Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 14

Morgunblaðið - 10.01.1990, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990 Umhverfisráðuneyti eftirJón Sveinsson Á Alþingi er nú til umfjöllunar stjórnarfrumvarp er gerir ráð fyrir stofnun sjálfstæðs umhverfisráðu- neytis. Af því tilefni er ástæða til að fjalla stuttlega um aðdraganda málsins og helstu sjónarmið. Tilraunir til lagasetningar Frá árinu 1975 hefur ítrekað verið reynt að koma á heildarlög- gjöf um umhverfismál, yfirstjórn þeirra og umhverfisvernd. Allar slíkar tilraunir hafa til þessa runnið út í sandinn. Lengst var komist á síðasta þingi þegar lagt var fram stjórnarfrumvarp um umhverfismál er gerði bæði ráð fyrir stofnun sjálf- stæðs ráðuneytis og afmörkun verkefna þess. Frumvarpið var lagt fram nokkuð seint, eða í apríl 1989. Mætti það nokkurri andstöðu og varð því ekki útrætt. Við umfjöllun þess kom þó glöggt í ljós, að mikill meirihluti var innan Álþingis fyrir stofnun umhverfismálaráðuneytis og mótun framtíðarstefnu á því sviði. • Skipan umhverfísmála hérlendis Þótt yfirstjórn umhverfismála hér á landi sé ekki samræmd hefur margt áunnist síðustu árin. Hafa ýmis ný lög markað viss þáttaskil. Má nefna náttúruverndarlöggjöf frá 1971, löggjöf um skipulag ferða- mála, lög um Landmælingar íslands og lög um Geislavamir ríkisins, öll frá 1985, um varnir gegn megnun sjávar og gegn hættulegum efnum frá 1986, um eiturefni og hættuleg efni og um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit frá 1988 og um ráð- stafanir af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvömr frá þessu ári. Þá hefur heilbrigðisráðherra nýlega sett reglugerð þar sem stangari kröfur eru gerðar um mengunar- vamir. Heildaryfirstjóm umhverfismála skortir þó enn. Eru málaflokkarnir dreifðir víða um stjórnkerfið og lúta nú stjóm átta mismunandi ráðu- neyta. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti fer með mál er varða hollustuhætti og mengunar- vamir, eftirlit með matvælum og öðmm neyslu- og nauðsynjavörum, eiturefni og hættuleg efni, og Geislavarnir ríkisins. Menntamálaráðuneytið fer með mál er varða náttúmvemd, verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyj- arsýslu, sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, dýravemd, fugla- veiðar og fuglafriðun, eyðingu svartbaks, friðun hreindýra og eft- irlit með þeim, Náttúmfræðistofnun Islands og friðlýsingu húsa. Landbúnaðarráðuneyti fer með mál er varða gróðurvernd og skóg- rækt, eyðingu refa og minka og embætti veiðistjóra. Samgönguráðuneytið fer með mál er verða varnir gegn mengun sjávar, Siglingamálastofnun ríkjs- ins, loftferðir og Landmælingar ís- lands. Félagsmálaráðuneyti fer með mál er varða skipulag, embætti skipulagsstjóra, skipulagsstjóm ríkisins og byggingarmál. Sjávarútvegsráðuneytið fer með mál er varða friðun fiskimiða, hvalveiðar, selveiðar og um bann við losun hættulegra efna í sjó. Iðnaðarráðuneyti fer með ýmis sérlög, um verksmiðjur t.d. ál- bræðslu í Straumsvík, kísilgúrverk- smiðju við Mývatn og jámblendi- verksmiðju í Hvalfirði. Einnig fer iðnaðarráðuneyti með nýsamþykkt lög um ráðstafanir gegn umhverf- ismengun af völdum einnota um- búða fyrir drykkjarvörur. Utanríkisráðuneytið fer með öll umhverfismál á umráðasvæði varn- arliðsins og gerð milliríkjasamninga um umhverfismál. Mörg ráðuneyti fjalla því um umhverfismál, hvert á sínu af- markaða sviði. Er ástæða til að ætla að heildarsýn yfir málaflokk- inn sé ófullnægjandi. Helstu rök Skipta má röksemdum fyrir því að skipa umhverfismálum í eitt ráðuneyti í þijá flokka; alþjóðleg rök, almenn innlend rök og sam- ræmingarrök. 1. I alþjóðlegu samhengi hefur verið bent á að vemdun andrúms- loftsins sé brýnt sameiginlegt verk- efni allra þjóða. Baráttan um vernd- un ósonlagsins, um varnir gegn hættulegum lofttegundum og súra regnið eru sameiginleg svo nokkuð sé nefnt. Sama má segja um verndun hafs- ins og verndun fiskimiða, sem lífsafkoma margra þjóða byggist á. Óhöpp kjarnorkukafháta og fyrir- ætlarnir um byggingu endur- vinnslustöðva fyrir kjarnorkuúr- gang verða til þess að minna okkur óþægilega á þessa staðreynd. Umhverfismál em m.ö.o. ekki einkamál einstakra ríkja. 2. Á hátíðastundum er hér á landi oft rætt um hreint og ómeng- að land. Sú fullyrðing er rétt að vissu marki, sérstaklega ef borið er saman við ástandið í háþróuðum iðnaðarlöndum, sem eiga við margvísleg mengunarvandamál að stríða. ísland er hins vegar ekki eins hreint og ómengað og oft er haldið fram. Umgengni við iandið og náttúruna er því víða slæm. Ýmis dæmi má nefna: ★ Skolpmengun er víða í fjömm og holræsi sveitarfélaga ófullnægj- andi. Nýtt INNHVERF ÍHUGUN er huglæg þroskaaðferð, sem allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi. Nýtt námskeið hefst með kynningarfyrirlestri á morg- un, fimmtudag, á Laugavegi 18a (4. hæð) kl. 20.30. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið. MaharUhi Mahcsh Yogi HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn og auka einbeitingu við lestur? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum iestrarhraða og bættri námstækni? Svarir þú játandi, skaltu láta skrá þig á næsta hraðlestrarnámskeið sem hefst fimmtudaginn 25. janúar nk. Skráning öll kvöld frá kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN ★ Mengun frá iðjuverum og iðn- fyrirtækjum er víða um land, í lofti, í sjó og á landi. ★ Opnir sorphaugar sveitarfélaga eru allvíða og sífelldur ágreiningur um urðun sorps. ★ Meðferð umbúða svo sem gler- vara, dósa og askja, úti á víða- vangi, við laxveiðiár og á útivistar- svæðum er víða áfátt. Með nýsam- þykktum lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur er þó leitast við að bregðast við þessum vanda. ★ Hirðuleysi er víða í bæjum og um sveitir, t.d. er áberandi fjöldi gamalla og ónothæfra bifreiða og tækja á athafnasvæðum fyrirtækja, við þjóðvegi og á víð og dreif um landið. ★ Eitt alvarlegasta umhverfis- vandamálið er þó umgengni lands- manna á liðnum árum og öldum við gróður, kjarr og skóga landsins. Gróður er á stöðugu undanhaldi, þ. á m. náttúrulegir birkiskógar. Tillitsleysi hefur því miður ríkt allt of lengi gagnvart landinu. Umhverfisvandamálin eru því víðaT 3. Á ýmis atriði hefur verið bent til rökstuðnings samræmdri stjórn umhverfismála. ★ Afgreiðsla og stefnumótun verður greiðari og mál lenda síður í veltingi milli ráðuneyta eða sér- stofnana þeirra. ★ Líklegt er að ábendingar í um- hverfismáium komi fyrr fram þegar ábyrgð á afgreiðslu skyldra mála er í meginatriðum á einni hendi. ★ Dregið er úr hagsmunaárekstr- um sem fylgja því að atvinnuvega- sjónarmið og tengd friðunar- og verndunarsjónarmið heyra undir sama ráðuneyti eins og nú er al- gengast. ★ Á alþjóðavettvangi er afar mik- ilvægt að festa í sessi þá ímynd að ísland sé hreint og óspillt land, m.a. með hliðsjón af útflutningi á matvælum og vaxandi ferðamanna- þjónustu. Umhverfisráðuneyti sem markaði stefnu á þessu sviði og hefði nauðsynlega yfirsýn er líklegra til árangurs en mörg ráðu- neyti hvert á sínu sviði. ★ Nauðsynlegt er að einn aðili hafi yfirumsjón með ört vaxandi erlendum samskiptum á sviði um- Jón Sveinsson „Um þessar mundir eykst áhersla á um- hverfismálin um heim allan. Er líklegt að sú umfjöllun fari enn vax- andi, einnig hérlendis. Verða Islendingar á sama hátt og aðrar þjóðir að taka ákveðið og skipulega á þessum málum bæði á innlend- um og alþjóðlegum vettvangi.“ hverfismála og taki þátt í alþjóð- legri samningsgerð. Andstaða Andstaðan við stofnun sjálfstæðs umhverfisráðuneytis hefur annars vegar byggst á andstöðu við stofn- un sjálfstæðs ráðuneytis og hins vegar á ýmsum faglegum sjónar- miðum er tengjast flutningi og meðferð verkefna. Ýmis rök gegn stofnun sjálfstæðs umhverfisráðuneytis hafa verið sett fram. Meðal annars hefur verið bent á: ★ Að auðveldlega megi koma verkefnum fyrir með starfsemi ann- arra ráðuneyta eins eða fleiri. Hafa sjónir manna einkum beinst að fé- lagsmálaráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti eða sam- gönguráðuneyti, ýmist að fullu og öllu eða að hluta. Af og til hefur verið rætt um stofnun sérstakrar umhverfismálaskrifstofu innan for- sætisráðuneytisins. ★ Að stofnun umhverfisráðuneyt- is hafi aukinn kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð. ★ Að hætta sé á að ráðuneytið þenjist út, verði mikið bákn og auki á miðstýringu. ★ Að hagsmunaaðilum í atvinnu- rekstri og jafnvel sveitarfélögum verði gert erfitt fyrir að ýmsu leyti og kostnaður þeirra aukist vegna ákveðnari kröfu um umhverfis- vernd og hollustuhætti. Andstaðan við flutning verkefna til nýja ráðuneytisins byggist aðal- lega á þremur sjónarmiðum. ★ I fyrsta lagi er ágreiningur um hvaða málefni teljist fræðilega séð til umhverfismála. ★ í öðru lagi er því haldið fram að hagsmunir stangist á og verði oft lítt samrýmanlegir, efnahagsleg sjónarmið annars vegar og vernd- unarsjónarmið hins vegar muni tog- ast á. ★ I þriðja lagi að skilið verði á milli nýtingar og verndunar auð- linda. Best fari á því að þeir sem nýta auðlindir sjái einnig um vernd- un þeirra, enda eigi þeir mest und- ir skynsamlegri nýtingu. Er gjarnan vísað til Brundtland-skýrslunnar svonefndu í þessu efni. Niðurlag I þessu máli sem svo mörgum öðrum eru sjónarmið skipt. Stofnun umhverfisráðuneytis mun vissulega kosta fé. Takist okkur að bæta umhverfi okkar og vernda fyrir komandi kynslóðir er því fé hins vegar vel varið. Ljóst er þó að gæta verður fyllsta aðhalds og ráð- deildar í uppbyggingu ráðuneytisins svo að það verði ekki það „bákn“ sem sumir óttast. Um þessar mundir eykst áhersla á umhverfismálin um heim allan. Er líklegt að sú umfjöllun fari enn vaxandi, einnig hérlendis. Verða íslendingar á sama hátt og aðrar þjóðir að taka ákveðið og skipulega á þessum málum bæði á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Stofnun umhverfisráðuneytis er mikilvægt skref í þá átt. Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra. Umboðsmaður Alþingis: Landbúnaðarráðuneytíð skortí lagaheimild til búflártalningar GAUKUR Jörundsson, umboðsmaður Alþingis, hefúr komist að þeirri niðurstöðu að lagaheimild hafi skort til þeirrar ákvörðunar land- búnaðarráðuneytisins, að mæla fyrir um sérstaka búfjártalningu samhliða skoðun forðagæslumanna síðastliðið vor, og ráðuneytinu beri að afla sér viðhlítandi lagaheimildar ef endurtaka eigi slíkar aðgerðir. Telur hann að fara eigi með þær upplýsingar sem saftiað var í búfjártalningunni samkvæmt lögum um kerfisbundna skrán- ingu á upplýsingum um einkamálefni, en það gildi þó ekki um þá notkun forðagæsluskýrslna, sem heimil sé samkvæmt búfjárræktar- lögum. Síðastliðið vor barst Gauk Jör- undssyni kvörtun vegna þess að landbúnaðarráðuneytið hefði fyrir- skipað sérstaka talningu búfjár á landinu, þar sem hvorki hefði verið lagaheimild til þessara aðgerða né til þess að fá atbeina lögreglu til þeirra. Búfjártalningin var sam- kvæmt ákvörðun landbúnaðarráðu- neytisins undir yfirstjórn Búnaðar- félags Islands, en dómsmálaráðu- neytið fól lögreglustjórum um land allt að sjá til þess að hreppstjórar eða lögreglumenn framkvæmdu talninguna ásamt forðagæslumanni eða öðrum fulltrúa viðkomandi sveitarstjórnar. í áliti Gauks kemur fram að sam- kvæmt fyrirliggjandi gögnum hafi búfjártalningin miðað að því að afla traustra upplýsinga um búfjár- eign landsmanna, einkum í þágu stjórnar búvöruframleiðslu og áætl- ana á sviði lándbúnaðar. Fram kem- ur í álitinu að búfjárræktarlög heimila talningu búfjár og aðgang að útihúsum í þarfir eftirlits með ásetningi og fóðrun búfjár. og í sömu lögaim sé Hagstofu Islands heimiluð afnot af forðagæsluskýrsl- um til úrvinnslu. Heimild til að telja búfé og skrá éigendur þess með atbeina lögreglu, og almenn not slíkra upplýsinga í stjórnsýslu, verði hins vegar ekki byggð á ákvæðum búfjárræktarlaga né laga um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á bú- vörum, sem heimila að aflað sé með ákveðnum hætti tiltekinna upplýs- inga í þágu Framleiðsluráðs land- búnaðarins, og ekki sé neinum vafa bundið að slík ákvörðun þarfnist skýrrar heimildar í lögum. Sú niður- staða leiði af þeirri meginreglu að ráðstafanir f stjórnsýslu, sem rask- að geti einkahögum manna, verði að styðjast við lög. Niðurstaða Gauks Jörundssonar, umboðsmanns Alþingis, er því sú, að lagaheimild hafi skort til þeirrar ákvörðunar landbúnaðarráðuneyt- isins að mæla fyrir um sérstaka búfjártalningu samhliða skoðun forðagæslumanna. Telur hann sér- staka ástæðu til að leggja áherslu á, að það leysi ekki undan nauðsyn lagaheimildar til ráðstafana á vett- vangi stjórnsýslu, að um þarfar og nauðsynlegar ráðstafanir sé að ræða. Það sé hlutverk Alþingis í tilvikum sem hér um ræðir að ákveða með hliðsjón af þeim hags- munum sem í húfi eru, hvaða úr- ræði skuli vera stjórnsýslunni til- tæk. Eru það tilmæli Gauks að land- búnaðarráðuneytið afli sér við- hlítandi lagaheimildar ef endurtaka á ráðstafanir sem um sé fjallað, og jafnframt vekur hann athygli á því að af niðurstöðu álits hans leiði, að fara skuli með upplýsingar þær sem safnað var í búfjártalningunni sam- kvæmt lögum um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamálefni. Það gildi þó ekki um þá notkun forðagæsluskýrslna, sem heimil er samkvæmt búfjárræktar-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.