Morgunblaðið - 06.01.1990, Blaðsíða 13
13
er mikill harmur kveðinn að foreldr-
um hans og systkinum. Hvers
vegna þarf lífið að vera svona stutt?
Svörin þekkjum við ekki. En
mannlífið á sitt upphaf og sín enda-
lok.
Ástúð og umhyggja foreldra Jóns
Eiðs í veikindum hans var einstæð
og gerði honum léttara að þola erf-
iðan sjúkdóm. Nákomin ættmenni
hans og samstarfsmenn gerðu einn-
ig allt sem í þeirra valdi stóð til
þess að dreifa áhyggjum hans og
færa honum stopular gleðistundir.
Seint líður sólarlaus dagur.
Á Landspítalanum naut hann
aðhlynningar og umsjár ágætra
lækna og starfsfólks. Slíkt verður
ekki þakkað svo sem vert er.
Styrk í erfiðri lífsreynslu ástvina
Jóns Eiðs Guðmundssonar er helst
að sækja í von og trú. Eftirlifendur
eiga minningar um góðan dreng og
þakka stutta en ánægjulega sam-
fyigd.
Við Guðrún, börn okkar og
tengdaböm, sendum foreldrum
Jóns Eiðs innilegar samúðarkveðj-
ur, svo og systkinum hans og öðru
venslafólki.
„Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öllum oss faðminn breiðir."
(E. Ben.)
Þ. Ragnar Jónasson
Það er svo sárt. Það er svo sárt
að kveðja hann Jón Eið. Það er svo
ljúft. Það er svo ljúft að hafa þekkt
hann Jón Eið. Hann fæddist og ólst
upp í næsta húsi. Ég þekkti hann
alla tíð. Nú fer hann aftur heim í
fjörðinn fagra til þess að hvíla við
rætur fjallanna sem veita skjól og
öryggi, og veittu okkur skjól og
öryggi í bemskunni, þegar fjöl-
skyldur okkar bjuggu hlið við hlið
og vinátta ríkti alla tíð.
Nákvæmlega sama dag fyrir níu
árum lést móðir mín en þau Jón
Eiður vom miklir vinir. Vináttu sína
sýndi hann með ógleymanlegri
hjálpsemi þegar hún var veik og
þau voru mörg óeigingjömu sporin
sem hann gekk fyrir hana. Nú
ganga þau veg eilífðarinnar. Hann
Jón Eiður á ríkan sjóð, þar sem
mölur og ryð frá ekki grandað.
Hann háði erfiða baráttu en ein-
hvern veginn finnst mér eins og
hann hafí ekki tapað. Dauðinn er
ekki sigurvegari, hann er aðeins
sönnun lífsins. Allt sem hefur lifað
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1990
deyr. Jón Eiður gaf okkur með lífi
sínu og baráttu og hann gaf ríku-
lega, hans lífsmáti var að gefa og
hann var alinn upp í því umhverfi
að það væri sælla að gefa en þiggja.
í slíku umhverfi stendur enginn
einn. Jón Eiður stóð ekki einn þeg-
ar síðasta omstan var háð. Fjöl-
skyldan stóð saman styrk og með
ríka trú. Foreldrar hans Guðmundur
Jónasson og Margrét Jónsdóttir.
Systkini hans og makar þeirra hafa
sýnt að mennimir eru stórir þegar
á móti blæs og styrkurinn felst í
samheldni, samhygð og sannri trú.
Missirinn er mikill og sár en
minningamar lifa og það er ljúft
að eiga minningar um þennan góða
dreng.
Elsku Margrét, Guðmundur, Jón-
as og Addý. Guð styrki ykkur á
þessari sorgarstund. Guð blessar
minninguna um Jón Eið.
Sigríður K. Stefánsdóttir
Jón Eiður Guðmundsson kom til
starfa í Samvinnubanka íslands hf.
strax er hann hafði lokið Verslunar-
skólaprófi árið 1982, þá 18 ára.
Hann hóf þá störf í útlánadeild
bankans í Bankastræti 7, þar sem
hann vann æ síðan, uns þau veik-
indi sem nú hafa orðið honum að
aldurtila bundu enda á starfsgetu
hans.
Jón Eiður vakti þegar athygli
fyrir stundvísi, prúðmennsku og
samviskusemi. Hann vildi hvers
manns vanda leysa og lagði sig
mjög í framkróka við að veita við-
skiptavinum bankans sem besta
þjónustu.
Við samstarfsfólk sitt var hann
í fyrstu dulur og gat virst fáskipt-
inn, en við nánari kynni duldist
ekki sá góði og indæli drengur sem
bak við skelina leyndist.
Þegar kornungur maður verður
að þola langt og erfitt veikindastríð
koma óneitanlega í hugann orð
þjóðskáldsins sem sagði:
„Til eru fræ sem fengu
þann dóm
að falla í jörð og verða
aldrei blóm.“
En blómin hans Jón Eiðs verða
þó eftir í minningu fjöskyldu hans
og samstarfsfólks og þau blóm
fölna aldrei.
Við þökkum honum samstarfið
og geymum minningu um góðan
dreng. Foreldrum hans og öðrum
ástvinum sendum við samúðar-
kveðjur.
Samstarfsfólk í Sam-
vinnubanka Islands hf.
ÍjL\ Hjálparsveit skáta
vÆ/ Reykjavík
Þrettánda
flugekflar
Opið frá kl. 10-18 í dag
í Skátabúðinni við Snorrabraut.
20% afsláttur af öllum vörum.
Styðjið okkur - stuðlið að eigin öryggi
Notadir
TOYOTA
Notaðir
EINSTAKT TÆKIFÆRI
26 stykki Toyota Corolla STD Sedan árg. 1988
seld á frábæru verði á meðan birgðir endast
TOYOTA
Hafið samband við sölumenn í síma 44144
Athugið! Við tökum frá bíla
TOYOTA
TOYOTA