Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 15

Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 15 Sinfóníuhljómsveit íslands: Brahms-tónleikar eftir Rafn Jónsson Áttundu og síðustu áskriftartón- leikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á fyrra misseri verða í Háskólabíói í kvöld og hefjast klukkan 20.30 og verða svo endurteknir í íþrótta- húsinu á Akranesi föstudaginn 12. janúar, einnig klukkan 20.30. Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir Johannes Bramhs: Tragíski forleikurinn, Konsert fyrir fiðlu, selló og hljómsveit að lokum Sinfónía nr. 2. Einleikarar verða þau Gyðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari og Gunnar Kvaran sellóleik- ari. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari, aðalstjórnandi hljómsveitar- innar. Tónskáldið Jóhannes Brahms var einn af hinum stóru B-um: Bach — Beet- hoven — Brahms. Brahms fæddist í Hamborg 1833 og lést úr krabba- meini í Vínarborg 1897, 63 ára að aldri. Aðeins tíu ára kom hann fyrst fram sem píanóleikari á kammer- tónleikum og í framhaldi af því hélt hann til náms í tónlist. Hann framfleytti sér með hljóðfæraleik á veitingastöðum og krám á námsár- um sínurn. Verk Brahms voru fyrst og fremst klassísk að formi til en þrungin rómantík 19. aldar. Tónlist- in var honum allt; hann leit ekki á hana sem meið af bókmenntum eða myndlist, heidur algerlega sjáif- stætt tjáningarformi. Hann kynnt- ist snemma Schumann og tókst með þeim vinátta sem entist til æviloka Schumanns 1856. Schumann sá hvílíkur snillingur Brahms var og skrifaði um hann að þetta unga tónskáld hefði sprottið upp alskapað eins og Mínerva spratt alsköpuð og í fullum herklæðum út úr höfði Júpíters. Árið 1869 settist Brahms að í höfuðborg tónlistarinnar, Vín, og bjó þar einsamall til dauðadags. Þótt hann hlyti margháttaða viður- kenningu og auðgaðist vel, bjó hann í fremur fábrotnu húsnæði, leigði aila tíð á gistiheimili. Sagt var að sérhver dagur hjá honum hefði haf- ist klukkan fimm með lútsterku kaffi sem hann treysti engum nema sjálfum sér til að laga og álíka sterkum vindli. Síðan settist hann við skriftir og vann skipulegá að tónsmíðum sínum og reykti vindl- ana. Öll verkin á tónleikunum eru samin á tíu ára tímabili, á árunum 1877-1887. Sinfónía nr. 2 op. 73 var frumflutt í Vín í árslok 1877 og er ein fjögurra sinfónía, sem hann samdi, en það var eftir honum haft, að form sinfóníunnar ætti ekki alls kostar við hann. Ti-agíski forleikurinn var einnig frumfluttur í Vínarborg á jóladag 1880 og Tvíkonsertinn fyrir fiðlu og selló Þ.ÞOBGRÍMSSON&CO E30EJQQH0. gólfflísar - kverklistar ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 var frumflutt í Köln í Þýskalandi í október 1887. Einleikararnir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleik- ari, konsertmeistari Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, og Gunnar Kvaran sellóleikari, standa í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna. Þau hafa hvort um sig haldið fjölmarga sjálf- stæða tónleika sem og í samvinnu við aðra tónlistarmenn á sviði stofu- tónlistar, auk þess að koma fram sem einleikarar með Sinfóníuhljóm- sveitinni. Á undanförnum árum hafa þau víða komið fram sem dúo. Auk tón- leikaferða um ísland hafa þau leik- ið í Danmörku, Bandaríkjunum og Kanada. Sl. sumar voru þau gestir íslendingadagsins í Gimli, Maní- toba. Fyrirhuguð er tónleikaferð í apríl nk. þar sem þau koma m.a. fram í Minneapolis, Dallas og Bos- ton. Næsta sumar munu þau eins og nokkur undanfarin sumur starfa Einleikararnir Guðný Guð- mundsdóttir og Gunnar Kvaran. við tónleikahald og kennslu við Mancester Music Festival í Verm- ont-fylki í Bandaríkjunum. Þau Guðný og Gunnar stofnuðu Tríó Reykjavíkur ásamt Halldóri Har- aldssyni píanóleikara, árið 1988. Hljómsveitarstjórinn Hljómsveitarstjórinn á tónleikun- um verður Petri Sakari, aðalhljóm- sveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar- innar. Hann er frá Tampere í Finn- landi, þar sem hann nam fiðluleik. Síðar hélt hann til Helsinki og lærði hljómsveitarstjórn hjá-Jorma Pan- ula í Síbelíusar-akademíunni í Hels- inki -en Panula mun stjórna á tón- leikum hljómsveitarinnar í maíbyij- un á þessu ári. Höfundur er kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Islanda. VERÐBREFASJOÐIR ÞEIR SEM VIB REKUR STÆKKUÐU MIKIÐ ÁÁRINU 1989. UM ÁRAMÓTIN VAR SAMANLÖGÐ STÆRÐ ÞEIRRA RÚMIR 2,3 MILLJARÐAR. VERÐBRÉFASJÓÐIR - ð. janúar Avöxtun l.jsnúar umfram veróbóigu sJAuatu: {%) SötugsnQl 3mán. 6 mén. 12mén. FJárfestingarfélag i.landa hf. Kiarabrél 4,520 6.0 7.5 8.5 MarKbréf 2.401 8.4 8.6 9.4 Tekjubréf 1.885 7.3 7.7 8,6 Skyndibréf 1.364 6.0 6,2 7.1 Gengisbréf Kaupping hf. 2.022 ~ ~ Einingabréf 1 4.553 8.1 8.2 9.5 Einmgabréf 2 2.506 6,0 6.6 6.6 Einingabréf 3 2,994 9.4 9.9 10,7 Lifeynsbréf 2.289 8.1 8,2 9,5 Skammtimabréf 1,556 6,0 6.6 7,& Verftbréfam. íslandsbanka Sjóðsbréfdl 2,200 9.3 9,2 9.7 Sjóðsbrét 2 1,679 9.6 9.7 10,3 Sjóðsbréf 3 1.543 7.7 7,8 8.3 Sióðsbréf 4 1,297 9.1 9.5 — Vaxtarsjóðsbréf 1.5520 9.0 9.2 9.9 Ávöxtun verðbréfasjóða, Morgunblaðid 9. janúar 1990 L 10% E.6% Sjódur 1 Sjóður 3 Valbréf I. n Sjódur 2 Sjóður 4 Vaxtarbréf D. 12% A. Ríki, B. Sveitarfélög, C. Bankar ogSparisjóðir, D. Traust Fyrirtæki, E. Veðskuldabréf fyrirtækja og aðrar ábyrgðir, F. Veðskuldabréf, G. Hlutabréf, H. Bankar ogBæjarsjóðir, I. Skuldabréf með Sjálfskuldarábyrgð Sjóður 1 var 705 milljániríupphafi þessa árs. Hann ereinkum ætlaihir þeim sem vilja Jjárfesta í öruggum verðbréfum til lengri tíma. Sjóður 2 var 1 lOmilljóniriuþþhafi þessa árs. Hann er œllaður þeim sem vilja hafa reglulegar tekjur af sparifé sínu. Sjóður 3 var 734 milljóniriupphafi þessa árs. Hann ereinkum tetlaður þeim sem vilja geyma fé sitt i stuttan tíma, 2-10 mánuði. Sjóður 4 eryngstisjóðurinn. Hann var 95 milljónir í upphafi þessa árs. Hann er einkum cetlaðurþeim sem vilja spara til lengri líma og njóta góðrar ávöxtunar af hlutabréfum. Vaxtarbréf og Valbréf: VIB sér um rekstur Vaxtarsjóðsins hf og Valsjóðsins hf. Eigendur Vaxtarbréfa og Valbréfa geta því framvegis keypt og selt stn bréf í afgreiðslu VIB að Armúla 7 þar sem þeir hitta m.a. fyrir fyrrum starfsmenn Verðbréfamarkaðs Útvegsbankans. Helsta einkenni Vaxtarbréfanna erað þau má innleysa án kostnaðar 2 og 3 dag hvers mánaðar. Valbréf má hins vegar innleysa fyrstu fimm daga hvers mánaðarán innlausnargjalds. Þannig blandast t báðum tilfellum kostir langtíma og skammtíma verðbréfasjóða. Vaxtarsjóðurinn var 604 milljónir nú um áramótin, en Valsjóðurinn 85 miUjónir. Fjárfestingarstefna sjóðanna verður að mestu óbreytt áfram. Velkomin í VIB Nú um áramótin sameinuðust verðbréfamarkaðir Iðnaðarbankans, Alþýðubankans og Utvegsbankans og urðu Verðbréfamarkaður Islands- banka. Verðbréfamarkaður íslandsbanka tók þá við umsjón verðbréfasjóða verð- bréfamarkaðanna þriggja og innlausn hlutdeildarbréfa þeirra. Jafnframt tók VÍB að sér alla þjónustu á öðrum sviðumsemverðbréfamarkaðirnir þrír höfðu áður boðið. Verðbréfasjóðir þeir sem VIB rekur stækkuðu mikið á árinu 1989. Um ára- mótin var Samanlögð stærð þeirra um 2,3 milljarðar. Áframverðurfylgtsömu fjárfestingarstefnu og áður, þ.e. að fjárfesta í öruggum verðbréfum ríkis, sveitarfélaga, banka og fyrirtækja. Við hjá VÍB bjóðum alla fyrri viðskiptavini VAL, VUB og VIB sem og nýja viðskiptavini velkomna til okkar í Ármúla 7. Við leggjum áherslu á örugg verðbréf, góða ávöxtun og vandaða þjónustu. Verið velkomin í VIB. VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF Ármúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.