Morgunblaðið - 10.01.1990, Page 37

Morgunblaðið - 10.01.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUK 10. JANÚAfi 1990 J7 HAGNAÐARVONIN Berlínar- múrinn til sölu 128 ár var Berlínarmúrinn fleygnr í gegnum hjarta þýsku þjóðarinn- ar. Núna ætla austur-þýsk yfirvöld að hefja sölu á þeim hlutum múrs- ins sem búið er að rífa niður. Við- miðunarverð er 500.000 vestur- þýsk mörk (15 milljónir íslenskra króna) fyrir stykki sem er 3,60 m á hæð og 1,20 m á breidd. En jafn- vel er talið líklegt að enn hærra verð fáist fyrir múrinn. Hagnaðinn á m.a. að nota til að fjármagna bætta heilsugæslu. Austur-þýska fyrirtækið VEB Limex hefur tekið að sér að koma múrnum í verð. Að sögn Helge Möbius, talsmanns fyrirtækisins, hafa Japanir, Bandaríkjamenn og Vestur-Þjóðveijar einkum sýnt kaupunum áhuga. Möbius hefur einnig fengið mótmælabréf frá austur-þýskum borgurum. „Ótrú- legt. Múrinn er löðraður blóði og tárum og núna á að fara að græða á honurn," skrifaði einn. Möbius BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur Hvert þessara stykkja úr Berlín- armúrnum á að seljast fyrir sem svarar 15 milljónum islenskra króna. Þau eru geymd í garði í Austur-Berlín nærri landamæra- stöðinni Púshkín-Allee. Hvert stykki er stimplað með skjaldar- merki Berlínar og númeri til að kaupandinn geti verið viss um hvað hann er að borga fyrir. segir að menn hafi mikið velt fyrir sér siðferðilegri hlið málsins og ákveðið að selja ekki þá hluta múrs- ins sem eru bókstaflega blóði drifn- ir. Smetek leiddur brott af lögreglumönnum. ÓÞÆGINDI Justine Bateman ofsótt af æstum „aðdáanda“ Leikkonan Justin Bateman, sem lék í þáttaröðinni „Vaxtarverkir“ vonar nú að raunir hennar séu á enda, en hún lenti í þeirri martröð, að vanheill aðdáandi ofsótti hana, skrifaði henni bréf, hringdi og síðast en ekki síst, tók sér stöðu fyrir utan hús og híbýli þar sem Bateman kom. Sást hann þar fara höndum um skammbyssu. í bréfum kappans og símhringingum kom fram að hann elskaði leikkonuna út af lífinu. Ef henni væri annt um líf sitt ætti hún að varpa öllu frá sér og ganga að altarinu með honum. Þegar mælirinn var fullur, sneri Justine sér til lögreglunnar sem varð sér úti um húsleitar- og handtöku- heimild. I vistarverum hans voru myndir af Justine uppi um alla veggi. í íbúðinni voru einnig haglabyssa og skammbyssa. Kappinn var snarlega handtekinn. Reyndist hann heita John Thomas Smetek, iðjuleysingi frá Texas. Snögg viðbrögð lögregl- unnar vöktu nokkra athygli, en þau mátti að nokkru rekja til þess að að ekki er ýkja langt síðan að annar svipaður kóni skaut leikkonuna Rebecku Schefer til bana á götu úti í Hollywood. Hafði hann hrellt Rebecku með sams konar hætti og Smetek angraði Justine. Þá óttuðust menn að það myndi ýta undir ofsókn- Gæði oö ending Miele heimilistækianna eru í rauninni stórkostleg verðlækkun Justine Bateman í hlutverki hryggbrotskonunnar. ar- og afbrýðisæði Smeteks að Just- ine hefur að undanförnu leikið hlut- verk glæsikvendis í leikriti sem fjall- ar að öðrum þræði um þann fræga morðingja Kobba kviðristu. í leikrit- inu vefur Justine vonbiðlum um fing- ur sér, hryggbrýtur þá alla, en er siðan myrt af nefndum Kobba. S JÓHANN ÓLAFSS0N & C0. HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavik - Sfmi 688 588 tx e VERNDUM VINNU - VEUUM fSLENSKT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.