Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 24

Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 Forystugrein í vikuritinu The Economist: Tímabært að hefja viðræð- ur um afvopnun á höfimum - eigi fækkun vopna að geta af sér raunverulegan sparnað í VIÐRÆÐUM þeim sem fram fara mili risaveld- anna og aðildarríkja Varsjárbandalagsins og Atl- antshafsbandalagsins (NATO) er ekki stefnt að því að ná samkomulagi um takmarkanir flota- umsvifa og afvopnun á höfunum þó svo START- viðræðurnar svonefndu um fækkun langdrægra gjöreyðingarvopna taki einnig til kjarnorkuvopna um borð í skipum og kafbátum. Sovétmenn hafa mjög hvatt til þess að viðræður um fækkun vopna á og í höfunum verði hafnar en fram til þessa hafa hvorki Bandaríkjamenn né aðildarríki Atlants- hafsbandalagsins viljað ljá máls á því. Raunar hafa íslendingar hvatt til þess á vettvangi Atlants- hafsbandalagsins að slíkar viðræður fari fram ekki síst með tilliti til umhverfisverndar. Sú hugmynd hefur enn sem komið er ekki fengið umtalsverðan hljómgrunn og hefur hennar t.a.m. ekki verið getið í lokaályktunum leiðtoga- eða ráðherrafunda bandalagsins. Þá hefur Bandaríkjastjórn vísað á bug þeirri tillögu fyrrverandi formanns herráðs Bandaríkjanna, Williams Crowes flotaforingja, að slíkar viðræður verði hafnar gegn því að Sovét- menn fallist á verulegar tilslakanir í deilu risaveld- anna um fækkun langdrægra kjarnorkuvopna. í nýjasta hefti breska tímaritsins The Econom- ist er fjallað um afvopnun á höfunum í leiðara blaðsins og er helsta niðurstaðan sú að tímabært sé að hefja slíkar viðræður við Sovétmenn. Þær séu í raun óhjákvæmilegar ekki síst með tilliti til þeirra fjármuna sem spara megi með þessum hætti á tímum spennuslökunar og afvopnunar. Forystugrein breska tímaritsins birtist hér í heild en fyrirsögn og millifyrirsagnir eru Morgunblaðs- Fyrst risaveldin stefna að því að ná samkomulagi á þessu ári um fækkun langdrægra gjöreyð- ingarvopna og niðurskurð á sviði hins hefðbundna herafla í Evrópu er þess tæpast langt að bíða að hafnar verði viðræður um af- vopnun á höfunum. Þótt Míkhaíl Gorbatsjov hafi ekki tekist að telja George Bush Bandaríkjaforseta á að hefja slíkar viðræður er þeir funduðu á Möltu í síðasta mánuði mun Sovétleiðtoginn ekki gefast upp. Aðildarríki Atlantshafs- bandalagsins munu í fyllingu tímans þurfa að taka á • þessu máli og æskilegt er að það gerist frekar fyrr en síðar til að unnt verði að nýta þennan möguleika til fullnustu. Sovétmenn kveðast hafa geng- ið til móts við kröfur Vesturlanda og telja því að nú beri NATO- ríkjunum að gera slíkt hið sama. Sovétmenn hafa viðurkennt að herafli á landi myndi skipta sköp- um í hugsanlegum átökum í Evr- ópu. Þeir hafa fallist á að þeim beri að fjarlægja fleiri vopn og hermenn en ríki NATO. í staðinn krefjast Sovétmenn þess að NATO-ríkin taki tillit til öryggis- hagsmuna þeirra og dragi úr slag- krafti þess hluta heraflans sem þeir óttast einkum en það er f loti NATO, sem er mun öflugri en floti Sovétríkjanna. Sovétmenn hafa einkum áhyggjur af flota- deildum f lugmóðurskipa sem ætl- að er að tortíma mikilvægum hernaðarskotmörkum í Sovétríkj- unum bijótist út átök á milli risa- veldanna. Helsta markmið Sovét- manna er að ná fram jöfnuði á höfunum. Stöðluð röksemdafærsla Bush forseti vísaði öllu þessu á bug á Möltu-fundinum og beitti fyrir sig þeirri stöðluðu röksemda- færslu að herafli á landi og flota- styrkur væru óskyld málefni. Bandaríkin og nokkur önnur ríki NATO væru fyrst og fremst f lota- veldi og þessum hluta herafla þeirra væri m.a. ætlað að fást við verkefni sem á engan hátt ógnuðu öryggishagsmunum Sovétmanna og kæmu ríkjum Evrópu í mörg- um tilvikum í raun ekkert við. Hins vegar munu slíkar röksemd- ir ekki ráða úrslitum í máli þessu. Vilji Vesturlanda og þ. á m. Bandaríkjamanna til að draga úr framlögum til öryggis- og varnar- mála á tímum slökunar í sam- skiptum austurs og vesturs skipt- ir sköpum. Nú þegar virðist Jjóst að NATO-ríkin munu tæpast spara verulegar fjárhæðir eftir að lokið hefur verið við gerð Vínarsáttmál- ans um fækkun liðsaf la og vígtóla í Evrópu. Þar er verið að ræða um að fækka tilteknum vopna- gerðum um 10-15 prósent en á móti þeim sparnaði kemur kostn- aður við að eyðileggja vopnin auk þess sem halda þarf uppi eftirliti með því að ákvæði samningsins séu virt. Þótt enn hafi ekki verið ákveðið hvemig staðið skuli að þessum niðurskurði er sú skoðun almenn að bróðurparturinn af vopnunum muni koma úr vopna- búrum Bandaríkjamanna. Því kann svo að fara að ríki Vestur- Evrópu taki að þrýsta á um frek- ari niðurskurð á þessu sviði í því augnamiði að ná fram auknum sparnaði á vettvangi öryggis- og varnarmála. Þá munu Sovétmenn leggja til að hafnar verði viðræður um fækkun herskipa og kafbáta. Sáttmáli um afvopnun á höfun- væg í átökum í Evrópu og vest- rænir flotaforingjar hafa haldið fram. Þar sem flugvélamóðurskip myndu veija skipalestir á leið yfir Atlantshafið fyrir loft- og eld- flaugaárásum myndi lykillinn að samkomulagi felast í því að fá Sovétmenn til að fækka þeim her- skipum sem búin eru eldflaugum og langdrægum sprengjuflugvél- um. Væri markmiðið einungis það að ná fram jöfnuði á sviði vígbún- aðarmála í Evrópu væri þetta að líkindum mögulegt. En reynslan sýnir að flugvélamóðurskip hafa Sovéskur árásarkafbátur af gerðinni „Mike“. Leiðarahöfúndur The Economist telur að samþykktu Sovétmenn að fækka árásar- og eldflaugakafbátum sínum gætu ríki NATO skorið niður gagn- kaíbátaheraflann og þannig fækkað kafbátaleitarflugvélum, árás- arkaibátum og ireigátum. um gæti aldrei kveðið á um jafnan fjölda herskipa líkt og stefnt er að í Vínarviðræðunum þar sem m.a. er verið að ræða leyfilegan hámarksfjölda skriðdreka, fall- byssna og liðsflutningavagna í Evrópu. Floti Sovétmanna er að flestu leyti gjörólíkur flota NATO-ríkjanna, Sovétmenn hafa einkum lagt áherslu á lcafbáta og þeir ráða aðeins yfif fáeinum og fremur iitlum flugmóðurskipum. Engu að síður væri unnt að ná samkomulagi um fækkun þeirra skipa og kafbáta sem talin eru helsta ógnunin. Þá væri ennfrem- ur unnt að undanskilja þann hluta flotans sem risaveldin telja ómiss- andi. Vandi NATO NATO-ríkin stæðu þá frammi fyrir tvenns konar vanda. í fyrsta lagi þyrfti eftir sem áður að vera unnt að koma birgðum og liðsafla frá Bandaríkjunum til Evrópu á óvissu- eða átakatímum. í öðru lagi þyrfti að taka ákvörðun um framtíð flugvélamóðurskipanna. Fyrrnefnda atriðið má leysa á til- tölulega einfaldan hátt. Féllust Sovétmenn á að fækka árásarkaf- bátum sínum þannig að þeir réðu alls yfir sjö eða átta slíkum og samþykktu þeir ennfremur að fækka eldflaugakafbátunum gæti Atlantshafsbandalagið skorið nið- ur gagnkafbátaheraflann og fækkað þar með freigátum, kaf- bátaleitarf lugvélum og árásarkaf- bátum. Það yrði erfiðara fyrir ríki NATO að samþykkja að fækka flugvélamóðurskipum þó svo þau myndu tæpast reynast jafnmikil- komið að miklum notum í tak- mörkuðum hernaðarátökum t.a.m. í Kóreu, Víetnam og Líbýu og vera kann að þeirra verði aftur þörf. NATO-ríkin þurfa því að ákveða hversu mörg slík skip þurfa að vera til reiðu utan hins skilgreinda varnarsvæðis banda- lagsins. Fræðilega úttekt vantar í raun eru það Bandaríkjamenn sem standa frammi fyrir þesáari ákvörðun. Að vísu þarf einnig að taka tillit tii flugvélamóðurskipa Breta, Frakka ítala og Spánveija en þau skipta tæpast miklu, raun- ar eru það aðeins tvö flugvéla- móðurskip Frakka sem ógnað geta skotmörkum innan landa- mæra Sovétríkjanna. Flugmóður- skip Bandaríkjamanna skipta mestu í þessu samhengi. Þeir ráða nú yfir 14 slíkum en líklegt er að þeim verði fækkað um eitt eða tvö í samræmi við áform um að draga úr framlögum til vígbúnað- armála. Á hinn bóginn hefur ekki t'arið fram fræðileg úttektr á þörf- inni fyrir öll þessi skip í ljósi þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á hernaðarstefnu Sovétmanna. Ef til vill væri nóg að hafa átta eða níu flugmóðurskip tiltæk á tímum óvissu- og átaka í þriðja heiminum. Vera kann að Gorbatsj- ov vildi að enn fleiri skip yrðu tekin úr notkun og þar kynnu bandarískir skattborgarar að vera honum sammála. Vilji Vesturlönd að fækkun vopna geti af sér veru- legan sparnað er tímabært að hafnar verði viðræður um af- vopnun á höfunum. mánú Reuter Fyrr í Bandaríkjunum er það vinsælt að láta froska keppa í stökki og hann Andy Koffman, sem býr í Seattle, er ákveðinn í að bera sigur úr býtum í keppninni á vori komanda. Hann hefur fengið til liðs við sig afrískan risafrosk, sem vegur um fjögur kíló og getur lagt að baki 10 metra í einu stökki. Forráðamenn keppninnar eru hins vegar óhressir með þetta tiltæki og hafa boðað til skyndifundar um málið. Alþjóðaólympíuhreyfingin: Rætt við S-Afríku- menn um þátttöku í Olympíuleikum París. Reuter. FULLTRÚAR Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) áttu £ fyrradag ílmm klukkustunda fund með lúlltrúum suður-afrísku ólympíune&id- arinnar í París og er það í fyrsta sinn í þijá áratugi sem IOC á form- legar viðræður við suður-afrísk íþróttayfirvöld. Engin breyting heftir þó orðið á afstöðu IOC gagnvart Suður-Afríku og möguleikum þar- lendra íþróttasamtaka á aðild að nefndinni og þátttöku i ólympíuleik- unum. Fulltrúar Alþjóðaólympíunefnd- arinnar ítrekuðu við suður-afrísku íþróttaleiðtogana að uppræta þyrfti með öllu aðskilnaðarstefnu innan suður-afrísku íþróttahreyfingarinn- ar áður en hún gæti fengið aðild að alþjóðasamtökum íþróttamanna. Fundurinn var haldinn að frum- kvæði Juan Antonio Samaranch, forseta IOC, og voru fulltrúar hans á fundinum tveir afrískir íþrótta- leiðtogar sem verið hafa í forystu þeirra sem barist hafa fyrir útskúf- un Suður-Afríku úr alþjóðlegu íþróttastarfi vegna aðskilnaðar- stefnu stjórnar hvíta minnihlutans þar í landi. Suður-Afríka var sett út úr Alþjóðaólympíunefndinni eftir Ólympíuleikina í Róm 1960. Eftir fundinn í París sögðust fulltrúar ÍOC ánægðir með viðræðurnar við suður-afrísku íþróttafrömuðina. Skipulag íþróttahreyfingarinnar í Suður-Afríku byggist á litarhætti íbúa þar. Möguleikar blökkumanna til íþrótta eru litlir miðað við mögu- leika hvítra. Þó sérstök íþróttasam- bönd séu fyrir blökkumenn eru þeir meira og minna útskúfaðir frá íþróttastarfi á grundvelli apart- heid-stefnu stjórnvalda. Johan du Plessis, forseti Ólympíunefndar Suður-Afríku (SANOC), tók þátt í Parísarfundin- um með fulltrúum IOC. Sagðist hann vonbetri eftir fundinn um að suður-afrískir íþróttamenn ættu eftir að taka þátt f ólympíuleikum í framtíðinni. Hversu fljótt það verður fer eftir því hvenær tekst áð stofna ein allsheijar íþróttasam- tök þar í landi. Sagði du Plessis að hann mundi beita sér strax við heimkomuna fyrir sameiningu suð- ur-afrísku íþróttasamtakanna undir einum hatti. Er hann sagður hafa látið í ijós þá von á fundinum með fulltrúum IOC að yfirlýst stefna stjómar F. W. de Klerks forseta um pólitískar umbætur og breyting- ar á aðskilnaðarstefnunni yrði til þess að auðvelda og f lýta fyrir sam- einingu suður-afrískra íþrótta- manna undir einum hatti. Austur-Þýskaland: Þrír flokkar hóta að ganga úr sljórninni Austur-Berlín. Reuter. ÞRÍR af smáflokkunum fjór- um, sem myndað haía stjórn með kommúnistum í Austur- Þýskalandi, hótuðu því í gær að ganga úr stjórninni ef umbótum yrði ekki flýtt og hætt yrði við áform um að stofna nýja öryggislögreglu. Talsmenn flokkanna þriggja sögðu að þeir myndu ekki starfa með Hans Modrow for- sætisráðherra, sem kemur úr kommúnistaflokknum, ef hann hætti ekki við að stofna örygg- islögreglu. Stjórn Modrows hef- ur verið við völd frá því í nóv- ember og áformað er að forsæt- isráðherrann skýri þingi lands- ins í dag frá starfi stjórnarinn- ar til þessa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.