Morgunblaðið - 11.01.1990, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.01.1990, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐt FIMMTUDAGUR' 11. JANÚAR :1990 Yfír o g allt um kring Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Börn Arbats - skáldsaga Höf: Anatoli Rybakov Þýð: Ingibjörg Haraldsdóttir Utg: Mál og menning Börn Arbats gerist á árunum upp úr 1934 í Sovétríkjunum og segir frá vinahópi úr Arbat-hverfinu í Moskvu. Krakkarnir í hópnum eru . | WM ' y ; HEFUR ÁRATUGA REYNSLU í TUNGU- MÁLAKENNSLU Á ÍSLANDI ENSKA ÞYSKA SPÆNSKA FRANSKA ÍTALSKA ÍSLENSKA F.ÚTLENDINGA ÍSLENSK RÉTTRITUN VIÐSKIPTA— ENSKA O.FL. INNRITUN STENDUR YFIR 10004 216 55 Málaskólinn Mímir STJÖRNUNARfElAG ISIANDS ER EIGANDI MAlASKÖLANS MlMIS um tvítugt, flest við háskólanám og sagan hefst þegar straumhvörf verða í líf félaganna, leiðir skilja. Allur hópurinn er trúaður á komm- únismann og starir í dáleiðslu á kenningarnar, en nú er kominn sá dagur að þau fá að reyna hvernig þær virka í framkvæmd. Af þessum hóp fylgir sagan mest þeim Sasha og Júrí. Auk þess fylgir höfundur- inn Vörju, hinni ungu, sem er ekki beint úr hópnum, heldur er hún systir einnar stúlkunnar sem þar er. Leið hennar liggur inn í söguna í gegnum Sasha, þegar þau verða ástfangin. En leiðir Sasha og Vörju skilja strax í upphafi sambandsins, því Sasha hefur gert þau leiðu mis- tök að vera með gamanmál í vegg- blaði sem hann sér um fyrir f lokks- deild skóla síns í Komsomol, auk þess að gagnrýna bókfærslukenn- ara sinn, Azizjan, fyrir að tala ekki um bókfærslu, „ekki einu sinni und- irstöðuatriði hennar, heldur um þá sem rangtúlkuðu þessi undirstöðu- atriði“. Þessi mistök koma Sasha í útlegð — eftir rosalegar málaleng- ingar og útúrsnúninga. En Júrí er flekklaus, hreinlyndur, heiðarlegur og saklaust fómarlamb. Júrí er dálítið klókari. Hann hef- ur sig hvergi í frammi, styður ekki ranga menn, heldur bíður átekta, horfir á örlög félaga síns, afneitar honum og potar sér áfram í kerf- inu. Júrí er alger padda. Varja er svo fögur að sögumaður segir frá því nánast í hvert skipti sem hún kemur til sögunnar. Líf hennar heldur áfram þótt Sasha sé sendur í útlegð. Hún flytur að nokkru leyti heim til móður hans og fer að búa með ævintýramanni, sem aðallega hefur tekjur af því að vera knattborðsleikari. - Nú, þetta eru aðeins það sem kalla mætti aðalpersónurnar, því í bókinni kemur fyrir fjöldi af fólki — einn eða fleiri fulltrúar fyrir áll- an þann frumskóg af deildum sem þrífast innan kommúnistaflokksins og fyrir allar þær manngerðir sem sendar eru í útlegð. Það er nefni- lega svo að höfundur fylgir Sasha nákvæmlega eftir og segir mjög náið frá samskiptum hans við þá sem hann hittir í útlegðinni. Hann fylgir líka Júrí mjög nákvæmlega og segir frá samskiptum hans við alla þá karla og kerlingar sem hann ræðir við í poti sínu. Og Vörju er fylgt nokkuð nákvæmlega eftir, í því að reyna að komast af í þessu þjóðfélagi sem er samansett af út- legðargildrum — án þess að pota sér áfram í valdakerfinu. Annars er það nú svo að þótt menn komist áfram í þessu valda- kerfi, eru Jreir langt frá því að vera öruggir. I rauninni má segja að allir búi við sama óöryggið, því það er túlkunaratriði hvað eru mistök. Enginn þorir að segja neitt, því útsendarar Stalíns eru alls staðar. Meir að segja útsendarar Stalíns eru að gera á sig af ótta. Enn er ótalin enn ein veigamikil aðalpersóna, sem er Stalín sjálfur. Heillangir kaflar eru í bókinni, þar sem lesandinn fylgir hugsunum hans og heilabrotum (minnimáttar- kennd og mikilmennskuæði) sam- tölum við eitt og annað fólk, líka við tannlækninn sem er að skipta um brú í honum. Rybakov hefur valið þá leið að vera alvitur höfundur — hann er svo yfir og allt um kring, að hann fer með lesandann upp í Stalín. Hann er svo ákveðinn í að koma boðskap sínum til skila, að hann skilur nánast ekkert'eftir fyrir le- sandann til að hugleiða. Rybakov bregður í þessari bók upp mynd af ótrúlega leiðinlegu fólki, einhliða persónum, í ótrúlega leiðinlegu þjóðfélagi. Og mér fannst þetta ótrúlega leiðinleg bók — virkaði á mig eins og 543 síður af skýrslu. En svo fyllstu sanngirni sé gætt, þá er bókin vel skrifuð og höfundur- inn missir aldrei sjónar á því sem hann er að gera — en hún er svo flókin að það hlýtur að hafa verið mikið þrekvirki að þýða hana. Sannfærandi ósannindi Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Eiríkur Brynjólfsson: Oðru eins hafa menn logið. Skákprent 1989. Upprifjun, söknuður, minningar, flótti, einvera, óvissa, þunglyndi, bjartsýni: Þetta eru dæmi um mið- lægar kenndir í þessari bók sem geymir 12 smásögur, hverja annarri ólíkari. Tilefni sagnanna er afar misjafnt en sameiginlegt þeim mörgum er aðalpersóna á krossgötum. I Flótt- anum rifjar persónan upp gengnar stundir, hvernig allt breyttist án þess að raunveruleg umbylting ætti sér stað, athafnaleysið yfirþyrm- andi: „Ég verð að fara. Samt fer ég ekki./ Ég verð að vera. Samt fer ég.“ Vorfórn heitir ein listilegasta sagan í þessu safni. Af lvaki frásagn- arinnar er margfrægur ástarþrí- hyrningur. Dauðinn kemur í heim- sókn og honum fylgir sálarlegur órói, óþægilegir bakþankar, óhjá- kvæmilegt uppgjör. í Heimkomunni segir frá manni sem kemur frá út- löndum. Honum að óvörum hefur ýmislegt breyst. Hvernig bregst hann við? Gamalt efni í nýrri út- færslu. í öðrum sögum leikur höfundur sér að draumi og veruleika, hvers- dagsleika og ímyndun, og skil vöku og draums eru á reiki. Frjálst og óháð ævintýri gerist í strætisvagni, fátt eftirtektarvert ber fyrir augu sögumanns nema ef vera skyldi gömlu konuna sem hann sest hjá. Hún heitir Hallgerður og er Hö- skuldsdóttir. Um leið er eins og þröngt og hversdagslegt sögusviðið springi. I Askoruninni „vaknar" persónan á ókunnum stað og vill vita hvað hún er að gera þarna. Engin svör. Lausn frásagnarinnar endurspeglar um leið svar við vand- anum að vera maður. „Farðu hvert sem þú vilt. Þangað sem þú þorir. Útí drauminn eða veruleikann, hvort heldur sem er fyrir utan.“ Freistandi er að líta á þessa sögu sem dæmi- sögu um það að þora sé sama og geta — og sem slík endurómar hún t.d. óvart þjóðfélagslegar hræringar augnabliksins á meginlandi Evrópu. Draumar geta ræst, martraðir orðið að veruleika. Allt veltur á einu: Að gera eða vera. í sögunum renná mismunandi straumar í stíl og efnistökum. Þann- ig líkjast margar sögurnar tilraunum án þess að vera nokkurt byijandaf- álm. Höfundur leikur sér með eigin- leika smásögunnar og rifjar í leið- inni upp gamlar fléttur. Herbergi til leigu er t.d. vel unnið tilbrigði við klassíska smásagnafléttu, endir- inn afhjúpandi. Sögurnar fela oftar en ekki í sér alvarlega glímu persóna og um- hverfis sem gæti haft í för með sér ofgnótt sársauka og angurs. Slíkt er samt ekki raunin því húmorinn er sjaldan langt undan. Persónurnar eru oft sýndar í spaugilegu ljósi, við neyðarlegar aðstæður sem stundum opinbera veikleika þeirra og kalia á Eiríkur Brynjólfsson samúð lesandans. Alvara og gáski spila saman þannig að útkoman verður fáránleiki. Alit kallar þetta, þegar best lætur, á áhuga og samúð lesandans — sem er ekki svo lítils virði. Menningarsaga Evrópu Bókmenntir Sigurjón Björnsson Will Durant: Siðaskiptin 1. bindi. Björn Jónsson íslenskaði. Bóka- útgáfa Menningarsjóðs. Reykjavik 1989. 230 bls. Á árunum 1935-1975 kom út hið mikla ritverk Will og Ariel Durant, Frá Þroskahjálp - Frá bernsku til fullorðins ára Hvað ber að hafa í huga þegar fatlað barn vex úr grasi? Dianne Ferguson heldur fyrirlestur í Norræna húsinu í dag, fimmtudaginn 11. janúar, kl. 20.00. Landssamtökin Þroskahjálp. Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 The Story of Civilization, í ellefu þykkum bindum. Þetta ritverk hefur farið mikla sigurför. Það var yfir- gripsmesta menningarsaga sem út hafði komið og með afbrigðum læsi- leg. Þetta ritverk las ég mér til mik- illar ánægju fyrir einum áratug eða svo. Að vísu finnst mér ekki alveg eins mikið til þess koma núna, .skal ég játa, svo að líklega hefur sögu- skilningurinn eitthvað breyst! Langt er orðið síðan Menningar- sjóður hófst handa um að þýða þetta verk á íslensku. Má raunar segja að varla geti hæfara verk Menning- arsjóði en að koma á framfæri við lesendur sögu menningarinnar. Þriðja bindi verksins kom út í íslenskri þýðingu á árunum 1963-64. Það urðu tvær bækur: Rómaveldi. Síðar, 1967 og 1979, kom annað bindið, Grikkland, einnig í tveimur bókum. Þessar þýðingar hygg ég að hafi orðið vinsælar, enda nutu þær snilldargóðrar íslensku Jónasar Kristjánssonar prófessors. Nú heldur Menningarsjóður þess- ari þýðingarvinnu áfram eftir all- langl hlé og tekur til við sjötta bind- ið sem nefnist Siðaskiptin. Það bindi kom upphaflega út árið 1957 og fjallar það um sögu evrópskrar menningar frá 1300 til 1564. Að vísu er Ítalía undanskilin, þvi að áður hefur verið um hana fjallað. Þetta var mikið rit, 1025 blaðsíður alls. Skiptist það í fimm bækur í alls 39 köflum. 1. bók þessa rits fjallar um tímabi- lið 1300-1517. Er íslenska þýðingin einungis átta fyrstu kaflar (af fimmtán) 1. bókar. í frumútgáfu eru það 174 bls., en í þýðingu 230. Það er því sjáanlegt að þetta sjötta bindi Will Durant Durants mun skiptast á allmörg í íslensku þýðingunni (sex bindi ef miðað er við sömu stærð), og hvað þá um ritverkið allt ef til stendur að þýða það. Maður getur auðvitað spurt þeirrar illkvittnislegu spurn- ingar hvort hugsanlegt sé að Menn- ingarsjóður gæti e.t.v. nýtt fjármuni sína betur í þágu sagnfræði og menningarsögu en . með þessum hætti. Við lauslegan samanburð frum- texta og þýðingar fæ ég ekki annað séð en þýðingin virðist vera nægilega nákvæm. Hún er á vönduðu og auðlæsilegu máli, enda er þýðand- inn, Björn Jónsson skólastjóri, góður ísienskumaður og þrautjjjálfaður þýðandi. Maður les þetta rit hæglega sér til ánægju og afþreyingar. Tals- vert af skemmtilegum myndum prýða texta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.