Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990
21
Hvað segja
þau um
námskeiðið: I
Skrifstofutækni
Allir gömlu sjóvarnar-
garðarnir fóru mjög illa
„VIÐ erum ánægðir með hvernig þeir garðar sem hafa verið byggðir
upp undanfarin þrjú ár stóðust flóðið. En allir gömlu garðarnir fóru
mjög illa og sýnir það hvernig veðrið var því sumir þeirra hafa staðið
af sér flóð alla þessa öld,“ sagði Jón Leví Hilmarsson, forstöðumaður
tæknideildar Halhamálastofhunar, þegar rætt var við hann um sjóvarn-
argarða á Eyrarbakka og Stokkseyri. Jón Leví sagði að starfsmenn
Hafhamálastofnunar myndu í framhaldi af stormfióðunum í vikunni
gera nýja áætiun um uppbyggingu sjóvarnárgarða á þessu svæði.
Hafnamálastofnun hefur undan-
farin þrjú ár byggt nýja sjóvarnar-
garða á Eyrarbakka og Stokkseyri.
A Stokkseyri er búið að byggja upp
rúman kílómetra og 400 metra á
Eyrarbakka. Taldi Jón að kostnaður
væri um 10 milljónir. Unnið hefur
verið í samræmi við skýrsiu sem
verkfræðiskrifstofan Fjarhönnun
vann fyrir Hafnamálastofnun um
landbrots- og flóðavarnir við Stokks-
eyri, Eyrarbakka, Þorlákshöfn og
Selvog og skilað var í ágúst 1984.
í skýrslu .Fjarkönnunar kemur
fram að framkvæmdir við gerð sjó-
varnargarða eru áætlaðar kosta 45
milljónir kr. á verðlagi þá (140 millj-
ónir á verðlagi nú) og eru aðgerðirn-
ar um 30. Heildarlengd áætlaðra sjó-
varnargarða í þessum fjórum sveitar-
félögum er um 8 km og í skýrslunni
er sett fram tillaga um forgangsröð-
un framkvæmda. Kostnaður við rúm--
lega 4,1 km langa garða á Stokks-
eyri og við Hraunsárós var áætlaður
rúmar 20 milljónir kr. og svipaður
kostnaður var áætlaður við rúmlega
2,2 km garða á Eyrarbakka. A verð-
lagi í dag samsvarar þetta 63-64
milljónum í hvoru sveitarfélagi, eða
alls rúmum 125 milljónum kr. á
Eyrarbakka og Stokkseyri. Hluti
þeirra sjógarða, sem taldir voru mjög
brýnir í skýrslu Fjarkönnunar, hefur
verið byggður upp á síðastliðnum
þre'mur árum.
Jón Leví sagði að starfsmenn
Hafríamálastofnunar myndu í fram-
haldi af stormflóðunum í vikunni
mæla upp alla garðana og ganga í
að gera nýja áætlun um uppbyggingu
sjóvarnargarða á þessu svæði. Vegna
flóðsins nú þyrfti að meta hlutina
alveg upp á nýtt þar sem nú þyrfti
að endurbyggja garða sem áður
hefðu verið taldir viðunandi. Ekki
Morgunblaðið/RAX
Mikill sjór er í Flóanum eftir stormflóðið við suðurströndina
aðfaranótt þriðjudags. Mikið vatn er til dæmis við bæina austan
við Stokkseyri, þar sem þessi loftmynd var tekin í gær. í fjarska
sést til Stokkseyrar.
Tjón á varnargörðum
og vegum ekki bætt
VIÐL AGATRY GGING Islands hef-
ur ekki metið hve háar bóta-
greiðslur falla á hana vegna tj’ons-
ins sem varð um suðvestanvert
landið í stormflóðinu aðfaranótt
þriðjudags. Geir Zoega fram-
kvæmdastjóri Viðlagatryggingar
Islands, sem fór um tjónasvæðið í
gær, segir þó harla ólíklegt að það
verði umfram eigin áhættu Við-
lagatryggingar samkvæmt endur-
tryggingasamningum en hún mið-
ast við 8 milljónir bandaríkjadala,
eða um 480 milljónir króna.
Viðiagatrygging mun hvorki bæta
tjón sem varð á brimvarnargörðum
né þjóðvegum á Stokkseyri og Eyrar-
bakka en Geir sagði ekki fullljóst
hvort hún næði til tjóns á hafnar-
mannvirkjum í Grindavík. Hann
kvaðst telja að endanlegt mat gæti
legið fyrir eftir tvær til þrjár vikur.
Viðiagatrygging nær til tjóna af
völdum eldgosa, landskjálfta, snjó-
flóða, skriðufaila og vatnsflóða í sjó
og ám. Bætt er tjón á fasteignum
og lausafé sem skylt er að bruna-
tryggja eða keypt hefur verið bruna-
trygging fyrir. Rennur þá hluti ið-
gjalds til Viðlagatryggingar íslands.
Tjón á lóðum og landi er einnig
bætt miðað við fasteignamat. Þá eru
einnig í viðlagatryggingu samkvæmt
beinum samningum sveitarfélaga
eða stofnana við Viðlagatryggingu
íslands ýmis opinber mannvirki, svo
sem brýr, hafnar- og veitumann-
virki. Sjóvarnargarðar hafa ekki við-
lagatryggingu en hins vegar hefur
Viðlagatrygging íslands tekið þátt í
kostnaði við gerð varnargarða vegna
flóðahættu við eldgos við Múlakvísl
og Skeiðará. Tjón sem tryggingar á
almennum markaði bæta, svo sem
tjón sem húftrygging ökutækja eða
foktrygging nær til, fást ekki bætt
hjá viðlagatryggingu.
Viðlagatrygging Islands er trygg-
ingafélag og standa iðgjöld undir
rekstri og bótagreiðslum. Eigið fé
félagsins er á þriðja milljarð króna.
Um 200 milljón króna rekstraraf-
gangur varð árið 1988 en þá voru
meðal annars greiddar bætur vegna
skriðufalla a Ólafsfirði.
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Börnin tóku til hendinni á lóð Barnaskóla Eyrarbakka enda var þar
mikið verk að vinna.
vildi hann áætla kostnaðinn við nýja
uppbyggingu en sagði að búast
mætti við mun hærri tölum en nefnd-
ar voru í skýrslunni frá 1984.
Samkvæmt fjárlögum yfirstand-
andi árs á að veija 40 milljónum kr.
til sjóvarna um allt land, þar af er
áætlað að rúmar 5 milljónir fari til
framkvæmda á Eyrarbakka og
Stokkseyri.
©
-^TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28, sími 687590
Innritun
hafin
Opnar þér
nýjar leiðir
Skrifstofutæknin er markvisst nám þar sem þú lærir
tölvugreinar, viðskiptagreinar og tungumál í skemmti-
legum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun
tölva í atvinnulífinu. Námið tekur 3 mánuði og að því
loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar.
í náminu eru kenndar m.a. eftiifarandi greinar:
Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla,
gagnagrunnur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald,
toll- og verðútreikningur, almenn skrifstofutækni, grunn-
atriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikn-
ingur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska.
Yfir 700 ánægðir skrifstofutæknar eru
okkar besta auglýsing.
Innritun og nánari upplýsingar eru
veittar í síma 687590.
Hringdu strax og fáðu sendan bækling.
Guðfínna
Halldórsdóttir:
Ég rek eigið fyrirtæki
með manninum mln-
um og hefur námið
verið mér mjög gagn-
legt í fyrirtækinu,
hvort sem er tölvu-
eða viðskiptagrein-
arnar. Skólinn var
mjög skemmtilegur
og ég var ánægð með
kennarana sem voru
færir og mjög hjálp-
legir.
ITildur
Aðalsteinsdóttir:
I kennaraverkfallinu
síðastliðið vor dreif
ég mig í skrifstofu-
tækninámið. Að
nárni loknu hefur
sjálfstaust mitt aukist
til muna og ég á auð-
veldara með að taka
ákvarðanir. Það sem
hefur komið sór best
er það að ég fókk 12
einingar motnar til
stúdentsprófs í
menntaskólanum
sem ég stunda nám
við.