Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 26

Morgunblaðið - 11.01.1990, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 JltagtiiiMfifcffr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Arvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhaonsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Hlutabréfamarkaður að veruleika Trú og þjóðfélag: Af tílefiii Reykja1 Hlutabréfamarkaður er orð- inn að veruleika hér á landi. Viðskipti með hlutabréf hafa stóraukizt eins og berlega hefur komið í ljós síðustu tvö árin a.m.k. Skattafrádráttur vegna hlutabréfakaupa hefur átt mikinn þátt í að efla áhuga almennings á þessari sparnað- arleið en einnig hitt, að i ljós hefur komið, að sparnaður í formi hlutabréfakaupa hefur tryggt fólki hagstæða ávöxtun fjármuna. Auk þessa hafa þeir aðilar, . sem stundað hafa viðskipti með hlutabréf staðið mjög vel að þeim. Þeir. hafa einungis haft til sölu hlutabréf í traustum fyrirtækjum og fólk hefur átt kost á vandaðri ráðgjöf í sam- bandi við hlutabréfakaup. Þann- ig hefur smátt og smátt verið byggt upp traust á hlutabréfa- kaupum, sem mikilsvert er að haldist. Hinn nýi hlutabréfamarkaður hefur opnað möguleika til fjár- mögnunar, sem menn hafa ef til vill ekki gert sér fyllilega grein fyrir. Sem dæmi má taka, að Samband ísl. samvinnufélaga stendur nú í umfangsmikilli eignasölu. Eitt þeirra fyrir- tækja, sem Sambandið á stóran hlut í, er Olíufélagið hf. Hluta- bréf í því fyrirtæki voru mjög eftirsótt á hlutabréfamarkaði á síðasta ári. Ef Sambandið tæki ákvörðun um að selja hlut sinn í Olíufélaginu — sem það hefur að vísu ekki gert — þyrfti það ekki að leita samninga við ein- hveija stóra aðila í viðskiptum til þess að selja þau hlutabréf, heldur gæti það sett bréfin á markað og þau mundu áreiðan- lega seljast upp á skömmum tíma, ef miðað er við þá eftir- spurn, sem var eftir bréfunum síðustu mánuði liðins ár. Undanfarna mánuði hafa staðið miklar deilur innan Landsbankans um hvert væri eðlilegt kaupverð Samvinnu- bankans og harðar deilur innan stjórnar Sambandsins um hina endanlegu niðurstöðu. Hér skal auðvitað ekkert fullyrt um það, hvernig Sambandinu hefði vegnað, ef það hefði sett hluta- bréf sín í Samvinnubankanum í sölu á almennum markaði. En vel má vera, að hinn frjálsi hlutabréfamarkaður hefði reynzt betri mælikvarði á verð- mæti Samvinnubankans en samningaviðræður, sem hafa bersýnilega tekið mið af pólitískum sjónarmiðum ekki síður en viðskiptalegum. Eftir sem áður gátu hvort sem er Landsbanki eða Búnaðarbanki ákveðið að kaupa meirihluta hlutabréfa í Samvinnubankan- um. Það er umhugsunarefni fyrir Sambandið, hvort það nær ekki meiri fjármunum út úr eignasölu með þessum hætti, en með samningaviðræðum við ríki eða ríkisfyrirtæki. En jafnframt er auðvitað ljóst, að gera verður mjög harð- ar kröfur til þeirra, sem selja hlutabréf á almennum markaði um upplýsingar um stöðu og rekstur fyrirtækja. Ef tilraun er gerð til þess að selja hluta- bréf á almennum markaði án þess, að slíkar upplýsingar Iiggi fyrir og kaupendur fara illa út úr slíkum viðskiptum, kemst óorð á hlutabréfamarkaðinn. Þess vegna skiptir miklu, að þeir sem að honum standa haldi fast við þær ströngu kröfur, sem þeir gera til fyrirtækja, sem skráð eru á þessum markaði. Það er líka umhugsunarefni fyrir fjölmiðla, hvernig fjallað er um fyrirtæki, sem skráð eru á opnum markaði eða hyggjast selja hlutabréf á fijálsum mark- aði. Yfirleitt hefur umfjöllun fjölmiðla hér um fyrirtæki ein- kennzt af velvilja. Nú er hins vegar svo komið, að fólk kann að hætta fjármunum sínum á grundvelli þess, hvernig fjallað er um hlutafélög í fjölmiðlum. Þess vegna hefur sú ábyrgð, sem á fjölmiðlum hvílir í þessu sambandi margfaldazt. For- ráðamenn fyrirtækja, sem hyggjast sækja fjármagn á markaðinn með hlutabréfasölu verða að búast við aðhaldsmeiri og gagnrýnni meðferð fjölmiðla á fyrirtækjum þeirra, en tíðkazt hefur hér fram til þessa. Þótt fjölmörg álitamál af þessu tagi komi upp nú, þegar hlutabréfamarkaður er orðinn að veruleika er kjarni málsins sá, að fjármögnun atvinnulífs- ins með hlutabréfasölu er ný leið, sem mun einkenna við- skiptalífið í vaxandi mæli á næstu árum. Það á að verða atvinnuvegunum til styrktar en jafnframt skiptir höfuðmáli, að hlutabréfamarkaðurinn verði ekki að einhveijum óskapnaði, eins og sums staðar hefur gerzt, vegna þess, að ekki hafa verið settar nægilega strangar reglur um viðskipti með hlutabréf á opnum markaði. eftir Þóri Kr. Þórðarson Allt sem fyrir augu ber reynum við að skilja í ljósi þeirrar heildar- myndar af veruleikanum sem í huga okkar býr. En heildarmyndin í huga okkar — við köllum hana heims- mynd — er síbreytileg eftir því sem við þroskumst að visku og vexti, eins og sagt var um Jesúbarnið sem fæddist á jólunum. Heimsmyndin bragar og sindrar eins og norðurljósin í síbreytilegum litum þegar horft er á alla sögu mannkynsins í einni sjónhending. Hversu ólík er ekki forn heimsmynd höfunda Biblíunnar okkar tölvuöld og tækniundra! Og vonandi á vél- gengi nýtísku heimsmyndar eftir að víkja fyrir ljóðrænni, sannari og músíkalskari heimsmynd framtíðar- innar, sem fæðast mun er öldin tekur jóðsótt og fæðir nýjan heim og mannsins dætur og synir verða aftur fijáls í heimi þulunnar og frá- sögunnar, sem amma þeirra tíma þylur börnum sínum í stað þess að kenna þeim talnarunur digitalkerf- anna. Á ofanverðri 20. öld, við fæðing- arstól nýrrar aldar, hefur flaumur „þróunarinnar" og tæknifram- faranna náð hraða skopparakringl- unnar á þeysireið andartaksins rétt áður en hún stöðvast. Þetta andar- tak kann að standa í áratugi eða aldir, en eitt andartak er það af sjónarhóli eilífðarinnar. í vændum er tími þegar heimur kerfanna hnígur en veldi frelsisins rís, frelsi andans sem hlýðir á andvarp af meiri athygli en háreysti sápuaug- lýsinga og hróp lýðskrumara. Vold- ugasta kerfi veraldarsögunnar í austanverðri Evrópu er hrunið, en hvenær hrynur hið þjóðfélagslega stýrikerfi vestrænnar tæknihyggju? Eða stafar nokkur hætta af því er komist geti í samjöfnuð við þá skelf- ingu sem nú hefur verið bægt frá í Búkarest og Austur-Berlín, Búda- pest og Prag? Siðbótin og heimsmynd okkar Núverandi heimsmynd okkar Vesturlandabúa á sér djúpar rætur. Notuð hafa verið um hana tvö tákn- orð: Jórsalir og Aþena. Enn þá nær í sögunni er bylting sú sem varð í Evrópu á 14. til 16. aldar og nefn- ist einu nafni Siðbótin, er valda- mesta stofnun þess tíma, kirkjan, neyddist til endurskoðunar á við- horfum sínum til þjóðfélagsins og siðfræðinnar fyrir rannsónir og ræðu Wyclifs, Erasmusar, 'Kalvíns og Lúthers og hóf að lokum sína eigin siðbót (sem nefnd er gagnsið- bótin og er undirstaða hinnar styrku og siðbættu rómversk-kaþólsku kirkju sem páfinn, Jóhannes Páll II, flutti ofurlítið nær okkur íslend- ingum sl. sumar). Atburðir sið- bótarsögunnar, uppreisn bænda og iðnaðarmanna á Englandi og í Erakklandi á 13. öld og hinum næstu vegna skattpíningar sem hindraði iðnþróun (ekki ókunnug- legt skref) og starf siðbótarmann- anna við að reisa nýtt þjóðfélag á kristnum grunni, „áttu þátt í mótun þeirrar heimsmyndar sem blasir við okkur á líðandi stund“, segir í sið- bótarsögu Menningarsjóðs sem út kom fyrir jólin, en ég tek enn dýpra í árinni: Siðbótin er forsenda iðnað- arþjóðfélagsins og velmegunar þess sem blasir við augum þegar borið er saman við þjóðir Suður-Ameríku, írlands og Miðjarðarhafslanda. Sið- bótarmenn þekktu ekki þá kristin- dómsgerð sem lítur framhjá þjóð- félaginu og þjóðfélagsmálunum. En var þessi þróun sögunnar ein- ungis til góðs?. Það er svo annað mál. En heimsmynd okkar er það- an. Og án siðbótarinnar og þjóð- félagsvitundar hennar væri „Evr- ópa“ ekki til. Og við sem ætlum að ganga í hana og vitum þetta ekki! Hlutverk kirkjunnar í Austur-Evrópu Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að kirkja austan- tjaldsiandanna, einkum þó í Aust- ur-Þýskalandi, gegndi miklu hlut- verki um þá örlagaatburði er síðustu vikur færðu á jóladiskinn í fréttatímunum, ýmist frelsissöngva í gamla Prússlandi eða slátrun þús- unda í sæluríki kommúnismans og miðstýringarinnar í Rúmeníu. Þafi sem hrundi var öld þjóðfélagslegrar „tölvutækni" í formi marxisma og miðstýringar sem eru sama eðlis og tölvuveröld „Friedmans“ (ég á ekki við persónuna heldur viðhorfin, ég hefði eins getað sagt Friedland, sem stendur við aðrar hverjar dyr í Reykjavík — að því frátöldu að hann vill enga stýringu, hvorki mið- né fjar-). Marxisminn er nefnilega ekki annað en tæknilausn mann- legra viðfangsefna, dæmd til að mistakast eins og allar „tæknileg- ar“ úrlausnir á sviðum hins mann- lega. En hvers vegna hefur kirkjan gegnt því lykilhlutverki sem hún gegndi í Austur-Berlín og Austur- Þýskalandi? Það er af tveimur ástæðum. Prestar og guðfræðingar, jafnt í Vestur- sem í Austur-Þýska- landi, hafa um langt skeið stundað þess háttar rannsóknir og umræður sem fjalla um gildi kristinnar trúar fyrir þjóðfélagið, merkingu þjóð- félagsins af sjónarhóli fagnaðarer- indisins og ábyrgð kristins manns í þjóðfélaginu, og er það í rökréttu framhaldi af þjóðfélagsvitund sið- bótarmanna og starfi þeirra að þjóðfélagsumbótum. Hin ástæðan er sú að þótt prestar og aðrir guð- fræðingar Austur-Þýskalands hafi gagnrýnt stjórnvöld, hafa þeir ekki verið ginnkeyptir fyrir tölvustýrðu fjármagnsveldi Natolanda. Þeir þekktu tæknilausnir marxismans of vel til þess. Vestantjalds voru þeir því oft taldir vinstrisinnaðir af últrahægrimönnum (=út-hægri- mönnum, sbr. útfjólublátt), sem áttu það sameiginlegt með andleg- um frændum sínum, marxistunum í austri, að telja þjóðfélagslega sinn- aða guðfræði af hinu illa. Því gat enginn álasað forystumönnum kirkjunnar austan við tjaldið sál- uga, prestunum og guðfræðingun- um, fyrir það að vera handbendi kapítalískra viðhorfa (eins og minna eigin, t.d., en ég tel mig þjóðfélags- lega sinnaðan hægrimann, eða fé- lagshyggju-hægrimann, líkt og Geir Hallgrímsson, en við unnum saman að því að koma upp stærsta félags- hyggjufyrirtæki landsins, Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar, og vann ég það verk sem guðfræðing- ui\en ekki stjórnmálamaður). í þýsku ríkjunum báðum hafa þýskir guðfræðingar unnið rann- sóknavinnu um þjóðfélagslega sinn- aða guðfræði. Hún stendur m.a. undir hinum fræga„kirkjudegi“ eða Kirchentag, sem eru árlegar ráð- stefnur haldnar um allt Þýskaland. Og í Vestur-Þýskalandi er þetta ekki frétt á innsíðu heldur á forsíð- um dagblaðanna, er mér tjáð, og forgangsefni sjónvarpsstöðva, af þeim sökum að þarna er rætt um kristin viðhorf til þjóðfélagsins. Og fremstu stjórnmálamenn landsins keppast um að taka þátt í umræð- unni opinberlega. Hversu ólíkt okk- ar landi þar sem þekkingin á kristn- um viðhorfum til þjóðfélagsmála og kirkjulegum fræðum, og áhuginn á þeim, hafa þurrkast út úr íslenskri menningu meðal stjórnmálamanna og almennings! Ókunnugleikinn leyndi sér ekki í tali fréttamanna um pólitískt hlaðna atburði jólanna í kirkjum Rúmeníu og Parísar, orðavalið var jafn framandlegt og verið væri að lýsa átrúnaði Mars- búa! í Rúmeníu gegndi öðru máli. Þar í landi ríkir hin grísk-orþódoxa kirkja. Hún heldur sig við dýrkun Krists og tekur ekki þátt í starfi að þjóðfélagsmálum að neinu marki eins og mótmælendakirkjurnar hafa gert (þegar frá eru talin Norður- löndin). En jafnvel hún var svo hættuleg talin að reynt var að út- rýmajólunum. Því að jafnvel í þeim er fólginn þjóðfélagslegur boðskap- ur sem sprettur sjálfkrafa af sæði guðsdýrkunarinnar. Þegar prestar fara að hugsa get- ur það reynst hættulegt þjóðfélag- inu, eins og sannast í austri, — en einnig annars staðar. Reykjavíkurbréfið Það vekur athygli mína og þakk- látsemi að Reykjavíkurbréf Morg- unblaðsins á aðfangadag er allt helgað merkingu kristindómsins í ljósi nútímans. Tvö svið eru valin til sérstakrar meðhöndlunar, hin mikla framsókn austrænna trúar- bragða um alla álfuna á síðasta ári og samband guðfræði og þjóðfélags eins og það lítur út í ljósi atburða síðustu vikna í Austur-Evrópu. Mér er það fagnaðarefni hve vin- ir mínir á Morgunblaðinu ræða þessi mál af mikilli athygli á einstökum þáttum þess. Víða á Vesturlöndum hefur hnignun kirkjunnar verið svarað með því að trúarþörf al- mennings hefur leiðst út í hvers kyns hindurvitni vildi ég segja, þótt maður skyldi ávallt tala af virðingu um önnur trúarbrögð og reyna að skilja þau „innan frá“ án fordóma. Einn mesti guðfræðingur aldarinn- ar, Paul Tillich, tók sér það fyrir hendur sem sitt síðasta verkefni að stúdera önnur trúarbrögð, einkum í Asíu til þess að skilja og túlka I innihald þeirra og finna rót fyrir- /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.