Morgunblaðið - 11.01.1990, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990
Gylfi Jónsson ræðir við Ágúst Hákansson (nær) og Reyni Guðmunds-
son fyrir fiugið.
Flugleiðaflugmenn í nýjum flughermi hjá Braathens:
Nálgast sífellt
raunverulegl flug
-Þessi verkfæri eru orðin miklu
fullkomnari en þau voru fyrst, seg-
ir Gylfi Jónsson eftirlitsflugstjóri
sem er gamalreyndur í fluginu.
-Menn hafa náð ótrúlegum tökum
á að gera útsýnið sem raunveruleg-
ast og yfirleitt er það svo að flug-
menn gleyma sér í kassanum og
upplifa þetta sem eðlilega f lugferð.
Tölvubúnaðurinn er líka að verða
sífellt fullkomnari fyrir okkur sem
þjálfum því nú getum við bara
pantað bilanir og veður eins og
okkur lystir á einfaldan og f Ijótleg-
an hátt og látið f lugmennina glíma
við hvers kyns vanda.
Það voru orð að sönnu því Reyn-
ir Guðmundsson flugstjóri og
Ágúst Hákansson flugmaður
fengu að reyna eitt og annað,
þrumuveður, hálku á flugbraut,
sprunginn hjólbarða í lendingu,
hreyfilmissi í flugtaki og þannig
mætti lengi telja. Raunveruleikinn
felst ekki síst í því líka að áður
Gunnar Karlsen hjá Braathens.
að hægt er að frysta kassann. Þá
stöðvar kennarinn flugið og.getur
rætt við flugmennina í miðju kafi
en síðan halda menn áfram.
Að þessu sinni áttu þeir Reynir
og Ágúst að fljúga með okkur frá
Osló til Stokkhólms. Áður en farið
var í kassann ræddi Gylfi við þá
um ýmis atriði til upprifjunar og
ferðin var skipulögð. Þeir fengu
veður, hleðslu og urðu að kanna
hvort brautin leyfði flugtak við
þessi skilyrði en frost var, þrumu-
veður í nágrenninu og brautin hál.
Það þurfti því að reikna út hleðsl-
una og spurning var hvort hægt
yrði að taka með alla frakt. Æfing-
in er ekki síst í því fólgin að hugsa
fyrir öllum þessum atriðum og
reikna út eins og eðlilegt f lug stæði
fyrir dyrum.
Bilanir eftir pöntun
í kassanum undirbjuggu flug-
Þegar nýjar flugvélategundir
eru teknar í notkun er að mörgu
að hyggja, 'ekki síst í sambandi
við þjálfún flugliða og kennslu
í viðhaldi og meðferð. Nú stend-
ur einmitt yfir hjá Flugleiðum
tímabil þjálfúnar flugmanna og
fiugvirkja áður en Boeing
757-200 þoturnar verða teknar
í notkun næsta vor. Fyrsti hópur
þeirra er þegar búinn með nám-
skeiðslotu vestan hafs og sá
næsti á forum. Og nú í haust
þegar dísirnar, nýju 737-400
þoturnar, höfðu verið í notkun
í hálft ár þurfti að senda flug-
menn þeirra í reglubundna próf-
un sem fi’am fer tvisvar á ári.
Einnig þar þarf að setja sig í
nýjar stellingar og leita að flug-
hermi fyrir 737-400. Hann
fannst hjá norska flugfélaginu
Braathens SAFE sem hefúr tek-
ið í notkun 737-400 þotur. Blaða-
maður Morgunblaðsins fylgdist
með tveimur flugmönnum Flug-
leiða sem voru í kassanum eins
og þeir kalla það nú rétt fyrir
áramótin en nú stendur einmitt
yfir þar þjálfún nýrra flug-
manna sem flytjast eiga yfir á
737-400 vélarnar.
Jón R. Steindórsson yfirflug-
stjóri og Gylfi Jónsson eftirlits-
flugstjóri stjórna þessum málum
og taka flugmenn sína í gegn í
kassanum. Fyrst röbbum við lítil-
lega við Gunnar Karlsen hjá Braat-
hens en hann hefur umsjón með
rekstri á flughermum félagsins:
Öryggisatriði
-Við ákváðum fljótlega að fjár-
festa í flughermi fyrir Boeing
737-400 þoturnar okkar og erum
þessar vikurnar að taka hann í
notkun. Flugleiðamenn fengu að
koma strax með sína menn í fyrstu
tékkun en í raun verður þessi f lug-
hermir tekinn formlega í notkun í
janúar. Nokkur önnur félög hafa
einnig samið við okkur um að fá
þjálfun hér.
Ástæðan fyrir því að við réð-
umst í þessa fjárfestingu var sú
að fáir flughermar fyrir 737-400
eru komnir í gagnið en við þurftum
að koma langflestum flugmönnum
okkar, sem eru alls 232, í þjálfun
á tiltölulega stuttum tíma. Við
endumýjum flugflotann á rúmum
þremur árum og nýtum flug-
herminn því yfir 60% á móti öðrum
félögum nú í byrjun. Hann kostaði
um 65 milljónir norskra króna og
á móti kemur sparnaður við ferðir
og uppihald manna. Aðalatriðið er
þó það öryggi sem við teljum okk-
ur fá við að hafa eigin flughermi.
Hér getum fengið alla nauðsynlega
þjálfun og tökum til þess góðan
tima.
Gunnar Karlsen segist bóka
dagskrá um hálft ár fram í tímann
og ásamt Flugleiðum er hjá honum
þýskt flugfélag, Linjef lyg i Svíþjóð
og Maersk Air frá Danmörku.
Flughermirinn er nýttur frá kl. 6
að morgni til 2 eftir miðnætti
næstum óslitið en einn og einn tími
er skilinn eftir inn á milli til eftir-
lits. -Það var gaman að hitta
íslenska flugmenn aftur. Ég byrj-
aði hjá Braathens fyrir 27 árum
og var þá í Stavanger. Þá áttum
við mikil samskipti við Loftleiða-
menn og ég sé hér enn nokkur
sömu andlitin og við bendum hveij-
ir á aðra og segjum: Ert þú hér?
Flughermir Braathens er frá
kanadíska fyrirtækinu CAE en það
fyrirtæki sérhæfir sig í ýmsum
rafeindabúnaði fyrir flugið - ekki
síst flughermum og tölvubúnaði
fyrir flugið. Flughermir er í raun
nákvæm eftirlíking af stjórnklefa
flugvélar og hafa þessar eftirlík-
ingar sífellt verið að nálgast raun-
veruleikann á seinni árum. Undir-
stöður hans eru vökvatjakkar sem
hreyfa kassann á alla kanta eftir
fyrirsögn tölvubúnaðarins - eftir
því hvert flogið er og við hvaða
skilyrði. Búnaðurinn skiptist í tvo
hluta. Annars vegar er allt er lýtur
að kassanum sjálfum og flugi hans
sem kemur frá CEA og hins vegar
það er lýtur að útsýni, veðri, hljóð-
um og flugvöllum en sá búnaður
kemur frá MacDonnel Douglas
Electronics. Og þar eru framfarirn-
ar ekki minnstar.
Verða sífellt fúllkomnari
|
k
u i i rmi
Reynir situr í flugstjórasætinu vinstra megin og Ágúst hægra megin Gylfi potar á skjáinn og fær þannig fram ýmsar bilanir og vandamál.
- komnir á leiðarenda eftir ýmsar þrautir.
en farið er í kassann er ferðin
undirbúin, flugleiðin ákveðin og
síðan er hún flogin á eðlilegum
tíma. Reyndar er lika hægt að tvö-
falda hraðann þegar fljúga skal
langa leggi. Það §em má teljast
óraunverulegt er að miðflóttaaflið
vantar í beyjunum og í hröðun og
hemlun í flugtaki og lendingu og
Flughermirinn er stór kassi á þessum vökvatjökkum sem geta hreyft hann á alla enda og kanta.
mennirnir flugið og Gylfi sat við
tölvu rétt aftan við þá. Þeir töluðu
saman gegnum radíóið og Gylfi
var flugumferðarstjóri. Gylfi fór
yfir skjámyndirnar en hver mynd
gefur möguleika á bilun í hjólabún-
aði, hreyflum, rafkerfi og síðan
veðurstjórn og á hverri mynd eru
nokkrir möguleikar. -Viltu sjá
þrumuveðrið? spurði Gylfi og glotti
enda hafa kennararnir áreiðanlega
lúmskt gaman af þvi að hrekkja
félaga sína með þessum bilunum.
Hann ýtti á þrumuveðursrofann.
Um leið tóku eldingar að leiftra
og þrumur drundu. -Er þetta að
færast nær okkur? spurðu flug-
mennirnir frammí, -við ættum þá
að reyna að koma okkur sem fyrst
af stað.
Gylfi fór þá í rafkerfið og skellti
inn rafalbilun. Hún biitist hjá flug-
mönnunum sem ljós í mælaborði
en þeir héldu bara áfram góða
stund að undirbúa flugtakið áður
en þeir tóku eftir því. Loks var
allt tilbúið fyrir flugtak en þá var
Gylfi búinn að fletta upp skjámynd
með möguleika á hreyfilbilunum.
í miðju flugtaksbruninu drapst á
öðrum hreyfli, vélin tók að snúast
og samstundis hrópaði Ágúst hvað
gerst hafði og Reynir hætti við
flugtak. Erfitt var að hemja vélina
á hálli brautinni en það tókst þó
að lokum og hægt var að bytja
aftur. Þegar gangsetja átti annan
hreyfilinn gegndi hann engu því
hann var of heitur. Eftir nokkra
bið og viðeigandi ráðstafanir flug-
mannanna var hægt að reyna aftur
og þá fór allt í gang. Síðan fengu
þeir að fara í loftið án bilana hjá
Gylfa.
-Þessi reglubundna þjálfun
tvisvar á ári er tvenns konar, seg-