Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 26
Dalvíkurbær:
Gefiir UMFS 2,5 millj-
ónir í afinælisgjöf
BÆJARSTJÓRN Dalvíkur samþykkti á fundi sínum í gær, að veita
Ungmennafélagi Svarfdæla 2 milljónir króna til framkvæmda á
íþróttasvæði félagsins. Auk þess var samþykkt að veita félaginu allt
að 500 þúsund. krónur til afborgana á Iánum þess, Ungmennafélag
Svarfdæla átti 80 ára afmæli 30. desember síðastliðinn og á afmælis-
hátíð sem þá var haldin tilkynnti Trausti Þorsteinsson forseti bæjar-
stjórnar um gjöf bæjarins til félagsins.
Björn Friðþjófsson varaformaður
Ungmennafélags Svarfdæla sagði
að búið væri að byggja upp æfinga-
svæði á félagssvæðinu, en hann
reiknaði með að framkvæmdir við
aðalvöllinn færu í gang í byijun
sumars. Ætlunin er að gera knatt-
spyrnuvöll við æfingasvæðið og í
tengslum við hann fullkomna frjáls-
íþróttaaðstöðu.
„Þetta er mjög höfðingleg gjöf
og við erum afar ánægð og þakklát
fyrir hana. Við vonum að sú að-
staða sem við erum að byggja upp
muni nýtast öllum bæjarbúum,“
sagði Björn. Hann sagði að fram-
kvæmdir við íþróttasvæði félagsins
væri alfarið kostað af félaginu
sjálfu, en það nyti styrkja frá ríki
og bæ. Á síðasta ári veitti bæjarfé-
lagið 500 þúsund krónum til upp-
byggingarinnar og ríkið 250 þúsund
krónum.
Leikfélag Akureyrar:
Æfingar hafiiar á verk-
inu Heill sé þér þorskur
ÆFINGAR eru hafnar á þriðja leikverki Leikfélags Akureyrar á
þessu leikári, en það er nýtt íslenskt verk eftir Guðrúnu Ásmunds-
dóttur og er heiti þess, Heill sé þér þorskur, sótt í Ijóðlínu eftir
Hannes Hafstein. I verkinu er sagt frá sjómönnum og þeirra fólki
og er þar fléttað saman samtalsforminu, ljóðum, dægur- og sönglög-
um af ýmsu tagi.
Verkið er byggt á sögunni
Tíðindalaust í kirkjugarðinum eftir
Jónas Ámason, en þar segir frá
gömlum sjómanni sem á sér það
takmark að byggja yfir sig stórt
grafhýsi. Leikritið gerist allt í
kirkjugarðinum, en þrátt fyrir stað-
setninguna er létt yfir verkinu.
Mikið er af tónlist í verkinu, sjó-
mannalögum og þekktum slögur-
um, en auk þess verða flutt mörg
laga Bubba Morthens, þekkt sem
óþekkt. Til stóð að fá Bubba til að
vera með í leikritinu, en útgáfufélag
Hrísey:
Eyfell E A selt kvótalaust
STEFNT er að því að selja Eyfell EA-540 kvótalaust, en Útgerðarfélag
KEA í Hrísey tók skipið upp í er það seldi Snæfell EA til Þorbjarnar hf.
í Grindavík seint á síðasta ári. Eyfell EA var áður Sigurður Þorfinns-
son GK og er það 170 tonna togskip.
Skipt var á skipunum í Reykjavík
fyrr í þessari viku, en Eyfellið er
væntanlegt til Hríseyjar í næstu viku.
Jóhann Þór Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags KEA í
Hrísey sagði að skipið yrði selt kvóta-
laust ef viðunandi tilboð fengist í
það. Ef slíkt boð bærist ekki í skipið
yrði það fyrst um sinn gert út' á
rækjuveiðar og er nú verið að gera
það klárt á veiðar. Skipið mun leggja
upp afla hjá Söltunarfélagi Dalvíkur.
/fTk
TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI
Hafnarstræti 81, sími 21460 - 21788.
Innritun á vorönn
Tekið verður á móti umsóknum nýrra nemenda fyrir
vorönn 1990 á skrifstofu skólans á milli kl. 13.00
og 17.00 alla virka daga fram til 18. janúar.
Kennsla á vorönn hefst 25. janúar. Hægt er að
bæta við nemendum í forskóla á selló og málmblást-
urshljóðfæri. Einnig verður boðið upp á tíma ítónlist-
arsögu og hlustun fyrir almenning.
Nánari upplýsingar á skrifstofu skólans.
hans í Englandi hefur kallað hann
til sín þar sem verið er að gefa út
plötu hans þar, svo ekkert verður
af því að Bubbi stígi á fjalirnar hjá
LA í sýningunni.
Leikstjóri er Viðar Eggertsson,
Anna G. Torfadóttir hannar bún-
inga og sér um leikmuni, en Ingvar
Björnsson hannar lýsingu. Leikarar
eru 10, gamla sjómanninn leikur
Árni Tryggvason, en aðrir leikarar
eru Þráinn Karlsson, Jón Stefán
Kristjánsson, Sigurþór A. Heimis-
son, Stefán Sturla Siguijónsson,
Guðrún Þ. Stephensen, Steinunn
Ólafsdóttir, Sóley Elíasdóttir,
Margrét Pétursdóttir og Lára Stef-
ánsdóttir, en hún er listdansari í
íslenska dansflokknum og hefur
hún samið dansa fyrir verkið og séð
um hreyfingar.
Frumsýning verksins er áætluð
10. febrúar.
Morgunblaðið/Haukur Ingólfsson
NýrFrosti til Grenivíkur
Frosti ÞH-229 sigldi fánum prýddur til heimahafnar, Grenivíkur, á
laugardag. Frosti ÞH var áður Hjalteyrin II EA og var í eigu Sam-
heija á Akureyri. Við komu skipsins var heimamönnum boðið um
borð að skoða og þá var einnig boðið upp á veitingar. Frosti ÞH er
299 tonn að stærð og veiðiheimildir skipsins hljóða upp á um 2.000
tonn þegar allt er talið. Skipstjóri á Frosta er Þorsteinn Harðarson
og sagði hann að sér litist vel á skipið. „Þetta er gott sjóskip og
okkur líst vel á það,“ sagði Þorsteinn. í áhöfn skipsins eru 13 menn
og eru langflestir þeirra Grenvíkingar. Frosti heldur til veiða seinni-
part vikunnar og mun hann landa afla hjá Kaldbaki hf.
„Við erum að kanna möguleika á
sölu skipsins, en það er enginn einn
ákveðinn kaupandi inni í myndinni
ennþá," sagði Jóhann Þór. Hann
sagði. að skipið yrði einungis selt
kvótalaust og tækist ekki að selja
það þannig yrði það gert út á rækju-
veiðar. Færi skipið á rækju verða 6
menn í áhöfn þess og hafa tveir vél-
stjórar, sem báðir voru áður á Snæ-
fellinu verið ráðnir á Eyfellið.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Kúrt undir teppi á Pálmholti
Börnin á dagheimilinu Pálmholti héldu sig inni við í gær og skriðu undir teppi, enda veðrið lítt fýsilegt
til útivistar fyrir ungviði. Vindhraðinn komst mest upp í 72 hnúta um hádegisbilið, en veðrið var þó skaplegt
á Akureyri þegar miðað er við- Suðurlandið. Hvassviðrisins gætti einkum í Glerárhverfi og þar var lög-
reglu kunnugt um að þakplötur hefðu farið af sínum rétta stað og fokið út í veður og vind. Talsvert var
um útköll hjá lögreglu og yeitti hún ýmiskonar aðstoð vegna fjúkandi hluta, en ekkert teljandi tjón varð
af þeim sökum, að sögn varðstjóra.