Morgunblaðið - 10.01.1990, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.01.1990, Qupperneq 23
og aðr- imdar Morgunblaðið/Árni Sæberg briminu upp á Svírabryggju. eldi Grindavíkur, en þar flæddi sjór inn í dæluhús og við það stöðvuð- ust vélar. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og aðstoðaði það við að dæla sjó úr dæluhúsinu. I gær hafði tekist að gangsetja tvær af þremur vélum og auk þess var súrefniskút- um komið fyrir við öll kerin árla þriðjudagsmorguns, en hætta var á að allur fiskur dræpist í keijunum af súrefnisskorti. M OHGIJNBLADID MIÐVIKUpAGUjt 10. JANÚAR 1990 Á Eyjabakka flettist malbik ofan af bryggjunni og barst út um allt, en þar höfðu staðið yfír miklar endur- bætur. „Ég fékk tvö líf þessa nótt“ ÓLAF Ágústsson, vélstjóra og einn eigenda Reynis GK í Grindavík, tók út af Eyjabakka þegar hann var á leið í skip sitt í óveðrinu aðfaranótt þriðjudags. Ólafúr barst út í sjó með útsogi en hann náði taki á fleka og bjargaðist á land í um 300 metra fjarlægð frá Eyjabakka. Um tveim- ur klukkustundum eftir að Ólafur kom heim til sín eftir svaðilfórina barst honum sú fregn að dóttir hans hefði þá alið barn. „Ég ætlaði að fara um borð í bátinn um klukkan hálftvö. Stýri- maður og annar vélstjóri voru þá komnir um borð. Sjórinn náði mér upp að hnjám þegar ég var skammt frá skýli björgunarsveitarinnar og ég ætlaði að reyna að skjótast um borð í bátinn þegar þessa ógurlegu fyllu bar inn á höfnina og færði allt í kaf. Ég náði taki á spotta í fleka sem kom æðandi á móti mér og náði að komast upp á hann. í útsog- inu bar mig um 300 metra leið og flekinn lenti rétt við slippinn,“ sagði Svavar. „Ég fékk tvö líf þessa nótt,“ sagði Unnur, eiginkona Ólafs. „Dóttir mín, Iris, ól stúlkubarn og Ólafur bjargað- ist.“ Ólafur sagðist ekki hafa fundið til kulda meðan hann var í sjónum og hefði óttast það mest að vinnu- skúrar rétt við skýli björgunarsveit- arinnar lentu á sér. „Ég sá að þeir voru komnir á hreyfingu en ég hafði engan tíma til hugsa meðan ég var í sjónum og fann ekki til kulda fyrr en ég skreiddist af flekanum við slippinn," sagði Ólafur. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Ólafur ásamt eiginkonu sinni, Unni Guðmundsdóttur, og barna- barninu Agli Ævarssyni. iókunn og 3 um nóttina, en Arnbjörn kvaðst hafa komið í húsið um kl. hálftvö til þess að ná í bönd til þess að binda niður hjólhýsi við heimahús,en þá var allt með felldu í fiskverkunarhúsinu. Jafnhliða slökkvistarfi unnu menn að því að bera farg á járn og annað laus- legt eftir eldsvoðann. eftir í rústunum nema stálið bert. Morgunblaðið/Rax. í gær stóðu rústir fískverkunarhússins í Sandgerði einar eftir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Varði bátinn með vörubíl Morgunblaðið/Árni Sæberg Sóley KE, bátur Svavars laskaðist töluvert og þegar verstu hryðjurn- ar gengu yfir ýtti báturinn vörubílnum á undan sér. SVAVAR Ingibersson, annar eig- enda fiskverkunarhússins sem brann til kaldra kola í Sandgerði aðfararnótt þriðjudags, er jafti- framt eigandi Sóleyjar KE 15, plastbáts sem stórskemmdist í óveðursnóttina. Sóley KE, stóð í vari upp við Norð- urgarðinn en í áhlaupinu í fyrrinótt fóru búkkar undan bátnum og hann valt á hliðina. Svavar ók þá vörubíl sínum upp að bátnum til að varna því að hann færðist frekar úr stað. „Síðan settist ég upp í annan bíl og fylgdist með því þegar annað brot skall á bátnum sem rann áfram nokkra metra og ýtti vörubílnum á undan sér. Ég vissi að í nokkur hundruð metra fjarlægð brann fisk- verkunarhúsið," sagði Svavar. Svavar var með öll sín veiðarfæri í fiskverkunarhúsinu og nemur tjónið mörgum milljónum króna. „Það var ekkert af þessu tryggt. Á mánudag- inn kom eigandi eins báts með 54 beitt bjóð inn húsið,“ sagði Svavar. 23 Vestmannaeyjar: Óverulegar skemmdir Vestmannaeyjum. ÞRÁTT fyrir mikinn veður- ham urðu óverulegar skemmdir á eignum í Vest- mannaejjum. Mikill sjógang- ur var þó við Eyjar og gekk sjórinn sums staðar langt á land. Að sögn lögreglunnar í Eyjum var þó nokkuð um að járplötur fykju af þökum og einnig var talsvert um rúðubrot. Einhveijar bifreiðir skemmdust í óveðrinu en ekkert stórt tjón varð. Hjálp- arsveit skáta í Vestmannaeyjum var kölluð til aðstoðar aðfara- nótt þriðjudags og sinnti 41 út- kalli um nóttina. Heijólfur felldi niður ferð til Þorláksháfnar í gær og kennsla var felld niður í grunnskólum bæjarins. Grímur Laust dót áflugi TÖLUVERT var um að Reyk- víkingar leituðu Iiðsinnis vegna hvassviðrisins í fyrri- nótt. Oftast var það vegna /njislegs lauslegs dóts, sem fauk um og skapaði hættu. Klukkan tvö um nóttina rifn- uðu tré upp með rótum í garði við Suðurgötu, vindurinn reif jólatré laust í Skipholti og lausar jakplötur ollu mörgum vand- ræðum. Stórgrýti og þari kast- aðist upp á veginn við Ánanaust og var vegurinn lokaður um tíma. Þá voru einnig vandræði vegna sjógangs og gijótflugs í Skeijafirði. Flæddiað I hrossum Holti. TVÖ hross drápust en 28 björguðust er flæddi að 30 hros'sum frá Beijanesi, en þau voru stödd við vestanverðan Holtsós er illviðrið gekk yfír landið í gær. Mikið brim gekk þá skyndilega yfir sjávar- kambinn við ósinn og hækkaði yfirborð í honum verulega á mjög stuttum tíma. Hrossin voru stödd í mýrinni vestan við ósinn er flæddi inn á hann. Líkast til hefur fyrst flætt að þeim landmegin og þau síðan leitað út í ósinn. Þegar að hross- unum var komið, náði sjór þeim í miðjar síður og var farið að draga af þeim. Kallaðar voru til björgunarsveitir, bæði undan Austur- og Vestur-Eyjafjöllum og loks kom björgunarsveitin frá Vík á staðinn með bát. Að lokum tókst við illan leik að bjarga hrossunum, en tvö þeirra voru þá svo aðframkomin að þau drápust. _ Fréttaritari Sviptivind- ar á Húsavík Húsavík. Skemmdir eða skaðar á Húsavík, vegna óveðursins sem gekk yfír landið, hafa ekki orðið verulegir svo vitað er. Um þrjúleytið í gær gerði hér mikla sviptivinda suður á Haukamýri, og náðu þeir syðst í bæinn en ekki svo telj- andi hafi verið í Norðurbæinn. í þessum vindhviðum fauk lítill braggi og vegavinnuskúr sem voru á Haukamýrinni. Bátur sem eigandinn hafði flutt heim á lóð sína í Suðurbæinn, fauk yfir á næstu lóð. Tómur tengi- vagn sem stóð þvert á veðrið valt á hliðina. Þessir sviptivindar gengu yfir flugvöllinn og feyktu þar gijóti sem gerði göt á rúður eins og eftir byssukúlur og braut þannig og skemmdi yfir 20 rúður Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.