Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 2

Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 Miðstjórnarfiindur ASÍ: * Otvíræð niðurstaða að halda áfram viðræðum ÞAÐ var ótvíræð niðurstaða mið- stjórnarfundar Alþýðusambands íslands i gær að halda skuli áfram viðræðum við vinnuveit- endur um kjarasamninga á þeim grundvelli sem rætt hefiir verið um til þessá, þar sem höfuð- Lögbirtingur og Stjórnar- tíðindi hækka ÁSKRIFTARGJALD Stjórnartíð- inda hefur verið hækkað úr 1.500 krónum í 2.500 krónur fyrir ár- ganginn. Áskriftagjald Lögbirt- ingablaðsins hefúr verið hækkað úr 600 krónum í 1.200 krónur. Einstök hefti Stjómartíðinda kosta 80 krónur séu þau minna en 50 blaðs- íður, annars 160 krónur. Þau kostuðu áður 50 og 100 krónur. Eintak af Lögbirtingablaðinu kostar 25 krónur en kostaði 15 krónur. Eldra verð tók gildi í upphafi árs- ins 1988. áhersla verður lögð á að halda verðbólgu niðri, að sögn Ás- mundar Stefánssonar, forseta ASÍ. Formenn landssambanda Al- þýðusambandsins komu á mið- stjómarfundinn þegar kjaramálin voru tekin til umræðu. Ásmundur sagði að farið hefði verið yfir stöðu viðræðnanna í heild og það sem komið hefði fram í þeim til þessa. Niðurstaðan hefði ótvírætt verið sú að reyna þessa leið til þrautar, þó annarra sjónarmiða hafi einnig gætt á fundinum. Ásmundur hefur undanfarna daga fundað með aðildarfélögum ASÍ á Norðurlandi og Suðurlandi og kynnt þeim stöðu samningamál- anna. Hann átti fund með trúnaðar- ráði Félags járniðnaðarmanna í gær og mun á næstu dögum og um helgina funda með félögum í Reykjavík og í Hafnarfirði. Næsti fundur samninganefnda ASÍ og vinnuveitenda hefur ekki verið ákveðinn, en starfshópar hafa verið skipaðir og vinna að afmörk- uðum þáttum málsins. ég hins vegar ekki neitt,“ sagði Sverrir Hermannsson. Tillaga íþrótta- og tómstundaráðs: Hreinar rangfærslur hjá bankaráðsformanninum - segir Sverrir Hermannsson, bankastjóri SVERRIR Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, seg- ist munu gefa út greinargerð í dag vegna ummæla Eyjólfs K. Sigurjónssonar, formanns bank- aráðs Landsbankans, í Morgun- blaðinu í gær, og því svari hann sem fæstu nú. „Það var enginn samningur til — það var enginn samningur gerður 1. september síðastliðinn, heldur voru minnis- punktar settir saman,“ sagði Sverrir í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Bankaráðið heimilaði okkur að semja eftir þeim minnispunktum sem þarna voru settir á blað, með vísan til þeirra fyrirvara sem þar voru,“ sagði Sverrir. Sverrir var spurður hvort hann liti þannig á að ummæli formanns bankaráðs- ins jafngiltu stöðumissi fyrir hann: „Það er bankaráðsins að svara því, en svo vill til að í svörum bankaráðsformannsins er um hreinar rangfærslur að ræða. Um loforð bankaráðsformannsins , í sambandi við 60 milljónimar veit Morgunblaðið/Sverrir Viðey á ytri höfhinni í Reyly'avík í ga»rdag. Varðskipið Ægir í baksýn. Á innfelldu myndinni er Olafur Örn Jóns- son, skipstjóri á Viðey, í brúnni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ægir kom með Viðey til hafiiar VARÐSKIPIÐ Ægir kom með togarann Viðey til hafiiar í Reykjavík um miðjan dag í gær, en togarinn varð vélarvana suð- ur af Reykjanesi um hádegisbilið í fyrradag. Ægir var kominn að togaranum um áttaleytið í fyrrakvöld og gekk í alla staði vel að koma taug á milli skipanna og draga það til hafiiar, að sögn Ólafs Arnar Jónssonar, skipstjóra á Viðey. Ólafur sagði að óveðrið hefði verið dottið niður og ekki verið nema um 10 vindstig þegar tvær sveifaráslegur í aðalvél skipsins hefðu brotnað og þeir orðið að láta reka þar til Ægir kom. Ómögulegt væri að segja hvernig hefði getað farið ef vélin hefði bilað þegar veðrið var sem verst. Hann hefði aldrei lent í svona vondu veðri þau 20 ár sem hann hefði verið á sjó og það væri ótrú- legt að það hefði staðið yfir sam- fleytt í tíu klukkustundir án þess að nokkurt lát væri á. Viðey var búin að vera að veið- um í tíu daga þegar vélin bilaði og var komin með 130 tonn af fiski. Ólafur sagði óvíst hversu langan tíma viðgerðin tæki, en hún þyrfti ekki að verða tímafrek. Húsaleiga íþróttafélaga verði greidd að öllu leyti Yrði 70-80 milljónir áþessu ári ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð hefúr lagt til við borgarráð, að húsaleiga íþróttafélaga í Reykjavík verði greidd að fúllu. Hingað til hefiir helmingur húsaleigu verið greiddur. Áætl- að er að á þessu ári nemi þessi styrkur borgarinnar við íþrótta- félögin 70-80 milljónum króna, nái tillaga íþrótta- og tóm- stundaráðs fram að ganga. Júl- íus Hafstein, formaður ráðsins, segir að tillagan boði stærsta framfáraspor í áratugi fyrir íþróttafélög borgarinnar. Forsaga málsins er sú, að í febr- úar á síðasta ári samþykkti borg- arstjóm að fela íþrótta- og tóm- Rekstrartap Arnarflugs yfír 100 milljónir í fyrra * Askorun hluthafafimdar afhent samg-önguráðherra TAP á rekstri Arnarflugs hf. varð meira en 100 milljónir króna á síðasta ári, að sögn Harðar Einarssonar stjórnarformanns félags- ins. 70 til 80 milljónir af þeirri upphæð segir Hörður hafa tapast vegna kyrrsetningar flugvélar, sem ríkið leysti til sín á fyrri hluta ársins, og þijá síðustu mánuðina varð tapið um 10 miHjónir á mánuði. Kristinn Sigtryggsson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs gekk í gær á fund Steingríms J. Sigfús- sonar samgönguráðherra og af- henti honum áskorun hluthafa- fundar félagsins. Þar er skorað á ráðherrann að hann beiti sér þegar í stað fyrir mótun flugmálastefnu þar sem jafnrétti og fijálsræði verði ríkjandi sjónarmið. Ennfrem- ur er skorað á ríkisstjómina að híún gangist án tafar fyrir já- kvæðri niðurstöðu i skuldaskiptum milli ríkissjóðs og Amarflugs. Þar er um að ræða niðurfellingu 150 milljóna króna skuldar félagsins við ríkissjóð, eða breytingu í víkjandi lán. Kristinn segir ráðherra hafa lýst því að hann væri hlynntur því, að staðið yrði við samþykkt ríkisstjórnarinnar um skuldina. Kristinn sagðist eiga von á að úr þessu máli rættist á næstu dögum, enda væri ekki eftir neinu að bíða. „Þetta er eitt af þeim málum þar sem vilji er allt sem þarf,“ segir hann. Steingrímur J. Sigfússon segir samþykkt ríkisstjómarinnar standa óbreytta. „Og þá er hún í fullu gildi, að mínu mati kemur ekki annað til greina,“ segir hann. Steingrímur segir æskilegt og nauðsynlegt að ganga frá því máli, einkum þar sem forsendur fyrir aðstoðinni séu nú fyrir hendi eftir að búið er að selja þotuna sem ríkið eignaðist og nota sölu- andvirðið til að jafna skuldir fé- lagsins við ríkissjóð. Sjá frétt af hluthafafúndi Arn- arflugs á bls. 29. stundaráði að endurskoða styrkja- kerfi borgarinnar gagnvart íþróttafélögunum. Niðurstaðan varð sú, að á mánudag samþykkti ráðið að leggja til að húsaleiga íþróttafélaganna yrði greidd að fullu. Upphæð styrks fyrir hvert íþróttafélag er reiknuð út á þann hátt, að gerð er úttekt á fjölda þeirra tíma, sem íþróttafélögin nýta í húsunum í hveijum mán- uði. Reykjavíkurborg styrkir íþróttafélögin um þá upphæð sem tíminn kostar. Tillaga íþrótta- og tómstunda- ráðs var rædd í borgarráði á þriðjudag, en vísað til gerðar fjár- hagsáætlunar. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun verður 18. janúar og síðari umræða þann 2. febrúar. „Með þessari tillögu eram við að koma til móts við íþróttahreyf- inguna og ef af verður styrkir þetta fjárhag hennar mjög,“ sagði Júlíus Hafstein. „Tillagan á fyrst og fremst við um íþróttahúsin og gervigrasvöllinn í Laugardal, en ýmis félög, svo sem sundfélög og fijálsíþróttafélög, hafa þegar ókeypis aðgang að æfingahúsum og svæðum borgarinnar. Þá sér Reykjavíkurborg einnig um allan rekstur á íþróttasvæðum íþrótta- félaganna, það er að segja knatt- spyrnuvöllum. Helstu breytingar aðrar á styrkjakerfinu nú er að styrkirnir verða greiddir jafnóðum. Áður hafa þeir ekki komið til greiðslu fyrr en að ári liðnu og það.hefur valdið því, að íþróttafé- lögin háfa verið í skuld við Reykjavíkurborg." Júlíus sagði, að næði tillaga íþrótta- og tómstundaráðs fram að ganga yrðu settar ákveðnar reglur um úthlutun styrkjanna og þess gætt, að menn vannýttu ekki tíma í íþróttahúsunum. Ákveðið að hafa ekki prófkjör FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík ákvað með skriflegri atkvæða- greiðslu á aðalfiindi sínum í gærkvöldi að viðhafa ekki prófkjör við val frambjóð- enda á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í kosn- ingum til borgarstjórnar 26. maí í vor. Baldur Guðlaugsson formað- ur stjórnar fulltrúaráðsins mælti fyrir því áliti meirihiuta stjórnarinnar, að 15 manna kjörnefnd verði falið að stilla upp framboðslistanum. TiIIaga kom frá Árna Sigurðssyni um opið prófkjör. Að tillögu form- anns var fyrst gengið til at- kvæða um hvort prófkjör yrði viðhaft eða ekki. Atkvæði greiddu 230 fulltrúar. Prófkjöri höfnuðu 136, en 90 studdu það, 4 seðlar voru auðir. Baldur Guðlaugsson var ein- róma endurkjörinn formaður stjómar fulltrúaráðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.