Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 23

Morgunblaðið - 11.01.1990, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JÁNÚAR 1990 Morgunblaðið/Einar Þ. Guðjohnsen Redoubt-eldfjallið í Alaska, sem gosið hefur nokkrum sinnum undanfarna mánuði eftir að gosvirkni í fjallinu hafði legið niðri í aldarfjórðung. Redoubt-fj allið gýs í þriðja sinn á mánuði Fairbanks, Alaska. Reuter. ELDGOS Iiófst að nýju í Redoubt- fjallinu í Alaska sl. mánudag og olli það röskun á flugumferð yfir Alaska. Kolgrár gosmökkurinn steig í 40.000 feta eða 12,4 kin hæð. Gosaska frá Redoubt-fjallinu féll á Kenai-skaganum sem er rúma 80 km frá fjallinu. Þar eru olíubirgða- stöðvar nokkurra bandarískra fyrir- tækja sem vinna olíu í Alaska og var jafnvel óttast að gosið í kynni að hafa áhrif í stöðinni. Var í ráði að hætta að dæla hráolíu þangað um sinn. Gosið hófst kl. 10.09 að staðartíma í fyrradag eða kl. 19.09 að íslenskum tíma. í upphafi var það álíka kröft- ugt og eldgosin sem hófust 13. des- ember sl. annars vegar og 2. janúar sl. hins vegar. Bandaríska flugmálastjórnin gaf út viðvörun til flugfélaga og beindi því til flugmanna að fljúga ekki nálægt öskumekkinum. Skandinaví- ska f lugfélagið SAS hefur hætt milli- lendingum í Anchorage um óákveð- inn tíma vegna goshættunnar og af öryggisástæðum hefur hollenska flugfélagið KLM ákveðið að hafa þar ekki viðkomu fyrr en 15. janúar. Svo vildi til að breiðþota af gerð- inni Boeing-747 frá KLM flaug inn í gosmökk frá Redoubt rétt eftir að gos hófst í fjallinu 13. desember sl. Drapst fyrii-varalaust á öllum hreyfl- unum fjórum og hrapaði þotan um 13.000 fet áður en flugmönnum hennar tókst að koma þeim aftur í gang. Var þotan þá í ll'.OOO feta hæð yfir fjöllum Alaska og í aðflugi til Anchorage, sem er 190 km norð- austur af fjallinu. Koínst hún þangað en eftir lendingu þar voru hreyflar þotunnar aæmdir ónýtir. Bretland: Verður tíminn á Bret- landi samræmdur tím- anum á meginlandinu? St. Andrews, frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. LÍKUR eru taldar á því að Neðri málstofa brezka þingsins sam- þykki síðar á árinu, að breyta tímanum til samræmis við önnur lönd í Evrópubandalaginu. Nú er klukkan hið sama í Bretlandi og á Is- landi en á meginlandi Evrópu er hún einum tima á undan og tveimur á sumrin en þá er klukkutíma munur á íslenskum og breskum tíma. Það hefur verið árvisst deilumál nú um nokkurt skeið, hvort laga eigi breskan tíma að evrópskum. Á árunum 1968 til 1971, þegar Har- old Wilson var forsætisráðherra, var það gert og tíminn færður fram um eina klukkustund. Þá vár mikil and- staða víðast um landið og þingmenn og lávarðar samþykktu árið 1971 að hverfa til fyrra horfs. Nú er það samræmingin við lönd innan EB, sem veldur því, að málið er tekið upp. Á síðasta ári létu stjórnvöld semja skýrslu um málið og fóru fram á, að félög og hags- munaaðilar létu skoðun sína í ljósi. Yfir 80% lýstu sig fylgjandi breyt- ingunni. Þessi breyting hefði í för með sér, að dimmt yrði lengur á morgn- ana og bjart lengur á kvöldin. Fólk er kærulausara í umferðinni á leið frá vinnu á kvöldin en á leið í vinnu á morgnana. Talið er að koma mætti í veg fyrir 160 dauðaslys á ári með þessari breytingu. Einnig er talið að breytingin muni liðka fyrir verzlun og viðskiptum við önn- ur lönd innan EB. Andstaða við breytinguna er mest í Skotlandi, þar sem dagar ekki fyrr en milli 8 og 9 á morgn- ana yf ir dimmustu vetrarmánuðina. Stjórnin mun ekki beita flokks- aga til að koma málinu í gegnum Neðri málstofuna, en það verður að líkindum lagt fram á vordögum. BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. Múlalundur ÚTSALA ÚTSALA-ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.