunum þrátt fyrir að tæp
tvö ár séu eftir af honum. Kristinn
Sigtryggsson segir að þessi vél sé
ekki hentug miðað við breytta stefna
félagsins, þar sem nú sé miðað við
að áætlunarfluginu sé sinnt með
einni vél, í stað tveggja áður. Þeir
þurfi öflugri vél sömu gerðar og sé
í athugun að taka hana á leigu af
Aviation Sales eða annars staðar.
Arnarf lug hefur nú eina vél í milli-
landafluginu, Boeing 737-200 þotu
sem tekin var á leigu hjá Transwede
í Svíþjóð rétt fyrir áramótin og gild-
ir sá samningur í þijá mánuði, eða
til 1. apríl.
Bandalag íslenskra listamanna:
Astæðulaust er að gjör-
breyta sai Þjóðleikhússins
STJÓRN Bandalags íslenskra listamanna hefur sent frá sér eftirfar-
andi ályktun, sem hún gerði á fundi 3. janúar sl.:
>4^ WEÐUR l/ÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma iiiti veður Akureyri 2 1 álfskýjað iteykjavfk 3 rkúr ó oí8. klst.
3ergen 3 olskýjað
Helsinki :-1 ! kýjað
(aupmannah. 1 ['.okumóða
Jarssarssuaq +4 snjókoma
IMuuk +7 rnjókoma
Osló 0 pokumóða
Jtokkhólmur *1 r.kýjað
'Jórshöfn 0 skýjað
Algarve 14 ckýjað
Amsterdam 0 jiokumóða
Barcelona 13 mistur
Berlfn 0 snjókoma
Chicago +6 heiðskírt
Feneyjar vantar
Frankfurt vantar
Glasgow 3 mistur
Hamborg 2 poka
Las Palmas 17 skýjað
London 9 rign. ó síð. klst.
Los Angeles 8 heiðskirt
Lúxemborg 0 frostúði
Madrid 3 þokumóða
Malaga 15 léttskýjað
Mallorca 14 léttskýjað
Montreal vantar
hlew York 4 léttskýjað
Orlando 19 þokumóða
París 2 þoka
Róm 9 léttskýjað
Vín +4 þokumóða
Washington 7 alskýjað
Winnlpeg +18 snjókoma
„Bandalag íslenskra listamanna
bendir á, aö Þjóðleikhúsbyggingin
er listaverk með menningarsögulegu
gildi og allar breytingar á því, hið
innra sem ytra, ber að skoða í því
ljósi.
Þó sjálfsagt sé að gera breytingar
til hagræðis fyrir leiklistarstarfsem-
ina, er ástæðulaust að gjörbreyta
yfirbragði salarins einungis breyt-
inganna vegna eða til að fylgja tísku.
Stjórn Bandalags íslenskra lista-
manna fagnar umbótum, sem verða
til gagns og eflingar leiklist í hús-
inu, en lætur í ljós efasemdir um,
að stór hluti breytinganna, sem á
að gera í húsinu og þess kostnaðar,
sem veija á til þeirra, verði til bóta
fyrir áhorfendur eða þá listamenn,
sem í húsinu starfa. Telji byggingar-
nefnd nauðsyn á öllum þessum breyt-
ingum er sjálfsögð krafa, að hún
skýri þá nauðsyn opinberlega og
styðji það gögnum og rökum.
Brynja Benediktsdóttir, leik-
sljóri, forseti Bandalags
íslenskra listamanna.
Hjálmar H. Ragnarsson, tón-
skáld, varaforseti BÍL.
Einar Iíárason, rithöfundur, rit-
ari BÍL.
Stefán Benediktsson, arkitekt,
gjaldkeri BÍL.
Guðbjörg Björgvinsdóttir, list-
dansari.
Guðrún Alfreðsdóttir, leikari.
• Kolbeinn Bjarnason, hljómlist-
armaður.
María Iíristjánsdóttir, leik-
stjóri.
Þorsteinn Jónsson, kvikmynda-
leikstjóri og
Þór Vigfússon, inyndlistarmað-
ur.“
Samningafundur ASÍ og VSÍ:
Línur skýrðust
FUNDUR samninganefhda Alþýðusambands tslands og Vinnuveitenda-
sambands íslands stóð frá kl. 14 í gær til að ganga 18. Aðilar beggja
sögðu í samtölum við Morgunblaðið að fundurinn hefði verið góður,
linur skýrst, cn enn vantaði nokkuð á að liægt væri að kynna ákveðna
hugmyndafræði úti í aðildarfélögunum. Ásmundur Stefánsson, forseti
ASI sagðist vonast til þess að línur skýrðust enn um helgina og nýr
fundur yrði haldinn siðdegis á mánudag. Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdasfjóri VSÍ sagði í samtali við Morgunblaðið að grundvöllur
þessara viðræðna og sameiginlegt markmið beggja aðila væri að halda
kaupmætti eins háum og hægt væri, við sem hæst atvinnustig.
„Við munum reyna að draga for-
sendumar það skýrt upp fyrir okkur
í eigin hópi um helgina að við getum
farið að ræða þær við aðildarfleögin
eftir helgina," sagði Ásmundur.
Hann kvaðst telja að stutt væri í það
að línur skýrðust nógu mikið til þess
að svo gæti orðið.
Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ sagði að fundur-
inn í gær hefði sýnt enn frekar að
áhugi beggja aðila á að sigla hér
með öllum mögulegum tiltækum ráð-
um til lágrar verðbólgu á þessu ári
væri óbreyttur, og færi jafnvel vax-
andi. „Þetta gengur samt hægar en
maður hefði viljað sjá,“ sagði Þórar-
inn. Enn skorti á að ASI og VSÍ
væru búin að koma sér saman um
og setja upp það dæmi sem yrði raun-
verulegur útgangspunktur í endan-
legum viðræðum við bændasamtök,
í samráði við bankakerfi og í sam-
tölum við ríkisstjóm.
„Atvinnurekstrinum er það síður
en svo keppikefli að ná kaupmættin-
um niður í þessu landi,“ sagði Þórar-
inn, „á hinn bóginn eru umsvifin í
efnahagskerfinu margfeldi af kaup-
mætti og fjölda þeirra sem eru í
starfi. Það er þetta margfeldi sem
við viljum hafa sem allra hæst. Það
er öllum ljóst að ef við fórnum verÖ-
lagsmarkmiðunum, þá gengur það
út yfir fjölda þeirra sem eru í starfi.
Um þessi markmið sýnist mér vera
full samstaða. Ég tel því að við séum
ennþá á_ré_ttri_leið.“_