Morgunblaðið - 11.01.1990, Síða 25

Morgunblaðið - 11.01.1990, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANUAR 1990 25 Rúmenía: Forsetadóttur lýst sem ver- gjörmim áfengissj úklingi Búkarest. Reuter. DÓTTIR Nicolae heitins Ceaucescus Rúmeníuforseta lifði lífinu hátt, naut ásta með hverjum manninum á fætur öðrum, ferðaðist tíðum utanlands og var sjaldan allsgáð. Kom þetta fram í rúmensku dag- blaði í gær. Zoia Ceausescu, sem er sögð vera eitthvað innan við fertugt, var handtekin nokkrum klukkustund- um áður en foreldrar hennar voru teknir af lífi og hún og Nicu, glaum- gosinn bróðir hennar, bíða þess nú að vera leidd fyrir rétt. Til fóstur- bróður þeirra Valentins hefur hins vegar ekkert spurst. I dagblaðinu Tineretul Liber (Fijálsri æsku) sagði í gær, að Zogi hefði skipt um elskhuga eins og aðrir um föt og ailir verið gjald- gengir, ráðherrar jafnt sem bar- þjónar. „Sæi hún laglegan mann var hún ekki í rónni fyrr en hún gat krækt í hann,“ sagði í blaðinu og þar kom fram, að Zoia hefði oft drukkið ástmennina undir borð og síðan sparkað þeim út þegar þeir gátu ekki sinnt henni. Sjálf hefur Zoe tvisvar farið í áfengismeðferð með óvissum árangri. Blaðið sagði, að Zoia hefði verið mjög veik fyrir mönnum, sem áttu vafasama fortíð að baki. Stæðu þeir sig aftur á móti vel sem elsk- hugar hefðu þeir umsvifalaust verið skipaðir í háar stöður í atvinnulíf- inu. Henni líkaði hins vegar ekki við liðsmenn öryggissveitanna, sem en Elena, móðir hennar, tók ekki í mál, að hún giftist einhveijum „skottulækni" og krafðist þess, að hún gengi að eiga mann af aðals- ættum. Zoia, sem að nafninu til var yfir- maður stærðfræðideildar tækni- stofnunar í Búkarest og stundum titluð „doktor", fór oft utan, til dæmis til Parísar eða Madridar, en, eins og sagði í blaðinu, „ekki til að skoða Louvre- eða Prado-safnið, heldur til að njóta hins ljúfa lífs“. BÍLDSHÖFDI8 (Bifreiðaeftirlitið) I leigu húsnæðið, sem Bifreiðaeftirlitið var í, sem e 10 herbergi, þar af 7 lítil og 3 stór. Stór afgreiðslusalur 200-400 fm lagerhúsnæði á jarðhæð. Allt laust í næsta mánuði. Nánari upplýsingar í síma 91-17678 milli kl. 16 ng 20 næstu daga. Zoia Ceausescu. Myndin var tek- in eftir að hún var handtekin. reyndu jafnan að fylgjast með henni, og margir máttu sætta sig við að vera fluttir burt til af- skekktra .héraða að hennar kröfu. Sagði í Tineretul Liber, að Zoia hefði verið farin að láta mikið á sjá vegna lifnaðarins, kinnfiskasogin, hrukkótt og með dökka bauga und- ir augum. Sagt var, að Zoia hefði verið ástfangin áf lækni í borginni Cluj ÆVINTYRALEG • • Flórída: Frostskemmdir fyrir 60 milljarða króna Tjónið hækkar ávaxtaverð um allan heim Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UPPSKERUTJÓN ávaxtabænda í Flórída vegna frosts á aðfanga- og jóladag nemur um einum milljarði dollara. Þetta uppskerutjón gæti orðið enn meira en áætlað er nú, ef frostið veldur miklum trjá- dauða, en slíkur skaði kemur ekki í ljós fyrr en síðar. Opinberir aðilar meta tjón af næsta árs verður því sennilega mun völdum lauffalls tijánna, ásamt tjóni á uppskeru grænmetis, sykur- reyrs og sítrusaldina á 600 milljón- ir dollara og að heildartjónið nemi 1,09 milljarði dollara ef tillit er tek- ið til tekna og ágóða af vinnslu uppskerunnar. „Jólafrostið" í Flórída hefur þeg- ar stórhækkað verð á sítrusaldinum og alls kyns grænmeti. Þessar af- urðir kosta nú a.m.k. helmingi meira en áður og mun þetta háa grænmetisverð haldast að minnsta kosti fram í apríl, þegar ný upp- skera kemur á markaðinn. Verðið á sítrusaldinunum verður hátt allt þetta ár og næsta haust kemur í ljós hve mikið af tijám hefur orðið fyrir varanlegum skaða. Uppskera minni en vanalega. Sítrusávaxtaframleiðslan er svo mikil í Flórída að umtalsvert upp- skerutjón þar, eins og nú hefur orð- ið, hefur veruleg áhrif á heims- markaðsverðið. Reynt var að bjarga því sem bjargað varð með því að vinna dag og nótt á ökrunum og nýta appelsínurnar til safafram- leiðslu. í ,jólafrostunum“ varð verulégt tjón í öllum húsagörðum, lauffall og kal á tijám, öll blóm frusu og féllu og græni liturinri hvarf af grasflötunum. Frostið stóð aðeins í tvo sólarhringa og nú er aftur hlýtt, yfir 25 stig á C á daginn og hiti fer vart niður fyrir 15 gráður C að næturlagi. HLOMPLOTUUTSALA ALLTAD 90% AFSLÁTTUR! Hljómplötuútsala Geisla á Snorrabraut 29, við Laugaveg, eflist með degi hverjum. í dag bætast við nýjar og eldri plötur, sem margar hverjar hafa verið ófáanlegar hingað til. Úrvalið spannar allt litróf tónlistarheimsins og verðið er hreintótrúlegt. Líttu við og láttu sannfærast! Sendum í póstkröfu samdægurs! Póstkröfusíminn er 62 60 29 GEISLI HLJÓMPLÖTUR SNORRABRAUT 29(VIÐ LAUGAVEG) SÍMi 626029 Til Búdapest fyrir aðeins Til Istanbul fyrir aðeins Til Rómar fyrir aðeins f 30.720, Til Kairó fyrir aðeins Til Vínar fyrir aðeins (27.460,-; Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína S4S Laugavegi 3, sfmi 62 22 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.