Morgunblaðið - 10.01.1990, Page 43

Morgunblaðið - 10.01.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990 43 KNATTSPYRNA Liverpool skoraði átta sinnum gegn Swansea lan Rush með þrennu í síðari hálfleik Liverpool, sem er efst í ensku 1. deildinni, burstaði 3. deildarlið Swansea 8:0 á Anfield í 3. umferð ensku bikar- keppninnar í gærkvöldi. Liverpool, sem náði að- eins markalausu jafntefli gegn Swansea á laugar- daginn, heldur áfram í 4. umferð og mætir þar Exeter City eða Norwich sem leika í kvöld. Rush skoraði þrennu í síðari hálfleik eftir að Barnes (2 mörk) og Ronnie Whelan höfðu komið Liverpool í 3:0 fyr- ir hlé. Hin mörkin tvö lan Rush. gerðu Peter Beardsley og Steve Nicol. Millwall og Manchest- er City skildu jöfn, 1:1, eftir framlengdan leik og þurfa að mætast aftur næsta mánudag. Jimmy Carter kom Millwall yfir á 17. mínútu, en Colin Hendry jafnaði fyrir City tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Hvor- ugu liðinu tókst að skora í framlengingunni. Cambridge United, sem leikur í 4. deild, sigr- aði Darlington 3:1 og leikur gegn Millwall eða Manchester City í 4. um- ferð. KNATTSPYRNA Þorvaldur Örlygsson. Þorvaldur skoraði í Frakklandi Þorvaldur Örlygsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Nottingham Forest er liðið gerði jafn- tefli, 2:2, við franska liðið Auxerre í vináttuleik í gær. Leikurinn fór fram í Auxerre í Frakklandi og gerði Þorvaldur fyrsta mark leiksins með skalla. Eftir baming á miðjunni barst boltinn út á kant, gefið var fyrir mark franska liðsins og þar var Þorvaldur, sem nikkaði snyrtilega yfir Bruno Martini, landsliðsmarkvörð Frakka. Þorvaldur, sem lék sinn sjötta leik með Forest í gær, skoraði eftir aðeins þrjár mínútur. Pascal Vahirua jafnaði fyrir Auxerre á 19. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Des Walker kóm enska liðinu aftur yfír í upphafi síðari hálfleiks, en Guy Dutuel jafnaði sjö mínútum síðar. Leikur- inn var sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpi í Frakklandi. ÚRSLIT UMFIM — KR 85 : 91 íþróttahúsið f Njarðvík, íslandsmótið í körfu- knattleik, þriðjudaginn 9. janúar 1990. Gangur leiksins: 3:0, 4:4, 13:6, 22:12, 24:19, 30:30, 38:36, 43:41, 48:41, 54:44, 58:57, 66:60, 70:76, 72:84, 80:89, 85:89, 85:91. Stig UMFN: Patrick Releford 29, Teitur Örl- ygsson 21, ísak Tómasson 14, Friðrik Rúna- rsson 7, Jóhannes Kristbjömsson 6, Friðrik Ragnarsson 6, Kristinn Einarsson 2. Stig KR: Anatolíj Kovtoúm 21, Páll Kolbeins- son 15, Birgir Mikaelsson 15, Axel Nikulásson 14, Matthías Einarsson 13, Guðni Guðnason 10, Böðvar Guðjónsson 2, Hörður Gautí Gunn- arsson 1. Áhorfendun Um 200. Dómarar: Beigur Steingrímsson og Helgi Bragason. ÍR — Gríndavlk 72 : 76 Seljaskóli, úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðju- daginn 9. janúar 1990. Gangur leiksins: 4:0, 10:10, 14:22, 19:26, 30:29, 32:37, 36:39, 42:41, 44:49, 55:55, 60:61, 60:68, 65:69, 67:74, 70:74, 72:76. Stig ÍR: Thomas Lee 25, Jóhannes Sveinsson 14, Bjöm Bollason 13, Bjöm Leósson 8, Bjöm Stephensen 4, Sigurður Einarsson 4, Kristján Einarsson 2, Máms Amarsson 2. Stig UMFG: Guðmundur Bragason 24, Stein- þór Helgason 16, Ron Davis 10, Hjálmar Hallgrimsson 8, Rúnar Ámason 5, Ólafur Jó- hannsson 5, Marel Guðlaugsson 3, Eyjólfur Guðlaugsson 3, Guðlaugur Jónsson 2. Áhorfendun 76. Dómarar-. Jón Otti Ólafsson og Jón Bender. Vom alltof flautugiaðir. Valur —ÍBK 82 : 90 Hlíðarendi, Úrvalsdeildin í körfuknattleik, þriðjudaginn 9. janúar 1990. Gangur leiksins: 0:3,8:5,18:11,18:22,22:22, 38:35, 48:35, 51:37, 55:46, 59:50, 62:54, 68:62, 70:66, 72:72, 76:76, 82:80, 82:90. Stig Vals: Magnús Matthíasson 35, Chris Behrends 17, Svali Bjötgvinsson 10, Matthías Matthíasson 8, Bjöm Zoega 6, Ari Gunnars- son 3. Ragnar Jónsson 2, Einar Ólafsson 1. Stig IBK: Guðjón Skúlason 24, Sandy Ander- son 21, Magnús Guðfinnsson 14, Falur Harðar- son 13, Einar Einarsson 8, Nökkvi Jónsson 6, Sigurður Ingimundarson 4. Áhorfendur: Um 50. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur Garð- arsson. Dæmdu vel. Anatolij Kovtoúm, KR. Magnús Matthíasson, Val. Patrick Releford,_ UMFN. Thomas Lee, ÍR Guðmundur Bragason, UMFG. Chris Behrends, Val. Bjöm Bollason, ÍR Steinþór Helgason, Grindavík. SvaJi Björgvinsson, Val. Falur Harðarson, Sandy Ánderson, Magnús Guð- finnsson og Guðjón Skúlason, ÍBK. Axel Niku- lásson, Páll Kolbeinsson og Matthfas Einars- son, KR. Teitur Örlygsson og ísak Tómasson, UMFN. Bikarkeppni KKÍ ÍA-UMFL...........................81:86 ■UMFL leikur við KR f 16-liða úrslitum. Handknattlelkur 2. deild kurla: fyam — Breiðablik.................23:21 Armann - Valur b..................24:31 3. deild: Víkingur b - ÍS...................32:22 Knattspyrna Enska bikarkeppnin, 3. umferð: Láverpool — Swansea.................8:0 Darlington - Cambridge..............1:3 Millwall — Manchester City..........1:1 Skoska úrvaisdeildin Motherwell - Hibemian...............0:2 KR-ingar á topp B-riðils - ííyrsta skipti ívetur eftir annan sigur á Njarðvíkingum, nú í „Ljónagryfjunni" VESTURBÆJARLIÐ KR kom sá og sigraði í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. KR-ingar sigruðu með 6 stiga mun, 91:85 og hafa þeir nú sigrað Njarðvíkinga ítvígang. Lengi vel stefndi í sigur heimamanna, en þeim fataðist flugið illilega í sfðari hálfleik og KR-ingar náðu að tryggja sér sigurinn með góðum leik. Sovéski leik- maðurinn Anatolíj Kovtoúm átti stórleik f liði KR, hann tók 25 fráköst og skoraði 21 stig. í hálfleik var staðan 48:41 fyrir UMFN. Njarðvíkingar byrjuðu betur, þeir höfðu forystuna nær allan fyrri hálfleikinn og í þeim síðari voru þeir komnir með 10 stiga for- skot 54:44. En þá Björn datt botninn úr leik Blöndal þeirra og KR-ingum skrífar tókst að j afna metin. Þá varð Axel Niku- lásson sem hafði verið einn aðal- maðurinn hjá KR að hverfa af velli með 5 villur og útlitið var allt ann- að en gott hjá vesturbæingum. En þeir tvíefldust og skoruðu 16 stig gegn aðeins 2 stigum Njarðvíkinga og breyttu stöðunni úr 70:68 í 72:84 og gerðu með því út um leikinn. Njarðvíkingar reyndu örvæntinga- fulla pressu undir lokin og tókst þá aðeins að minka muninn, en tíminn var og skammur og sigur KR-inga var verðskuldaður. Leikur Njarðvíkinga var ákaf- lega brokkgengur að þessu sinni svo ekki sé meira sagt. Þeir léku á köflum eins og meistarar, en þess á milli datt allur botn úr leik liðsins og leikmenn gerðu sig seku um ótrúlegustu mistök. KR- ingar áttu á brattan að sækja nærri allan leik- inn, en þeir gáfust ekki upp og uppskáru í lokin í samræmi við það sem þeir gáfu í leikinn. Stórleikur Magnúsar dugði Valsmönnum ekki Valsmenn voru í gær nálægt því að endurtaka afrekið frá því 15. október í haust, að leggja ís- landsmeistara ÍBK að velli á Hlíða- renda. Þeir voru yfír Skapti lungann úr leiknum, Hallgrímsson en meistararnir yfir- gáfu höfuðborgina með tvö stig í poka- horninu. Keflvíkingar höfðu þrisvar forystu í leiknum; komust yfir 9:8 Morgunblaðið/Einar Falur Magnús Matthíasson lék frábær- lega með Valsmönnum í gær og sömu sögu er að segja af Sovétmanninum Kovtoúm í liði KR. Báðir fá þijú M fyrir leikina. Sá sovéski hefur betur í viðureign við Teit Örlygsson Njarðvík- ing á myndinni hér að ofan og til hlið- ar beijast þeir í gærkvöldi, Matthías og Sandy Anderson, leikmaður ÍBK. og síðan 20:18 í fyrri hálfleik og loks 83:82 er tvær mínútur og hálfri betur voru eftir af leiknum. Þeir skoruðu 12 síðustu stigin. Valsmenn voru greinilega stað- ráðnir í að selja sig dýrt, eftir tapið gegn Reyni í Sandgerði um helg- ina. Barátta Hlíðarendastrákanna var geysileg, viljastyrkurinn mikill. Þeir gáfu hvergi eftir með Magnús og Behrends sem bestu menn, nýttu sér að vörn ÍBK var óvenju slök fyrir hlé og höfðu örugga forystu. Munurinn minnkaði nokkuð eftir hlé en Keflvíkingar náðu þó ekki að jafna fyrr en sjö mín. voru eftir, 72:72. Heimamenn héldu forystu enn um stund en góður kafli Keflvíkinga síðustu tvær og hálfa mínútuna var of mikið fyrir Vals- ara; gestirnir gerðu síðustu 12 stig- in, þar af Guðjón Skúlason síðustu sjö. Guðjón lauk leiknum eins og hann hafði byijað hann; með glæsi- legri þriggja stiga körfu. Það var sárt fyrir Valsmenn að tapa þessum leik; þeir voru betri, baráttuvilji þeirra var meiri en Keflvfkinga, en það sem gerði út- slagið var að breiddin er meiri hjá Suðurnesjamönnum. Behrends og Magnús voru áberandi bestir hjá Val og Svali var einnig góður. Magnús var sérlega sterkur undir körfunni bæði í vörn og sókn; skor- aði 35 stig og tók 15 fráköst. Keflvíkingar réðu nánast ekkert við hann. Lið meistaranna var mun jafnara, enginn skaraði virkilega fram úr en breiddin í hóp þeirra var meiri og það skipti sköpum. Slakt í Seljaskóla Leikur ÍR-inga og Grindvíkinga í Seljaskóla var spennandi frá upphafí til enda. Suðurnesjamenn voru sterkari á endasprettinum og sigruðu 76:72. Leik- Höröur urinn var illa spilað- Magnússon Ur, sérstaklega eiga skrífar Grindvíkingar að geta gert betur. Ron Davis, Bandaríkjamaðurinn í liði UMFG, komst fljótlega í villuvand- ræði og virtist það setja gestina út af laginu. Grindvíkingar voru þó yfír í leikhléi, 39:36. Sami bamingur hélst í síðari hálfleik, en vindipunktur leiksins kom er staðan var 57:57. Þá fékk Thomas Lee sína fimmtu villu og í sömu sókninni Björn Bollason, en báðir höfðu þeir verið mjög sterkir fyrir ÍR-inga. Upp úr þessu náðu gestimir góðu forskoti sem ÍR- ingum tókst ekki að brúa þrátt fyr- ir hetjulega baráttu. I liði IR-inga var Thomas Lee allt í öllu og var nánast einráður undir körfunni á meðan hans naut við. Þá er hinn ungi Bjöm Bollason mikið efni. Guðmundur Bragason var dijúgur i liði Grindvíkinga og Steinþór Helgason skoraði mikil- vægar þriggja stiga körfur. Ron Davis hafði sig lítið í frammi, enda í miklum villuvandræðum. . KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.