Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 17

Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANUAR 1990 17 er í garðstofustíl. Þarna er næsta víst að fyrir er að finna vingjarn- legt fólk sem býður upp á þjónustu af látlausri lipurð. Hvað skyldi svo vera á boðstólum? Það er nóg til þess að hver meðalmaður á að géta fengið eitthvað við sitt hæfi. Hrepp- stjórinn hefur aðeins einu sinni þurft að sinna embættiserindum í Brekku. Það er eðlilegt að hann væri húfulaus í það eina skipti vegna þess að hann einfaldlega hefur aldrei þurft að ríota húfuna. Allur fjöldinn ber Brekku gott vitni og fólkinu sem þar starfar. Hríseyingar vita það. Lítill hópur er hins vegar ákveðinn í að vera ekki ánægður og við því verður ekkert gert. Einstaka geta verið óheppnir og við það virðist venju- legt þjónustufólk heldur ekki ráða. Þessi atriði bæði eiga alls staðar við. Hins vegar er ljóst að þeir sem ætla að vera óánægðir beita því frekar í dreifbýli en á stærri stöðum. Nú förum við að skilja við kunn- ingja okkar sem kom í dag til að kynnast Hrísey. Hann gengur niður að höfn þar sem Hríseyjarfeijan er tilbúin til brottfarar. Hann veit að hún er stundvís og að vera bara aðeins of seinn þýðir að missa af henni. Hann hleraði nefnilega ein- hvers staðar að það væri nákvæm- ara að stilla klukkuna sína eftir Hríseyjarfeijunni en útvarpsklukk- unni. Þegar nú ferjan siglir fyrir „bryggjuhausinn“ eins og Hrísey- ingar segja gjarnan, lítur hann yfir staðinn. Þar sem hann er næmur í eðli sínu gerir hann sér grein fyrir því að á þessum stað er fólk sem hefur mótað samfélag. Þetta sam- félag er í svo mörgu líkt öðrum samfélögum og líf fólksins svipað. Það er líka að sumu leyti öðru vísi. Hríseyingar eru ekki reiðubúnir að viðurkenna sig skrítna, en þeir eru reiðubúnir að viðurkenna að þeir hafi sín „sérkenni", sem betur fer. Hötundur er sveitarstjóri í Hrísey. reknir af sveitarstjórnum eru marg- ir til fyrirmyndar. Þar fer víða fram ágætt uppeldisstarf og umönnun barna. Þeir eru ekki geymslur fyrir börn með félagsleg vandamál held- ur uppeldisstofnanir. Það vill þann- ig til að uppeldismál eru liður í fé- lagsþjónustu og virk félagsþjónusta stendur ekki undir nafni nema hún sinni þessum þætti. Lögin um vernd barna og ungmenna eru lög sem kveða á um uppeldi og aðbúnað barna. Þau lög ná til allra barna og enginn getur séð fyrír hvort eða hvenær á þau lög muni reyna í lífi barns. Hins vegar verður ekki deilt um það hér hvort dagvistir barna/leikskólar falli undir mennta- mála- eða félagsmálaráðuneyti. Kjarni málsins er að börnum verði boðin þroskavænleg uppeldisskil- yrði og að einhver heildarsýn sé til staðar í málefnum þeirra hjá þjóð- inni. Það er von okkar að hægt verði að líta á málefni barna og ung- menna í tengslum við almenna vel- ferð einstaklinga og fjölskyldna og er það mat okkar að frumvarp tii laga um félagsþjónustu sveitarfé- laga komi til með að tryggja meiri jöfnuð og bæta lífsskilyrði þeirra sem við erfiðastar aðstæður búa. Það er kaldhæðnislegt til þess að hugsa að fhimvarp sem leggur áherslu á bætt uppeldisskilyrði barna og skýrir heildarmynd í mál- efnum þeirra skuli ekki fá verðuga umfjöllun vegna deilna um það hvort dagvistarmál skuli teljast menntamál eða félagsmál. Við skorum því á ráðamenn að beina umræðu um frumvarpið inn á málefnalegar brautir og láta ekki blindast af þeim hroka sem fram hefur komið í garð félagsþjón- ustunnar undanfarið í málflutningi uppeldismenntaðs fólks varðandi þetta frumvarp. Höfundar: Ingibjörg Broddadóttur er deildarfulltrúi fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Kópavogs. Regína Ásvaldsdóttir er félagsráðgjafi og starfar i fjölskyldudeild Félagsmálastothunar Reykjavíkur. __________Brids_____________ Arnór Ragnarsson Stórafinælismót Bridsfélags Breiðfirðinga Stórafmælismót Bridsfélags Breiðfirðinga í tilefni 40 ára af- mælis félagsins verður haldið helg- ina 3.-4. febrúar nk. í Sigtúni 9. Spilaður verður barómeter með glæsilegum peningaverðlaunum. Einnig verður spilað um silfurstig. Skráning .er þegar hafin í keppni þessa og skráningarsíminn er sími Bridssambandsins, 689360. Mönn- um er bent á að skrá sig sem fyrst ef þeir hafa áhuga á að taka þátt áður en mótið fyllist. Stefnt er að því að byija barómet- ertvímenning Bridsfélags Breið- firðinga 18. janúar nk. og er skrán- ing þegar hafin. Undanfarin ár hefur þetta verið með vinsælli tvímenningum á Reykjavíkursvæð- inu og þátttakan undanfarin 3 ár verið í kringum 60 pör. Skráning- arsími fyrir þessa keppni er 689360 (ísak). Bóksala BSÍ Bridssamband íslands getur um þessar mundir boðið upp á töluvert af bridsbókum eftir þekkta höf- unda. Fyrir aðila úti á landsbyggð- inni sem áhuga kynnu að hafa á einhvetjum bókum, er einfalt mál að panta bækurnar til sín í póst- kröfu í gegnum síma Bridssam- bandsins, 689360. Til eru bækur eftir höfunda eins og H.W. Kelsey, Mike Lawrence, Terence Reese, Edwin Kanter, Eric Jannersten, Fi’ed Karpin, Brian Senior, Kit Woolsey, Victor Mollo, Eric Crow- hurst o.fl. Bridshátíð Bridshátíð, stórmót Bridssam- bandsins og Flugleiða, verður hald- in.dagana 9,—12. febrúar nk. á Hótel Loftleiðum. Verðlaun í keppni þessa hafa verið hækkuð um helm- ing. Þátttökugjald í tvímenning Bridshátíðar verður kr. 10 þús. á par og 16 þús. í sveitakeppnina. Skráning er þegar hafin í báðar keppnir. Sveitakeppnin er öllum opin en þátttaka í tvímenningnum ræðst af áunnum stigum umsækj- enda síðastliðin 5 ár. Gestir á bridshátíð verða senni- lega sterk sveit frá Svíþjóð auk þess sem blönduð sveit skipuð Mike Polowan (sem var gestur á Brids- hátíð 1986) frá USA, Mike Robson frá Bretlandi, Mike Molson frá Kanada sem oftsinnis hefur verið gestur á Bridshátíð og Lynn Deas, tvöföldum heimsmeistara í kvenna- flokki frá Bandaríkjunum. Þriðja sveitin sem kemur á Bridshátíð verður undir forystu José Damiani, forseta Evrópusambandsins, en hann þykir mjög snjall bridsspilari. Spilafélagi hans verður líklega Ió-akkinn Christian Mari, fyrrum Ólympíumeistari og margfaldur landsliðsspilari. Hugsanlega verða með þeim í för Danirnir þekktu Jens Auken og Denis Koch. Skrán- ing í keppnir Bridshátíðar er í síma BSÍ, 689360. vs km Færslubók og leiðbeiningarrit um vírðisaukaskatt Færslubók A lllir þeir sem eru skattskyldir samkvæmt lögum um virðisaukaskatt en eru ekki \ bókhaldsskyldir eiga að færa upplýsingar um kaup og sölu í færslubók sem RSK gefur út og hefur verið send til viðkomandi aðila. Sama gildir um þá sem eru bókhaldsskyldir en undanþegnir skyldu til að halda tvíhliða bókhald (einyrkjar). Þessir aðilar eiga að færa sérstaklega sérhverja sölu eða afhendingu skattskyldrar vöru eða þjónustu í færslubókina. Einnig ber að færa sérhver kaup á skattskyldri vöru og þjónustu til nota í rekstrinum. Þeir sem eiga að halda tvíhliða bókhald vegna starfsemi sinnar geta notað færslubókina sem undirbók í fjárhagsbókhaldi sínu. Færslubókin fæst hjá skattstjórum um land allt. Leiðbeiningarrit Jtarlegt leiðbeiningarrit um virðisaukaskatt hefur verið sent út til skattaðila. Þeim sem einhverra hluta vegna hafa ekki fengið ritið er bent á að hafa samband við skattstjóra eða gjaldadeild RSK. Upplýsingasími RSK vegna virðisaukaskatts er 91-624422 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.